Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Krafan um
ábyrgð
Um rotnunardauninn, staðfestuleysi
almennings og flokk þeirra sem eiga
harma að hefna.
Brotthvarf
Landsbankastjór-
anna sýnist ætla að
draga mikinn dilk á
eftir sér. Þar er að
ýmsu leyti um að ræða nauð-
synlega hreinsun á spilltu kerfi
sem festist í sessi á Steingríms
Hermannssonar-skeiðinu svo-
kallaða á árunum milli 1970 og
1990. Auðvitað var löngu kom-
inn tími til að moka flórinn og
hreinsa burt þann haug sem
hlóðst upp á Steingríms-skeið-
inu í krafti ofurvalds stjórn-
málamanna í fjármálalífi lands-
ins og eftirlitsleysis með fram-
ferði hæstsettu ríkisstarfs-
manna. Menn verða bara að
sæta því að það slettist á þá við
þann mokstur - og fýluna leggi
útyfir þjóðfé-
VIÐHORF
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson
lagið. Það
verður að
hreinsa til og
lofta út.
A síðasta
áratug hefur geysimargt breyst
til batnaðar í íslensku samfé-
lagi. Embætti umboðsmanns Al-
þingis var sett á fót 1988, Ríkis-
endurskoðun heyrir nú einvörð-
ungu undir Alþingi, stjórnsýslu-
lög voru samþykkt 1993 til að
tryggja rétta málsmeðferð rík-
isvaldsins gagnvart almenningi
og einnig upplýsingalög (1996)
sem m.a. koma í veg fyrir að
hægt sé með góðu móti að
þagga mál niður. Þá hefur lög-
festing alþjóðlegra mannrétt-
indasáttmála stóraukið réttarör-
yggi borgaranna. Ennfremur
hefur aðild Islands að Evrópska
efnahagssvæðinu treyst mjög
viðskiptafrelsi í landinu, en áður
hafði Davið Oddsson skorið upp
herör gegn sjóðasukkinu svo-
kallaða þar sem spillingin grass-
eraði. Lagabætur undanfarinna
ára hafa í rauninni gerbreytt
leikreglum íslensks samfélags
og innleitt heilbrigðari vinnu-
brögð. Þetta má ekki gleymast
nú þegar mokað er úr spilling-
arhaugnum. Það er rotnunar-
daunn liðins tíma sem nú leggur
fyrir vitin.
I seinni tíð hefur mönnum
orðið tíðrætt um ásbyrgð,
einkum nauðsyn þess að stjórn-
málamenn beri ábyrgð á verk-
um sínum. En stjórnmálamenn
starfa ekki í lausu lofti. Stjórn-
málasiðferði í lýðræðisríkjum er
víðast hvar ekki ýkja frábrugðið
þeim siðferðisanda sem ríkir í
innbyrðis samskiptum almenn-
ings. Það sem e.t.v hefur staðið
mest í veginum fyrir bættu sið-
ferði í íslenskum stjórnmálum
er ekki forherðing stjórnmála-
manna heldur skortur á siðferð-
isþrótti meðal almennings, kjós-
enda. Almenningsálitið hefur
verið flöktandi og ósamkvæmt
sjálfu sér og krafan um siðbót
því oft á tíðum reynst haldlítil.
Jafnvel þegar svo hefur borið
við að stjómmálamennimir
sjálfir hafa haft fmmkvæði að
bættu siðferði hefur því miður
sjaldnast verið hægt að reiða
sig á stuðning almennings.
Skemmst er að minnast AI-
berts og Borgaraflokksins. Al-
bert varð uppvís að skattsvikum
og Þorsteinn Pálsson, þáverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins,
neyddi hann til að segja af sér
ráðherraembætti og gerði lýð-
um ljóst að Albert myndi ekki
setjast aftur á ráðherrastól í
umboði Sjálfstæðisflokksins.
Með ákvörðun sinni sýndi Þor-
steinn mikla dirfsku og lofsvert
fordæmi. En hann misreiknaði
gersamlega almenningsálitið.
Geysimikil samúðarbylgja fór
um landið og Albert gerði sér
lítið fyrir og stofnaði á fáum
dögum sinn eigin stjómmála-
flokk og vann stórsigur í kosn-
ingum!
Þegar Guðmundur Árni þrá-
aðist við að segja af sér ráð-
herraembætti vegna spillingar
og fjölmiðlarnir - aldrei þessu
vant - sýndu staðfestu í kröf-
unni um að hann bæri ábyrgð á
gerðum sínum, fékk stór hluti
almennings samúð með mannin-
um og fannst fjölmiðlarnir „of-
sækja“ hann.
E.t.v. er eitthvað svipað nú að
gerast í svokölluðu Sverris-máli.
Almenningsálitið hrakti hann úr
starfi, en hefur nú að einhverju
leyti snúist honum í vil. Sverrir
hefur náttúrlega marga kosti til
að bera og er að ýmsu leyti
skemmtileg persóna í þjóðlífinu.
