Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FRÁ skólaslitum Lýsuhólsskóla. Af 6 nemendum 10. bekkjar stóðust 4 öll samræmd próf. Árangur nær yfir landsmeðaltal. Skólaslit á Lýsu- hóli í Staðarsveit Hellissandi - Fimmtudaginn 28. maí fóru fram skólaslit í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit. Lýsuhólsskóli er einn þriggja grunnskóla sem Snæfells- bær rekur eftir sameiningu en hinir eru í Olafsvík og á Hellissandi. Nemendur skólans búa allir sunnan fjallgarðsins, í Staðarsveit og Breiðuvík. í máli skólastjórans, Guðmundar Sigurmonssonar, kom fram að í vet- ur hafa 43 börn stundað nám við skólann í 1.-10. bekk. Kennarar í fullu starfi voru 4 í vetur en samtals komu 8 kennarar að kennslu við skólann. Guðmundur skólastjóri gat þess að árangur nemenda í vetur væri mjög góður og talsvert yfir landsmeðaltali. Af sex nemendum sem þreyttu t.d. samræmd próf í 10. bekk náðu fjórir öllum tilskildum prófum. Hæstu einkunn að þessu sinni hlaut Kristín María Guðjóns- dóttir í 10. bekk. Voru henni veittar viðurkenningar fyrir frábæran náms- árangur. Þá gat Guðmundur skólastjóri ný- legrar úttektar verkfræðistofunnar VSÓ sem Snæfellsbær lét gera á grunnskólahaldi í bæjarfélaginu og leiddi sú úttekt í ljós að hagkvæmni þessa litla skóla á Lýsuhóli er mjög mikil og binda menn því vonir við að skólahald á Lýsuhóli fái að haldast óbreytt meðan nemendum fækkar ekki í sveitunum. Enda mælir verk- fræðistofan VSÓ með óbreyttum rekstri skólans. Á sl. hausti var lagt varanlegt slitlag á heimreiðina að Lýsuhóli og var mjög tímabært, því heimreiðin var oft illfær áður. Pá býr skólinn við ágæta útisundlaug, þá einu í bæjarfélaginu og ágæta íþróttavelli og staðurinn er mikið sóttur heim á sumrin af ferðafólki og íþróttafólki. Mikið tónlistarlíf nemenda hefur sett svip á skólastarfið að undan- fórnu og hefur Ian Wilkinson tón- listarkennari í Ólafsvík náð frábær- um árangri í að finna og æfa blást- ursleikara meðal nemenda. Hafa margir þeirra náð framúrskarandi árangri á stuttum tíma. KRISTÍN María Guðjónsdóttir náði bestum námsárangri á þessum vetri. Nemendatónleikar fóru fram stuttu fyrir skólaslitin en tónlistar- kennarar hafa verið Ian Wilkinson og Kjartan Eggertsson í Ólafsvík. Sýning á handavinnu nemenda stóð yfir í skólanum fyrir og við skóla- slitin. Að lokum þáðu foreldrar og nemendur frábærar veitingar að venju áður en nemendur héldu heim í sumarleyfi að þessu sinni. Morgunblaðið/Anna Ingólfs GESTIR á stofnfundi Beinverndar á Austurlandi. Neðri röð f.v.: Laufey Egilsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Marí- anna Jóhannsdóttir, Ólafur Ólafsson, Gunnar Sigurðsson og Helga Jóna Þorkelsdóttir. Efri röð f.v.: Sigríður Ingimarsdóttir, Pétur Heimisson, Stefán Þórarinsson og Björn Pálsson. Stofnfundur Beinverndar á Austurlandi Egilsstaðir - Stofnfundur Austur- landsdeildar Beinverndar var haldinn á Hótel Héraði á Egils- stöðum. Beinvernd eru landssam- tök áhugafólks um beinþynningu og hafa áður verið stofnaðar deild- ir á Norður- og Suðurlandi auk deildar í Reykjavík. Tilgangur samtakanna er að vekja athygli á langvinnum sjúk- dómi sem beinþynning er og segir formaður samtakanna, Ólafur Ólafsson, landlæknir, að landssam- tök hafi skilað góðum árangri, bæði í sambandi við hjartasjúk- dóma og krabbamein. Á fundinum ijallaði Gunnar Sig- urðsson, prófessor, um orsakir og meðferð beinþynningar. Hann sagðist gera ráð fyrir að beinbrot, sérstaklega hjá konum, af völdum þessa sjúkdóms verði faraldur 21. aldar en tíðnin hefur aukist veru- lega og er aðallega um alvarleg brot að ræða, eins og hryggjarliða- brot og mjaðmabrot. Hann benti á mikilvægi þess að reyna að koma í veg fyrir bein- þynningu með góðum lífsháttum, eins og líkamsþjálfun og góðu mataræði, og