Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
FRÁ skólaslitum Lýsuhólsskóla. Af 6 nemendum 10. bekkjar stóðust 4 öll samræmd próf.
Árangur nær yfir landsmeðaltal.
Skólaslit á Lýsu-
hóli í Staðarsveit
Hellissandi - Fimmtudaginn 28. maí
fóru fram skólaslit í Lýsuhólsskóla í
Staðarsveit. Lýsuhólsskóli er einn
þriggja grunnskóla sem Snæfells-
bær rekur eftir sameiningu en hinir
eru í Olafsvík og á Hellissandi.
Nemendur skólans búa allir sunnan
fjallgarðsins, í Staðarsveit og
Breiðuvík.
í máli skólastjórans, Guðmundar
Sigurmonssonar, kom fram að í vet-
ur hafa 43 börn stundað nám við
skólann í 1.-10. bekk. Kennarar í
fullu starfi voru 4 í vetur en samtals
komu 8 kennarar að kennslu við
skólann. Guðmundur skólastjóri gat
þess að árangur nemenda í vetur
væri mjög góður og talsvert yfir
landsmeðaltali. Af sex nemendum
sem þreyttu t.d. samræmd próf í 10.
bekk náðu fjórir öllum tilskildum
prófum. Hæstu einkunn að þessu
sinni hlaut Kristín María Guðjóns-
dóttir í 10. bekk. Voru henni veittar
viðurkenningar fyrir frábæran náms-
árangur.
Þá gat Guðmundur skólastjóri ný-
legrar úttektar verkfræðistofunnar
VSÓ sem Snæfellsbær lét gera á
grunnskólahaldi í bæjarfélaginu og
leiddi sú úttekt í ljós að hagkvæmni
þessa litla skóla á Lýsuhóli er mjög
mikil og binda menn því vonir við að
skólahald á Lýsuhóli fái að haldast
óbreytt meðan nemendum fækkar
ekki í sveitunum. Enda mælir verk-
fræðistofan VSÓ með óbreyttum
rekstri skólans.
Á sl. hausti var lagt varanlegt
slitlag á heimreiðina að Lýsuhóli og
var mjög tímabært, því heimreiðin
var oft illfær áður. Pá býr skólinn
við ágæta útisundlaug, þá einu í
bæjarfélaginu og ágæta íþróttavelli
og staðurinn er mikið sóttur heim á
sumrin af ferðafólki og íþróttafólki.
Mikið tónlistarlíf nemenda hefur
sett svip á skólastarfið að undan-
fórnu og hefur Ian Wilkinson tón-
listarkennari í Ólafsvík náð frábær-
um árangri í að finna og æfa blást-
ursleikara meðal nemenda. Hafa
margir þeirra náð framúrskarandi
árangri á stuttum tíma.
KRISTÍN María Guðjónsdóttir
náði bestum námsárangri á
þessum vetri.
Nemendatónleikar fóru fram
stuttu fyrir skólaslitin en tónlistar-
kennarar hafa verið Ian Wilkinson
og Kjartan Eggertsson í Ólafsvík.
Sýning á handavinnu nemenda stóð
yfir í skólanum fyrir og við skóla-
slitin. Að lokum þáðu foreldrar og
nemendur frábærar veitingar að
venju áður en nemendur héldu heim
í sumarleyfi að þessu sinni.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
GESTIR á stofnfundi Beinverndar á Austurlandi. Neðri röð f.v.: Laufey Egilsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Marí-
anna Jóhannsdóttir, Ólafur Ólafsson, Gunnar Sigurðsson og Helga Jóna Þorkelsdóttir. Efri röð f.v.: Sigríður
Ingimarsdóttir, Pétur Heimisson, Stefán Þórarinsson og Björn Pálsson.
Stofnfundur Beinverndar
á Austurlandi
Egilsstaðir - Stofnfundur Austur-
landsdeildar Beinverndar var
haldinn á Hótel Héraði á Egils-
stöðum. Beinvernd eru landssam-
tök áhugafólks um beinþynningu
og hafa áður verið stofnaðar deild-
ir á Norður- og Suðurlandi auk
deildar í Reykjavík.
Tilgangur samtakanna er að
vekja athygli á langvinnum sjúk-
dómi sem beinþynning er og segir
formaður samtakanna, Ólafur
Ólafsson, landlæknir, að landssam-
tök hafi skilað góðum árangri,
bæði í sambandi við hjartasjúk-
dóma og krabbamein.
Á fundinum ijallaði Gunnar Sig-
urðsson, prófessor, um orsakir og
meðferð beinþynningar. Hann
sagðist gera ráð fyrir að beinbrot,
sérstaklega hjá konum, af völdum
þessa sjúkdóms verði faraldur 21.
aldar en tíðnin hefur aukist veru-
lega og er aðallega um alvarleg
brot að ræða, eins og hryggjarliða-
brot og mjaðmabrot.
Hann benti á mikilvægi þess að
reyna að koma í veg fyrir bein-
þynningu með góðum lífsháttum,
eins og líkamsþjálfun og góðu
mataræði, og ganga úr skugga um
að það innihaldi nægilegt kalk og
D-vítamín. Hann sagði sífelldar
nýjungar vera, m.a. bæði í grein-
ingu og lyfjameðferð, og að vert
væri fyrir almenning að vita um þá
möguleika og nýjustu þekkingu
hveiju sinni.
