Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 34
7 34 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Opinskár þjóðflokkur Vegna kinnar yfirlýstu viðurkenndu jákvæðni þora menn ekki að láta í Ijós skoðun sína afótta við að vera álitnir neikvæðir Það þótti ekki fínt að láta fletta upp um sig í gamla daga. Dömur sem neydd- ust til að sitja með hávaðasömum hasarblaðaeig- endum í þrjúbíói á sunnudög- um, höfðu af því eilífar áhyggj- ur. En tímarnir eru breyttir og núna vill íslenskt kvenfólk endilega láta fletta upp um sig. „Playboykóngurinn" Hugh Hefner skilaði bestu kveðjum til kvenþjóðarinnar, enda ekki furða því hann er bisnessmað- ur og hefur heyrt að hér bíði þær í röðum VIÐHORF Eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur eftir að láta mynda boss- ana sína. íslendingar sem voru þekktir fyrir að vera hlédræg- ir og þegjandalegir eru nú orðnir mjög frjálslegir og op- inskáir. Þessi félagslega um- breyting hefur aldrei verið rannsökuð vísindalega svo að vitað sé, en flestir vita þó nokkurn veginn á hvaða tíma hún hófst. Eða var það ekki á áttunda áratugnum sem menn fóru fyrst að heyra setning- una: Ertu ekki hress? Þannig hófust flest símtöl og samræður manna sem hittust á förnum vegi. Strax í byrjun níunda áratugarins voru Is- lendingar orðnir afar hressir og það sem meira var, mjög jákvæðir. Menn sem komu heim eftir dvöl ytra hjá grón- um samfélögum þar sem al- gengt er að rökræða málefni og vera með eða á móti án þess að það sé nokkuð per- sónulegt, fengu nú að heyra að þeir væru neikvæðir ef þeir settu út á eitthvað í þjóðfélag- inu eða voru ekki sammála síð- asta ræðumanni. Nú er vitað að Islendingar nota þjóða mest af þunglyndis- lyfjum, sem gæti kannski þýtt að þeir væru þunglyndir, og því má vera að sú stefna þeirra að vera hressir og já- kvæðir sé aðeins vörn gegn depurðinni sem í sálunni ríkir. En einmitt vegna hinnar yfir- lýstu viðurkenndu jákvæðni þora menn ekki að láta í ljós skoðun sína af ótta við að vera álitnir neikvæðir. Það er til dæmis merkilegt hversu margir Islendingar eru jákvæðir gagnvart hinum margumrædda gagnagrunni þótt þeir viti í rauninni harla lítið um hvað málið snýst, og hver framtíðartengsl þeirra við þennan gagnagrunn verða. En samkvæmt skoðanakönnun eru víst 62% landsmanna hlynntir því að Islensk erfða- greining fái einkaleyfí á upp- lýsingum um sjúkdóma þeirra og fjölskyldusögu, og það sýn- ir best hversu opinskáir Is- lendingar eru orðnir. Hitt er svo annað mál að í hinum og þessum hornum heyrast raddir og spurningar þótt ekki fari hátt. Flestir vilja vera jákvæðir og aðstoða fyr- irtæki sem ætlar að bæta heilsu manna og fínna aðferðir til að lækna sjúkdóma. Það skiptir ekki máli þótt fyrirtæk- ið fái upplýsingar um sjúk- dóma þeirra, segja þeir. Vita ekki allir hvort sem er hver er með hvaða sjúkdóm á Islandi, hefur það nokkurn tímann ver- ið leyndarmál? Um það síðastnefnda eru flestir sammála, sjúkdómur- inn sjálfur hefur aldrei verið neitt leyndarmál. En sumir álíta að sagan að baki sjúk- dómsins sé það. Sagan sem sjúklingurinn sagði heimilis- lækni sínum í trúnaði. Sagan um erfiðleikana og togstreit- una sem varð í fjölskyldunni vegna þessa sjúkdóms. Menn vita að heimilislæknar skrá ekki aðeins í tölvu sína heitið á lyfínu sem sjúklingarnir fá, þeir skrá líka ástæðuna fyrir lyfjagjöfinni. Þær spurningar sem oft hafa heyrst eru þessar: Fara þær upplýsingar sem sjúkling- urinn sagði lækni sínum í trúnaði líka inn í þennan gagnagrunn? Og hverjir sjá