Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 t—i---------------------- FÓLK í FRÉTTUM Bandaríkjamaðurin N Peter Bogdanovich var við upphaf áttunda ára- tugarins stóra vonin í heimalandinu, er hann lauk við hvert snilldarverkið á fætur öðru. Eftir Paper Moon, þriðju myndina í röð sem hælt var í hástert af gagnrýnendum og hlaut geysiað- sókn kvikmyndahúsgesta, var maður farinn að álíta að þessi ná- ungi gerði ekki mistök. Þetta voru gjörólíkar myndir, og fjallað sér- staklega um þær allar hér að neð- an. Það kom hinsvegar á daginn að þessi fyrrum kvikmyndagagn- rýnandi var dæmigerður „þriggja mynda maður“, ballið var búið. Bogdanovich er New York búi, fæddur 1939. Sonur júgóslav- 4 neskra innflyljenda sem sluppu vestur um haf rétt fyrir upphaf seinna stríðs. Drengurinn var fljótt kominn með ólæknandi kvik- myndadellu. Faðir hans, sem var listmálari, hvatti hann til dáða á listabrautinni. Fyrst lauk Bogda- novich námi sem Ieikari og fór með smáhlutverk á Broadway og leikstýrði síðan verkum í minni- háttar leikliúsum. Eins skiáfaði hann af og til greinar um kvik- myndir í blöð og tímarit, m.a. bók um fyrirmynd sína og átrúnaðar- goð, leikstjórann John Ford. Líkt og fleiri kunnir byijendur í faginu á þessum tíma (Coppola, Scorsese og Monte Hellman), fékk hann fyrsta tækifærið sem kvikmynda- leikstjóri hjá B-myndasmiðnum Roger Corman. Skólinn var „litli risinn", American International PETER BOGDAN OVICH Pictures, sem hafði umboðsaðila við hæfi í Reykjavíkurborg, sem var sá ágæti Skúlagötubraggi, Hafnarbíó. Fyrsta „stóra“ verkefnið hans var hrollvekja með Boris heitnum Karloff. Bæði átti Corman eitthvað inni hjá karlinum og gamlar upp- tökur á geymslulofti úr mynd sem Corman kom aldrei á koppinn. Svo Bogdanovich fékk umráðaréttinn yfir gamla hi-yllingsmyndaleikar- anum í tvær vikur, og filmubútun- um. Bogdanovich gat gert sér mat úr þessu öllu og úr varð myndin Targets, (‘67), merkilega góð mynd um gamlan hryllingsmynda- leikara (Karloff), sem afvopnar snaróða leyniskyttu sem gengið hefur berserksgang og hreiðrað umsig í bílabíói. Óvænt gæði Targets, urðu til þess að Hollywood fékk áliuga á þessum unga dellumanni og úr varð The Last Picture Show, önn- ur mynd og meistaraverk leik- stjórans. Hún var ódýr að allri gerð en sópaði til sín verðlaunum, og það sem er kannske meira um vert, gestum. Pétur fékk því Peter Bogdanovich óinælt fé til að hleypa What’s Up Doc?, næstu mynd sinni, af stokk- unum, og A-mynda stjörnu í aðal- hlutverkin.. Hún skilaði stór- gróða. Þriðja myndin í Holly wood, Paper Moon, var einnig vönduð að allri gerð og gerði stormandi lukku. Þá var röðin komin að Daisy Miller (‘74), laglegri mynd sem byggð var á skáldsögu eftir Henry James, með eiginkonu leikstjórans, Cybill Shepherd, í titilhlutverkinu. Hún sýndi örlítið bakslag hjá áhorf- endum og gagnrýnendum, þó ekkert til að hafa áhyggjur af. Nú slógust kvikmyndarisarnir um þennan unga snilling, sem spratt svo skyndilega uppúr engu. Hlutskarpast um starfskrafta leikstjórann varð 20th-Fox, nú átti snillingurinn ungi að fá að reyna sig við gamlan draum; söng- og dansamynd. Allir biðu spenntir með öndina í hálsinum. Fljótt frá sagt var útkoman hörm- ung. At Long Last Love (‘75) er fokdýr ófögnuður með vinsælustu stjörnu þess tíma, Burt Reynolds, og Shepherd í aðalhutverkum og tónlistin eftir sjálfan Cole Porter. Allt kom