Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarandstaðan flytur tillögu til þingsályktunar varðandi málefni Landsbankans Alþingi skipi rann- sóknarnefnd Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna um skipan rannsóknarnefndar Alþingis vegna Landsbankamála felur ekki í sér að afstaða hafí verið tekin til þess hvort og þá hvenær vantrauststillaga verði borin fram á viðskiptaráðherra á Alþingi. Morgunblaðið/Þorkell FORSVARSMENN stjórnarandstöðunnar boðuðu til blaðamannafundar í gærdag. Talið frá vinstri Kristín Ástgeirsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. FORMENN og þingfiokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna ásamt Kistínu Astgeirsdóttur lögðu fram í gær á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um skipun rannsóknarnefndar samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinn- ar til að fjaila um málefni Lands- banka Islands hf. og samskipti framkvæmdavalds og Alþingis. Tekið er fram að með þingsályktun- inni sé „engin afstaða tekin til þess hvort og þá hvenær vantrauststil- laga verði boi’in fram á viðskipta- ráðhen-a á Alþingi", eins og segir í fréttatilkynningu af þessu tilefni. Flokkarnir boðuðu til blaða- mannafundar um málefnið í gær og þar sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, að í nefndina ætti að kjósa fimm alþing- ismenn og hún ætti í fyrsta lagi að fjalla um mál þau sem leiddu til af- sagnar þriggja bankastjóra Lands- bankans í apríl. í öðru lagi ætti hún að fjalla um málefni Lindar hf. og þá sérstaklega orsakir þess að ekki var orðið við ábendingum Ríkisend- urskoðunar um opinbera rannsókn á málefnum sem fyrirtækið varðaði. í þriðja lagi vildu þau láta skoða sérstaklega samskipti viðskiptaráð- hen-a við Alþingi, þar sem ráðherr- ann hefði ýmist flutt þinginu rangar upplýsingar eða leynt upplýsingum. Margrét sagði að þau ætluðust til þess að nefndin lyki störfum fyrir 1. október næstkomandi.. Hafi hún ekki lokið störfum á þeim tíma skili hún áfangaskýrslu og verði sú skýrsla tekin til umræðu á Alþingi í framhaldinu. „Með þessari tillögu er ekki tekin afstaða til þess hvort og þá hugsanlega hvenær yrði lögð fram vantrauststillaga á ráðherra eða ríkisstjórn og þá fyrst og fremst út af þeim málefnum sem varða samskipti framkvæmdavaldsins og þingsins," sagði Margrét einnig. Sanieiginleg niðurstaða Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði að það væri sameiginleg niðurstaða stjórn- arandstöðunnar að leggja þessa til- lögu fram. Stefnt væri að því að leita atbrigða til þess að fá hana rædda og afgreidda. „Við teljum ómögulegt annað miðað við þá atburðarás sem orðið hefur í þessum Landsbanka- málum og tengdum málum frá því skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út á sínum tíma og var rædd á Alþingi. Síðan hefur það gerst að komið hafa fram mjög alvarlegar ásakanir og nýjar upplýsingar og við teljum að Alþingi geti ekki hætt störfum í vor öðruvísi en taka einhvern veginn á því máli. Þetta er sú aðferð sem við höfum til þess að taka á slíku máli,“ sagði Sighvatur. Aðspurður hvort málið kæmi ekki of seint fram í þinginu sagði Sig- hvatur að mikið af þeim upplýsing- um sem væru komnar í Ijós hefðu ekki komið fram fyrr en framlagn- ingarfrestur mála var liðinn og því væri ekki annar kostur fyrir hendi en óska eftir því að málið yrði tekið fyrir með afbrigðum. Margrét sagði að það væri fráleitt að tala um hefðbundinn frest í mál- um sem þessum. Málið væri mjög sérstakt og þegar rætt væri um samskipti framkvæmdavaldsins við þingið þar sem ráðherra lægi undir ásökunum um að hafa gefið Alþingi rangar upplýsingar, svo ekki væri meira sagt, ættu ekki þessir venju- bundnu frestir að gilda. