Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk HI.CHARUE BROLUN..THI5 15 THE WEIRP KIP WHO 50LP METHEBATUSEP BV' ROY H0BB5.. I ONLY PAID HER A POLLAR.ANP I SOTA REAL COLLECTOR'S ITEM r-Tr BE careful.you're ME5SIN6 UP MV PITCHER'5 MOUNP Hæ, Kalli Bjarna ... þetta er skrýtna stelpan sem seldi mér kylfuna sem Roy Hobbs not- aði... Ég borgaði henni Roy Hobbs var skáld- Farðu varlega ... þú ert að bara einn dollara, sagnapersóna eyðileggja kasthólinn minn! og ég fékk ekta safngrip BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þjóðargraf- reiturinn - ný skilgreining! Frá Rúnari Kristjánssyni: HINN 4. mars sl. birtist bréf í Mbl. þar sem ég undirritaður gerði að umræðuefni svonefndan þjóðar- grafreit á Þingvöllum. Eg vildi fá að vita hvert væri hlutverk þessa grafreits í samtímanum. Eg taldi nefnilega augljóst að upphaflegt hlutverk hans væri úr sögunni, sem sé að vera heiðursgrafreitur fyrir helstu skáld og listamenn þjóðarinnar. Ekki fékk ég nein svör við spurningu minni frá við- komandi yfírvöldum, en ýmis við- brögð frá öðrum aðilum. Má þar til dæmis nefna mann sm hafði starf- að sem leiðsögumaður fyrir er- lenda ferðamannahópa hérlendis. Hann sagði mér að hann hefði iðu- lega lent í vanda á Þingvöllum þeg- ar þurfti að útskýra hlutverk þessa grafreits. Útlendingarnir komu með ýmsar markvissar spurningar varðandi reitinn og erfitt var að svara þeim á viðhlítandi hátt. Sp- urningarnar voru um það hverjir kæmu til með að verða jarðaðir þarna og af hverju enginn hefði verið jarðsettur þarna í áratugi o.s.frv. Eg var af þessum og iiðrum ástæðum búinn að ákveða að skrifa frekar um þetta mál, þótt svör virt- ust ekki liggja á lausu. En áður en til þess kæmi, gerðist það að sr. Heimir Steinsson tók þetta mál upp í hugvekju sinni í Mbl. 10. maí sl. Honum hefur eflaust fundið málið sér skylt og ég freistast nátt- úrulega til að halda, að hann grípi á þessu máli meðfram vegna þess að ég fór að fjalla um það. Aðrir hafa ekki komið inn á þessa hluti mér vitanlega. En það sem mér fínnst merkilegast við það sem sr. Heimir ritar um þetta, er að hann fer að skilgreina hlutverk grafreitsins á algerlega nýjan hátt. Hann vill gefa reitnum ákveðið nafn og kalla hann „Lýðveldisreitinn". Færir hann ýmis rök fyrir sínu máli og umræddri nafngift. Ekki er ég nú á því að þau séu sérlega haldbær þótt þau komi frá sr. Heimi. Til dæmis efast ég um að Jónas Hall- grímsson og Einar Benediktsson hafi verið sérstök höfuðskáld sjálf- stæðisbaráttunnar eins og sr. Heimir heldur fram. Ymsir aðrir ortu nú mikið um þau mál. En mál- ið er hins vegar, að þeir Jónas og Einar eru alls ekki jarðsettir þarna á þessum forsendum, sem Heimir er að leggja fram, sem einhver sjálfstæðisbaráttuskáld, heldur einfaldlega sem þjóðskáld. Auk þess var ekki ætlunin að þeir hvfldu þarna einir. Sá heiður átti að ná til annarra mikilhæfra skálda og listamanna þjóðarinnar, enda skipulagður reitur fyrir meira en fjörutíu leiði. Heimir finnur upp á því að tengja tilvist grafreitsins stofnun lýðveldisins, en hvergi get ég fundið heimildir um slíkt. Þjóðargrafreiturinn er því ekki neinn hluti af sögu lýðveldisstofn- unarinnar þótt sr. Heimir haldi því fram. Ráðamenn voru ekki að búa til neinn grafreit fyrir „höfuðskáld sjálfstæðisbaráttunnar" er þeir létu skipuleggja þennan reit á Þingvöllum. Hugmyndin var að stofnsetja á þingstaðnum forna ís- lenskt Westminster-klaustur, eins og Jónas frá Hriflu orðaði það, en hann sat þá í Þingvallanefnd og þekkti best til mála. Reiturinn er alls ekki minningarmark um stofn- un lýðveldisins eins og sr. Heimir vill vera lata. Lýðveldið var stofnað 17. júní 1944, en Einar Benedikts- son var jarðsettur í reitnum 27. janúar 1940. Þá vissu, held ég fáir, hver framvindan yrði með lýðveld- isstofnun, enda er sú saga graf- reitnum óviðkomandi, eftir því sem ég best veit. Ég held að ljóst sé að sr. Heimir Steinsson er að gera til- raun til þess að gefa þjóðargraf- reitnum nýtt sögulegt inntak. Ef til vill fínnst honum að það standi honum næst að reyna eitthvað slíkt. Því miður virðist mér að sagnfræðileg sannindi hafí alveg orðið útundan í þeirri tilraun Heimis. Hvai'vetna þar sem um- ræddur grafreitur er nefndur í heimildum, er til hans vísað sem grafreits sem hugsaður var sm heiðurslegstaður helstu skálda og listamanna þjóðarinnar. Sjálfstæð- isbarátta og lýðveldisstofnun eru hvergi á dagskrá í þeim efnum. Hvergi hefur sú hugmynd komið fram, mér vitanlega, fyrr en sr. Heimir upphugsar reitnum þetta nýja hlutverk og setur þá skoðun fram í hugvekju sinni 10. maí sl. Ég vil halda því fram, að eigi að skilgreina hlutverk þjóðargraf- reitsins á nýjan leik, sem reyndar virðist nauðsynlegt, þá verði að gera það opinberlega af hálfu ríkis- ins, svo allt liggi ljóst fyrir og allir viti tilganginn með þessum graf- reit. Þetta mál varðar landsmenn alla, það hefur nánast verið vand- ræðabarn í kerfinu í áratugi og breyting þarf að verða á því. Sr. Heimir viðurkennir að ekki sé lík- legt að aðrir komi til með að hljóta þama leg, sem sýnir að upphaflegt hlutverk reitsins er út úr mynd- inni. Ég er hins vegar nokkuð undr- andi á því að jafn hugspakur maður og sr. Heimir fari út í það að reyna að skapa í kringum reitinn tilbúinn veruleika sem ekki virðist eiga sér nokkra stoð í hinum sanna veru- leika sögunnar. Þar er furðu langt seilst til að reyna að klóra yfír vandræðastöðuna í kerfinu varð- andi þjóðargrafreitinn á Þingvöll- um. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. AHt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. í>eir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.