Það er því ekki að undra að
hann skuli njóta vinsælda. En
við hvað er átt þegar sagt er að
hann eigi sér marga „stuðnings-
menn“? Er fólkið sem krafðist
afsagnar hans skyndilega orðið
afhuga allri siðbót og leggur nú
blessun sína yfir að ríkisstarfs-
menn með milljón á mánuði
skammti sér „ótakmarkaða
risnu“ af því engar skráðar
reglur banna það?
Sverrir gengst svo upp við
þennan svokallaða „stuðning"
að hann ráðgerir að stofna flokk
á landsvísu, ekkert minna, til að
berja á djöflum þeim smáum og
ómerkilegum sem hann telur
sér trú um að ásæki sig. Ef
dæma skal af mönnunum sem
tilgreindir hafa verið í blöðum
sem væntanleg þingmannsefni í
flokki Sverris sýnist hann rétt-
nefndur Flokkur þeirra sem
eiga harma að hefna. Það eru
nefnilega fleiri en Sverrir sem
vondir menn og heimskir þafa
hrakið frá kjötkötlunum. I
Flokki þeiira sem eiga harma
að hefna eru allir til forystu
fallnir. Þeir sem ekki skilja það
eru fífl og hálfvitar. Og við þá er
ekkert að gera annað en freta á
þá með haglabyssunni!
Það er stundum sagt að al-
menningur í lýðræðisríkjum
eignist þá foringja sem hann
eigi skilið. Og Sverrir hefur
óneitanlega snert viðkvæman
streng í þjóðarsálinni - þann
þjóðarveikleika að hrífast af
mönnum sem sýna valdhöfunum
óþekkt og rífa kjaft.
Á fáum árum hafa ráðherra,
hæstaréttardómari og banka-
stjórar þjóðbankans verið kall-
aðir til ábyrgðar á gerðum sín-
um. Þeir hafa orðið að segja af
sér vegna þess að þeir hafa mis-
boðið siðferðisvitund almenn-
ings. Ábyrgðarkrafan er með
öðrum orðum að skjóta rótum í
opinberu lífi á Islandi. En nú
reynir á staðfestu almennings.
Hinn mikli prófsteinn er hvern-
ig hann bregst við framboði
Flokks þeirra sem eiga harma
að hefna.
BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir í Hús-
dýragarðinum leikritið Brúður,
tröll og trúðar, í dag kl. 14. Leik-
stjóri sýningarinnar er Sigrún
Edda Björnsdóttir leikkona og
leikstjóri og er þetta þriðja sumar-
ið sem hún leikstýrir fyrir Bniðu-
bílinn.
Leikritið er byggt á stuttum
leikþáttum, söngatriðum og
skemmtiþáttum. Það er gleðin og
grínið sem ræður ríkjum en
fræðslan er alltaf með, segir í
fréttatilkynningu. Lítill söngleikur
um hafið, í tilefni af Ári hafsins,
verður á dagskrá. Leikritið um
tröllið og geiturnar þrjár í nýrri
leikgerð og skoðað verður hvað sé
raunveruleikinn og hvað ímyndun.
Brúðuleikrit
frumsýnt í
Húsdýra-
garðinum
Börnin eru virk í leikhúsi Brúðu-
leikhússins. Handritið er eftir
Helgu Steffensen og Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur. Brúðrnar eru hann-
aðar af Helgu og stjórnar hún
þeim ásamt brúðuleikurunum Sig-
rúnu Erlu Sigurðardóttur og
Frímanni Sigurðssyni.
Á sýningunni kemur mikill fjöldi
brúða fram og eru þær af öllum
gerðum og stærðum. Tónlistar- og
upptökusijóri er Vilhjálmur Guð-
jónsson. Búninga gerði Ingibjörg
Jónsdóttir og fiskar hafsins eru
hannaðir af Ernu Guðmarsdóttur.
Þau sem tala fyrir brúðurnar
eru leikararnir Pálmi Gestsson,
Júlíus Bijánsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir og Helga Steffensen.
Vísur eru eftir Davíð Þór Jónsson,
Sigríði Hannesdóttur o.fl.
Þetta er 18. sumarið sem brúðu-
leikhús Helgu Steffensen sýnir í
Brúðubílnum. Sýnt verður allan
júní- og júlímánuð, en í júlí verður
skipt um Ieikrit.
Sýningar Brúðubílsins eru á
vegum Iþrótta- og tómstundaráðs.
A seyði
Listahátíð
haldin í
fjórða sinn
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
LISTAHÁTÍÐ Seyðfirðinga hefst 20. júní.
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
LISTAHÁTIÐ Seyðfirðinga „Á
seyði“ verður haldin í fjórða sinn í
sumar og hefst 20. júní. Hátíðin hóf
göngu sína á aldarafmæli Seyðis-
fjarðarkaupstaðar árið 1995 og hef-
ur verið árlega síðan. Mikill metn-
aður hefur frá upphafi verið lagður í
framkvæmd hátíðarinnar og svo er
einnig nú. Aðalheiður Borgþórs-
dóttir og Gréta Garðarsdóttir hafa
verið ráðnir sem framkvæmdastjór-
ar og unnið að undirbúningi.
