Morgunblaðið - 23.07.1998, Page 8

Morgunblaðið - 23.07.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherra sáttur víð skýringar bankanna GÆTIRÐU ekki aðeins dýft þeira ofaní með skjátunum þínum, Palle minn, það er bara pínulítil óværa á þeim?? íno*ar jHc%BMwa M. Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN Jafningjafræðsiunnar, Hafsteinn Snæland, Hildur Sverrisdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Orri Páll Jóhannsson taka á móti lyklinum af Steinunni Þórhallsdóttur, starfsmanni Ingvars Helgasonar. Nemendur vinnuskólans upp- fræddir um skaðsemi vímuefna JAFNINGJAFRÆÐSLAN hefur í allt sumar tekið á móti nem- endum Vinnuskóla Reykjavíkur- borgar og eytt með þeim heilum degi í þeim tilgangi að uppfræða þá um skaðsemi og áhrif áfengis og annarra vímuefna. Alls starfa 28 einstaklingar hjá Jafningjafræðslunni sem í sumar tekur á móti um 3.000 ungmennum Vinnuskólans og ýmissa fyrirtækja og stofnana. Til þess að auðvelda Jafningja- fræðslunni starfið hefur Ingvar Helgason lánað Jafn- ingjafræðslunni Nissan Sunny til afnota. Ingvar Helgason bætist því í hóp Lands- bankans og VIS sem styðja Jafningjafræðsluna af heilum hug. Ommu Pizza 450g ianilsnúðar $$%& Wk HEIN • UM LAND ALLT Hvatningarátak til stuðnings foreldrum Fæstir vilja sjá eftirlitslausa ung- linga á útihátíð Snjólaug Stefánsdóttir Elskum óhikað, eru slagorð sem meðal annars eru notuð í hvatningaártaki, sem samstarfsnefnd Reykja- víkur um afbrota- og fíkniefnavarnir stendur að í samvinnu við um 25 önnur sveitarfélög. Mark- miðið er að efla og styðja foreldra í baráttunni gegn áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu bama og unglinga. Sömuleiðis að hvetja og styðja foreldra í því að senda unglinga ekki eftirlitslausa á útihá- tíðir um verslunarmanna- helgjna. „Átakið hófst í fyrra að framkvæði vímuvarna- nefndar Reykjavíkur- borgar, en síðar komu Akureyrarbær og fleiri til samstarfsins. I ár höfðum við samband við um 30 sveitarfélög á landinu og buðum þeim þátttöku, sem flest þeirra þáðu,“ segir Snjólaug Stefánsdóttir, verkefn- isstjóri. - Einblínið þið á verslunar- mannahelgina íþessu sambandi? „Eins og í fyrra nær herferðin hámarki vikuna fyrir verslunar- mannahelgi. Hins vegar höfúm við lagt áherslu á þrenns konar boðskap, sem á alltaf við. í fyrsta lagi mikilvægi þess að virða lög- boðinn útivistartíma, í öðru lagi að kaupa ekki áfengi fyrir börn og unglinga og í þriðja lagi að hvetja foreldra til þess að hleypa börnum sínum ekki eftirlitslaus- um á útihátíðir. Við teljum að herferðin í fyrra hafi haft áhrif og vonum að hún verði einnig áhrifrík í ár.“ - Hver eru tildrög þess að þið fóruð af stað með þetta átak? „Niðurstöður könnunar, sem gerð var á vegum ÍM Gallup og Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála í fyrra, á við- horfum foreldra til ýmissa þátta sem varða unglinga. Afgerandi meirihluti þeirra, eða 96%, voru á móti því að börn og unglingar undir 16 ára færu ein og eftir- litslaus á útihátíðir. Sömuleiðis kom fram, að í rauninni voru foreldrarnir fáir, sem sögðust leyfa börnum sínum yngri en 16 ára að fara á slíkar hátíðir. Hinn félagslegi þrýstingur virðist hins vegar oft vera þeim um megn.“ - Telur þú að foreldrar hafí þá ekki nægilega mikið samráð?" „Eg held að foreldrar mættu hafa meira samráð, því að það eru ekki „allir hinir sem mega“ eins og böm og unglingar halda gjarnan fram. Eg er hins vegar sannfærð um að samráð þeirra á milli hefur aukist mikið hin síðari ár, sem ég tel til bóta.“ - Telur þú að afstaða foreldra til áfengisneyslu unglinga hafí breyst á undanförnum árum, þ.e. að hún sé ekki álitin eins sjálf- sögð og var? „Tvær kannanir hafa verið gerðar með árs millibili, þar sem spurt var sömu spurninga. Könnunin frá því í júní sl. sýnir að fólk er ekki eins umburðarlynt gagnvart drykkju ung- linga og í fyrra, en þess verður að geta, að hér er einungis um tvær kannanir að ræða sem gerðar voru með stuttu millibili. Við stefnum á að gera svona ►Snjólaug Stefánsdóttir fæddist 25.5. 1951 í Reykjavík, en ólst upp í Hafnarfirði. Hún Iauk upp- eldisfræði frá Háskólanum í Uppsölum 1980, fór síðan í framhaldsnám í íjölskyldumeð- ferð. Hún lauk prófi í námsráð- gjöf frá Háskóla íslands 1991 og hefur starfað að unglingamálum til margra ára. Var meðal ann- ars deildarstjóri hjá Félags- málastofnun til 1994. Síðan hef- ur hún verið í ýmsum verkefn- um fyrir ríki og Reykjavíkur- borg, bæði við uppbyggingu á félagslegri þjónustu og við skipulagningu vímuvarnamála. Hún er núna verkefnisstjóri hjá Samstarfsnefnd um afbrota- og fíkninefavarnir og hjá áætlun- inni Island án eiturlyfja. Snjólaug á tvær dætur. kannanir árlega og eftir nokkur ár ætti að sjást hvert stefnir. Kannanirnar sýndu þó svo ekki verður um villst, að fullorðið fólk er umtalsvert skeytingarlausara gagnvart drykkju barna og ung- linga en reykingum þeirra. Mér sýnist að við þurfum að vinna mun meðvitaðra með þennan þátt til að upplýsa almenning um þær hættur ,sem fylgja áfengisneyslu barna og ung- linga.“ - Hvað hefur þú þá aðallega í huga? „Kannanir hafa sýnt að ís- lenskir unglingar lenda frekar í óæskilegri kynlífsreynslu og ógætilegri kynhegðun vegna eig- in áfengisneyslu en jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópulöndum. Þeir lenda einnig frekar í slysum, óhöppum, ránum og ofbeldi vegna þessa. Við erum að reyna að vekja athygli á þessum þátt- um og munum halda því áfram.“ - Leggið þið þá áherslu á að fjölskyldan ferðist saman um verslunarmannahelgina? „Já, enda má benda á að nokk- ur undanfarin ár hafa útihátíðir til dæmis verið skipulagðar og auglýstar með fjölskylduna meira í huga en áður. Minna er höfðað einungis til ungs fólks og er það vel.“ - Ertu með einhverjar ábend- ingar til foreldra að lokum? „Ég vil bara undir- strika hættumar, sem leynast í því að ung- lingar séu einir á ferð á útihátíðum. Það skiptir máli fyrir alla fjölskyld- una, að haldið sé vel utan um börnin og unglingana." Skiptir máii að halda ut- an um börn og unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.