Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 48
£48 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÍÐURINGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR * Guðríöur Ingi- björg Pálsdóttir fæddist í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi 21. mars 1960. Hún lést 22. maí síðastlið- inn í Landspítalanum og fór útför hennar fram frá Skálholts- kirkju 29. mai. Ung er starfsemi hóps Þingborgar- kvenna og Inga á -.wReykjum er sú fyrsta sem við sjáum á bak. Inga var þó svo ung og enginn hefði trúað því fyrir fáeinum árum að henni yrðu svo naumt skömmtuð ár. Lífsgleði hennar og lífsorka er eftirminnileg okkur, sem með henni störfuðum. Hún var fjárbóndi sjálf og á vet- urna vann hún ullina af sínu eigin fé og skapaði Þingborg söluvöru. Hún var góður félagi. Það var gott að leita til hennar, hvort sem ein- hvern vantaði til að vera við söluna daglangt eða að sjá um útgáfu frétta- bréfsins okkar, eins og hún gerði síð- ustu mánuðina sem hún lifði. Ogleymanleg er okkur Jóns- messunóttin fyrir tæpu ári. Þá gengum við nokkrar frá Þingborg að Þingdal, þar sem Asa og Bjarni bróðir hennar ráða húsum. Hún naut ferðarinnar eins og við hinar, hljóp út um móa, leitaði að hreiðrum, þekkti alla fugla sem við sáum og fræddi okk- ur um staðhætti. Hér var hún í sinni fæðing- arsveit. A eftir stóð hún við grillið og síðan sungum við klukkutím- um saman. Söngurinn var líf hennar og yndi. Hún stundaði söngnám hjá Ingveldi Hjaltested og síðar Edit Molnar á Flúðum. Fyi-ir rúmu ári hélt Inga ásamt kunningja- konu sinni af Skeiðum glæsilega tón- leika í Brautarholti. Þetta var sú Inga sem við kynntumst. Brosandi og hress var hún og reiðubúin að taka þátt í öllu því sem hún gat sinnt. Hetjuskapur hennar og samheldni þeirra Rúnars í þessari hörðu baráttu er okkur ógleymanleg. Við sendum fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur. Þingborgarhópurinn. M. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON + Dr. Gunnlaugur Þórðarson fædd- ist á Kleppi við Reykjavik 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspitala 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 30. maí. Þá sjaldan að á vegi manns verða miklir menn, er einkenni þeirra yfirleitt hóg- værð og leit að viðvist- arleysi. Þetta á engan veginn við föðurbróður minn Gunn- laug, enda var hann maður sann- inda mótsagna, hafði mikla viðurvist og endalausa þrá fyrir tjáningu. En hann var óneitanlega mikill maður. Það er freistandi að rita fáein orð um eins litríkan mann, en um leið er ljóst að viðfangsefnið ber inntakið mfurliði. Því miður ná fáir því algera skeytingarleysi, sem leyfir einstak- lingnum að komponera listaverk lífs síns með því fordóma- lausa frelsi sem Gunn- laugi var gefið og hann fyrst og fremst tók sér. Þann hug og algert dómgreindarleysi að hefja sig yfir stað og stund og fást við lífið á eigin og oft tilfinninga- legum forsendum. Gunnlaugur var í raun orkuver, mannlegt fjöltengi, millistykki ólíkra heima og hugs- unar og hann þreifst því hvar sem hann var. Hann var maður mik- illa hughrifa og honum var ljóst að án mannlegra tilfinninga er auðvelt að verða rökrænt fífl. Slík tilvera getur ekki verið auðveld, og brestur flesta hug til að takast á við líf sitt þannig. Gunnlaugur var í senn hugaðastur og frjálsastur allra, og að honum látnum hverfur krassandi litur úr óliðnum dögum. Þórður Sverrisson. LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföóur, afa og langafa, DAVÍÐS SIGMUNDAR JÓNSSONAR, Bauganesi 30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Davíðsdóttir, Erla Davíðsdóttir, Jóhann Birgir Guðmundsson, Sigríður Davíðsdóttir, Sveinn Georg Davíðsson, Jón Pálmi Davíðsson, Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, Már Björgvinsson, Georgia Olga Kristiansen. SIGURBORG RAN STEFÁNSDÓTTIR + Sigurborg Rán Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrú- ar 1977. Hún andaðist 20. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðaneskirkju 30. maí. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem.) Samúðarkveðjur frá sam- stúdentum vor 1997, VMA. 011 vitum við að að okkur kemur og flest höldum við að það verði frek- ar seinna en fyrr. Ekki hugsuðum við mikið um dauðann fyrr en við heyrðum að þú værir farin frá okkur. Það vai' mjög erfitt að heyra um dauða þinn, að heyra það að við ættum aldrei eftir að sjá þig hjá okkur aftur. Það vökn- uðu margar spurningar. T.d. Varst þetta virkilega þú? Hvernig getur þetta verið? Eftir þetta lítum við ekki á lífið sem sjálfsagðan hlut, við vitum að lífið er hverfult. Við eigum okkur margar minning- ar um þig og allar standa þær í raun upp úr því að nær hvað sem við ger- um eða hvar sem við erum vekur það upp minningar. Þegar við förum á ball kemur upp minning, þegar við förum í göngutúr eða á rúntinn þá kemur upp minning, þegar við hitt- um aðra vini okkar þá kemur upp minning og svona heldur þetta áfram, hver minningin á fætur annarri. Við munum ætíð sakna þín, minn- ingar okkar um þig munu lýsa upp hjörtu okkar og hjálpa okkur í gegnum lífið. Við munum muna eft- ir þér þegar við erum að kvarta og þú segir okkur að hætta því eða þegar verið er að rífast og þú segir okkur að gera ekki úlfalda úr mýflugu. Við okkar hinstu kveðju fannst okkur við geta heyrt þig segja: „Viljið þið gjöra svo vel að hætta að grenja!