Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halldór Blöndal og Christos Papoutsis funda um ferðamál í Brussel
; Samstarf milli ESB og
Islands verði endurnvjað
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra átti í gær fund í Brussel með
Christos Papoutsis, sem fer með
ferðamál í framkvæmdastjóm Evr-
ópusambandsins. Tilgangur fund-
arins var að sögn Halldórs að reyna
að koma á nýjan leik á samstarfí Is-
lands og ESB í ferðamálum, sem
ráðherrann segir að hafi skilað
miklu. Tók Papoutsis málaleitan
samgönguráðherra vel og var að
hans sögn fús til samstarfs.
Halldór segir að Island hafí áður
átt gott samstarf við ESB á sviði
ferðamála, bæði hvað varðaði um-
hverfísmál og menningarmál. Hluti
af því samstarfi hafi verið á sviði
umhverfisvænnar ferðamennsku og
hafi verið efnt til samkeppni um
það hvaða sveitarfélag á íslandi
skaraði framúr í „grænni ferða-
þjónustu“. Varð Kirkjubæjar-
klaustur þ_ar hlutskarpast. Jafn-
framt hafi ísland tekið þátt í verk-
efninu „Roots to Roots“, en í því
fólst að aðstoða afkomendur evr-
ópskra innflytjenda vestan hafs við
að finna rætur sínar. Tóku Ferða-
þjónusta bænda og Vesturfarasetr-
ið á Hofsósi þátt í því samstarfi, að
sögn Halldórs.
Ráðherra segir að þessi sam-
vinna hafi fallið niður vegna þess
að EFTA-ríkin ísland og Noregur
hafi talið að markmið ferðamála-
stefnu ESB hafi ekki verið nægi-
lega vel skilgreind. Nú sé hins veg-
ar áhugi fyrir því, af íslands hálfu,
að endurnýja samstarfið og hafi
Papoutsis tekið vel málaleitan þar
um.
Ný framkvæmdaáætlun
Halldór segir að ESB hafi skipað
15 manna nefnd sérfræðinga, sem
eigi í september næstkomandi að
skila álitsgerð um atvinnusköpun í
ferðaþjónustu og greinum tengdum
henni. Alitið verður sent ríkjum
ESB og Evrópuþinginu til umsagn-
ar og segir Halldór Papoutsis hafa
boðið EFTA-ríkjunum að þau
fengju álitið einnig til umsagnar.
Þá er í smíðum ný framkvæmdaá-
ætlun ESB í ferðaþjónustu og segir
ráðherra Islendinga sækjast eftir
aðild að henni.
„Við teljum að við höfum haft
mikið gagn af samvinnu okkar við
Evrópusambandið á sínum tíma
og að hún hafi skilað okkur Is-
lendingum miklu. Þess vegna
leggjum við áherzlu á að við get-
um komið að þessum málum báð-
um,“ segir Halldór. „Við teljum
mikilvægt að ferðamálastefna
ESB nýtist okkur í Norðvestur-
Evrópu líka og lagði ég í því sam-
bandi áherzlu á rannsóknir, sem
tengjast landafundum og sigling-
um víkinga til Ameríku.“
Halldór segist nú munu taka
málið upp innan EFTA og við
ferðamálaráðherra Noregs til þess
að EFTA-ríkin geti aftur orðið virk
í þessari samvinnu.
Þörungaverksmiðjan
á Reykhólum
Mjölturn
laskast við
útskipun
ÞAK Á öðrum mjölturni Þörunga-
verksmiðjunnar á Reykhólum er
talið ónýtt eftir að það sogaðist niður
í tuminn þegar verið var að skipa út
mjöli. Að sögn Guðmundar Sigvalda-
sonar verksmiðjustjóra er ekki vitað
hversu mikið tjónið er en von er á
matsmönnum næstu daga.
Tumarnir era 30 metrar á hæð og
sagði Guðmundur að þegar búið hefði
verið að skipa út um fjóram metram
af mjöli neðan úr tuminum hefðu set-
ið eftir um 600 tonn efst í tuminum.
Þegar þau féllu niður sogaðist þakið
með niður í tuminn. Sagði hann að
mjölið hefði fallið með miklum hraða
og að útloftun efst í tuminum hefði
ekki verið næg þannig að þakið hefði
dregist með niður.
Morgunblaðið/Arnaldur
Samvinnulífeyris-
sjóðurinn
Ráðstafa
má 1,5%
framlagi
FLESTALLIR kjarasamningar
á vinnumarkaði gera ráð fyrir að
10% af launum renni í lífeyris-
sjóð, þar af 6% frá atvinnurek-
anda og 4% frá launþega. í
samningi ASÍ og Vinnumála-
sambandsins frá 1986 var ið-
gjaldið hins vegar hækkað upp í
11,5%, þar af 7% frá atvinnurek-
anda og 4,5% frá launþega.
I tengslum við gildistöku
nýju lífeyrislaganna ákvað
Samvinnulífeyrissjóðurinn að'
iðgjald umfram 10%, þ.e. 1,5%,
væri séreignartillegg. Stofnuð
var sérstök séreignardeild í
sjóðnum í því augnamiði. Sam-
kvæmt 1. mgr. 5. gr. nýju lífeyr-
islaganna getur sjóðfélagi ráðið
því hvar hann ávaxtar séreign-
artilleggið. Því telur Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn eftir lögfi-æði-
lega athugun að ákvæði kjara-
samningsins frá 1986 verði að
víkja að þessu leyti.
