Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart JOHANN Freyr Björgvinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og David Greenall í hlutverkum sínum í verkinu Stoolgame eftir Jirí Kylián. ÚR verkinu Night, eftir Jorma Uotinen, þar sem konur gera uppreisn og brjóta niður veggi. Hugmyndina að verkinu fékk Jorma úr finnsku þjóðlagi sem segir frá því að konur hafi lifandi verið steyptar inn í veggi. KATRÍN Hall ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún ákveður að fá danshöfundana Jirí Kylián og Jorma Uotinen til Iiðs við Islenska dansflokkinn. Hinn fyrrnefndi er án efa einn þekktasti danshöfundur heims og sá síðarnefndi er eitt helsta dansskáld Norðurlanda. Verk þeirra eru aðeins dönsuð af útvöldum dans- flokkum, og hefur hinn 25 ára dansflokkur Islendinga nú bæst í þeirra hóp. Auk Kyliáns og Uotinens er Jochen Ulrich í hópi danshöfundanna sem eiga verk á þess- ari afmælissýningu Islenska dansflokksins. Ulrich þarf vart að kynna fyrir íslensku dansáhugafólki enda komið mikið við sögu dansflokksins sl. tvö ár. Verk hans La Ca- bina 26, sem fyrir tveimur árum fékk íslend- inga til að Ijölmenna í Borgarleikhúsið, verður nú endursýnt, enda komust færri að en vildu á sínum tíma. Ulrich er einmitt þekktastur hér á landi fyrir að víkka út áhorfendahóp dansins og rífa upp miðasöl- una, en sýning hans Eg dansa við þig sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu árið 1987 er best sótta danssýning Islenska dansflokksins frá upphafi. Um verkið La Cabina 26 segir Jochen Ul- rich: „Ballett minn, La Cabina 26, frá 1995, sýnir harða baráttu og felur í sér öskur fullt af ástríðu. Dansinn reynir á þolrif líkamans til hins ýtrasta, með þessa kröfu að leiðar- Ijósi: Horfðu á okkur! Hér erum við, dansar- ar okkar tíma, með vonir okkar og þrár, og við erum hér til að hitta ykkur, áhorfend- urna sem við deilum okkar þrám með.“ Steyptar lifandi inn í veggi Verkið Night eftir Jorma Uotinen og Stoolgame eftir Jirí Kylián eru á efnis- skránni að þessu sinni, auk La Cabina 26. Night samdi Jorma árið 1995 og var það frumflutt á danshátið í Vínarborg sama ár. Hugmynd hans að verkinu kviknaði út frá finnsku þjóðlagi frá 9. öld sem segir frá konu sem var manni sínum ótrú. Grimmileg refsins beið kvenna á þessum tíma sem frömdu slíkan glæp og voru þær steyptar lif- andi inn í kastalaveggi. Upprunalega samdi Jorma verkið fyrir sex konur og einn karld- ansara; en nú hefur hann lagað verkið að stærð Islenska dansflokksins og dansa það nú sjö konur og fjórir karlar. Night er samið við tónlist norska tónskáldsins Asmund Feidje og leikmynd gerði finnska listakonan Ilonu Suonio. „Verkið Night rekur ekki sögu, enda segi ég sjalduast sögur í verkum mínum, heldur kviknaði hugmyndin útfrá sögunni um kon- una sem var steypt inn í vegginn. í verkinu sjálfu taka konurnar völdin, þær færa veggi og þröngva körlum inn í veggi kastalanna," segir Jorma og bætir við: „Konur í samfé- lagi dagsins í dag færa veggi, auk þess sem þær brjóta þá niður. Þannig sé ég tengingu sögunnar við nútímasamfélag, en verkið er Hreinleiki formsins, heitar tilfínningar og öskur fullt af ástríðu * Afmælissýning Islenska dansflokksins verður frum- sýnd í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Verkin þrjú sem eru eftir þá Jirí Kylián, Jochen Ulrich og Jorma Uotinen sýna glöggt hve margbreytilegur nú- tímadans getur verið, eins og Ragna Sara Jónsdóttir komst á snoðir um þegar hún leit inn á æfíngu í Borg- arleikhúsinu og spjallaði við þau Jorma Uotinen og Katrínu Hall. fyrst og fremst saga tilfinninga og hvernig þær brjótast út.“ Innblásinn af lífínu Verkið Ballet Pathetique eftir Jorma var flutt af ballettflokki hans á Listahátíð árið 1992 í Borgarleikhúsinu. Hann segir að verk sín séu jafn ólík og þau eru mörg, en bætir þó við að eflaust megi sjá í þeim stíl sem einkenni verk hans. Jorma fær hugmyndir að dansverkum héðan og þaðan úr daglega lífinu og segir því til útskýringar: „Ef þú lítur í kring- um þig sérðu svo margt. Það er svo margt sem hefur áhrif á mig, ljós, skuggar, litir eða málverk, allt hefur þetta áhrif.“ En hvað með áhrifamátt bókmennta? „Það er eiginlega bara eitt skáld sem hefur haft sterk áhrif á mig, og það er portúgalska skáldið Fernando Pesoa. Þá er ég ekki að tala um textana hans, heldur það að hann skuli hafa verið fjórklofinn persónluleiki, en ég er einmitt að semja sólóverk út frá því núna.