Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ , 40 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna NÚ ÞEGAR stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur lok- ið við að endurskoða úthlutunarreglur sínar fyrir skólaárið 1998-1999 þykir mér ástæða til að velta fyr- ir mér hlutverki sjóðs- ins og þjónustu hans við lánþega sína. Námslán þjóna þeim tilgangi að vera framfærsla náms- manns á meðan hann stundar lánshæft nám eftir reglum sjóðsins í háskóla, iðnskóla eða sérskóla hér á landi eða erlendis. Lánþegar lánasjóðsins eru háðir úthlutunarreglum sjóðs- ins með afkomu sína á meðan á náminu stendur. í úthlutunarregl- um eru skýr ákvæði um námsfram- vindu og árangur og lán eru ekki veitt nema um viðunandi árangur sé að ræða. Við síðustu kjarasamninga var viðurkennt að breytinga væri þörf á lámarkstöxtum launa og atvinnu- leysisbætur og tryggingabætur voru endurskoðaðar í beinu fram- haldi af því. Nú þegar þessar kjara- bætur eru gengnar í gegn eru flest- ir sammála því að þær hafi verið löngu tímabær leiðrétting á kjörum þeirra lægst launuðu. Þegar undirbúningur að endur- skoðun úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna hófst urðu námsmanna- hreyfingamar sammála um að svipaðar hækk- anir á framfærslu námsmanna væru eðli- legar og gerðu það að tillögu sinni á fundi stjórnar lánasjóðsins að framfærsla námsmanns mundi hækka úr 56.200 kr. í 62.180 kr., eða um sömu prósentutölu og atvinnuleysisbætur hækkuðu í kjölfar kjarasamninganna. Einnig var þar lagt til að frítelqumark lán- taka miðaðist við þriggja mánaða lágmarkslaun og yrði hækkað úr 180.000 kr. í 210.000 kr., svo námsmaður gæti unnið fulla vinnu yfir sumartímann á lágmarks- launum án þess að skerðing yrði á framfærsluláninu. Reyndin hefur verið sú að út- reikningur framfærslu námslána hefur verið að dragast jafnt og þétt aftur úr launaþróun á landinu og að leiðréttingar var full þörf til að bilið mundi ekki breikka enn frekar. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í stjóm lánasjóðsins tóku þá ákvörðun að líta algjörlega framhjá tillögum námsmannahreyfinganna um kjara- bætur til handa lánþegum. Þau samþykktu í valdi meirihluta hækk- un framfærsiu í 57.600 kr. og frí- tekjumarkið er hækkað í 185.000 kr. eða 61.700 kr. á mánuði miðað við þrjá mánuði. Þessar hækkanir fylgja verðlagsþróun og skila engri kaupmáttaraukningu til nemans. Framfærsla námsmannsins er þar með orðin um 2.000 kr. lægri en atvinnuleysisbætur sem eru neyðar- aðstoð til framfærslu til skamms tíma, á meðan námsmaðurinn á að geta haldið sér uppi á meðan á námi Það má ekki gleymast að námslán eru hvorki ölmusa né styrkur, seg- ir Guðrún Gestsdóttir, heldur bæði verðtryggð og með vöxtum og eru greidd til baka. stendur í nokkur ár. Þegar náms- maðurinn fer síðan í sumai'vinnu í þrjá mánuði fyrir lágmarkslaun eða meira dragast 50% launa umfram frítekjumarkið frá námsláninu. Þetta þýðir að námsmaður í sumar- vinnu í þrjá mánuði sem er á lág- markslaunum fær ekki einu sinni fulla framfærslu. Þar sem námslán- in duga tæplega fyrir eðlilegu uppi- haldi hafa margir lánþegar lent í þeim vítahring að vinna meira og meira með skólanum sem verður til þess að skerða lánin enn frekar og minnka árangur nemans í námi. BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 10. júní 2ja herb. Miðholt 1, Mosfellsbæ 59m! íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 920,099 Búsetugjald kr.32,677 Garðhús 8 , Reykjavík 