Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islensk erfðagreining heldur blaðamannafund vegna bréfs Tölvunefndar Þarf að skerpa skil milli IE og þjónustumiðstöðvar Kári Stefánsson framkvæmdastjóri ís- lenskrar erfðagreiningar segir að skerpa þurfí skilin á milli starfsemi fyrirtækisins á Lynghálsi og Þjónustumiðstöðvar rann- sóknarverkefna í Nóatúni 17. Ræddar hafa verið hugmyndir um stofnun sjálfseignar- stofnunar um reksturinn í Nóatúni. Morgunblaðið/Golli KARI Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, á blaðamanna- fundinum í gær. FORSVARSMÖNNUM Ís- lenskrar erfðagreiningar kemur það verulega á óvart að Tölvunefnd hafi gripið til þess ráðs að loka starf- semi Þjónustumiðstöðvar rann- sóknarverkefna í Nóatúni 17 síðast- liðinn föstudag, enda hafi Tölvu- nefnd ekki áður gert neinar at- hugasemdir við verklag í Þjónustu- miðstöðinni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í húsakynnum fyrirtæksins í gær. Þeim finnst viðbrögð Tölvunefndar býsna hvöss. Kári Stefánsson forstjóri fyrir- tækisins sagði að skerpa þyrfti skil á milli aðstöðunnar í Nóatúni, þar sem samstarfslæknar íslenskrar erfðagreiningar eru með aðstöðu, og húsnæðis fyrirtækisins á Lyng- hálsi 1 til að skilja enn frekar á milli starfseminnar og tryggja að engar persónuupplýsingar fari þar á milli. Helst eru uppi hugmyndir um að stofna sjálfseignarfélag um starf- semina í Nóatúni. Um það sagðist Kári á fundinum meðal annars hafa rætt við Þorgeir Örlygsson for- mann Tölvunefndar á fundi þeirra í Kaupmannahöfn í íyrradag. Járntjald á milli Tölvunefnd gagnrýnir í bréfi til íslenskrar erfðagreiningar, eftir að fulltrúar hennar höfðu farið í eftir- litsferð í fyrirtækið, vinnuferli við rannsóknirnar sem þar fara fram. í bréfínu segir að rannsóknir skuli vera með öllu án persónuauðkenna og að tenging milli persónu- greindra gagna hjá samstarfslækn- unum og ópersónugreindra gagna hjá íslensla-i erfðagreiningu ætti ekki að geta átt sér stað nema með notkun dulmálslykils. í bréfinu seg- ir síðan orðrétt: í eftirlitsferð fyrir- tækisins fyrr í dag [í fyrradag] reyndist hins vegar vera unnið þvert á framangreinda skilmála. Kári þvertekur fyrir þetta og segir að ekki einungis hafí engar persónuupplýsingar farið til starfs- manna íslenskrar erfðagreiningar heldur sé jámtjald á milli og engar upplýsingar né blóðsýni eða annað komi í hús íslenskrar erfðagi'ein- ingar nema dulkóðaðar og á disk- ettum sem sendill sér um að koma á milli. Kári segir engar persónuupplýs- ingar sem hægt er að rekja til ein- staklinga geta komist frá þjónustu- miðstöðinni og samstarfslæknum íslenskrar erfðagreiningar sem þar starfa. Öll gögn séu vandlega dul- málskóðuð af tilsjónarmönnum Tölvunefndar sem hafa haft að- stöðu í miðstöðinni til eftirlits alveg síðan hún var tekin í notkun. „Þetta vinnuferli er prýðiskerfi og til fyrir- myndar og um það tókst samkomu- lag milli okkar og tilsjónaiTnanna Tölvunefndar í febrúar. Fljótlega upp úr þessu fónim við ásamt sam- starfslæknum að velta fyrir okkur hvort ekki væri skynsamlegt að setja upp starfsaðstöðu fyrir sam- starfslækna okkar vegna þess að þær skyldur sem fylgja því að vinna á þennan hátt eru töluverðar," sagði Kári. Um byggingu miðstöðvarinnar, sem kostaði 20 milljónir, gerði Tölvunefnd ekki athugasemdir nema þær að mikilvægt væri að samstarfslæknar gætu ábyrgst fulla vernd upplýsinganna við þær vinnuaðstæður, eins og segir í bréfi Tölvunefndar til íslenskrar erfða- greiningar. Fylgdust grannt með Starfsemi hófst í miðstöðinni í lok apríl