Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Vorferð Hjallasóknar í Kópavogi SAFNAÐARFÉLAG Hjallakirkju í Kópavogi stendur fyrir árlegri vorferð safnaðarins sunnudaginn 7. júní. Að þessu sinni er ferðinni heit- ið til Þingvalla sunnudaginn 7. júní nk. Með í fór verður leiðsögumaður frá Leiðsögumannafélagi Islands. Farið verður frá Hjallakirkju kl. 11 og komið aftur um kl. 17. Stefnt er að því að aka Nesjavallaleiðina og sem leið liggur til Þingvalla. Sókn- arprestur staðarins, sr. Heimir Steinsson, tekur á móti okkur og leiðir okkur um þessar merku sögu- slóðir. Messað verður á Þingvöllum kl. 14 og þar tökum við sem og heimamenn þátt í athöfninni. Allir eru hjartanlega velkomnir í ferðina og minnum við fólk á að taka með sér nesti. Skráning fer fram í Hjallakirkju í síma 554 6716. Athugið að vegna sumarferðarinnar verður ekki guðsþjónusta í Hjalla- kirkju á þessum degi. Námskeið um börn og sorg ; NÁMSKEIÐ um böm og sorg verð- ur haldið í dag, fimmtudag, í Hall- grímskirkju. Það er sérstaklega ætlað foreldram og aðstandendum barna sem hafa misst einhvem ná- kominn eða vilja kynna sér viðbrögð barna við missi. Sérstaklega verður fjallað um þær aðstæður þegar böm syrgja eftir sjálfsvíg. Djáknarnir Guðrún Eggertsdóttir og Ragnheið- ur Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi, verða leiðbeinendur. Innritun fer fram á Biskupsstofu í síma 535 1500 í seinasta lagi kl. 12 í dag. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Kl. 20.30 kirkjufélagafundur. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Létt spjall. Kaffiveit- ingar og djús og brauð íyrir börnin. Biblíulestur Æskulýðsfélagsins kl. 17. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Ilafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi, fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Beðið íyrir sjúkum. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjá Gistiheimilisins. Allir hjartanlega velkomnir. Námskeið um meðferð lang- vinnra verkja Endurmenntunarstofun Háskóla Islands mun dagana 4. og 5. júní nk. halda tvö dagsnámskeið um meðferð langvinnra verkja í sam- vinnu við verkjateymi Landspít- alans og Verkjafræðifélag ís- lands. Aðalfyrirlesarar verða hjónin Basil og Birgitta Finer frá Uppsölum í Svíþjóð. Þau eru læknir og hjúkranar- fræðingur og hafa sérhæft sig m.a. í notkun nálastungna, dá- leiðslu og „psychodrama“ við meðferð langvinnra verkja hjá einstaklingum og hópum. Þau eru bæði vel þekktir fyrirlesarar á sínu sviði og verður flutningur þeirra á ensku. Umsjón með námskeiðinu hefur Bárbel Sch- mid, félagsráðgjafí. Námskeiðin eru einkum ætluð fagfólki, s.s. hjúkrunarfræðing- um, læknum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum o.fl. sem aðstoða sjúklinga með langvinna verki. Námskeiðin eru eins og áður sagði tvö. Þann 4. júni verða fyr- irlestrar, þar sem m.a. verður fjallað um lífeðlisfræðileg áhrif og afleiðingar langvinnra verkja og meðferðarmöguleika. Auk Basil og Birgitta Finer verða ís- lenskir fyi-irlesarar, Torfi Magn- ússon læknir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum, Sig- urður Arnason læknir, sérfræð- ingur í krabbameinssjúkdómum, og Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfi. Hinn 5. júní verður vinnusmiðja í umsjá Basil og Birgitta Finer, sem m.a. fjalla um langvinna verki frá sálfræði- legum sjónarhóli. Notkun „psychodrama", einstaklings- og hópdáleiðslu við langvinnum verkjum. