Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 ERLENT MOBGUNBLAÐIÐ Misheppn- að tilræði í Teheran ÍRANIR greindu frá því í gær að „hryðjuverkasamtök hræ- snara“ hefðu gert tilraun til að sprengja í loft upp höfuðstöðv- ar þjóðvarðliðsins í Teheran á þriðjudagskvöld. Sprengja hefði sprungið en valdið lítils- háttar tjóni. Komið hefði verið í veg fyrir að tilræðismönnun- um tækist ætlunarverk sitt. Irönsk stjómvöld kalla Muja- hideen Khalq, helstu samtök íranskra stjómarandstæðinga, hræsnara. Samtökin hafa að- setur í írak, og í fyrra skil- greindi Bandaríkjastjóm þau sem hryðjuverkasamtök. Pau lýstu í íyrradag á hendur sér sprengjutilræði sem varð þremur að bana í dómshúsi í norðurhluta landsins. Uraníums saknað BRESK stjómvöld reyndu í gær að gera sem minnst úr áhyggjum manna af því, að ekki hefur reynst unnt að gera grein fyrir 170 kílóum af úraníumi í endurvinnslustöð- inni í Dounreay í Skotlandi. Er þetta nægilegt magn til þess að smíða tug kjamorku- sprengna. Greint var frá því í opinberri skýrslu að ekki væri vitað hvar efnið væri og hafa andstæðingar kjamorku í Skotlandi kraflst þess að stöð- inni í Dounreay verði lokað vegna þessa. Yfirmaður kjamorkumála í Bretlandi fullyrti í gær að þótt ekki væri unnt að gera grein íyrir efn- inu væri útilokað að því hefði verið stolið. Mismunur á áætl- unum á magni, sem erfitt hefði verið að mæla, væri ástæðan fyrir því að efnið væri „horfið“. La Nina í kjöl- far E1 Nino? EL NINO veðurfyrirbærið er að þrotum komið, en ekki liggur ljóst fyrir hversu fljótt það mun lognast út af eða hvort systurfyrirbæri þess, La Nina, muni fylgja í kjölfar- ið, að því er Alþjóðaveður- fræðisamtökin (WMO) greindu frá í gær. í tilkynn- ingu frá samtökunum segir að vísindamenn séu flestir orðnir sammála um að allur kraftur sé úr E1 Nino, en ekki séu þeir á eitt sáttir um hvenær árhifanna mun alveg hætta að gæta. Þá álíta sumir að La Nina muni taka við þegar E1 Nino sleppi, en það sem ein- kennir fyrmefnda fyrirbærið er óvenju kaldur sjór í Aust- ur-Kyrrahafí. Þjófar leggjast lágt ÞJÓFAR höfðu á brott með sér um fimm þúsund götu- steina úr heilli götu í Liver- pool um sl. helgi, að verðmæti um tíu þúsund sterlingspund. Atvinnurekendum við götuna þótti þetta ekki fyndið, þótt margir hafi hent á lofti að þjófar í Liverpool séu farnir að leggjast lágt, og sjá fram á mikið tap vegna þess að við- skiptavinir eiga í erfiðleikum með að komast til þeirra. Lestin fór út af sporinu á 200 km hraða LESTARSLYS I ÞYZKALANDI Hraðlest af Inter-City Express gerð fór út af sporinu og rakst á miklum hraða á brú sem lá yfir teinana. Fjöldi fólks lét lífið og enn fleiri slösuðust mjög alvarlega. Lestin var á leið frá Múnchen til Hamborgar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi nýjasta gerð þýzkra háhraðlesta lendir í slysi Inter-City Express (ICE) Hám.hraði í áætlunarferðum 280 km/klst Hraðamet 408 km/klst Byrjað var að vinna að smíði ICE-lestanna á níunda áratugnum en frá 1991 hafa þær þjónað sem háhraðlestir í járnbrautaneti Þýzkalands. Árið 1996 var kynnt til sög- unnar endurbætt gerð sem nær sama hámarkshraða. ICE-lestirnar ganga á teinum sem eru sérlagðir fyrir þær. 150 km Inter-City Express Hámarkshraði í áætlunarferðum 280 km/klst LESTARSLYSIÐ sem varð í grennd við bæinn Celle í Neðra- Saxlandi í gær er versta slysið í sögu járnbrautasamgangna í Þýzkalandi í meira en þrjá áratugi. Tugir létust og enn fleiri slösuðust. Næstmesta slysið fram að þessu varð í júlí 1967, þegar flutningalest sem var hlaðin um 15.000 lítrum af benzíni lenti í árekstri við farþegalest á jámbrautakrossgötum skammt frá Magdeburg. 