Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 4 J ! Í I I J 1 1 « i GUÐJÓN SIG URFINNSS ON + Guðjón Sigur- fínnsson fæddist í Oddakoti í Austur- Landeyjum 8. maí 1903. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði hinn 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Ólafsdótt- ir og Sigurfinnur Guðmundsson. Hann ólst upp á Krossi í A-Landeyj- um hjá Þorvaldi Símonarsyni og konu hans, Sólveigu Petreusardóttur. Guðjón átti eina systur, Stefaníu, sem er látin. Guðjón kvæntist 24. ágúst 1941 Rakel Bjarnadóttur, f. 30. september 1915 á Ytri-Skógum í Kolbeins-staðahreppi. For- eldrar hennar voru hjónin Gróa Jónsdóttir og Bjarni Márus Jónsson. Börn þeirra eru: 1) Grétar Már, bifvélavirki, f. 4. október 1939. 2) María Ingibjörg, f. 30. desember 1941, maki Kristján Karl Normann, þau skildu, synir þeirra eru Guðjón Einir og Baldur. 3) Sólveig, f. 17. júní 1954, sjúkra- liði og snyrtifræð- ingur, maki Andrés Hafberg, börn þeirra eru Þorvald- ur, Rakel og Guð- rún. Guðjón átti fyrir son, með Ástu Friðriksdóttur, Halldór Grétar, skrúðgarðaarki- tekt, sem býr í Sví- þjóð. Halldór er kvæntur Ullu Britt, börn þeirra eru Hákon, Stefán og Ása. Guðjón stundaði almenn sveitastörf á uppvaxtarárum. Byrjaði sjóróðra 16 ára hjá Sæmundi Ólafssyni, Lágafelli, Landeyjum. Sjómennska varð síðan hans aðalstarf til um 1950, sigldi hann m.a. á bv. Haukanesi öll stríðsárin. Um 13 ára skeið var hann verk- stjóri hjá Bátafélagi Hafnar- fjarðar. Síðan starfsmaður við timburafgreiðslu hjá Dvergi til 76 ára aldurs. Guðjón var mörg ár í stjórn verkamanna- félagsins Hlífar. títför Guðjóns hefur farið fram í kyrrþey. Á fagurri sumarnóttu kvaddi Guðjón, tengdafaðir minn, og hélt á vit feðra sinna. Við fráfall hans leitar hugurinn aftur í tímann og minningar um mann, sem alltaf var boðinn og búinn til að hjálpa öðrum, hrannast upp. Þegar ég kynntist Guðjóni var hann kominn hátt á sjötugsaldur, en þó fullur elju og atorku sem væri hann miklu yngri. Guðjón hafði mikið yndi af garðrækt, ræktaði fyrst garðinn við hús sitt og svo þegar úthlutað var spildum inn af Hafnarfirði, kringum 1980, fékk hann eina sem hann, ásamt tengdamömmu og Grétari mági, plantaði í trjám og öðrum jurtum. Stundum fékk hann send fræ og lauka frá Halldóri, syni sínum í Svíþjóð, sem hann gerði tilraunir með og sumt heppnaðist en annað ekki. Guðjón og Rakel lifðu í hamingjusömu hjónabandi. Þau áttu alla tíð sitt heimili í Hafnarfirði og frá 1959 að Grænukinn 26, sem þau byggðu ásamt Grétari, syni sínum. Þegar Guðjón var kominn yfir nírætt fór hann að tapa heilsu og síðustu 3-4 árin dvaldi hann á Sólvangi. Grétar kom til hans á hverjum degi, tók hann heim þegar hægt var og annaðist hann á allan þann hátt sem honum var unnt. Að leiðarlokum þakka ég ánægjulega samfylgd sem aldrei bar skugga á. Andrés Hafberg. Í « i « « « « « « I « « « « « 4 HULDA KRIS TJÁNSDÓTTIR mun erfiðara að sjá hana veikjast af Parkinsons-sjúkdómnum. Að hún gæti ekki lengur gert allt sem henni datt í hug var svo óskiljan- legt. Hennar sterki sjálfstæðisvilji hélt henni lengi uppi þar til sjúk- dómurinn náði yfirhöndinni og fyrir rúmu ári fluttist hún á elli- heimilið Grund þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Hulda frænka var mörgum hjálparhella og hélt hún móður sinni og Kristjáni bróður sínum heimili lengi vel. Einnig bjó hjá henni um tíma Kristján, systur- sonur hennar, og hefur hann verið henni sem sonur og hefur tryggð hans við Huldu frænku verið ómetanleg í veikindum liðinna ára. Við systurnar kveðjum elsku Huldu frænku okkar með þakk- læti fyrir allar skemmtilegu stundirnar og minnumst hennar sem einstakrar konu sem gæddi líf okkar ógleymanlegum litum. Hulda Kristín, Jóhanna og Lotta. tHulda Krist- jánsdóttir var fædd 22. maí 1924. