Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 3^ pÍtrgminMalíilt STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN LIPPONENS PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, er nú staddur hér á landi í opinberri heimsókn og mun eiga viðræður við íslenska ráðamenn í dag. Þótt Lipponen hafi einungis verið við völd í rúmlega þrjú ár hafa miklar breytingar átt sér stað í Finnlandi á þeim tíma. Nokkrum mánuðum áður en hann tók við emb- ætti urðu Finnar formlega aðilar að Evrópusambandinu. Sú aðild hefur ekki síst orðið til að breyta stöðu Finna á al- þjóðavettvangi. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram á þennan áratug einkenndist utanríkisstefna Finnlands annars veg- ar af auknu samstarfi við ríki Vestur-Evrópu en hins vegar af öryggisleysi vegna sambúðarinnar við Sovétríkin. Af biturri reynslu höfðu Finnar lært að þeir yrðu að sýna var- kárni í vestrænu samstarfi til að ögra ekki hinum stygga nágranna. Jafnvel aðild Finna að Norðurlandaráði frestað- ist um nokkur ár vegna andstöðu Sovétmanna. Hin land- fræðilega lega Finnlands gerði landið að jaðarríki í Vestur- Evrópu í pólitískum skilningi. Finnar litu á aðild að Evrópusambandinu sem tækifæri til að breyta þessu og verða fullgildur þátttakandi í sam- starfi lýðræðisríkja Evrópu. Sú hefur svo sannarlega orðið raunin. Finnland er ekki lengur jaðarríki heldur hefur tek- ið forystuna á mörgum sviðum í hópi Norðurlandanna. Sú ákvörðun finnsku stjórnarinnar að gerast stofnaðili að EMU og hinum sameiginlega gjaldmiðli Evrópusambands- ríkja veitir Finnum forskot gagnvart hinum Norðurlönd- unum. Líkt og Lipponen lýsir í viðtali við Morgunblaðið í gær eru miklar líkur á að öll ríki Evrópusambandsins muni þegar fram líða stundir sjá sér hag í að taka upp hinn sam- eiginlega gjaldmiðil. Kostnaðurinn við að standa utan EMU-svæðisins yrði of mikill. Hyggst finnski forsætisráð- herrann m.a. ræða það við íslenska ráðamenn hvaða áhrif þessi þróun kann að hafa á Island. Finnar hafa jafnframt endurskoðað öryggismál sín frá grunni og í ríkisfjármálum hefur allsherjar uppstokkun átt sér stað. Finnskur efnahagur stendur í blóma og finnsk fyrirtæki hyggja á mikla landvinninga í framtíðinni. Flest bendir því til að spennandi verði að fylgjast með þróun Finnlands á næstu árum. KOLMUNNINN FÝSILEG BÚBÓT NORÐAUSTUR-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NEAFC, hefur ákveðið 650 þúsund tonna hámarksafla á kolmunna á ári. Nefndin ræðir skiptingu kvótans milli að- ildarþjóðanna í nóvembermánuði næstkomandi. Mikilvægt er að halda vel á íslenzkum hagsmunum í nefndinni varð- andi veiðar og vinnslu á þessum að ýmsu leyti vannýtta fiskistofni. Kolmunni er flökkufiskur í Norður-Atlantshafi. Hann hrygnir við strendur Irlands og Skotlands en leitar norður á bóginn í æti á vorin. Heildarstofninn er talinn um 4,7 milljónir tonna, þar af er hrygningarstofninn talinn um 2,7 milljónir tonna. I fyrra (1997) var heildarafli á NA-Atlants- hafi nálægt 634 þúsund tonnum. Aflinn er að stærstum hluta nýttur til bræðslu. Kolmunni er einnig nýttur til manneldis og kolmunnamarningur notaður í ýmiss konar fiskrétti. Kolmunnaveiðar við Island hafa verið nokkuð slitróttar gegnum tíðina. A síðasta ári veiddust þó um 10.500 tonn. Og sjö íslenzk skip hafa stundað kolmunnaveiðar með góð- um árangri á þessu ári. Enginn vafi er á því að kolmunninn getur orðið drjúg búbót í íslenzkum sjávarútvegi. Hátt verð er um þessar mundir á lýsi og mjöli á heims- markaði. Kolmunnaveiðar hljóta meðal annars af þeim sök- um að vera freistandi kostur fyrir útveginn. Kolmunninn er og, sem fyrr segir, eftirsóttur matfiskur. Það var sam- eiginlegt rannsóknarverkefni norræna þjóða fyrir nokkrum árum, hvernig nýta mætti kolmunna í ríkara mæli en nú er gert til manneldis, fyrst og fremst með auk- ið vinnsluvirði hans að markmiði. Það er augljóslega mikil- vægt fyrir íslendinga að huga að öllum kostum til veiða og vinnslu kolmunnans - og gæta vel að íslenzkum hagsmun- um, honum tengdum, í Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni. Fimm íslendingar í mánaðarleiðangri á