fyrir ekki, myndin varð hrikalegur skellur. Það varð hún líka gamanmyndin Nickelodeon (‘76), þrátt fyrir Reynolds og ómælt fjármagn. Var Bogda- novich búinn að vera? Sú varð raunin. Síðan hefur þessi efnilegi leikstjóri nánast ekkert gert af viti. Nickelodeon varð síðasta myndin sem hann gerði fyrir risana í Hollywood. Næst í röðinni var smámyndin Sa- int Jack (‘79), sem var dulítið for- vitnileg og með hinum frábæra Ben Gazzara í titilhlutverkinu. Því næst annað kríli, The All Laughed (‘81), með smástirninu Dorothy Stratten, en í kjölfar hennar fylgdi mikil sorgarsaga fyrir leikstjórann, sem farinn var að búa með leikkonunni ungu, sem var myrt af gamla kærastan- um sínum þegar bilið tók að breikka á milli þeirra. Sagan sú var kvikmynduð af Bob Fosse undir nafninu Star 80. Örlítil batamerki greindust í Mask (‘85), en síðan ekki söguna meir. Síðasta myndin sem hann hefur lokið við er sjónvarpsmynd- in Tlie Prince ofHeaven (‘97). Leikstórinn fékk gullið tækifæri til að sanna sig og komast aftur á rétta braut með myndinni Texa- sville (‘91), sem er framhald The Last Picture Show. Fékk allar helstu stjörnur gömlu myndarinn- ar til að endurtaka hlutverk sín í þeirri nýju, tuttugu árum síðan. Ótrúlega gott, einstakt myndefni og aðstæður fór gjörsamlega for- görðum. Síðari myndin er jafn Ié- Ieg og klassíkin er góð. Peter Bogdanovich kemst ekki aftur í röð útvaldra. Eftir situr ein klassík, tvær afþreyingarmyndir í fremstu röð og ótrúlega inagnað- ur ferill, sem stóð því miður ekki nema í örfá ár. TIMOTHY Bottoms og Cloris Leachman í „The Last Picture Show“. THE LAST PICTURE SHOW (1971) irkirk ^ Ein besta mynd leikstjórans, og áttunda áratugarins, er greinilega gerð undir áhrifum frá átrúnaðar- goðinu, John Ford, og notar einn af uppáhaldsleikurum hans, Ben John- son, í eitt aðalhlutverkanna. Myndin segir af hnignandi mannlífi í smábæ í Texas. Afturfórin kristallast í lok- un kvikmyndahússins, þáttaskilum í bæjarlífinu og myndin dregur nafn sitt af. Handrit Larrys McMurtrys (Hud) dregur upp trúverðuga mynd af samfélagi, sem var að lenda á mörkum hins byggilega heims, í augum unglinganna um miðjan sjötta áratuginn. Bogdanovich leik- stýrir óaðfinnanlega og velur saman eftirminnilegan hóp ungra og óreyndra leikara (Jeff Bridges, Sam Buttoms, Timothy Bottoms, Cybill Sígild myndbönd Shepherd, Randy Quaid) í bland við eldri (Johnson, Clorís Leachman, Clu Gulager, Ellen Burstyn, Eileen Brennan), sem gefa fjölskrúðugum persónum líf og lit. Myndin er einnig afburða vel tekin af Bruce Surtees, í svart/hvítu, sem er vel við hæfi. PAPER MOON (1973) kirkk Ryan O’Neill kemur hér við sögu, og ekki síður Tatum dóttir hans, sem varð leikkvenna yngst til að fá Óskarsverðlaunin fyrir frábæra frammistöðu (sem hún hefur reynd- ar aldrei jafnað síðan) sem hjart- næm en útsmogin, munaðarlaus telpa sem lendir á ferð með bragðar- efnum O’Neill í Miðríkjunum á tím- um kreppunnar miklu. Sú stutta fer fljótlega að slá gamla hrappnum við með klækjabrögðum sínum og áhöld verða um hvort hann skilar henni á áfangastað, munaðarleysingjahælið. Einstaklega skemmtileg og jafn- framt tilfinningarík mynd þar sem feðginin fara á kostum og Madeleine Kahn gefur þeim ekkert eftir. Einsog hinar myndimar tvær, besta upplifun, hvort sem menn eru að rifja hana upp eða sjá hana í fyrsta sinn. WHAT’S UP DOC? (1972) kkk'/i Efni þriðju myndar