Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 41
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 4 AÐSENDAR GREINAR Sigur sam- einingar MEGINNIÐURSTAÐA sveit- arstjórnarkosninganna er að sam- eining jafnaðar- og félagshyggju- fólks er orðin að veruleika. Gamal- dags hugmyndir um kosninga- bandalag eru úr sögunni. Hugleið- ingar um sérframboð A-flokkanna en samninga um samstarf eftir kosningar heyra sögunni til. Brautin er greið. Pað verður sam- eiginlegt framboð jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks í næstu alþingis- kosningum. Sameiningin er þegar orðin Viðbrögð Davíðs Oddssonar á undanförnum dögum segja meira Þessar kosningar eru því ekki vonbrigði, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Þær eru sigur. en mörg orð um ótta sjálfstæðismanna við sameiningu jafnaðar- og félagshyggjufólks, ótta þeirra gagnvart þessu nýja afli sem er á stærð við þeirra eig- in flokk. Þessi við- brögð eru skiljanleg. Önnur viðbrögð eru öllu snúnari. Sumir þingmenn A-flokkanna telja niðurstöður sveit- arstjórnarkosninganna vonbrigði fyrir sam- einingu félagshyggju- aflanna og einblína á þá staði þar sem fylgi sameiginlegu framboð- anna var minna en menn vonast eftir. Sömu Þorvarður Tjörvi Olafsson höfðu menn vonast eftir því, ásamt forsætisráðherra, að sameiningin fari út um þúfur fyrir næstu alþingiskosningar. Þessir menn verða að skilja að lestin er lögð af stað og mun ekki beygja af leið. Niðurstöður kosn- inganna gefa ekkert tilefni til ann- ars en að vera stolt af okkar fólki hringinn í kringum landið sem hefur tekist það sem menn hefur einungis dreymt um síðustu ára- tugina. Sjálfstæðismenn unnu ekki Sjálfstæðisflokkurinn bauð nú fram í 36 sveitarfélög- um og fékk að meðala- tali 41,4 %. Fréttastofa Stöðvar 2 bar saman fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í 32 sveitarfélögum nú og í síðustu kosn- ingum og komst að þeirri niðurstöðu að fylgi flokksins hefði minnkað úr 42,7 % í 42,0%. Utan Reykja- víkur er fylgisaukning- in 0,8 %. Þetta hefur verið túlkað sem ein- hver stór sigur. Davíð Oddsson virtist ekki í sigurvímu á kosninga- nótt. Sigur Reykjavík- urlistans og ógnarafl hinnar nýju breiðfylkingar skyggði á gleði hans og einu viðbrögð hans voru að skella skuldinni á frétta- stofu RÚV! Framsóknarflokkurinn bauð nú fram einn og sér í 28 sveitarfélög- um og fékk að meðaltali 22,1% fylgi. Víða er flokkurinn orðinn minnsti flokkurinn á eftir Sjálf- stæðisflokknum og sameiginlegum framboðum. Þetta er mörgum framsóknarmönnum ekki að skapi. Framsóknarflokkurinn getur því ekki talist sigurvegari kosninganna nema að því leyti að þar sem hann tók þátt í sameiginlegum framboð- um voru úrslitin glæsileg. Teningunum er kastað I þeim 34 sveitarfélögum þar sem sameiningin hefur orðið með einum eða öðrum hætti fengu framboðin að meðaltali 40,2 % fylgi. Þar af er Framsókn með í fímm skipti. Þessar kosningar eru því ekki vonbrigði. Þær eru sigur. I fyrsta lagi vegna þess að sam- starfíð gekk upp, það tókst að sameina jafnaðar- og félags- hyggjufólk hringinn í kringum landið þvert á spár margra svart- sýnismanna. I öðru lagi eru kosn-^ ingarnar sigur sameiningar vegna ' þess að þetta nýja afl er á stærð við stóru jafnaðarmannaflokkana á Norðurlöndunum. Vissulega geta menn bent á staði þar sem sameiginlegu framboðin stóðu ekki undir væntingum en að túlka það sem einhvern heildarósigur sameiningar er órökrétt. Tening- unum er kastað. Framtíðin er okk- ar. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er formaður Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalags- fólks og óháðra. >. Blóðvaki? SVERRIR Her- mannsson, fyrrverandi Landsbankastjóri, spar- aði ekki stóru orðin í fjölmiðlum á annan í hvítasunnu. Þegar hann var spurður um ferð í apríl til Svíþjóðar og Finnlands, sem hann hafði látið bankann greiða, kvað hann til lít- ils að skýra fyrir Helga S. Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans, tilefni ferðarinnar, sem hefði verið að kynnast „evr- ópsku myntinni EMU“. Helgi héldi, að EMU væri nafn danskrar hóru, sem hefði haft kynni af íslendingum. Sverrir sagðist ekki ætla að veita neinar skýringar á ferðinni, heldur endur- greiða bankanum kostnaðinn af henni. Hótaði hann síðan að skjóta Helga og ýmsa aðra menn með haglabyssu. Þetta ferðamál er auðvitað hið neyðarlegasta, þar eð Sverrir hefur hvað eftir annað sagt opinberlega, að hann hafi verið í fríi hjá dóttur Sverrir ætlaði að mis- nota aðstöðu sína við Landsbankann í því skyni, segir Hannes Hannes Hólmsteinn Gissurarson lengi haft áhuga á „evr- ópsku myntinni EMU“ og farið út til að kynna sér hana, kom hann raunar upp um eigin þekkingarskort. Hann heldur bersýnilega, að evrópumyntin heiti EMU. En það er nafn á Myntbandalagi Evr- ópu. Myntin sjálf heitir hins vegar euro, ís- lenskað evra. Það er líka heldur einkennilegt að fara til Svíþjóðar til að kynna sér evrópu- myntina, því að Svíar eru ekki aðilar að myntbandalagi Evrópu. Skýringin á ofsa Sverris er hins vegar einföld: Hann ætlaði að stela, en var staðinn að verki. í fjölmiðlum boðaði Sverrir líka stofnun nýrrar stjórnmálahreyfíng- ar utan um baráttumál, sem hann telur vel fallið til vinsælda, en það er að leggja kvótakerfíð niður. Sverrir átti einmitt ríkari þátt í því en flestir aðrir Islendingar að koma þessu kerfi á, því að hann sat í þeirri ríkisstjórn, sem tók það upp. Og svo vel stendur á fyrir Sverri sjálfum, að hann hefur tekið auð sinn út úr kvótakerfinu, því að hann seldi hlut sinn í útgerðarfyrirtæk- inu Ögurvík, skömmu eftir að hann varð bankastjóri. Allt framferði Sverris síðustu vikur helgast ber- sýnilega af viðleitni tii að draga at- hygli almennings frá því, hvernig hann hrökklaðist úr starfi Lands- bankastjóra. Og nú hótar hann jafn- vel að beita skotvopnum í barátt- unni fyrir sinni miklu hugsjón, sjálf- um sér. Byssubandalag hans ætlar að bjóða fram í næstu þingkosning- um. Verður það þá nefnt Blóðvaki? Höfundur er prófessor í stjórnmála- fræði í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Illll Hvaó villu vila um bandavíska útlendingaeftirlitið? Verð á internetþjónustunni Mótald 1.190 kr. ISDN 64 1.690 kr. ISDN 128 2.190 kr. Tveir mánuðir án endurgjalds við skráningu Skfáöu þÍQ i siiaafn Éi-Ti-1 09-19 vifk? daaa og 12-18 lacgardaoa Hraii haoBiæil vcró oq aidrei a lali SÍMINNinternet Veiðivörur frá Abu Garcia í veiðitúrinn Með veiðivörum frá Abu tryggir þú þér ánægjulegan veiðitúr. Cardinal veiðihjólin eru löngu þekkt fyrir gæði, glæsileika og góða endingu. Nýjustu hjólin eru með hefðbundnu útliti en framleidd að stórum hluta úr grafíti, efni sem gerir þau sterkari en jafnframt léttari og meðfærilegri. Abu veiðistangirnar eru flestar framleiddar úr grafít blöndu og þola því mikla sveigju. Þær fást með náttúrulegum kork í handföngum. Veiðihjóiin og stangirnar eru til í mörgum gerðum og verðflokkum. Hólmsteinn Gissurar- son, að láta hann greiða orlofskostnað af Sví- þjóðarferðinni. sinni í Svíþjóð þessa apríldaga og því ekki verið til andsvara, þegar Ríkisendurskoðun leitaði skýringa á óhóflegri risnu hans og öðrum ámælisverðum verkum. Svíþjóðar- ferðin var líka farin um páska, þeg- ar fulltrúar fyrirtækja og stofnana þai- ytra eru ekki við störf. Sverrir hafði meðal annars látið Lands- bankann greiða sérstaka ferð frá Stokkhólmi til Helsinki á föstudag- inn langa og til baka á páskadag. Við blasir, að Sverrir ætlaði að mis- nota aðstöðu sína við Landsbank- ann í því skyni að láta hann greiða orlofskostnað sinn að upphæð um 350 þúsund krónur. En þegar Sverrir Hermannsson sagði fjölmiðlum, að hann hefði Færanleg sveif fyrir örvhenta eða rétthenta Aukaspólur fylgja Cardinal 54 R Abu veiðivörur fást í öllum betri sportvöruverslunum. Æ?Abu Garcia fyrir lífstíð 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.