um dulkóðun á nöfnum sjúk- linganna? Eru það ekki bara venjulegir Islendingar? Jón Jónsson kannski í næsta húsi? Eða hvernig er þetta öryggis- kerfi nákvæmlega sem á að koma í veg fyrir misnotkun á persónulegum upplýsingum? Af hverju eiga stjórnvöld að ráða því hvort menn gefa per- sónulegar uplýsingar um sig? Er það ekki réttur hvers og eins að ráða því? Og hvað verður gert við 38% lands- manna sem vilja ekki láta í té upplýsingar um sig? Verða þeir sviptir persónufrelsi? Einnig er spurt hvert álit annaiTa þjóða verði á okkur ef gagnagrunnurinn verður að veruleika. Verður litið á okkur sem einangraðan og undarleg- an þjóðflokk sem hægt er að rannsaka og prófa lyf á í þágu vísindanna? En þetta eru mjög lágværar spurningar, bornar fram í mik- illi kurteisi. Það vill enginn vera neikvæður. Kosturinn við það hversu opinskáir Islendingar eru orðnir er auðvitað sá, að ýmis mál sem áður voru þöguð í hel hafa verið dregin fram í dags- ljósið, þolendum yfírleitt til bóta. En þegar menn fá fullt leyfi til að vera með nefíð ofan í hvers manns koppi, getur það orðið ansi aðþrengjandi fyrir þann sem á situr. Sumir vilja nefnilega hafa einkalífið út af fyrir sig þótt aðrir kjósa að vera opinskáir um það opinberlega. Og sumir vilja ekki enn láta fletta upp um sig þótt aðrir vilji endilega fletta upp um þá. Eða fletta þeim upp. Eftirmáli um aukalandsfund AUKALANDSFUNDUR Alþýðu- bandalagsins var harmleikur í þeim klassíska skilningi að lengi var séð að hverju dró án þess hægt væri að fá rönd við reist. Örlaganom- irnar spunnu vef sinn af mikilli list og forðuðust umraeður um raunveru- leg pólitísk málefni en atburðarásin var jafnan milli línanna. I klassískum harm- leik er gerandinn jafnan fórnarlamb atburðarás- arinnar og algengast er að hann missi vitið. Ekki skal því þó haldið fram að svo langt sé gengið þó að formaður Alþýðubandalagsins hafi vissulega orðið sér til minnkunar með eftirhrópum á eft- ir þeim sem segja sig úr flokknum þar sem hún segir „lítilmannlegt að taka til fótanna áður en málefna- vinnu er lokið“. UndÚTÍtaður væri farinn úr flokknum nú þegar, nema af því að hann er formaður eins af aðildarfé- Iögum Alþýðubandalagsins og mun þegar nær dregur hausti leggja til úrsögn þess félags úr flokknum. Því er best að ég svari fyrir mig strax: I fyrsta lagi átti málefnavinnunni að vera lokið fyrir aukalandsfundinn svo að fundurinn gæti tekið afstöðu til niðurstöðunnar. Svo átakanlega var höndunum hins vegar kastað til verksins að ekki var hægt að kynna niðurstöðuna sem annað en di’ög. Innihald þessara draga er ekki rúm til að fjalla efnislega um hér, en þau eru í öllu falli ekki efniviður í stefnu sem sameinar vinstri menn á Islandi. I annan stað hefur þess vandlega verið gætt að aðeins þröngur hópur komi nálægt málefnavinnunni og hafi möguleika til að hafa áhrif á nið- urstöður hennar. Og ekkert bendir til að nokkur breyting verði þar á. Enda er orðið Ijóst að málefnavinnan er al- gjört aukaatriði. Það er löngu ákveðið að slá þessum flokkum saman í eitt framboð og vænt- anlega í framhaldinu í einn flokk, hverju sem tekst að koma niður á blað í einhverri „mál- efnavinnu". Eina mark- miðið er völd. Leikhús fáránleikans Það er með ólíkind- um hvernig atburðai’ás undanfarinna missera hefur verið sett á svið. Seint og snemma hefur verið hamrað á mikilvægi sameining- ar við ki’ataflokkana án þess að rætt væri um neina stefnu sem slík sam- eining ætti að byggjast á. „Samein- Það á enginn vinstri- hreyfinguna, segir Þor- valdur