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar há- skólans. VELVAKATODI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Rússnesk biðröð ALDREI hef ég hitt eins marga á sama máli og þá er stóðu í biðröð eftir vegabréfum og ökuskir- teinum á Lögreglustöðinni í Reykjavik um hádegisbil þriðjudaginn 2. júní. I öll- um hornum var talað um það að „þetta væri ekki hægt“. Hér væra „rúss- neskar biðraðir“. Hvernig stendur á því að ekki er hannað nýtt og betra af- greiðslukerfi? Hvers vegna þarf að standa í klukkutímabiðröð eftir því að skila inn umsóknum? Hvers vegna þarf síðan að bíða í jafnlangri biðröð hjá gjaldkera? Hvers vegna þarf að koma mörgum dögum síðar og bíða enn einu sinni í klukkutíma biðröð eftir tilbúnu skír- teini? Er ekki eitthvað bogið við afgreiðslukerfið? Mætti ekki hafa sérstakan starfsmann í því að af- greiða þau skírteini og vegabréf sem eru tilbúin? Er ekki hægt að sleppa gjaldkerabiðröðinni með því að borga afgreiðslu- manni eða fá gjaldkeraaf- greiðslu strax í framhaldi af þeirri fyrri? Það skal tekið fram að starfsfólkið sýndi ótrúlega þolinmæði og sennilega er það gott fyrir ýmsa að nú er hægt að „taka númer“ en það flýtir ekld fyrir. Vin- samlegast bætið þjónust- una. Með fyrirfram þökk! Ásdís Emilsd. Vinkonu leitað VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég er að leita að vin- konu minni, Önnu Guð- mundsdóttur sem býr á Is- landi. Hún stundaði tón- listarnám í Örebro í Sví- þjóð fyrir 10 árum. Við urðum góðar vinkonur en þegar hún fór aftur til Is- lands misstum við sam- band hvor við aðra. Ég hef mikinn áhuga á að ná sam- bandi við þessa vinkonu mína. Ef einhver getur hjálpað mér þá vinsamlega hafið samband við: Anna-Lena Martinsson, Barrstigen 2 S-152, 50 Södertalje, Sweden. E-mail: anna-lcna.mart.ins- son(a>memo.scania.com Leiðakerfi SVR í Breiðholti ÞAÐ er einkennilegt að íbúar í Breiðholti hafi beðið um breytingu á leiðakerfi strætisvagna Rvk. - leið 6 þar sem vagninn hættir að ganga Amarbakkahring- inn og íbúar í syðstu Bökk- unum verða að ganga lengri leið á stoppustöð. Því verður ekki trúað að íbúar hafi beðið um þetta því þetta er skert þjónusta. Ragnhildur Gísladóttir, Þórhallur Þórhallsson Tapað/fundið Taska týndist LJÓSBRÚN taska týndist í miðbænum aðfaranótt sunnudags. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 557 3088. Dýrahald Páfagaukur flaug að heiman GULUR og grænn páfa- gaukur flaug að heiman frá sér frá Seljabraut í Breið- holti. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 557 5413. Morgunblaðið/Asdís í Hellisgerði Haldið upp á sjómanna daginn á Olafsvík Víkverji skrifar... SJÓMANNADEGINUM verður fagnað með hátíð 5., 6. og 7. júní á Ólafsvík. Dagskráin hefst föstudaginn 5. júní með barnadansleik í félagsheim- ilinu Klifi kl. 20.00 til 22.00 og leika Miðaldamenn fyrir dansi. Klukkan 22.30 tekur við unglingadansleikur og leika Miðaldamenn áfram. Laugardaginn 6. júní hefst dag- skrá kl. 13.30 og verður kappróður, reiptog, boðhlaup karla- og kvenna- sveita, flekahlaup og furðufiskasýn- ,ing. Klukkan 19.30 verður sjómanna- hóf í félagsheimilinu á Klifi. Borinn verður fram