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Þor- kelsdóttir, f. 8. ágúst 1891, d. 9. desember 1982, og Kristján Jónsson, f. 1. júní 1870, d. 5. október 1946. Hulda átti átta al- systkini en þau eru Sigríður, f. 3. júlí 1920, Magnús, f. 22. nóvember 1921, d. 5. júní 1997, Kristján, f. 5. júlí 1925, Valgerður, f. 3. nóvember 1926, Sveinn, f. 7. aprfl 1929, Helga, f. 4. október 1930, Guðríður, f. 20. aprfl 1933, og Magnea, f. 10. des- ember 1934. Hulda átti einnig fjögur hálfsystkini sem öll eru látin: Jón Magnús, sam- mæðra, og Stein- unni, Magneu og Kjartan, samfeðra. Hulda starfaði sem ung kona hjá Sundhöll Reykja- víkur en inest alla sína starfsævi vann hún við skrifstofu- störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. títför Huldu fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR GUÐJÓNSSON, Suðurgötu 12, áður Suðurgötu 46, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Emil Valtýsson, Guðrún Valtýsdóttir, Gylfi Valtýsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Langt fram eftir aldri héldum við systurnar að hún Hulda frænka, móðursystir okkar, héti Hulda Frænka Kristjánsdóttir, svo sterkur var frænkutitillinn. Hulda frænka var okkur alltaf mjög góð og mikið þótti okkur hún skemmtileg. Hún hafði áhuga á öllu og gat allt. Ef hún fékk ein- hverja hugmynd var hún fram- kvæmd, hvort sem það var að flísaleggja baðherbergið, yfir- dekkja sófasett, setja kók út á rjómaís, hekla eldhúsgardínur eða grilla hangikjöt og okkur stelpun- um hefði ekki þótt skrítið þó að Huldu frænku hefði tekist að breyta bókahillu í svefnsófa, slíka óbilandi trú höfðum við á hæfileik- um hennar! Okkur þótti hún líka svo falleg. Hún átti fullt af fötum, skóm og skartgripum og alltaf máttum við gramsa í öllu hjá henni og ef okk- ur fannst eitthvað flott var það henni svo sjálfsagt að gefa okkur það; þvílík var gjafmildi Huldu frænku. Það var sjaldan sem við fórum tómhentar fi-á henni. Við erum henni einnig þakklátar fyrir þá fyrirmynd sem hún var okkur; að vera óhræddar við að takast á við hvaða verkefni sem er, hvort sem það er álitið „karlmanns- eða kvenmannsverk“. Vegna þess hve Hulda frænka var sterkur „karakter" var þeim + Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HAFLIÐI MAGNÚSSON kjötiðnaðarmeistari, Bergþórugötu 59, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðrún Beinteinsdóttir, Margrét Hafliðadóttir. + Ástkær eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar, BALDVIN MAGNÚSSON, Rofabæ 47, Reykjavfk, lést sunnudaginn 24. maí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Við þökkum samúðarkveðjur og vinarhug. Sér- stakar þakkir til hjúkrunarfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun og hlýhug. Anna Hjálmarsdóttir, Jón Örn Árnason, Sigurgeir Árnason, Einar Árnason, Kristín Árnadóttir og fjölskyldur. r + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR LEA SIGURÐARDÓTTIR, Kleifarhrauni 1d, áður til heimilis að Miðstræti 25, Vestmannaeyjum, er lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar- daginn 30. maí sl., verður jarðsungin frá Landakirkju föstudaginn 5. júní kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Viktor Berg Helgason, Sigríður E. Helgadóttir, Rósa Helgadóttir, Sigrún Birna Helgadóttir, Sólrún Helgadóttir, Stefanía Þorsteinsdóttir, Páll H. Kristjánsson, Oddur Thorarensen, börn og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, DÓRU SÆMUNDSDÓTTUR, Botnahlíð 33, Seyðisfirði, fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Þorvaldur Jóhannsson, Sigurbjörg Baldvinsdóttir, Hafdís Baldvinsdóttir, Þorsteinn Þórir Baldvinsson, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Inga Þorvaldsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Olav Jacobsen, Gunnar K. Gunnlaugsson, Björn Sigfinnsson, Þorsteinn Arason, Hrafnhildur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON, Stapa, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstu- daginn 5. júní kl. 14.00. Sigurður Sigurbergsson og aðrir vandamenn. Lokað Vegna útfarar starfsfélaga okkar, ÖNNU BRYNJÓLFSDÓTTUR, verður skrifstofan lokuð eftir hádegi föstudaginn 5. júní. Hönnun hf. verkfræðistofa. + Elskuleg systir okkar, SYSTIR MARIE GABRIELLE, andaðist á heimili okkar 2. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 8. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Systrasjóð St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. St. Jósefssystur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.