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista, sagði að það sama ætti reyndar við um tillögu um van- traust. Um slíkar tillögur segði ekk- ert í þingsköpum og hún væri einmitt að láta kanna það núna hvenær slík tillaga þyrfti að koma fram ef hún ætti að ræðast nú á þessu á þingi og hvort þá þyrfti af- brigði, sem væri mjög óeðlilegt, því það þyrfti tvo þriðju þingsins til að samþykkja afbrigði. „Aðalatriðið í mínum huga er að þessi mál verði rædd með markvissum hætti hér í þinginu núna fyrir þingslit og það vofir vantraust yfir ráðherranum hvort sem það verður flutt núna í vor, hvort þing verður kallað saman í sumar til þess eða í haust. Það fer auðvitað eftir þróun mála,“ sagði Guðný. Hún sagði aðspurð um hvort það væri samstaða um flutning van- trauststillögu innan stjórnarand- stöðunnar að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort hún yrði flutt núna eða hvenær nákvæmlega. Kristín Astgeirsdóttir sagði að það væri eitthvað nýtt að koma fram í þessum málum á hverjum degi. Það þjrfti að koma málinu í fai-veg áður en þinginu lyki, annars vegar að ræða það og hins vegar að koma framhaldi málsins í farveg. Erfítt að taka á með venjulegum hætti I ofangi’eindri fréttatilkynningu formanna og þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna segir að umræðan um starfsemi Lands- banka íslands að undanförnu sé komin á svo alvarlegt stig að ekki sé unnt að jafna því við neitt sem gerst hafi á síðustu árum. „Erfitt er fyrir Alþingi að taka málið fyrir með venjulegum hætti. Tryggja verður að umræða um málið verði vönduð og efnistök fumlaus í öllum atriðum. Nauðsynlegt er að nefndin beini rannsókn sinni m.a. að emb- ættisfærslum viðskiptaráðherra, bankastjóra og annarra æðstu manna Landsbankans sem og bankaráði hans. Ennfremur beinist rannsóknin að störfum bankaeftir- lits Seðlabankans, endurskoðanda Landsbankans og Ríkisendurskoð- unar. Þá er jafnframt nauðsynlegt að nefndin rannsaki þátt annarra aðila og einstaklinga eftir því sem nauðsynlegt reynist. Sérstaklega þarf að athuga aðkomu forsætisráð- herra og ríkisstjórnarinnar að mál- inu þar sem upplýst hefur verið af forsætisráðherra að hann vissi um málið löngu áður en það kom fyrst til umræðu á Alþingi. Nefndin þarf líka að kanna hvort pólitísk tengsl hafi ráðið efnistökum í málefnum bankans og meta hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að skjaldborg sé slegin um óhæfan rekstur vegna pólitískra hagsmuna. Sérstaklega virðist nauðsynlegt að fara yfír málefni Lindar í þessu sambandi, ekki hvað síst fram- göngu bankaeftirlitsins í því máli. Þá þarf nefndin að kanna og gera grein fyrir því hverjir fengu þá peninga sem töpuðust," segir í fréttatilkynningunni. Þegar Sighvatur var spurður um það að ef þingsályktunartillagan um skipun rannsóknarnefndarinnar yrði samþykkt hvort það þýddi að þá yrði ekki flutt vantrauststillaga á viðskiptaráðherra sagði hann að það væri alveg sjálfstætt mál. Nýj- ar upplýsingar væru að koma fram á hverjum degi og hluti málsins kominn í opinbera sakarannsókn. Þau vildu fá frekari upplýsingar en þau hefðu í dag. Margrét sagði að það væri verið að biðja um skýrslu um marga fleiri þætti en snertu vantraust á ráð- herra. Það væri líka umhugsunar- vert, ef menn væru að velta fyrir sér vantrausti á annað borð, að það væri alveg ljóst að það væri ekki bara viðskiptaráðherra sem hefði haft þær upplýsingar sem um væri að ræða heldur ríkisstjórnin öll. „Það kom fram hjá forsætisráð- herra að honum hefði verið ljóst þetta tap Lindar um mjög langan tíma. Það hefur einnig verið upp- lýst á blaðamannafundi af Kjartani Gunnarssyni að á mánaðarlegum fundum formanns bankaráðs Landsbankans, bankaeftirlits og ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytis hafi verið farið yfir alla þætti þessa máls um mjög langan tíma. Menn hljóta að velta því fyrir sér í hvern farveg slíkt vantraust ætti að fara. Er það eingöngu á viðskipta- ráðherra