matur frá Hótel Höfða. Lilja Stefánsdóttir mælir fyrir minni sjómanna og sjómannskonur verða heiðraðar. Afhent verða verðlaun. Jóhannes Kirstjánsson eftirherma kemur fram og Viðar Gunnarsson syngur einsöng. Miðaldamenn leika fyrir dansi. Sunnudaginn 7. júní setur Guð- mundur Ólafsson hátíðina í Sjó- mannagarðinum kl. 13.30. Svanhvít Sigurðardóttir flytur ræðu dagsins og aldraður sjómaður verður heiðr- aður. Þá verður afhjúpaður minn- ingarskjöldur um áhöfnina á Fram- tíðinni. Ungmenni leika Litla sjó- manninn, en höfundur og leikstjóri er Kolbrún Þóra Björnsdóttir. Milli atriða og fyrir messu leikur Lúðra- sveit Snæfellsbæjar undir stjórn Ians Wilkinsons. Kl. 14.30 verður messa og prédikar sr. Friðrik J. Hjartar. Kirkjukór Ólafsvíkur- kirkju syngur ásamt sjómönnum. Kórstjóri er Kjartan Eggertsson. Viðar Gunnarsson syngur einsöng og sjómenn lesa ritningarorð. Eftir messu verður Slysavarnardeildin Sumargjöf með kaffisölu í safnaðar- heimilinu. Klukkan 17.30 verður skemmtisigling. ONEFNDUR bæjarstjóri hafði samband við skrifara tveimur dögum fyrir kosningar og lauk lofs- orði á kosningavef Morgunblaðsins. „Þetta er magnað fyrirbæri og skemmtilegt og það má dunda lengi við að skoða eitt og annað, sem við- kemur kosningunum," sagði hann. Þegar kom að kosningaloforðum, sem var að finna í yfirlýsingum framboða um allt land, var ekki bara ánægju að heyra í rödd þessa manns heldur einnig undrun. í hnotskurn sagði hann boðskapinn vera þann að væntanlegir bæjarfull- trúar ætluðu „að fylgja fjárhagsá- ætlun um leið og laun verða hækk- uð, gjaldskrár verða lækkaðar, lán verða lækkuð, lokið verður verkefn- um sem tengjast einsetningu grunnskóla, auk annarra smærri verkefna, sem komið verður í fram- kvæmd á kjörtímabilinu.“ Þetta fannst manninum með ólíkindum allt saman og sagði að spennandi yrði að fylgjast með efndunum. Ósagt skal látið hvort hann gegnir enn sama starfi og áður. XXX I^MÖRG ár hefur skrifari verið ein- lægur aðdáandi þess fólks í Vest- urheimi sem best og mest ræktar sambandið við söguna og hefur í heiðri minningu forfeðra sinna sem fyrir einni öld yfirgáfu gamla landið og héldu á vit ævintýra í nýja heim- inum. Margt af þessu fólki talar enn íslensku og heldur sambandi við fjarskylda ættingja á íslandi. íslendingafélög í Kanada og Bandaríkjunum standa mörg fyrir öflugu félagsstarfi og gefa út blöð og rit ýmiss konar til að efla félags- starfið og halda sambandi sin á milli. Sum eru þessi blöð áratuga gömul, önnur yngri. Nýlega rak á fjörurnar eintak af Fálkanum, sem gefinn er út af ís- lendingafélaginu í Toronto í Kanada og kennir ýmissa grasa í efni blaðs- ins. A forsíðu er sagt frá því að Vig- dís Finnbogadóttir verði gerð að heiðursdoktor frá Guelph-háskóla 10. júní og farið er lofsamlegum orðum um störf Vigdísar. Greinilegt er að Vigdísi verður vel fagnað er hún heimsækir Toronto. XXX MEÐAL annars er í Fálkanum að finna uppskrift að því hvemig búa megi til gott skyr og sagt er frá því að skyr hafi verið vinsælt á þorrablóti sem haldið var fyrir nokkru. Þar fyrir neðan er auglýsing frá fólki sem býður harð- fisk og rúllupylsu til sölu fyrir þá sem kunna að meta íslenskt góð- meti. Gamlar íslenskar venjur era greinilega enn við lýði á sumum bæjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.