Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjölskrúðug’ myndlist á Listasumri Nú stendur sem hæst Listasumar á Akureyri. Margvíslegir menning- arviðburðir eru í boði og Hulda Stefánsdóttir og Björn Gíslason ljós- myndari kynntu sér það helsta sem mynd- listin hefur upp á bjóða í bænum. AÐ var við hæfi að hefja skoðanaferð um Listagilið í aðsetri Gilfélagsins sem er menningarmiðstöð bæjarins og fer með skipulagninu Listasumars á Akureyri sem stendur yfir allt frá 23. júní til 29. ágúst. Húsnæðið er nefnt Deiglan og er við Kaupvangsstræti 23, á milli Café Karólínu og gestavinnu- stofu félagsins. í anddyrinu stóð yfir sýning á skargripum eftir Lis- beth Nordskov, gullsmið frá Dan- mörku, sem dvelur nú í gesta- vinnustofunni. f sal Deiglunnar stendur hins vegar yfir samssýn- ing á portrettmyndum, og nefnist hún Hausar. Báðum lýkur sýning- unum sunnudaginn 26. júlí nk. Skipuleggjandi sýningarinnar Hausar, Aðalsteinn Svanur Sig- fússon, myndlistarmaður á Akur- eyri, hafði þann háttinn á að bjóða til sýningarinnar hópi myndlistar- manna sem búsettir eru á Akur- eyri og jafnframt að taka með sér annann „utanbæjarmann" í list- inni en alls eru þátttakendur 27. „Hugmyndin með þessu íyrir- komulagi var að stefna saman hópi ólíkra listamanna um þema sem gefur mikla möguleika," segir Aðalsteinn Svanur í sýningarskrá. „Innihald verkanna er límið sem heldur sýningunni saman og talar sínu máli.“ Og víst er að mikil fjöl- breytni rúmast innan vébanda portrettmyndagerðar. Þóra Þórisdóttir frá Hafnarfirði á pastelmynd við innganginn. Myndin af litlu stelpunni Láru minnir óneitanlega á þá tegund mannamynda sem götuteiknarar við ýmsa sögufræga staði og fjöl- ÉG er þú eftir Ragnhildi Stef- ánsdöttur (Reykjavík) á sam- sýningunni Hausar. farnar verslunargötur stórborga erlendis bjóðast til að teikna af lúnum ferðamönnum. Myndin af þessu skríkjandi barnsandliti sem í fyrstu virðist ekki frábrugðið svo mörgum öðrum andlitsmyndum af uppábúnum bömum öðlast víðari skirskotun þegar titill verksins er lesinn því þar kemur fram að Lára er fædd 17. janúar 1991, „þann sama dag og Hekla gaus, Persaflóastríðið braust út og Nor- egskonungur dó.“ Dágóður dag- skammtur það og spurning hvað barn sem fætt er á slíkum degi tekur sér fyrir hendur í framhald- inu. Ari Alexander Ergis Magnús- son sýnir málverk af Erró en myndlistarkonan Anna Valsdóttir frá Dalvík kýs að fjalla um sjálfan sig í Sjálfsmynd 10. júlí 1998 eftir kl. 20 sem fremur er fyrir eyru og ímyndunarafl að njóta en sjón- taugar þar sem leikið er af segul- bandi athafnir og orð listakonunn- ar á tilteknum tímabili tiltekins dags. Hluti stærra verks? Listamennirnir koma víða að, ekki bara að sunnan og norðan heldur einnig Orkneyjum eins og Colin Kirkpatrick, frá Belgíu kem- ur Alexandra Cool, frá Sviss Martin J. Meier og frá Hollandi Suchan Kinoshita. Þýska myndlistarkonan Tita FRÁ sýningunni Hausar í Deiglunni. Talið að ofan frá vinstri má sjá verk eftir Dröfn Friðfinnsdóttur frá Akureyri og eftir Ingileif Thorlacius í efri röð. Fyrir neðan eru verk eftir Pálínu Guðmundsdóttur frá Akureyri og Guðrúnu Þórisdóttur frá Ólafsfirði. HLUTI verksins Veggurinn óendanlegi eftir David Hebb í Ljósmyndakompunni. JORIS Jóhannes Rademaker á sýningn sinni Finna hlut í Gaileru +. Heydecker sýnir Verksummerki á Café Karólínu. Þeirri sýningu lýk- ur reyndar á morgun en laugar- daginn 25. júlí opnar Lu Hong sýningu á málverkum unnum með kínverskri tækni. Tita dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins íyrr í sumar og eru verkin á sýningunni unnin á þeim tíma. Þetta eru verk unnin úr og með tei og vel við hæfi á þessu listhneigða kaffi- og te- húsi. Verk eins og „Te-pokasafn“ og „Te-pokaþrykk“ leiða af sér „Te-pokaandlit,“ örsmáar andlits- myndir dregnar með te-lit á papp- ír og kannski undir áhrifum frá öllum hausunum sem hanga hand- an við vegginn, í Deiglunni. Veggurinn óendanlegi Þegar farið er yfir götuna og ör- lítið neðar í brekkuna stendur gamla Ketilhúsið sem nú hefur verið gert upp sem fjölnota sýn- ingarsalur. Þar er sýning á mál- verkum af hestum eftir myndlist- armanninn og hestaunnandann Baltasar sem lýkur sunnudaginn 26. júlí. Þetta er tignarlegur salur með stórum glugga á framhliðinni sem hleypir dagsbirtunni ómeng- aðri inn á háa og breiða veggi sýn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.