62m! íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,046,821 Búsetugjald kr. 24.988 Miðholt 3, Hafnarfirði 57in2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 583,386 Búsetugjald kr.24,158 3ja herb. Berjarimi l,Reykjavík 72m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,244,034 Búsetugjald kr.36,791 Arnarsmári 4 , Kópavogi 80m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 871,239 Búsetugjald kr. 50,095 Frostafold 20, Reykjavík Þrjár 78m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,038,119 Búsetugjald kr. 38,446 Garðhús 4, Reykjavík 92m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.542,153 Búsetugjald kr. 36,472 4ra herb. Garðhús 4 og 6, Reykjavík 115m2íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.942,455 Búsetugjald kr. 43,449 Frostafold 20, Reykjavík Þrjár 88m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.125,912 Búsetugjald kr. 42,640 Bcrjarimi 1, Reykjavík Tvær 87m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.502,244 Búsetugjald kr. 44,307 Trönuhjalli 15, Kópavogi 95m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.623,553 Búsetugjald kr. 41,889 Suöurhvammur 13, Hafnarfirði 102m2 íbúð Félagslegt lán Búse- turéttur kr. 1.662,994 Búsetugjald kr. 45.917 Miðholt 5, Hafnarfirði 102m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1,047,025 Búsetugjald kr.42,076 Dvergholt 1, Hafnarfirði 97m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1,144,226 Búsetugjald kr.60,679 Nýbyggingar 4ra herb. Gautavík 29-31, Reykjavík Fimm 105m2 íbúðir Almenn lán Búseturéttur kr. 875,426 Búsetugjald kr.48,230 5 herb. Gautavík 29-31, Reykjavík Tvær 120m2 íbúðir Almenn lán Búseturéttur kr. 1,000,486 Búsetugjald kr.54,782 5 herb. raóhús Bollatangi 14, Mosfellsbæ 121m2raðhús Almennt lán Búseturéttur kr. 1,177,705 Búsetugjald kr.59,139 Búseti á netinu, myndir af öllum húsum www.centrum.is/buseti Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 10. júni. Með umsóknum þarf að skila skatt- framtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt fjölskylduvottorði (frá Hagstofunni) Úthlutun íbúðanna fer fram fimmtudaginn 11 iúní kl. 12 að Hávallagötu 24, umsækjendur verða að mæta! Gerist félagsmenn í Búseta, kr. 2.700 á ári! Val í húsnæðismálum Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sími 552 5788, myndsendir 552 5749 BUSETI Með þessum nýju úthlutunarreglum er ekkert gert til að gera nemum kleift að sinna sínu námi af fullum krafti eins og hverri annarri vinnu heldur eru skilaboðin þau að námið sé minna virði en vinna og að nem- inn geti ekki lifað á námslánum nema að hann þurfi í raun ekki á þeim að halda. Það má ekki gleymast að námslán eru hvorki ölmusa né styrkur held- ur bæði verðtryggð og með vöxtum og eru greidd til baka af lánþega strax frá öðru ári eftir að lántöku lýkur. Menntun íslendinga hlýtur að vera ein besta fjárfesting sem til er fyrir þjóðarbúið og okkur sjálf sem einstaklinga. Það hlýtur að vera alvarlegt skref fyrir stjórnvöld að hefta aðgang að námi með því að halda námslánum svo lágum að fólk treysti sér ekki til að lifa á þeim. Höfundur er ritari Iðnnemasam- bands íslands og varafuUtrúi í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Þankar um öngþveit- ið í þessu yndislega friðsæla landi KÆRU lesendur, landar mínir. Hversu lengi á þetta að ganga? Hvert öng- þveitið af öðru og er þá vægt til orða tekið. I raun og veru hafa þau mál sem upp hafa kom- ið síðastliðna 6 mánuði verið þvílík hneisa - slík alvörumál - að hverju mannsbarni, ungu eða öldnu eða hvar í flokki sem það er, hlýtur að ofbjóða: 1. Mál sem varða lögregluvernd lands- manna. 