“ Það er erfitt þeg- INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR + Ingibjörg Stefánsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 20. ágúst 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn og fór útfor hennar fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku Guðni og Helgi. Mig langar til að minnast þeirrar sérstöðu sem Inga hefur í hjarta mínu. Nú þegar ég hugsa til hennar er ég klökk og ég á bágt með að halda aftur af tárunum. Inga var mér svo miklu meira en tengdamóð- ir. Eftir því sem ég hef elst hefui' mér lærst að elska hana og virða og fundið hvatningu til að vera eins og hún. Meðan á veikindum hennar stóð barðist hún af svo miklu hug- rekki, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur einnig til huggunar fyrir þá sem henni voru kærastir. Ég get í hreinskilni sagt að ég hef aldrei þekkt neinn jafn blíðan, umhyggju- saman, ástríkan og gefandi á svo einlægan hátt. Það voru allir vel- komnir á heimili ykkar og mætti manni ávallt einstök hlýja og gest- risni. Eins og þið vitið, þá var ég mjög ung að árum og þrjósk þegar ég hitti Ingu fyrst. Ég átti margt eftir ólært og mörg vandamál að fást við, við töluðum jafnvel ekki sama tungumálið. Ég er viss um að Inga hafði efasemdir um mig en hún sýndi það aldrei. Þess í stað veitti ANNA PALINA SCHEVING STEFÁNSDÓTTIR + Anna Pálína Scheving Stef- ánsdóttir fæddist á Reyðar- firði 14. júlí 1922. Hún lést á St. Jósefsspítalanum f Hafnarfirði 13. maí síðastliðinn og fór útfór henn- ar fram frá Fossvogskirkju 20. maí. Elsku amma mín. Nú er dagsverki þínu lokið og þú ert komin til afa aft- Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 ur og ég veit að ykkur líður vel. Þú varst alltaf svo hress og kát og tókst vel á móti öllum sem komu í heim- sókn til þín. Alltaf hafðir þú nóg að segja mér þegar ég hringdi til þín eða var hjá þér í heimsókn. Það var svo gaman að spjalla við þig og oft hlógum við dátt. Ég man þegar ég var lítil og þið afi bjugguð í Melgerð- inu. Þar sátum við þrjú, þú og ég og afi, og spiluðum ólsen ólsen. Þá var oft kátt á hjalla, sérstaklega þegar afi var að kenna mér að svindla og þú varst óhress með það og sagðir að það ætti ekki að kenna blessuðu barninu að svindla og þá hló afi. Oft fórum við saman út í búð og þá var B; Hkl D mm I Et ■ IaI. &m. ■■ í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 ar við vitum að við munum aldrei sjá þig aftur að við verðum að líta á björtu hliðarnar án þin. Við teljum að þér líði vel og að þú myndir ekki vilja að við eða aðrir, myndu sýta dauða þinn. Það er erfitt fyrir okk- ur og fyi'ir aðra ástvini þína en við vitum að þetta er það sem þú vildir og að við fáum styrk ef ekki frá Guði, þá frá þér. Samúðarkveðjur til allra ástvina þinna. Megið þið hugsa til bjartrar framtíðar og gleðilegra hugsanna til elsku Sigurborgar okkar. Margs er að minnast, margt er hér a ð þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. Þínir vinir Ingibjörg Osk, Sigfús, Lýdía og Bjarkey. hún mér þá ást og umhyggju sem ég þarfnaðist, leiðbeiningu og þroska. Fyrir hennar hvatningu öðlaðist ég meiri trú á sjálfa mig og því sem ég gæti fengið áorkað í lífinu. Inga var alltaf tilbúin til að hlusta, veita hlýju og gefa ráð. Inga var svo gefandi. Ég sagði oft við Helga hve lánsamur hann væri að eiga móður og föður sem Ingu og Guðna. Við þurfum að þakka og varðveita hverja einustu stund sem okkur lánast að eiga með foreldrum sem þeim, því tíminn sem við eigum hérna á jörðinni er svo takmarkaður. Ég veit að kærleikur Ingu lifir áfram með Guðna og fjöl- skyldunni. Inga veitti okkur öllum innblástur, hún var ótrúlega jákvæð og hafði ástúðleg áhrif á hvern þann sem kynntist henni og það mun aldrei hverfa. Ég sendi mínar innilegustu ástar- og samúðarkveðjur til ykkar allra. Laurie. keypt gotterí í leiðinni í lítinn munn. Síðan fluttuð þið í Hafnarfjörð og þegar þú sást að við vorum að koma, komst þú á harða hlaupum á móti okkur og kysstir okkur á kinnina. Það var líka alltaf svo gott að smella kossi á mjúku kinnina þína. Þegar þú komst í heimsókn til okkar á Reyð- arfjörð varst þú alltaf fyrst á fætur og fórst eldsnemma út að heimsækja vinkonur þínar. Síðustu dagana þína hugsaði ég mikið heim til þín og skrifaði þér bréf þar sem ég sagði þér að mér þætti svo vænt um þig. En núna ertu komin til Guðs og þér líður miklu betur. Ég mun alltaf geyma minn- inguna um þig í hjarta mínu elsku amma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði um leið og ég þakka þér fyr- ir öll árin sem við áttum saman. Ég veit að afi er glaður að fá þig aftur. Megi góður Guð geyma þig. Þín, Freydís Aðalbjörnsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.