Sjórnarmenn Austurlandsdeild-
ar Beinverndar eru Ilalla Eiríks-
dóttir, Óttar Ármannsson og Sig-
ríður Ingimarsdóttir.
Sj ómannadagsblað-
ið í Eyjum komið út
Vestmannaeyjum - Sjómannadags-
blað Vestmannaeyja 1998 er komið
út og er blaðið veglegt að vanda. I
blaðinu er fjölbreytt efni og mikill
fjöldi mynda, bæði nýrra og gam-
alla. Meðal greina í blaðinu eru:
Minnisstæð sigling á Sindra VE 63
sumarið 1963, eftir Pálma Sigurðs-
son, sem segir frá verstu sjóferðinni
sem hann upplifði á sinni sjómanns-
tíð. Hjörsi, eftir Árna Sigurðsson,
segir frá þessum sérstæða manni.
Skipsstrand á Hallgeirseyjarsandi,
þar sem segir af strandi skútu, og
Flöskuskeyti, sem segir frá hvernig
slík skeyti voru notuð til samskipta
milli lands og Eyja fyrir daga sím-
ans, eftir Harald Guðnason. Hug-
leiðingar sjómannskonu, eftir Ingi-
björgu Hafliðadóttur. Teknir og
færðir til Bodö, frásögn af því er
norska strandgæslan tók Sigurð
VE, eftir Snorra Pál Snorrason. Út-
gerð Jóns Ólafssonar á Hólmi, eftir
Friðrik Ásmundsson, og í útgerð
með óbilandi bjartsýni og þúsund-
kall í vasanum, svipmyndir af Ár-
sæli Sveinssyni frá Fögrubrekku,
eftir Guðmund Sv. Hermannsson.
Fjöldi annarra greina eftir ýmsa
höfunda er í blaðinu auk minningar
látinna, sem er fastur liður í Sjó-
mannadagsblaði Vestmannaeyja.
Þá eru í blaðinu myndasyrpur úr lífi
og starfí sjómanna í Eyjum.
Sjómannadagsblað Vestmanna-
eyja er 185 blaðsíður og er blaðið
FORSÍÐA Sjómannadagsblaðs
Vestmannaeyja 1998.
prentað í Prentsmiðjunni Eyrúnu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Sig-
mar Þór Sveinsbjömsson en útgef-
andi blaðsins er Sjómannadagsráð
Vestmannaeyja 1998.
Blaðsölubörn munu ganga í hús í
Eyjum og selja Sjómannadagsblað-
ið en auk þess verður blaðið selt á
bensínstöðvum og fleiri stöðum í
Eyjum og í veitingasölu Herjólfs. I
Reykjavík verður blaðið selt í
Grandakaffi, Bókabúð Árbæjar og í
Umferðarmiðstöðinni og einnig
verður það selt í Kænunni í Hafnar-
fírði.
Morgunblaðið/Arnór
FRÁ afhendingu bikarsafnsins í íþróttamiðstöðinni í Garðinum. Með
Steinunni á myndinni eru nýkjörnir fulltrúar F-Iistans í hreppsnefnd,
Ingimundur Guðnason, Sigurður Ingvarsson og sveitarstjórinn Sig-
urður Jónsson.
Verðlaunabikarar í
s
Iþróttamiðstöðina
Garði - Nýlega afhenti frú Stein-
unn Sigurðardóttir á Brekku og
börn hennar hreppnum stórt bik-
arsafn sem eiginmaður hennar,
Vilhjálmur Halldórsson, hafði unn-
ið til en hann lést á sl. ári.
Steinunn gat þess við afhending-
una að Vilhjálmur hefði unnið
flesta bikarana fyrir golf og pútt
en einnig væru í safninu verðlaun
fyrir skák, brids og ökuleikni.
Margir minnast Vilhjálms eða
Villa á Brekku eins og hann var
títt nefndur fyrir áhuga hans á
pútti og púttklúbbum en hann
stofnaði nokkra klúbba hérlendis.
Þá var hann, einkum á fyrri ár-
um, mikill skákáhugamaður.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalateinason
Formúlu-bíll vekur forvitni
Vaðbrekku, Jökuldal - Keppnisbíll
úr Formúlu eitt kappaksturskeppn-
inni átti leið um Egilsstaði fyrir
skömmu þegar Ford-umboðið var
þar á hringferð en Formúlu-bíllinn
var einmitt frá Stewart Ford. Bíllinn
vakti forvitni Héraðsbúa og lögðu
margir lykkju á leið sína til að bera
gripinn augum. Meðal annars Jón
Runólfui' Jónsson og Aðalsteinn Sig-
urðarson er komu ofan úr Hrafn-
kelsdal sem eru um 180 kílómetrar
báðar leiðir. Segja má að mikið sé á
sig lagt til að sjá Formúlu-keppnis-
bílinn frá Stewart Ford en þessi bíll
var í brautinni á síðasta ári.