Myndlist
Hátíðin hefst á opnun myndlist-
arsýninga í menningarhúsi Seyð-
firðinga, Skaftfelli. Þar munu
Rússibanar sjá um tónlistarflutn-
ing. I Skaftfelli verða þrjár sýning-
ar; Björn Roth og Magnús Reynir
Jónsson verða með sýningar á hæð-
inni, en Pétur Kristjánsson á efri
hæð. Á Vesturvegi 8, upplýsinga-
miðstöð ferðamála, verða sýnd verk
eftir Stefán V. J. Stórval frá Möðru-
dal og í Seyðisfjarðarskóla sýna þau
Hallgrímur Helgason, Hubert Nói,
Ósk Vilhjálmsdóttir, Garðar Ey-
mundsson Sigurður Ámason og
Inga Jónsdóttir. Á Hótel Snæfelli
verður sýning Maríu Gaskell.
Tónlist
Þáttur tónlistarinnar er aukinn í
hátíðinni að þessu sinni. I Seyðis-
ELMA Atladóttir sópransöng-
kona og Eyrún Jónasdóttir
mezzó-sópransöngkona ásamt
Ólafí Vigni Albertssyni píanó-
leikara halda tónleika í í Hvera-
gerðiskirkju í dag, fímmtudag,
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru dúettar, ís-
lensk og erlend sönglög og aríur
eftir H. Purcell, G.B. Pergolesi,
Pál ísólfsson, Jórunni Viðar, J.
Brahms, F. Liszt, P.I. Tsjajkov-
skí, A. Dvorák og G. Rossini.
Laugardaginn 6. júní kl. 16
verða haldnir tónleikar í Smára-
fjarðarkirkju verður tónleikaröð
sem kallast „Bláa kirkjan, sumar-
tónleikar á Seyðisfiröi". Tónleikarn-
ir verða öll miðvikudagskvöld í sum-
ar og hefjast 3. júní á tónleikum
Muff Worden, kontraalt og Julian
Isaacs á píanó. Þá verður lifandi
tónlist á Hótel Snæfelli öll miðviku-
dagskvöld. Rússibanar verða með
tónleika 20. júní. í byrjun júlí, (3.-4.
júlí) verður síðan tónlistamanna-
mót sem nefnd er „Hljómstefna
‘98“. Tónlistarmenn hvaðanæva að
koma þá saman eina helgi. Unnið
verður í hópum undir stjórn fag-
manna og munu hljómsveitir og ein-
staklingar koma fram á útisviði „í
tíma og ótima“ þessa tvo daga. Öll
tónlistarflóran verður skoðuð og
henni gerð góð skil.
Margt fleira verður á hátíðinni
þannig að bæjarbúar og gestir
þeirra hafi nóg við að vera í allt
Tónleikar í
Hveragerð-
iskirkju
sal, sal Söngskólans í Reykjavík.
Efnisskráin verður sú sama og í
Hveragerðiskirkju. Elma lauk 8.
stigi í söng frá Tónlistarskólan-
um á Akureyri vorið 1995 og hóf
þá nám við framhaldsdeild Söng-
skólans í Reykjavík og tók burt-
sumar; 1.-5. júlí verður haldin „Vík-
ingahátíð" á vegum Hótel Snæfells,
Sundhöll Seyðisfjarðar verður 50
ára 8. júlí og 15. ágúst verður lands-
mót hagyi'ðinga haldið á Seyðisfirði.
Dagskrá fyrir börn
Börnin verða ekki látin sitja á
hakanum, því sérstakur menningar-
dagur barna, „Karlinn í tunglinu
hátíðin ‘98“, verður haldinn 21. júní.
Þar verða sýnd myndverk (þrívíð)
leikskólabarna á Austurlandi. Verk-
in eru í þremur flokkum og verða
veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu
verkin að mati dómnefndar. Öllum
leikskólum á Austurlandi var boðin
þátttaka í hátíðinni og fá allir þátt-
takendur viðurkenningu. Ofurtrúð-
urinn Úlfar (Bergur Þór Ingólfs-
son) mun skemmta, skólahljómsveit
spilar og ýmislegt fleira verður á
dagskrá.
fararpróf - Advanced Certificate
vorið 1996. Eyrún lauk 8. stigi í
söng frá Söngskólanum í Reykja-
vík vorið 1994, og tók burtfarar-
próf - Advanced Certificate frá
sama skóla vorið 1996.
Elma og Eyrún luku báðar
söngkennaraprófi frá Söngskól-
anum í Reykjavík nú í vor.
Þær hafa báðar tekið þátt í
uppfærslum Nemendaóperu
Söngskólans og komið fram sem
einsöngvarar við ýmis tækifæri.
Miðaverð á tónleikana er 1.000
krónur.