2. Fíkniefni og hvernig taka skuli á þeim málum. 3. Fangelsismálin í hinu nýja inn- réttaða fangelsi að Litla-Hrauni. 4. Landsbankahneykslið. 5. Tölvuglæpir. 6. Málþófið á Alþingi (10 klst. ræður um hvað?). Mér skilst að engin lög séu til sem varna því að löngu „málþófi" sé haldið uppi á Al- þingi. Enginn hlustar á þetta en það getur nýst stjórnarandstöðunni ef Ekki hika vlð að biðja um faglega aðstoð, seg- ir Guðrún Marteinsson, til að komast aftur á rétta braut. afgreiða á mál á annan hátt en hún óskar eftirl! 7. Miðbær Reykjavíkur. Knæpur og vændiskonur á skemmtistöðum. Vínveitingaleyfi eru veitt þrátt fyrir að vitað sé að sala og neysla fikni- efna fari þar fram. 8. Launamál nokkurra fagstétta eru komin í slíkar ógöngur að hver stéttin af annarri segir upp störfum. Og ekki nóg með það heldur er fjöldinn allur farinn úr landi vegna betri kjara erlendis. Er þetta ár- angurinn af góðærinu - „allir ánægðir", „lægri skattar", „betri kjör“ -? 9. Húsnæðismál, barnaheimilis- mál, kvótamál, hvalveiðimál og nú ekki síst hálendið „þjóðgarður Is- lendinga". Eru ekki öll þessi mál, sem hér eru nefnd, fyrst og fremst mál sem Alþingi verður að finna lausnir á og það hið bráðasta? Al- þingi verður að sjá til þess að al- menningur fái fulla vitneskju um hvað er að gerast í þessum efnum - að hann fái að fylgjast með. Ef til vill er mál komið að fækka þing- mönnum. Væri ekki til- valið að fá unga og vel menntaða menn til að setjast niður með stjóm þingsins í sumar og endurskoða lögin um Alþingi? Og fá einnig fagmenn úr öll- um flokkum til að fara yfir lýðveldislögin til að þau verði sem best sniðin að nútíma þjóð- félagi (dæmi: málþóf, staða fyrrverandi for- seta íslands) og gera það á næstu þremur áram - byrja árið 2000 með hreinan skjöld, byrja nýja öld með bjarta framtíðarsýn eins og Jóhannes Páll II páfi hefur lagt til. Ég geri mér fulla grein fyrii' að Alþingi getur einungis komið með tillögur í þessum efnum sem síðan yi’ði að ræða í þjóðfélaginu. það væri því ekki úr vegi að kalla til sér- fræðinga á hinum ýmsu sviðum til að aðstoða við úrlausnir á erfiðustu málunum. Menntamálaráðheraa hefur unnið ötullega að því að bæta fræðslukerf- ið fyrir nemendur gi'unnskóla. Það er mjög þarft mál en ljóst er að sum sveitarfélög þurfa á miklum stuðn- ingi að halda til að hrinda þessu í framkvæmd. Margar spurningar vakna í þessum efnum: Hvort er brýnna, göng milli einhverra fjalla eða menntun íslenski-a barna? Is- Iand hefur notið þeirrar gæfu að hafa staðið sig framúrskarandi vel öll árin síðan 1944. Ég var svo lánsöm að vera viðstödd hátíðar- höldin á Þingvöllum það ár, 1944, í fylgd með foreldrum mínum og ömmu þegar Island varð sjálfstætt ríki. Það var ógleymanleg stund. Við sýndum sömu reisn og sam- stöðu við móttöku Danadrottningar nú nýlega sem var okkur kærkomin heimsókn. Ég óska þess innilega að þið al- þingismenn - verðir okkar Islend- inga - ráðið við að vinna úr þessum málum nú í sumar í undirbúningi ykkar fyrir starfsemi komandi vetr- ar og að ykkur megi vegna vel og blessunarlega. Þjóðin stendur öll með ykkur. Ekki hika við að biðja um faglega aðstoð til að komast aft- ur á rétta braut. Höfundur er fyrrv. hjúkrunarfor- stjóri Landakotsspftala. Guðrún Marteinsson Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.