Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 21

Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 21 Á annað hundrað látnir í hitabylgjunni í Bandaríkjunum Hefur veruleg áhrif á daglegt líf fólks Dallas, Oklahomaborg. Reuters. HITABYLGJAN í sunnan- og aust- anverðum Bandaríkjunum hefur kostað að minnsta kosti 120 manns lífið, aðallega aldrað fólk, sem látist hefur á heimili sínu. Er ástandið farið að hafa veruleg áhrif á dag- legt líf fólks á þeim svæðum, sem verst hafa orðið úti. Oldruðu fólki og sjúku er hættast í hitanum og hafí það ekki loftkæl- ingu eða nægileg drykkjarföng er því voðinn vís. Hafa borgaryfirvöld og hjálparstofnanir átt í önnum við að útvega fólki þessa hluti, einkum í fátækrahverfunum, en nokkur dæmi eru um, að einstæðingar hafi látist vegna þess, að þeir töldu sig ekki hafa efni á nota lofkælinguna. I Texas hafa a.m.k. 82 menn lát- ist af völdum hitans, þar af rúmlega 40 Mexikómenn, sem reyndu að komast ólöglega inn í Bandaríkin. í Louisiana var vitað um 24 dauðsfóll í gær og 13 í Oklahoma. Hitabylgjan í Suðurríkjunum hefur verið að teygja sig norður með austurströndinni, alla leið til Nýja Englands, en annars er óvanalega heitt í öllu landinu. Spá veðurfræðingar sama veðrinu áfram, að minnsta fram yfir helgi. Líkaminn nær ekki að kólna Sumrin í Texas eru alltaf heit og hitatölurnar nú era í sjálfum sér ekkert óvenjulegar. Munurinn er bara sá, að það er ekkert lát á hita; svækjunni, hvorki á nóttu né degi. I Texas hefur hitinn ekki farið niður fyrir 38 gráður á celsíus í 17 daga og er oft yfir 40 gráðunum. „Líkaminn nær ekki að kæla sig á nóttunni og þegar á því gengur dögum og jafnvel vikum saman er hætta á ferðum," sagði Scott Wiley, veðurfræðingur í Fort Worth. Rafmagnsnotkun í Dallas hefur aldrei verið meiri en nú síðustu vik- urnar og ýmis íyrirtæki, til dæmis byggingarfyrirtæki, hefja vinnu- daginn miklu fyrr en áður til að starfsmennirnir geti hvílst yfir heitasta tímann. I New York var hitinn í gær kominn í 32 gráður en þegar loft- rakinn þar bætist við svarar það í raun til 38 gráðna. Hefur hjálpar- beiðnum fjölgað mikið og er aðal- lega um að ræða fólk, sem á í önd- unarerfiðleikum eða hefur örmagn- ast. Ekki var þó vitað um dauðsfóll í New York í gær. Reuters Beðið fyrir heilsu konungs Arðrán eða gagnkvæm- ur hagur? í BARENTSBURG á Svalbarða vinna 15 rússneskar konur við að sauma fatnað, sem síðan er merkt- ur þannig, að hann sé framleiddur í Noregi. Eru mánaðarlaunin um 20.000 íslenskar krónur. Var skýrt frá þessu í Svenska Dagbladet. Tel- ur norska alþýðusambandið að- stæður kvennanna með öllu óviðun- andi að því er fram kemur í Aften- posten. Um er að ræða vörumerki eins og „Kids of Norway“, „Fabel“ og „Oda Norway“ en konurnar vinna hjá rússnesku fyrirtæki, Trust Artikugol. A bak við það stendur hins vegar Norðmaðurinn Káre Karlstad, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Polar Maritim. Hefur norska vinnueftirlitið áður fundið að þessari starfsemi og einkum vegna þess, að konurnar unnu 68 tíma á viku. Karlstad segir, að það hafi bara verið misskilningur, kon- urnar vinni á átta tíma vöktum og fái miklu betri laun en þær gætu fengið í Rússlandi. Par séu algeng laun fyrir þessa vinnu frá sex og upp í tíu þúsund íslenskar krónur. „Framleitt í Noregi" stendur á öllum fatnaðinum þótt hann sé framleiddur í Rússlandi og segir Svenska