síðastliðins en var lokað á föstudaginn var. „Vinnan í þessari aðstöðu var öll undir eftirliti tilsjón- armanns Tölvunefndar, þeir höfðu þar starfsaðstöðu, þar dulkóðuðu þeir sýni og kennileiti á upplýsigum og svo framvegis og fylgdust mjög grannt með þeirri starfsemi sem þar fór fram. Það var járntjald milli starfseminnar hér uppfrá og í Nóa- túni og á milli þeirra bárust engar upplýsingar hingað uppeftir nema dulkóðaðar og í gegnum samstarfs- aðila og engar upplýsingar héðan nema í gegnum samstarfsaðila," sagði Kári. Persónutengjanleg gögn kæmu því aldrei inn í rann- sóknarstofur íslenskrar erfða- greiningar á Lynghálsi og sama starfsfólkið meðhöndlaði _ aldrei gögnin á báðum stigum. „íslensk erfðagreining hafði ekkert boðvald yfir starfsfólki Þjónustumiðstöðv- arinnar í Nóatúni, en greiddi hins vegar laun þeirra allra, þar á meðal laun tilsjónarmannanna,“ segir í fréttatilkynningunni. Þetta segir Kári að verði að laga. „Þetta er ekki gott, við ættum ekki að gera þetta, en enn þann dag í dag borg- um við tilsjónarmönnum Tölvu- nefndar laun samkvæmt tilskipun frá Tölvunefnd. Á þessu verður tek- ið á rólegan og yfirvegaðan hátt.“ Hann sagði að það hafi síðan gerst í lok maímánaðar að menn hafi farið að gera sér grein fyrir því að skerpa þyrfti þau skil sem væru á formlegum tengslum á milli þess- arar aðstöðu í Nóatúni og fyrirtæk- isins. Hann sagði mikilvægt að ganga þannig frá því að það liti ekki þannig út á yfirborðinu að íslensk erfðagreining hefði vald yfir þeim starfsmönnum sem í þjónustumið- stöðinni ynnu. Ekki gerst hefði Þorgeir verið heima Aðspurður um hvort mál hefðu þróast öðruvísi hefði Tölvunefnd verið með í ráðum um frá hverjum læknar, hjúkrunarfólk og tilsjónar- menn Tölvunefndar fengju greidd laun sagði Kári að starfsemin hafi verið opnuð fyrir opnum tjöldum með tilsjónarmenn Tölvunefndar innanborðs. „Ef Tölvunefnd hefði minnst á það við okkur einu orði að þeir vildu ekki að við réðum þetta starfsfólk þá hefðum við sett upp annað kerfi,“ sagði Kári og vísaði í bréf íslenskrar erfðagreiningar til Tölvunefndar frá því í febrúar en þar segir að allur kostnaður við rannsóknir í húsinu og kostnaður af rekstri falli á fyrirtækið. „Þetta er bara spurning um það að finna form á þessu sem gerir það að verkum að mönnum líði vel með að það sé fullkominn skilnaður þarna á milli. Það sem skiptir máli er að við höfum ekki boðvald yfir því starfs- fólki sem þar vinnur. Kári átti fund með Þorgeiri Ör- lygssyni formanni Tölvunefndar í Kaupmannahöfn, eins og getið er hér á undan, og fullyrðir hann að þetta mál hefði aldrei farið á þenn- an veg hefði Þorgeir ekki farið ut- an. „Eg er nokkuð viss um það að ef Þorgeir Örlygsson hefði ekki verið í starfsleyfi erlendis þá hefði þetta ekki gerst. Það sem meira er, er að ég settist niður með Þorgeiri í gær [í fyrradag] í Kaupmannahöfn og við ræddum þetta mál og það er mikill vilji af hálfu nefndarinnar að leysa þetta mál hið snarasta. Við vorum sammála að það væri ekki ágreiningur um efnisatriði. Þetta verður leyst á friðsamlegan hátt og ekki búinn til neinn hvellur." Vegur að trausti „Svona hvellur vegur ekki bara að trausti sem fólk hefur til okkur heldur jafnvel enn meira að því trausti sem fólk hefur á Tölvu- nefnd. Það er að segja að opinber stjómsýslunefnd sem sér sér ekki fært að leysa vandamál af þessari gerð öðruvísi en með svona hama- gangi glatar hægt og hægt trausti." Kári sagði að nú yrði sest niður og fundin bráðabirgðalausn. „Hana finnum við vonandi á næstu dögum og setjum síðan saman framtíðar- form á þessi tengsl fyrir 20. júní eins og Tölvunefnd fer fram á.