Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 45** „Þreytir margt um þanka- svið,/þegar kvartar barn og græt- ur,/þreyttu hjarta færa frið/fagrar bjartar júnínætur." segir Guðfmna Þorsteinsdóttir (Erla) í kvæðabálki sínum sem nefnist „Júní“. Þetta ljóð birtist í Ijóðabókimii „Það mælti mín móðir“ og er þar að frnna ljóð ein- göngu eftir konur. Framundan eru „fagrar bjartar júnínætur" og vonandi verður veðr- ið skaplegt svo júnínætur geti brugðið birtu sinni inn i sálarkytru lands- manna. Nú hefur staðið yfir listahátíð í Reykjavík og var þar margt að sjá og upplifa. A Þjóð- minjasafni Islands (bogasal) var sýning á kirkjuklæðum sem hönnuð eru af Margréti Danadrottningu. Mikil vinna og fínleg liggur að baki hvers klæðis enda eru þau geysilega falleg og bera drottmngu vitni um mikið list- fengi. Víst er að það hefur tekið dágóðan tíma að sauma kirkjuklæðin og maður veltir því óneit- anlega fyrir sér hvenær og hvort drottningin hafi túna til að sauma þau öll sjálf. Við eftir- grennslan kom í ljós að við eitt kirkjuklæðið sem drottningin haimaði unnu alls tuttugu og tvær manneskjur, hvorki meira né minna. Það hlaut líka að vera því ekki verður betur séð en það tæki eina venjulega maimeskju nokkur ár að sauma sum af þessum klæðum. Já ... það er nú munur að vera drottning í Danaveldi! Það er nú allt í lagi að láta sig dreyma og hver veit nema að bjart- ar og fagrar júnínætur geri okkur allar að drottningum. Það er nefni- lega sagt að hægt sé að velta sér nakin upp úr dögginni á Jónsmessu- nótt og óska sér einhvers sem síðan mun rætast. Hvort þessi skemmtilega þjóðtrú er séríslensk skal ósagt Iátið en það er óhætt að segja að það sé sérís- lenskt fyrirbrigði að setja kornabörn út í vagn á daginn til að sofa. Enda erum við líka að ala upp séríslenska og hrausta víkinga sem þurfa sitt hreina og ferska andrúmsloft. Það er því nauðsynlegt að búa vel um litlu víkingana okkar og kemur sér þá vel að eiga hlýjan og góðan kerrupoka úr mjúkri ull til að lialda hlýjunni að kroppnum. I þessum „Júm-Spuna" er boðið upp á upp- skrift af kerrupoka úr tvöföldu lanetti. Hann er einfaldur og prjónaður á grófa prjóna og því fljótlegt að pijóna hann. Hér á myndinni eru pokarnir einlitir en fallegt væri líka að prjóna þræðina svo saman úr tveimur ólíkum litum. Kerrupokann er líka þægilegt að hafa með sér í útileguna því ekki er öruggt að jún- ínæturnar séu alltaf hlýjar þótt þær séu fagr- ar og bjartar. „Við mér bjarta vonin hlær,/vaknar þor i liuga mínum,/Eg þér fagna, júrn' kær,/eg er eitt af börnum þínum.“ HLÝIR kerrupokar fyrir litlu víkingastelpurnar og -strákana. Kerrupoki Skemmtileg sængurgjöf úr lanett! ATHUGIÐ: Pokinn er prjónaður úr tvöfóldu lanett. Það er mjög auðvelt og ekki efnismeira en þó að prjónað sé úr einföldu gami. Gott er að taka innan úr dokkunum. Lanett 100% ull, superwash. Litur: kremað nr. 103 eða ferskjulitað nr. 137 12 dokkur. Einnig er fallegt að pijóna úr tveimur litum, t.d. grænu nr. 195 og 189 og fá þannig sprengt gam. STÆRÐ: 6 mán. Yfirvídd: 94 em Sídd: 65 cm Ermalengd: 17 cm Handvegur: 17 cm PRJÓNAR: Mælum með bambusprjónum 80 cm hringprj. nr. 5 40 cm hringprjónn nr. 3. Rennilás: 40 cm. Góðir fylgihlutir: Merkihringir, pijónanælur, dúskamót, þvottamerki fyrir La- nett. _ PRJÓNFESTA: 16 lykkjur með tvöföldu lanett í garðaprjóni á prjóna nr. 5 = 10 cm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjón- að þarf grófari prjóna. POKI: Fitjið upp með tvöföldu gami á hring- prjón nr. 5, 152 lykkjur. Prjónið garðaprjón = slétt á réttu, slétt á röngu, fram og tilbaka. Þeg- ar mælast 48 cm em sett merki í báðar hliðar með 76 lykkjur á bakstykki og 38 lykkjur á hvom framstykki. Fellið af 12 lykkjur undir höndum (6 lykkjur báðum megin við hliðarmerk- in) = 64 lykkjur á bakstykki og 32 lykkjur á hvom framstykki. Nú er hvert stykki prjónað fyrir sig. Bakstykki: Prjónið 1 sl., 1 br. þar til handvegur- inn mælist 17 cm. Setjið 24 lykkjur í miðju á nælu, fellið af lykkjumar á öxlum. Framstykki: Prjónið 1 sl., 1 br. þar til handveg- urinn mælist 12 cm. Þá er komið að hálsmálinu. Fellið af í byrjun prjóns við hálsmálið 4 lykkjur 1 sinni, 3 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum. Prjónið áfram þar til framstykkið er jafii langt og bakstykkið. Fellið af. Prjónið hitt framstykk- ið gagnstætt. ERMAR: Fitjið upp með tvöföldu gami á hring- prjón nr. 3, 32 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. fram og til baka 4 cm. A síðasta prjóni er aukið út í 45 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr. -5. Prjónið garðaprjón fram og tilbaka. Aukið í 1 lykkju í byrjun og enda prjóns með 2 cm millibili 5 sinnum = 55 lykkjur á ermi. Þegar öll ermin mælist 17 cm er feOt af. Saumið ermamar saman en skiljið eftir 2 cm klauf efst. HETTA: Saumið axlir saman. Prjónið upp í háls- málinu á hringprjón nr. 5, með tvöföldu gaminu^ 54 lykkjur. Prjónið 1 prjón sléttan frá röngu og aukið jafnframt í 25 lykkjum með jöfnu millibili = 79 lykkjur. Prjónið nú fram og tilbaka þannig: 7 lykkjur garðaprjón, þá 1 sl. 1 br. þar til 7 lykkj- ur em eftir á prjóninum, prjónið þær með garða- prjóni. Prjónið þannig þar til hettan mælist 20 cm. Fellið af og saumið saman að ofan. FRÁGANGUR: Saumið saman neðan frá og upp í miðju að framan 20 cm. Saumið saman að neð- an. Saumið rennilásinn í. Saumið ermarnar í. Klaufin efst á erminni er saumuð við lykkjumar 12 sem felldar vom af undir höndum. Búið til dúsk og festdð á hettuna. Saumið þvottamerki innan í pokann. V,- Nú er rétti timinn til að festa kaup á Aptiva E63. IBM hefur löngum verið tákn gæða og áreiðanleika og býðst nú þessi hágæöa margmiðlunartölva á fráhæru verði. Aptiva tölvurnar eru hannaðar með afköst í huga enda er í þeim allt sem þarf til að vinnslan verði skemmtileg, auðveld og umfram allt hröð. Þeir sem kjósa vandaða vöru velja IBM Aptiva pe.nUMtn NÝHERJI -Varalun- Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is Netfang: nyherji@nyherjí.is Vinniluminni: 38MB SDRAM, má auka í 256MB. Harðdiskur: Enhanced IDE 2,1GB. Skjúr: 15" IBM Aptiva litaskjár. Skjáminni 2MB SGBAM. Skjákort: ATi 3D Hage II + . Tongiraufur: 6, þar aí 5 lausar. Murgmifilun: 24 hraða geisladrif, hljóðkort og hátalarar. Samakipti: 57.600 baud mótald. Hugbúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite 97, Simply Speaking, IBM Antivirus, Actíve Movie, Audio Station og Watergate PC Doctor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.