Þorvaldsson, og skoðanir má oft sam- ræma með umræðum. ingin“ hefur bara verið markmið í sjálfu sér, gott ef ekki er hugsjón. Jafnvel „hugsjón heillrar kynslóðar“. Það veit raunar ekki á gott þegar fólk á einhverju aldursskeiði fer að berja sér á brjóst og upphefja sjálft sig, nánast sem einhvers konar æðri kynslóð. Frammi fyi-ir þessari sviðsetningu hefur verið dálítið snúið að andæfa. Maður hefur á tilfinningunni að eitt- Þorvaldur Þorvaldsson Samkynhneigðir og kirkjan Á UNDANFÖRNUM misserum hafa málefni samkynhneigðra verið töluvert í brennidepli og tvö ár eru nú liðin síðan hjúskaparlög lyrir sam- kynhneigða tóku gildi. Á þessum tíma hefur ís- lenska þjóðkirkjan sýnt málefninu fádæma áhugaleysi og raunar leyfi ég mér að segja að hún hafi frekar orðið sér til minnkunnar í um- ræðunni. Þegar ég tala hér um íslensku þjóð- kirkjuna ætti ég kannski frekar að tala um prestana, sem eru í forsvari fyrir söfnuði kirkjunnar, og yfirstjórn kirkjunnar. Það eru þessir aðilar sem bera auðvitað þunga ábyrgð á því hve umræðan um mál- efni samkynhneigðra er komin skammt á veg innan kirkjunnar. Fögur fyrirheit í samþykkt frá prestastefnu sum- arið 1997 um málefni samkyn- hneigðra var hvatt til áframhaldandi guðfræðilegrar vinnu í málinu og jafnframt að haldið verði áfram fræðsluátaki á vegum íslensku þjóð- kirkjunnar innan safnaða hennar og leikmannahreyfinga. í samþykktinni er sagt að þetta skuli gert „til að eyða fordómum, ranghugmyndum og fælni og til að efla skilning á samkyn- hneigð". Þessi fógru fyi’irheit lofuðu vissulega góðu um átak kh’kjunnar og aðgerðir í þessum efnum en annað átti eftir að koma á daginn. Á presta- stefnu sem lauk nýverið kom berlega í ljós að nánast ekkert hefur verið að- hafst í málefnum samkynhneigðra frá síðustu prestastefnu. Kirkjan stendur í sömu sporum og áður, að- hefst ekkert, segir ekkert og á með- an standa samkynhneigðir úti i kuld- anum og bíða - bíða eftir því að kirkj- an taki sig saman í and- litinu. í raun má því segja að með þessu að- gerðaleysi sínu hafi kirkjan fremur aukið á fordóma, ranghug- myndir og fælni gagn- vart samkynhneigðum og þar með hafa hin fögru fyrirheit snúist upp í andhverfu sína. Kannski ætti ég frekar að segja að með af- stöðuleysi sínu hafi kirkjan endanlega mál- að sig út í hom og sýnt að hún eigi ekki erindi í umræðuna. Stundum heyrast raddir meðal forystumanna kirkj- unnar um að kirkjan þurfi tíma til að taka afstöðu í málinu. Þetta er reynd- Kirkjan hefur, að mati Oskars Hafsteins Óskarssonar, bruffðist hlutverki sínu gagnvart samkynhneigðum. ar það viðkvæði sem flest allir minni- hlutahópar fá svo oft að heyra frá hinum ráðandi öflum í samfélaginu. Fyrir þeim er aldrei rétti tíminn fyrir aukin réttindi minnihlutahópa. Áuk þess hefur kirkjan fengið sinn tíma og vel það en þann tíma hefur hún hins vegar nýtt afar illa. Fyrirheit og tal um guðfræðilega vinnu kirkjunn- ar um málefni samkynhneigðra og fræðsluátak hafa greinilega einungis verið orðin tóm. Þannig má ljóst vera að allt tal um að kirkjan þurfi tíma er fyrir löngu orðið tímaskekkja. Sorglegust í þessu öllu er þó sú staðreynd að með aðgerðaleysinu fmnst mér kirkjan hafa brugðist Óskar Hafsteinn Óskarsson hvað sé að gerast sem maður veit ekki um og það þykir víst ekki góð latína að tala um það sem maður ekki veit. Leiknum er haldið gang- andi með eftirvæntingunni um hið stórkostlega sem á að vera á næsta leiti. Þegar ljósin eru loksins kveikt blasir við leikhús fái’ánleikans og lokaþátturinn er