ganga úr skugga um að það innihaldi nægilegt kalk og D-vítamín. Hann sagði sífelldar nýjungar vera, m.a. bæði í grein- ingu og lyfjameðferð, og að vert væri fyrir almenning að vita um þá möguleika og nýjustu þekkingu hveiju sinni. Sjórnarmenn Austurlandsdeild- ar Beinverndar eru Ilalla Eiríks- dóttir, Óttar Ármannsson og Sig- ríður Ingimarsdóttir. Sj ómannadagsblað- ið í Eyjum komið út Vestmannaeyjum - Sjómannadags- blað Vestmannaeyja 1998 er komið út og er blaðið veglegt að vanda. I blaðinu er fjölbreytt efni og mikill fjöldi mynda, bæði nýrra og gam- alla. Meðal greina í blaðinu eru: Minnisstæð sigling á Sindra VE 63 sumarið 1963, eftir Pálma Sigurðs- son, sem segir frá verstu sjóferðinni sem hann upplifði á sinni sjómanns- tíð. Hjörsi, eftir Árna Sigurðsson, segir frá þessum sérstæða manni. Skipsstrand á Hallgeirseyjarsandi, þar sem segir af strandi skútu, og Flöskuskeyti, sem segir frá hvernig slík skeyti voru notuð til samskipta milli lands og Eyja fyrir daga sím- ans, eftir Harald Guðnason. Hug- leiðingar sjómannskonu, eftir Ingi- björgu Hafliðadóttur. Teknir og færðir til Bodö, frásögn af því er norska strandgæslan tók Sigurð VE, eftir Snorra Pál Snorrason. Út- gerð Jóns Ólafssonar á Hólmi, eftir Friðrik Ásmundsson, og í útgerð með óbilandi bjartsýni og þúsund- kall í vasanum, svipmyndir af Ár- sæli Sveinssyni frá Fögrubrekku, eftir Guðmund Sv. Hermannsson. Fjöldi annarra greina eftir ýmsa höfunda er í blaðinu auk minningar látinna, sem er fastur liður í Sjó- mannadagsblaði Vestmannaeyja. Þá eru í blaðinu myndasyrpur úr lífi og starfí sjómanna í Eyjum. Sjómannadagsblað Vestmanna- eyja er 185 blaðsíður og er blaðið FORSÍÐA Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1998. prentað í Prentsmiðjunni Eyrúnu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Sig- mar Þór Sveinsbjömsson en útgef- andi blaðsins er Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 1998. Blaðsölubörn munu ganga í hús í Eyjum og selja Sjómannadagsblað- ið en auk þess verður blaðið selt á bensínstöðvum og fleiri stöðum í Eyjum og í veitingasölu Herjólfs. I Reykjavík verður blaðið selt í Grandakaffi, Bókabúð Árbæjar og í Umferðarmiðstöðinni og einnig verður það selt í Kænunni í Hafnar- fírði. Morgunblaðið/Arnór FRÁ afhendingu bikarsafnsins í íþróttamiðstöðinni í Garðinum. Með Steinunni á myndinni eru nýkjörnir fulltrúar F-Iistans í hreppsnefnd, Ingimundur Guðnason, Sigurður Ingvarsson og sveitarstjórinn Sig- urður Jónsson. Verðlaunabikarar í s Iþróttamiðstöðina Garði - Nýlega afhenti frú Stein- unn Sigurðardóttir á Brekku og börn hennar hreppnum stórt bik- arsafn sem eiginmaður hennar, Vilhjálmur Halldórsson, hafði unn- ið til en hann lést á sl. ári. Steinunn gat þess við afhending- una að Vilhjálmur hefði unnið flesta bikarana fyrir golf og pútt en einnig væru í safninu verðlaun fyrir skák, brids og ökuleikni. Margir minnast Vilhjálms eða Villa á Brekku eins og hann var títt nefndur fyrir áhuga hans á pútti og púttklúbbum en hann stofnaði nokkra klúbba hérlendis. Þá var hann, einkum á fyrri ár- um, mikill skákáhugamaður. Morgunblaðið/Sigurður Aðalateinason Formúlu-bíll vekur forvitni Vaðbrekku, Jökuldal - Keppnisbíll úr Formúlu eitt kappaksturskeppn- inni átti leið um Egilsstaði fyrir skömmu þegar Ford-umboðið var þar á hringferð en Formúlu-bíllinn var einmitt frá Stewart Ford. Bíllinn vakti forvitni Héraðsbúa og lögðu margir lykkju á leið sína til að bera gripinn augum. Meðal annars Jón Runólfui' Jónsson og Aðalsteinn Sig- urðarson er komu ofan úr Hrafn- kelsdal sem eru um 180 kílómetrar báðar leiðir. Segja má að mikið sé á sig lagt til að sjá Formúlu-keppnis- bílinn frá Stewart Ford en þessi bíll var í brautinni á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.