Margeir Daníelsson fram-
kvæmdastjóri sjóðsins segist þó
búast við að flestir sjóðfélaga
haldi tryggð við sjóðinn enda
muni ávöxtun séreignarfram-
lagsins verða falin verðbréfa-
fyrirtæki í kjölfar útboðs.
I
S
I
;
t
i
Trillukarlar |
fiska vel *
MIKIÐ fiskirí hefur verið hjá
trillukörlum á Vestfjörðum í
sumar og eru dæmi þess að bátar
hafi farið tvisvar út sama daginn.
Aðalsteinn Bjarnason á Bjarney
IS er einn aflahæstur skakara á
svæðinu en fyrstu 15 daga sum-
arsins fékk hann 65 tonn eða um
4 tonn í róðri. Hann rær einn og
brá Morgunblaðið sér í túr með I
honum á mánudag.
■ Fékk 6,4 tonn/10
Framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. um nýtt greiðslufyrirkomulag leigu og vanskil
Fólk ekki borið út nema
búið só að leita allra leiða
FÉLAGSBÚSTAÐIR hf. hafa tekið
upp samstarf við íslandsbanka um
innheimtu húsaleigu í gegnum inn-
heimtukerfi bankans. Fengu leigu-
takar í félagslegu leiguhúsnæði Fé-
lagsbústaða senda heim greiðslu-
seðla vegna þessa nýja fyrirkomu-
lags í fyrsta skipti um seinustu mán-
aðamót. Þeir sem ekki höfðu staðið
skil á leigunni fyrir 10. júlí fengu
senda ítrekun og aðvöran frá bank-
anum. Hefur þetta nýja fyrirkomu-
lag við innheimtu leigunnar vakið
nokkur viðbrögð meðal leigjenda en
Sigurður Kr. Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir
að leigutökum hafi einnig verið sent
bréf tö skýringar á þessu greiðslu-
fyrirkomulagi húsaleigu og á af-
greiðslu húsaleigubóta.
„Það kann að vera, vegna þess að
við eram að stíga okkar fyrstu spor,
að einhverjir sem búnir eru að
greiða leiguna hafi engu að síður
fengið ítrekunarbréf, þar sem miðað
er við 10. hvers mánaðar. En tekið er
fram í bréfinu að ef viðkomandi hef-
ur þegar greitt leiguna er hann beð-
inn velvirðingar á þessu ítrekunar-
bréfi. Þetta era ekki harðar inn-
heimtuaðgerðir heldur venjulegir
viðskiptahættir," segir Sigurður.
Sigurður segir aðspurður að
tekjulágir leigjendur sem ekki geta
staðið skil á leigunni verði að leita
til Félagsmálastofnunar um aðstoð
eða styrk til að geta greitt leiguna
eða leita annarra úrræða. Hann
segir að leigjendur í vanskilum sem
ekki eru aflögufærir um greiðslu
leigu verði þó ekki látnir rýma hús-
næðið heldur verði reynt að aðstoða
þá við að leita sér ráðgjafar hjá
Ráðgjafarstofu um fjármál heimila
eða þeim bent á að leita aðstoðar
Félagsmálastofnunar.
„Það er náttúrulega síðasta úr-
ræðið að bera fólk út og það er ekki
gert nema búið sé að leita allra leiða
og það liggi fyrir að menn séu borg-
unarmenn fyrir leigunni. Sú skylda
hvílir á sveitarfélaginu að sjá því
fólki sem ekki er aflögufært fyrir
húsnæði og Félagsmálastofnun sér
um að halda því til reiðu. Skylda
sveitarfélagsins hefur ekkert minnk-
að gagnvart tekjulágu fólki sem ekki
er aflögufært þó að Félagsbústaðir
hf. hafi verið stofnaðir," segir hann.
Sigurður segir að þótt húsaleiga
hjá Félagsbústöðum hafi hækkað 1.
júlí hafi greiðslubyrði leigjenda ekki
aukist af þeim sökum því leigjendur í
félagslegu húsnæði fái nú húsaleigu-
bætur sem gangi beint til Félagsbú-
staða til frádráttar á leigunni.
„Húsaleigubætur eftir skatta eiga að
dekka þá hækkun sem verður á leig-
unni þannig að fólk á að vera jafnsett
eftir sem áður og greiðslubyrði þess
á ekki að þyngjast,“ segir hann. Sig-
urður segir ennfremur að ef dæmi
séu um að greiðslubyrði einhverra
leigjenda hafi þyngst stafi það af því
að bætur til þeirra hafi verið skertar
vegna hárra tekna.
8SÉMJR
VIDSiaPnMVINNULÍF
FJÁRMÁL
Uppskeru
hátíð
Spenna á fjár-
málamarkaði/B4
TÖLVUR
Tækni-
val
Kaupa hlut í
Tæknival hf/B2
Erfiður róður framundan
hjá ÍA og ÍBV/C2
••••••••••••••••••••••••••
ÍR-ingar fá frekari liðs-
styrk frá Skotlandi/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
I
í
í
I
I
I
I