94 létu lífið í því slysi. Bíll á teinunum Um borð í ICE-hraðlestinni „Wil- helm Konrad Röntgen" frá Múnchen í gær voru mörg hundruð farþegar á leið til Hamborgar. Hin 410 m langa lest var á um 200 km hraða þegar hún rakst á bíl sem hafði vegna áreksturs á vegbrú yfir teinana farið í gegn um vegrið og niður á teinana. Við áreksturinn við bílinn fór lestin út af sporinu og þeyttist á aðra brú sem lá yfir tein- ana. Areksturinn var svo öflugur að brúin hrundi. Strax eftir slysið var allt tiltækt hjálparlið kallað út. Yfir 300 manna björgunarlið sinnti því erfiða verki að ná líkamsleifum látinna úr flak- inu og að koma slösuðum undir læknishendur. Varnarmálaráðu- neytið þýzka lagði til tvær stórar fiutningaflugvélar til að flytja slas- aða og allt óviðkomandi flug var bannað yfir slysstaðnum. Herinn flutti sjúkraliða og annað hjálparlið á staðinn með þyrlum. Að sögn þýzku járnbrautanna, Deutsche Bahn AG, var þetta í íýrsta sinn sem ICE-lest lendir í al- varlegu slysi, en fyrstu lestirnar af þessari gerð voru teknar í notkun 1991. Þær geta náð allt að 280 km hámarkshraða á áætlunarleiðum. Reuter Habibie boðar forseta- kjör í lok næsta árs Jakarta. Reuters. JUSUF Habibie, forseti Indónesíu, sagði í gær að næsta forsetakjör í landinu yrði ekki fyrr en í lok næsta árs og útilokaði ekki að hann gæfi þá kost á sér í embættið. „Gefum okkur að í lok næsta árs hafi nýtt þing verið kjörið og við verðum þá í aðstöðu til að kjósa nýj- an forseta og varaforseta," sagði Ha- bibie í viðtali við CNiV-sjónvarpið. Habibie var varaforseti þar til hann tók við forsetaembættinu af Suharto, sem sagði af sér í liðnum mánuði eftir margra mánaða mót- mæli vegna efnahagskreppunnar í landinu. Þegar forsetinn var spurð- ur hvort hann myndi sækjast eftir því að verða kjörinn forseti á næsta ári kvaðst hann vilja feta í fótspor „manna sem gera allt sem á valdi þeirra stendur án þess að gefast upp, svo fremi sem það þjónar hags- munum samfélagsins“. Habibie bætti við að „stærsta verkefni“ sínu lyki ekki fyrr en póli- tískum og efnahagslegum umbótum yrði komið á án frekari blóðsúthell- inga. Fjármálasérfræðingar segja að það muni taka mörg ár að leysa efnahagsvanda landsins að fullu, enda stefnir í 10% efnahagssam- drátt, 85% verðbólgu og 17% at- vinnuleysi í landinu á þessu ári. Utilokar ekki að hann gefí kost á sér í embættið Habibie sagði að mikilvægara væri að bæta kjör fátækra lands- manna en að ákveða strax hver ætti að gegna forsetaembættinu. „Þetta fólk lætur sér í léttu rúmi liggja hver verði forseti eða varaforseti og hverjir fái ráðherrastóla," sagði hann. „Það hugsar aðeins um hrís- grjónaskálina og heimili sitt, vill fá að lifa í friði og búa í haginn fyrir börnin sín.