McKinley í Alaska HÉR sést McKinley-fjallið vel undir skýjahulu. Matthías er lengst til vinstri, þá Styrmir og síðan Atli. ÞETTA var samvinna allra og þó að aðeins tveir hafi komist á tindinn hefðu þeir aldrei náð því nema með aðstoð hinna, sögðu björg- unarsveitamennirnir fimm sem klifu McKinley-fjall í Alaska en þeir komu til landsins í gærmorgun. Alls hafa þá átta Islendingar klifið fjallið af þeim 20 sem hafa reynt það. Tvímenning- arnir sem náðu tindinum voru þeir fyrstu sem náðu því takmarki á þessu sumri en með þeim voru tveir Spán- verjar og einn Kanadamaður. Þrír piltanna eru félagar í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi, þeir Hörður Sigurðarson, 22 ára, Atli Þór Þor- geirsson, 24 ára, og Styrmir Stein- grímsson, sem er tvítugur. Hinir tveir, Haukur Grönli, 25 ára, og Matthías Sigurðarson, 27 ára, eru í björgunar- sveit Ingólfs í Reykjavík. Það voru þeir Matthías og Styrmir sem náðu tindinum. Burður og aðlögun Leiðangur þeiira félaga stóð í um fjórar vikur. „Við fórum frá Islandi 3. maí, flugum með skíðaflugvél á jökul- inn 7. maí og hófst þá hin eiginlega fjallganga sem fólst í fyrstunni í því að draga búnaðinn upp í búðimar og að- lagast þunna loftinu en fjallið er 6.194 metra eða 20.320 feta hátt,“ sögðu fimmmenningarnir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins þegar þeir voru á heimleið frá Alaska gegnum Minn- eapolis. Þeir höfðu komið til borgar- innar sl. mánudag og varið deginum í að skoða sig um, ekki síst í verslunum, og var helst á þeim að skilja að slíkt væri ekki síður erfitt en fjallgangan. „En við erum afskaplega fegnir að vera nú á heimleið, við héldum að það yrði nú seint þannig!" En hvernig er leiðangur sem þessi undirbúinn? „Menn þurfa að sækja um leyfi fyrir ferðinni með 60 daga íyrirvara, senda upplýsingar um reynslu sína og annað sem skiptir máli til Alaska og þegar þangað er komið fara menn í viðtal við þjóðgarðsverðina og gera betur grein fyrir sér og þá fyrst er endanlegt leyfi gefið út.“ Fimmmenningamir hafa all- ir milli fimm og tíu ára reynslu í fjalla- I fyrsta hópnum sem náði tindinum í sumar Fimm til tíu ára reynsla fimm íslenskra b.jörgimarsveitarmanna varð þeim drjúgt veganesti þegar þeir klifu McKinley-fjall í Alaska í síðasta mánuði. Jóhannes Tómas- son fræddist um ferðasögu þeirra en þeir komu til baka í gærmorgun. mennsku og björgunarstörfum, þar með töldu bæði ís- og fjallaklifri. Þeir sögðu kostnaðinn kringum 400 þúsund á mann og væri þá ekki meðtalinn kostnaður við búnað hvers og eins, fatnað, viðlegubúnað og annað sem þeir hafa komið sér upp gegnum árin. Og hvernig vora svo fyrstu dagarnir? „Þeir fóra í að puða upp fjallið með búnaðinn, 75 kg á mann, og fannst nú sumum Ameríkönunum við þræla heldur mikið við þetta, töldu okkur að- allega vera dráttardýr! En við ákváð- um nefnilega að bera sem mest upp í einni og sömu ferðinni en fara ekki margar ferðir eins og flestir hinir fjall- göngumennirnir gerðu. A þessum tíma voram við líka að aðlagast þunna loftinu og fóra dagarnir í það að fara milli búða, bíða nokkra daga í einu meðan veðrið var sem verst en við fengum marga óveðursdaga. Þá gat verið bæði hífandi rok og snjókoma og frostið var oft ki-ingum 30 stig.“ Aðalbúðirnar eru í 7 þúsund feta hæð og efstu búðir í 17.200 feta hæð en þar á milli eru einar fimm búðir. Úr efstu búðum er farið beint á tindinn. Eftir um það bil vikubið í búðunum í 14.300 feta hæð náðu þeir að koma fatnaði og vistum í efstu búðirnar og síðan þurfti að fara niður aftur og bíða enn af sér veður. Hægt er að fara tvær leiðir úr efstu búðum, annars vegar eftir fjallshiygg, sem er hin venjulega leið, og hins vegar niður það sem kall- að er Rescue Gully en það átti eftir að koma sér vel fyrir þá og reyndar fleiri því þá lögðu þeir línu sem notast var við síðar í leiðangrinum. Beðið færis í 14.300 feta hæð „Næst var því bara að halda kyrru fyrir og bíða þess að næsta þriggja daga veðurspá yrði okkur hagstæð. I þessari hæð, 14.300 fetum, er hægt að ná ágætri hvíld, mun betri en í efstu búðunum. Eftir tveggja daga bið er komin sæmileg spá og við ákváðum að