eða er það á ríkisstjórnina þar sem forsætisráðherrann kýs að fara ekki með málið lengra, hvorki í þá opinberu rannsókn sem Ríkis- endurskoðun leggur til á sínum tíma né heldur að miðla þessum upplýsingum áfram til þingsins?" spurði Margrét. Aðspurð hvort stjórnarandstaðan væri ekki með þessum tillöguflutn- ingi bara að skjóta sér undan því að flytja vantraust sögðu þau svo ekki vera. Guðný sagðist ekki hafa úti- lokað vantrauststillögu og hennar skilningur væri sá að hún gæti þess vegna komið fram á föstudag. Sér fyndist það hins vegar ákveðin rök að fleiri upplýsingar væru að koma úr kafinu og það mætti vel vera að það væri betra að rannsaka málið í þaula. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Góð byrjun en síðan afturkippur GÓÐ byrjun. F.v. Ragnheiður Ólafs- dóttir, Stefán Á. Magnússon, Þórdís Klara Bridde og Bjarni Júlíusson nieð nokkra af fyrstu Iöxum sum- arsins úr Norðurá. Stefán heldur á þeim fyrsta og stærsta, 14 punda hrygnu. Morgunblaðið/gg VEIÐI byi-jaði með glæsibrag fyrsta morguninn í Norðurá í Borgai-firði á mánudagsmorgun. Tíu laxar voru þá dregnir á þurrt, en síðan dró mjög úr veiði og holl- ið endaði á hádegi í gær með 16 laxa. Talsvert var af laxi, einkum á Eyrinni, en hann tók illa eftir fyrsta morguninn, trúlega vegna mikillar birtu og álags. Laxarnir, sem veiddust er á hollið leið, voru allir grálúsugir. Allt voru þetta stórir laxar og þeir stærstu tveir 14 punda. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar for- manns SVFR var meðalvigtin há, flestir laxarnir 9 til 12 pund og kemur laxinn sérlega vel haldinn úr hafi. Tveir laxar veiddust á Berg- hylsbroti fyrsta morguninn og annar slapp og fleiri sáust, en af- ar fátítt er að fiskur sé genginn svo langt upp í á í byrjun veiði- tímans. Berghylsbrot er næsti veiðistaður neðan Glanna. Sögðu menn þetta til marks um hag- stætt árférði og háan vatnshita miðað við árstíma. Veiði byrjaði ekki eins vel í Þverá, þar hætti fyrsta hollið á hádegi í gær með tvo laxa, 12 og 14 punda af Norðtungueyrum og úr Klapparfljóti. Jón Olafsson, einn leigutaka, sagði fiskinn far- inn að sjást, en hann hefði til þessa tekið illa. Laxá á Ásum var einnig opnuð á mánudaginn, en síðast er frétt- ist var enn bið eftir fyrsta laxin- um. Talað um mokstur... „Menn eru að tala um mokstur hérna. Þetta er furðu góð veiði og fiskurinn er stór. Það kom einn tíu punda úr Hólkotsflóa og ég býst við að meðalþyngdin sé um 3 pund. Annars er svo mikil veiði að menn geta valið úr kvótann sinn. Kvótinn er tíu fiskar, en menn hafa iðulega verið að veiða 30 til 40 urriða á dag,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörð- ur og bústýra í veiðiheimilinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit, en áin var opnuð síðastliðinn laugar- dag. I gær voru komnir um 400 fisk- ar í veiðibókina og voru þó ekki öll kurl komin til grafar. Hefðbundnar straumflugur, eins og Black og Grey Ghost, Rektor og Nobblerar hafa gefið best. En hvað með Hólmfríði? „Ég er nú svo hógvær að ég hef ekki spurt hvort menn hafi reynt hana enn þá,“ sagði Hólmfríður. Hólmfríður sagði enn fremur, að á hádegi þriðjudags hefðu ver- ið komnir 180 fiskar í veiðibókina í Laxárdal. „Þar er líka rífandi veiði, en fiskurinn örlítið smærri heldur en í fyrra. Hjá okkur er hann hins vegar vænni," bætti Hólmfríður við. Byrjar alltaf vel í Litluá... „Það byrjar alltaf vel hjá okkur og svo var líka núna. Efstu svæð- in tvö skiluðu kvótanum, 14 fisk- um á stöng, fyrstu tvo dagana og svæði 3 var líka drjúgt. Neðri svæðin eru jafnan lakari. Þetta er ágætisbyrjun og fiskurinn er fal- legur, þeir stærstu 10 pund. Þetta er mest urriði, en reytingur af bleikju með,“ sagði Margrét Þórarinsdóttir í Laufási um veiði- skap í Litluá í Kelduhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.