sinnar sækir Ieikstjórinn í smiðju „screwball"- gamanmyndasmiða, einkum Bring- ing Up Baby (‘38), sem Howard Hawks gerði 1938, en slíkar myndir voru afar vinsælar fram eftir öld- inni. Þær einkennast af farsa- kenndri atburðarás, uppákomum þar sem allt fer úrskeiðis og hver misskilningurinn rekur annan. Þennan stíl endurvekur Bogda- novich með fínum árangri. Stjörn- urnar Barbra Streisand, Ryan O’Neill og góðir aukaleikarar fara á kostum í þessari sprenghlægilegu mynd um prófessor og klaufabárð. Sæbjörn Valdimarsson MYNDBÖND Afmælismartrö ð Van Ortons Leikurinn (The Game)_____________________ S |) IIIIIIIII V II (I kkk Framleiðendur: Steve Golin og Ceán Chaffin. Leikstjóri: David Fincher. Handritshöfundur: John Brancato og Michael Ferris. Kvik- myndataka: Harris Savidcs. Tónlist: Howard Shore. Aðallilutverk: Mich- i ael Douglas, Deborah Kara Unger og Sean Penn. (123 mín.) Bandarísk. Háskólabió, maí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. „LEIKURINN" fjallar um auð- kýfinginn og kaupsýslumanninn Nicholas Van Orton sem er hinn 4tmesti skröggur. Hann hefur með ólund sinni og stjómsemi fælt fólk frá sér og lok- að sig af í litlaus- um heimi vinn- unnar. A afmælis- degi sínum fær Nicholas óvenju- lega gjöf frá bróð- ur sínum sem far- ið hefur aðrar leið- ir í lífinu en hann. Um er að ræða gjafabréf ávísað á fyrirtæki sem sérhæfir sig í svoköll- uðum „leik“, þ.e. að sjá viðskiptavin- um fyrir óvenjulegri reynslu. Þegar „leikurinn" hefst tekur vandlega skorðuð tilvera Nicholas á sig kyn- lega mynd og hann verður leiksoppur í atburðarás sem fær óvænt endalok. Söguflétta „Leiksins" er ofin í kringum eina afmarkaða hugmynd sem fær lausn í lokin. í fljótu bragði gæti fléttan virst óraunsæ, léttvæg eða tilgangslaus en þegar brotunum er raðað saman stendur hún vel und- ir sér. Tilfmninga- og fjölskyldudra- mað sem spunnið er í söguþráðinn á markvissan og óvæminn hátt gefur uppátækjum frásagnarinnar aukna merkingu. En hana má rekja til æsku og uppeldis bræðranna á heldri manna heimili og sjálfsmorði fóður þeirra. Skemmtileg hvörf verða í veru- leikaheimi myndarinnar þegar „leik- ui-inn“ hefst. Þá fer Van Orton skyndilega að líta heiminn í kringum sig öðrum augum og gefa því gaum sem áður var hunsað. Sama má segja um áhorfandann sem reynir hvað hann getur að henda reiður á þvi sem fyrir hann ber. Þetta verð- ur að eins konar leik með mörk raunveruleika og óraunveruleika sem vísar jafnframt í þann blekk- ingar- og brelluheim sem kvik- myndin í eðli sínu er. Gallinn við myndina er hins vegar sá að sögufléttan er svo hlaðin vís- bendingum að erfitt verður að lesa í hana ásættanlega merkingu í fyrstu tilraun. Það er ef til vill ekki fyrr en horft er á myndina í annað sinn sem samhengið sem undirbyggir mynd- ina næst fram. Michael Douglas er góður í hlut- verki hins stórkarlalega Van Ortons sem áhorfandinn fær engu að síður samúð með vegna þeirra tilfinninga sem glittir í undir stífu yfirborðinu. Markviss leikstjórn, kvikmynda- taka og öguð litanotkun gefur „Leiknum" hið vandaða yfirbragð sem einkennir kvikmyndina „Seven“, sem David Fincher leik- stýrði næst á undan þessari. Óhætt er að mæla með „Leikn- um“ sem spennandi og foivitnilegri upplifun, þó svo að kvikmyndin skilji ekki beinlínis eftir sig djúp för í vitundinni. Heiða Jóhannsdótttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.