halda af stað,“ segja piitarnir en þann dag var sæmilegt veður. Daginn eftir, þegar þeir eru komnir í búðimar í 17.200 feta hæð eru Haukur og Hörð- ur komnir með einkenni hæðarveiki, ógleði, lystarleysi og höfuðverk og er afráðið að þeir snúi við. Sögðu þeir Morgunblaðið/Þorkell KOMNIR heim eftir vel heppnaðan leiðangur. Frá vinstri: Hörður Sigurð- arson, Atli Þór Þorgeirsson,'Styrmir Steingrímsson, Haukur Grönli og Matthías Sigurðarson. þetta hafa verið erfiða ákvörðun en skynsamlega. Veðrið er þá snælduvit- laust og þeir ákveða að fara niður Rescue Gully en ekki hrygginn því sú leið er fljótfarnari. Á sama tíma fóra tveir Kanadamenn og tveir þjóð- garðsvarðanna niður hi-ygginn og reyndist það afdrifaríkt því tveir mannanna, einn Kanadamaður og einn þjóðgarðsvörður, hreinlega fuku af hryggnum. Meðan beðið var í 17.300 feta hæð var hið versta veður og þá þýddi ekki að bíða af sér í tjaldi, þar var enga hvíld að hafa í hávaðanum þegar tjald- veggimir lemjast til. íslendingarnir þrír komust þá í snjóhús sem þjóð- garðsverðirnir höfðu byggt og héldu menn til þar. Þá náðist fyrst samband við þjóðgarðsverði og þá fyrst fréttist af afdrifum íslendinganna og að tveir menn hefðu farist og Haukur og Hörð- ur hefðu komist niður heilu og höldnu. íslendingarnir heimsóttu þá alla leið- angra sem biðu þar uppi og sendu upplýsingar um fyrirætlanir hvers og eins niður til þjóðgarðsvarðanna sem gátu þá sannreynt að einskis væri saknað. Þessar hamfarir á fjallinu urðu fjölmiðlum fréttaefni og var róm- - - rfy-.- HRYGGURINN þar sem tveir menn fórust í stormi er einstigi en hann er á milli búðanna í 16.200 og 17.300 feta hæð. HLAÐA verður snjó að tjöldunum til að fá eitthvert skjól. Frá vinstri: Styrmir, Matthías og Haukur og Atli á bak við þá. HÉR era Islendingarnir í snjóhúsinu ásamt Kanadamanninum Tom Master- son sem komst með þeim á tindinn. í þessu tveggja manna snjóhúsi hírðust þeir fjórir í tvær nætur en síðan voru þeir orðnir sjö þar sem ekki var vært í tjöldunum. TINDINUM náð. Styrmir til vinstri og Mattln'as til hægri. uð frammistaða íslendinganna við að- stoð og að koma upplýsingum á fram- færi. Hífandi rok á tindinum Þegar hér var komið sögu var útlit fyrir að gæfi á fjallið og ákváðu ís- lendingarnir þrír að reyna ásamt tveimur Spánverjum, tveimur Banda- ríkjamönnum og einum Kanadamanni. Hópurinn lagði af stað og sögðu strák- amir að þessi síðasti kafli væri bratt- ur, málið væri að anda vel og mikið og seiglast áfram. Þá verður Atli veikur og ekki talið vit í öðru en að hann snúi við en tveir Bandaríkjamenn snera einnig við og töldu ekki fært á fjallið. íslendingarnir, sem eru þá orðnir að- eins tveir, halda áfram í miklu roki og 50 til 500 metra skyggni og er þá aðal- lega stuðst við áttavitann og kortið í þeirri þrautagöngu sem þeir Matthías og Styrmir sögðu þennan síðasta kafla vera. Á þessum kafla mæta þeir tveimur Spánverjum og einum Kanadamanni sem voru á niðurleið þar sem þeim leist ekki á blikuna. „Okkur fannst veðrið ekki verra en svo að stundum birti til og gátum við þá séð kennileiti. Þá ákveða þeir að koma með okkur og eftir um þriggja til fjöguma tíma göngu náum við allir fimm á tindinn," segir Matthías. Voru þeir fyi’stu fimm mennirnir sem náðu á leiðarenda á þessu sumri en maí og júní er hagstæðasti tíminn til að klífá McKinley. Og hvernig var svo líðanin á tindin- um? „Það greip okkur kannski ekki nein sérstök tilfinning eða rómantík, en við sannreyndum að við væram á tindin- um, tókum myndir og drifum okkur svo niður á ný, því þama var ekki stætt,“ sagði Matthías. En ekki var allt búið þótt tindinum hefði verið náð því enn tafði veður fyr- ir. Urðu sjö menn að hírast í tveggja manna snjóhúsi í tvo daga og þá reyndu menn að dotta, hreyfa tær og- fingur og syngja um Ólaf liljurós til að halda sönsum. Á þriðjudegi komust leiðangursmenn niður og var þá tekið strikið alla leið niður og tekið fyrsta flug niður til bæjarins Talkeetna. Var þá lokið nærri mánaðarlöngum leið- angri, sem reyndi á þolinmæði, reynslu og þrautseigju björgunar- sveitamannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.