“ Kári harmar þann „hvell“ sem orðinn er og segir að allt hefði átt að geta leyst á friðsamlegan hátt ef Tölvunefnd hefði leitað _fyr.st eftir umræðum um málið við ÍE. Ósanngjörn athugasemd Um þá klausu í athugasemdum Tölvunefndar að athugun nefndar- innar hefði leitt í ljós að sá starfs- maður sem þar er í forsvari hefði aldrei séð skilmála Tölvunefndar og þekkti ekki efni þeirra segir Kári að sá aðili sem hér um ræðir, yfir- hjúkrunarfræðingur yfir þessari starfsemi, hafi lagt mikið á sig við að kynna sér vinnuferlið, sem Tölvunefnd og ÍE komu sér saman um í febrúar, og hefði til dæmis haldið tveggja vikna námskeið um ferlið og um verndun persónuupp- lýsinga. „Þessi klausa finnst mér ósanngjörn og bréfið allt heldur hvasst miðað við aðstæður og að mörgu leyti úr samræmi við efnis- leg atriði þessa máls. Það er mikið úr samræmi við þau samskipti sem verið hafa á milli Tölvunefndar og íslenskrar erfðagreiningar hingað til.“ Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandinu Minni eftirspurn eftir starfsfólki en í fyrra MINNI eftirspurn var eftir starfs- fólki í aprílmánuði síðastliðnum en á sama tíma í fyrra, samkvæmt könn- un Þjóðhagsstofnunar meðal at- vinnurekenda. í könnuninni kom í ljós að atvinnurekendur töldu æski- legt að fjölga starfsfólki um 147 manns á landinu öllu, sem er um 0,2% af áætluðum mannafla. í sam- bærilegri könnun í fyrra vildu at- vinnurekendur fjölga um 310 manns. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli kemur nánast öll fram á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni mældist nánast enginn vilji til að fjölga starfsfólki þegar á heildina er litið, skv. könnuninni. Mest eftir- spum var eftir vinnuafli í þjónustu- starfsemi, málmiðnaði og fiskiðnaði, en vilji til fækkunar starfsfólks kom helst fram í veitingarekstri í Reykjavík. Óskir um fjölgun í fískiðnaði og málmsmiði Á landsbyggðinni bar mest á ósk- um um fjölgun í fiskiðnaði og í málmsmíði en vilji til fækkunar kom einkum fram hjá sjúkrahúsum og í annarri þjónustu- og samgöngu- starfsemi, s.s. í veitinga- og hótel- rekstri. Á landinu öllu virtist helst vilji til að fækka starfsfólki í fata- og trjávöruiðnaði, sem og hjá peninga- stofnunum. Hins vegar er mikil eft- irspurn eftir fólki með tæknimennt- un% Á höfuðborgarsvæðinu er æskileg fjölgun starfsfólks mest í þjónustu við atvinnurekstur, í tæknigreinum og í sérhæfðum iðnaði eða alls 229 manns, sem eru 4% af mannafla í viðkomandi greinum, skv. könnun Þjóðhagsstofnunai'. Tryggingastofnun rfkisjns 30 til 50 milljónir í endurgreiðslur ÁÆTLAÐ er að Tryggingastofn- un greiði 30-50 milljónir til sjúk- linga sem leituðu til sérfræðinga sem sagt höfðu upp samningum við stofnunina. Tryggingastofnun endur- greiddi fyrstu reikningana í fyrradag en lögin sem heimiluðu endurgreiðslur tóku gildi 19. maí. Stofnuninni hafa borist á þriðja þúsund reikningar. Reikningar eru enn að berast en þeir eru frá tímabilinu 1. september 1997 til 3. apríl 1998. Kristján Guðjónsson, deildar- stjóri sjúkratryggingadeildar, segir að skoða þurfi hvern reikn- ing fyrir sig og fólk fái ekki greitt á staðnum. Hlutur sjúklinga sé mjög misjafn og fai'i t.d. eftir því hvort þeir séu elli- eða örorkulíf- eyrisþegar og sumir hafi afslátt- arkort eða séu að fá þau samfara þessum greiðslum. Það taki því tíma að fara í gegnum hvern reikning lið fyrir lið en Kristján segir að sú vinna hafi hafist um leið og lögin voru samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.