“ Habibie sagði að drög að nýjum kosningalögum, sem myndu heimila fleiri stjórnmálaflokka, ættu að liggja fyrir í ágúst og lögin yrðu samþykkt í lok ársins. Löggjafar- samkundan þyrfti þá að koma sam- an til að ákveða hvenær efnt yrði til þingkosninga og forseti landsins yrði síðan kjörinn á þinginu í lok næsta árs. Nokkrir indónesískir stjórnar- andstæðingar hafa sakað Habibie um að reyna að draga það eins lengi og hægt er að koma á pólitískum umbótum og krafist þess að efnt verði til kosninga strax á þessu ári. Átján fyrrverandi hershöfðingjar kröfðust þess um helgina að Ha- bibie léti af embætti ekki síðar en í næsta mánuði. 1.118 biðu bana í óeirðunum Efnahagshorfui-nar í Indónesíu vænkuðust í gær þegar Alþjóða- bankinn veitt lán að andvirði 1,6 milljarða króna til að draga úr fá- tækt í landinu og fregnir hermdu að samkomulag væri að nást í samn- ingaviðræðum við lánardrottna í Frankfurt um að skuldbreyta skammtímalánum indónesískra einkafyrirtækja. Skammtímaskuld- ir fyi-irtækjanna nema alls 5.700 milljörðum króna og búist var við að a.m.k. hluta þeirra yrði breytt í langtímalán. Stefnt er að því að við- ræðunum ljúki í dag. Mannréttindanefnd Indónesíu skýrði frá því í gær að óeirðirnar í Jakarta í liðnum mánuði hefðu kost- að 1.188 manns lífið. Herinn hafði sagt að um 500 manns hefðu beðið bana í óeirðunum. Nefndin sagði að eignatjónið hefði einnig verið gífurlegt. Kveikt hefði verið í 2.479 verslunum, rúm- lega 1.000 íbúðarhúsum og 383 skrifstofum, auk 1.119 bifreiða. Ekki sér fyrir endann á flugmanna- verkfalli París. Reuters. ÞRIR flugmenn franska flugfé- lagsins Air France mæta til samningaviðræðna við fram- kvæmdastjóra félagsins í höfuð- stöðvum þess í París. Flugmenn liéldu áfram verkfalli sínu í gær og lömuðu með því starfsemi fé- lagsins þriðja daginn í röð. Hétu flugmennirnir því að láta einskis ófreistað til að hindra áform um að skerða laun þeirra. I fyrradag hófst ný samninga- lota í þessari hörðu vinnudeilu, sem stefnir í að setja úr skorðum skipulag heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem hefst eftir viku, en enginn árangur náðist af viðræðum deilenda. Þær héldu áfram í gær, en ekki var útlit fyrir að samkomulag næðist enn um sinn. „Verkfallið heldur áfram. Það verður sennilega langt og strangt. Áhrif þess verða senni- lega skelfileg fyrir rekstur og ímynd félagsins," sagði Jean- Charles Corbet, formaður verka- lýðsfélags flugmannanna (SNPL). Franska ríkisstjórnin hefur nú siauknar áhyggjur af því að þessi harða vinnudeila muni skaða ímynd alls landsins. „Þessir flug- menn halda að Frakkland geti leyft sér að sýna að það sé ófært um að sjá um framkvæmd stórat- burðar eins og heimsmeistara- keppninnar," sagði innanríkis- ráðherrann Jean-Pierre Chevenement í útvarpsviðtali. „Ég er vonsvikinn og skammast mín næstum því.“ Á mánudaginn fyrirskipaði stjórn SNPL, sem um 60% allra hinna 3.200 flugmanna Air France eiga aðild að, allsheijar- verkfall í mótmælaskyni við áform um að skerða laun flug- manna um 15% gegn því að þeir fengju hlutabréf í félaginu, sem er að meirihluta til í eigu franska ríkisins. Lestarstjórar boða verkföll Skipuleggjendum HM til enn frekari hrellingar boðaði í gær eitt helzta verkalýðsfélag járn- brautarlestarstjóra verkfall frá 9. til 11. júní, en heimsmeistara- keppnin á að byija þann 10. Önn- ur verkalýðsfélög franskra lest- arstjóra hafa boðað eins og hálfs sólarhrings verkfall á morgun, föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.