Dagbladet, að ástæðan sé sú, að Norðmenn sætti sig almennt betur við hátt verð haldi þeir, að varan sé innlend. tír vöndu að ráða Lögfræðingur norska alþýðu- sambandsins segir, að ljóst sé, að rússnesku konurnar vinni við að- stæður, sem norskar kynsystur þeirra myndu ekki láta bjóða sér og talsmaður starfsfólks í vefjariðnaði tekur undir það. Hann sagði þó, að úr vöndu væri að ráða og óvíst, að rússnesku konurnar teldu hags- munum sínum best borgið með því að banna starfsemina. Karistad segir, að auk launanna fái konurnar ókeypis fæði og hús- næði. Raunveruleikinn sé einfald- lega sá, að vapa eins og fatnaður sé öll framleidd erlendis af hag- kvæmnisástæðum, ráðamenn hjá alþýðusambandinu geti komist að raun um það með því að skoða í sinn eiginn klæðaskáp. Þegar Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra, kom við hjá rússnesku saumakonunum í Barentsburg árið 1995, var fyiár- tækið nefnt sem dæmi um vel- heppnað, norsk-rússneskt sam- starf. MUSTAFA Barhoum, bóksali í miðborg Amman í Jórdaníu, bað í gær fyrir heilsu Hússeins, kon- ungs landsins, sem er veikur og telja læknar líklegt að hann þjá- ist af krabbameini. Hússein er 62 ára og gengst nú undir rann- sóknir á Mayo-læknastofunni í Minnesota í Bandarikjunum. I bréfl til bróður síns og erfingja, Hassans krónprins, sagði Hússein að sér Iiði vel og ef EMBÆTTISMAÐUR Evrópusam- bandsins, sem rætt er við í nýjasta tölublaði vikuritsins European Voice segir að ástæða þess að frönsk stjórnvöld vilja takmarka aðgang Islands og Noregs að ákvarðanatöku í breyttu Schengen-sam- starfi sé ótti þeirra við að gefa ibrdæmi, sem ríki Austur-Evi-ópu gætu bent á er ESB stækkar til austurs. Frakkar telja að verði aðgangur ríkjanna tveggja að fundum um málefni vegabréfasamstarfsins jafn- viðtækur og gert er ráð fyrir í nú- verandi samstarfssamningi séu ríkj- um, sem standa utan Evrópusam- bandsins, veitt of mikil áhrif á innri mál þess. „Þeir segja að verði of grunur lækna reyndist réttur, um að hann væri með eitlaæxli, yrði gripið til lyfjameðferðar. Bréfið var lesið í jórdanska sjón- varpinu. Fulltrúar læknastofunnar kváðust búast við því að Hússein yrði þar í um þrjár vikur. Fyrir sex árum gekkst Hússein undir uppskurð þar vegna krabba- meins og hefur komið til skoðun- ar reglulega siðan. margar undantekningar gerðar vegna íslands og Noregs muni það gefa hættulegt fordæmi fvi’ir fram- tíðina, þegar sambandið stækkar til austurs," segir embættismaður- inn, sem ekki er nafngreindur. European Voice segir að nú þegar renni ýmis- legt stoðum undir áhyggjur Frakka. Þannig hafi pólsk stjórnvöld á und- anförnum vikum látið í ljósi áhyggj- ur af því að þurfa að taka upp strangt eftirlit á landamærum Pól- lands og Úkraínu þegar til þess kemur að Pólland gengur í ESB og verður þar með aðili að Schengen- vegabréfasamstarfinu. Hefð er fyrir mátulega ströngu eftirliti á landa- mærunum vegna mikilla samskipta ríkjanna. Schengen-aðild fslands og Noregs Frakkar óttast for- dæmið er ESB stækkar EVRÓPA^ ...breytist með einu handtaki í... vandaoan svefnsófa með innbyggðri springdýnu. væntir næturgestir? Amerísku svefnsófamir em frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. æeröir? mikíð úrvm áJmmr) a Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði velkomin Vv HÚSGAGNAHÖLLIN Bfldshöföl 20 -112 Rvfk - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.