Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 25

Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 25 ÚR VERINU Það sem eftir er af kvótanum 1. júmí 1998 (25% ettirat kvótaárinu) Ætlir bú að eianast Subaru á árinu. gríptu þa tœkÍTœrið núna^^f^^iimSSSm^ A lukkudögum býðst Subgiu a betri kjörum en nokkru sinni ryrri m. m l _ 1 n ***** £ i ""W" Ý Lukkudagar % á ferð um landið í dag, miðvikudag: við Olís skálann á Akranesi kl. 11-15 við Bílasölu Vesturlands á Borgarnesi kl. 18-22 Patreksfjörður fös. 5/6, ísafjörðurog Egilsstaðir um helgina Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson GRÉTAR Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, og Aðal- steinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, uin borð í brúnni á skipinu eftir að það kom úr breytingunum í Póllandi. Breyting á Jóni Kjart- anssyni hagkvæm MAGNÚS Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, segir að ekki sé spurning að þær miklu breytingar sem gerðar hafa verið á síldveiðiskipinu Jóni Kjartanssyni SU í Póllandi hafi ver- ið til mikilla bóta og mjög hag- kvæmar. Skipið fer til síldveiða eftir sjómannadaginn. „Já, já, þetta er hagkvæmt, jafn- vel þótt kostnaður hafi orðið meiri heldur en iagt var upp með. Bæði þurfti meira að gera við skipið og svo fóru tímamörkin úr böndunum og þá koma ýmsir ófyrirséðir kostn- aðarliðir inn og eru fljótir að breyta myndinni. Samt held ég að í aðalat- riðum sé þetta það sem búast mátti við og við erum ánægðir að vera búnir að fá skipið til starfa á ný,“ sagði Magnús. Hann sagði að ekki væri búið að gera það endanlega upp hver kostn- aðurinn við breytingamar væri, en það liti út fyrir að heildarkostnaður verði um 370 miiljónir. „Eg get nú ekki sagt hvað nýtt skip myndi kosta, en þó er ljóst að það yi'ði ekki undir 800 miiljónum og í ljósi þess að maður losnar ekki við þessi gömlu skip, eins og Jón Kjartansson var orðinn, er þetta verulega hagkvæmt. Peir hjá Lloyds-tryggingarfélaginu hafa sagt okkur að þeir líti á Jón sem þriggja ára skip eftir breytingarn- ar.“Verið er að dytta að einu og öðru í skipinu þessa dagana, en eftir sjómannadaginn heldur skipið á slóðir norsk-íslensku síldarinnar og getur nú tekið meiri aíla í hverri ferð en fyrrum, eða rúm 1.600 tonn nú í stað 1.100 tonna áður. Skip- stjóri verður sá hinn sami og stýrði gamla Jóni Kjartanssyni, Grétar Rögnvarsson. Leigutekj- ur kvóta- aukningar 2,8 millj- arðar TEKJUR útgerðarinnar vegna aukningar á þorskveiðiheimildum á næsta fiskveiðiári aukast um 2,8 mHljarða króna sé miðað við verð á leigukvóta á mörkuðum í dag. Leiguverð á kvóta er í dag um 88 krónur fyrir kíló. Leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári verður 250.000 tonn sem er 32.000 tonnum meiri afli en leyfður er á yfirstand- andi fiskveiðiári. Miðað við leiguverð á kvóta í dag má því áætla að tekjur útgerðarmanna aukist um rúma 2,8 milljarða ki'óna leigi þeir kvóta sinn innan ársins. Verð á varanlegum þorskveiði- heimildum er í dag um 800 krónur og útlit er fyrii' að það verð haldist út þetta fiskveiðiár. Verð á varanlegum þorskkvóta var 1. september á síð- asta ári um 620 krónur. A yfirstand- andi fískveiðiári er leyfilegur þorskafli 218.000 tonn. Miðað við það má því áætla að heildarverðmæti þorskkvótans á árinu sé um 174,4 miUjarðar ki'óna. Að öllu jöfnu ætti verð á varanlegum þorsidrvóta að lækka á næsta fiskveiðiári vegna aukningar á aflaheimildum. Ef svo verður ekki má áætla að verðmæti aukningarinnar sé um 25,6 milljarð- ar króna. Viðmælendur Morgun- blaðsins vara þó eindregið við því slíkum fullyrðingum. Hátt verð á varanlegum aflaheimildum helgist meðal annars af því að útgerðar- menn hafí búist við kvótaaukningu og jafnvel meiri aukningu en raunin Pillun á hrárri rækju varð á. Þeir benda einnig á að verð á varanlegum veiðiheimildum í rækju og sfld hafi lækkað talsvert á ái'inu. Minni tekjur af ýsunni Leyfilegur ýsuafli á næsta fisk- veiðiári verður 10.000 tonnum minni en var á þessu ári. Leiguverð á ýsu á kvótamörkuðum í dag er um 25 krónur. Miðað við sömu forsendur og að ofan má því áætla að tekjur út- gerðarmanna skerðist um 250 millj- ónir leigi þeir ýsukvóta sinn innan ársins. HAFIN er pillun á hrárri rækju í rækjuvinnslu Þormóðs ramma- Sæbergs hf. á Siglufirði. Rækjan er flutt á sérhæfðan markað í Japan. Þormóður rammi hefur stund- að tilraunavinnslu á hrárri rækju undanfarin ár. „Nú er komið að því að keyra meira magn inn á markaðinn og sjá hver viðbrögð hans verða,“ segir Róbert Guð- finnsson stjórnarformaður. Tilgangur þessarar vinnslu er að þróa fleíri vörutegundir og dreifa áhættunni í rækjuvinnsl- unni, vera ekki eins háður einum markaði, í þessu tilviki Evrópu- markaði, eins og verið hefur. Innfjarðarrækja, Aflaheimild, 7.309 tonn Ný staða, 407 tonn Humar, Aflaheimild 459 tonn Ný staða, 459 tonn Skel, Aflaheimild, 9.997 tonn Ný staða, 305 tonn Síld, Aflaheimild, 117.6 þús. t, Ný staða, 48.6 þús. t. 41% / Þorskur, Aflaheimild, 159,4 þús. t, Ný staða, 30,1 þús. t, Karfi, Aflaheimild, 67,3 þús. t, Ný staða, 16,9 þús. t. Steinbítur, Aflaheimild, 10.429 tonn, Ný staða, 4.765 tonn Grálúða, Aflaheimild, 9.540 tonn, Ný staða, 2.021 tonn Skarkoli, Aflaheimild, 9.960 tonn, Ný staða, 4.215 tonn Sandkoli, Aflaheimild, 6.442 tonn Ný staða, 2.199 tonn Langlúra, Aflaheimild, 1.085 tonn Ný staða, 559 Úthafsrækja, Aflaheimild, 79,3 þús. t, Ný staða, 36,6 þús. t. Ýsa, Aflaheimild, 38,8 þús. t, Ný staða, 18,4 þús. t. Ufsi, Aflaheimild, 30,3 þús. t, Ný staða, 11,7 þús. Skrápflúra, Aflaheimild, 4.604 tonn Ný staða, 1.637 tonn FÉLAG GARÐPLÖNTU- FRAMLEIÐENDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.