“ Jorma Uotinen hóf dansferil sinn með finnsku Þjóðaróperunni um miðjan áttunda áratuginn. Hann gerði fyrstu tilraunir sínar í danssmíðum árið 1974 þegar verk hans Aspects við tónlist Aulis Sallinens var flutt í Þjóðaróperunni 1974. Uotinen gekk til liðs við Groupe des Récherches Théatrales de I’Opera de Paris árið 1976 og ferðaðist með hópnum víða um heim. Frá árinu 1980 hefur Jorma samið fjölda verka fyrir Borgarleikhúsið í Helsinki þar seni hann starfaði í rúm tíu ár, en nú hefur hann um árabil unn- ið sem danshöfundur við fínnsku Þjóðaróperuna. Hann hefur að auki verið sæmdur riddaraorðu af frönsku ríkisstjórninni og unnið víða sem gestadanshöf- undur eins og t.d. í La Scala í Mflanó og Parísaróperunni. Sá tapar sem stendur uppi stólalaus Verkið Stoolgame eftir Jiri Kylián bregður upp mynd af miskunnarlausum veruleika sem hann nálgast í gegnum sakleysislegan barnaleik. Kylián segir eftirfarandi um verkið: „Leikurinn er leikur að stólum; stól- arnir eru alltaf einum færri en þátttakend- urnir og í hvert skipti sem tónlistin sem leik- in er undir er stöðvuð reyna þeir að grípa sér stól. Sá tapar sem stendur uppi stólalaus í lokin ... Hreyfingarnar í dansinum breyta leiknum í hrottalegan veruleika, í miskunn- arlausa baráttu við þann sem er öðruvísi, því trú hans er önnur en sú trú sem almennt er viðurkennd. Hann er drepinn en ekki sigrað- ur. Andi hans lifir og skapar ljós sem leiðir hina til framtíðar. Saga hans er endurtekin JORMA Uotinen danshöfundur. hvað eftir annað gegnum söguna." Verkið samdi Jirf Kylián árið 1975 við tón- list Arne Nordheim. Kylián var þá nýtekinn við sem listrænn stjórnandi Nederlands Dans Teater sem hann sljórnar enn í dag. Hann er fæddur í Prag árið 1947 og stund- aði nám i klassískum ballett, þjóðdönsum og nútímaballett, aðallega tækni kenndri við Mörthu Graham fram á unglingsár. Arið 1967 fékk hann skólastyrk til að stunda nám við Royal Ballet School í London og nokkrum áram seinna gekk hann til liðs við ballettflokk John Crankos, Stuttgart Ballet. Cranko hvatti Kylián til að semja og árið 1973 samdi hann fyrsta dansverkið fyrir Nederlands Dans Teater sem var upphafið að langvinnu sambandi þeirra á milli. Kylián hefur nú samið yfir 50 dansverk fyrir NDT en alþjóðlega viðurkenningu sem danshöf- undur hlaut hann árið 1978 með verki sínu Sinfonietta. Síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem einn virtasti og þekktasti danshöf- undur heims. Hann hefur frá 1975 farið með listræna slj'órnun Nederlands Dans Teater þar sem hann stjórnar þremur ólíkum dans- flokkum sem endurspegla ólík æviskeið dansarans. Kylián hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir verk sín og unnið með öllum helstu dansflokkum Evrópu. Óskin rættist Með þrjú ólík verk eftir þrjá ólíka danshöf- unda, vaknar sú spurning hvort verkin eigi eitthvað sameiginlegt og hvort sýninguna einkenni eitthvað fremur en annað? Katrín Hall listdansstjóri Islenska dansflokksins seg- ir að það sé einna helst fjölbreytileiki sem einkenni sýninguna. „Það er ekki beinlínis hægt að segja að sýningin hafi samnefnara," segir Katrin, „heldur einkennist hún helst af því að við erum að fá verk eftir þessa tvo þekktu danshöfunda. Annað verkið er tiltölu- lega gamalt og liitt frekar nýlegt sem gefur kvöldinu vídd. Ósk mín um að starfa með þessum tveimur þekktu danshöfundum og kynna verk þeirra fyrir íslendingum rættist mun fyrr en ég bjóst við og mér finnst sér- staklega ánægjulegt að það skyldi hafa tekist fyrir þessa 25 ára afmælissýningu. La Cabina set ég svo með þessum tveimur verkum aðallega fyrir áhorfendur. Það féll vel í kramið hér um árið og ég er þeirrar skoðunar að nýta eigi sýningar flokksins bet- ur en gert hefur verið. Því vona ég að þeir sem misstu af verkinu hér um árið fái að njóta þess nú. Sýningin einkennist því einna helst af fjölbreytileika og það má segja að hún sveiflist öfganna á milli. I Stoolgame eru hreinleiki og einfaldleiki í fyrirrúmi, en í Night ríkja tilfinningarnar. Fólk sér því vel í þessari sýningu hvað nútímadansinn býður upp á mikla möguleika," sagði Katrín, „enda mikið lagt í þessa afmælissýningu, og undir- búningur hefur staðið lengi yfir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.