fyrirséður. Hvernig er líka hægt að beita sér gegn slíkri atburðarás við þessar aðstæður? Hver getur svosem verið á móti sam- einingu vinstri manna þangað til í Ijós kemur að það eru einhverjir allt aðrir en vinstri menn sem eru að leggja drög að sameiningu? Vinstra fólkið er hins vegar að hugsa til hreyfings eða gengið úr flokknum. Hvað nú? Hvað er þá til ráða? Þá er kannski loksins komið að því að vinstra fólk geti farið að sameinast. En hvernig? Kannski stöndum við nú frammi fyr- ir sögulegu tækifæri til sameiningar til vinstri. Mikið veltur því á hvernig á er haldið. Eg vil því leyfa mér að koma með aðvörun áður en tilefni gefst til, því við höfum ekki efni á miklum mistök- um. Eg legg til að þeir einstaklingar og hópar sem hafa áhuga á endur- reisn og sameiningu vinstri hreyf- ingarinnar leitist við að koma á um- ræðu á breiðum grundvelli um stefnu og skipulag en forðast verði að mynda ný goðorð og flokkseig- endafélög ki’ingum einstaka leiðtoga eða hópa. Þetta er fyrsti lærdómur- inn af örlögum Alþýðubandalagsins. Það á enginn vinstrihreyfinguna og skoðanir má oft samræma með umræðum. Það tekur því að minnsta kosti að láta á það reyna. Og umræð- an verður að vera öllum opin. Sósíalistafélagið hefur sent erindi til Stefnu - félags vinstri manna þar sem lagt er til að félögin stuðli sam- an að umræðum á breiðum grund- velli um sameiningu til vinstri. Von mín er sú að vel megi til takast og vinstri hreyfingin braggist í nýjum flokki áður en langt um líður. Höfundur er trésmiður og formaður Sósíalistafélagsins. hlutvei’ki sínu. Kirkjan okkar er kirkja Krists, hún er til orðin vegna hans og fyrir hann. Að mínu viti ber því kirkjunni að starfa eftir Kristi, fylgja fordæmi hans og breytni í öll- um málum efth’ bestu getu. Hvemig Kristur tók á móti öllum sem til hans leituðu opnum örmum umhyggju og kærleika hlýtur að verða kirkjunni ævarandi fyrirmynd. Hann setti spurningarmerki við allai’ viðteknar hefðir og venjur og taldi að þær þyrfti að endurskipuleggja í ljósi hins nýja boðskapar, í ljósi fagnaðarerind- isins. Enginn greinarmunur er þar gerður á kyni, þjóðfélagsstöðu eða kynþætti, fyrir Kristi eru allir jafnir. Hann sýndi réttlætið og kærleikann í verki í samskiptum sínum við fólk og eftir því ber kirkjunni að starfa. En því hlutverki sínu hefur hún brugðist gagnvart samkynhneigðum. Prestar sýni frumkvæði „Við erum eitt sem lýður Guðs á vegferð, þótt við séum ekki eins, og ber okkur að gæta jafnræðis, rétt- lætis og kærleika." Þessi orð úr sam- þykktinni um málefni samkyn- hneigðra frá prestastefnu 1997 eru nú harla innihaldslítil þegar horft er til aðgerða kirkjunnar síðan þá. Það er til lítils að fara háleitum orðum um nauðsyn kærleika og réttlætis í samfélaginu ef þeim er síðan ekki fylgt eftir í verki. í þein’i vissu minni að fordómar stafi af þekkingarleysi tel ég afar brýnt að prestar og söfnuðir kirkj- unnar standi fyrir öflugri fræðslu innan kirkjunnar um samkynhneigð. Niðurstöður síðustu prestastefna hafa sýnt að nú þurfa prestarnir sjálfir í samvinnu við söfnuðina að taka af skarið í þessum efnum. Söfn- uðirnir þurfa að eiga samtal við sam- kynhneigða þar sem hægt er að miðla opinskátt reynslu og hug- myndum. En öll umræða kirkjunnar um málefni samkynhneigðra hlýtur ávallt að eiga sér stað í nánu samfé- lagi við samkynhneigða. Megi kær- leikurinn og réttlætið, sem kirkjan á að standa fyiár, verða vegvísirinn að árangri í verki. Höfundur er guðfræðinemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.