Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 39 "*
MINNINGAR
Guðmundur
Sigurbjörnsson
fæddist á Akureyri
22. mai 1949. Hann
lést á heimili sínu 7.
júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrar-
kirkju 16. júlí.
Orð eru lítils megnug.
A sorgarstundu verða
þau aldrei meira en veikt
bergmál þess sem fer í
gegnum hugann. Pó
langar okkur til að reyna
að minnast bróður okkai- Guðmundar.
Hann var góður maður, irábær Qöl-
skyldufaðir og afi, samkvæmur sjálf-
um sér og heiðarlegur. Samheldni fjöl-
skyldunnar var aðdáunarverð sem
sást hvað best í veikindum Bjama. Þá
létu Guðmundur og Didda einskis
ófreistað við að leita syni sínum lækn-
inga sem að lokum fór að bera árang-
ur nú í vor. Þá var Guðmundur reynd-
ar þegar orðinn veikur og enn sýndi
fjölskyldan samhug sinn og Didda og
bömin stóðu við hlið hans og studdu
eftir bestu getu allt til hins síðasta.
Missir þein’a verður ekki mældur.
Guðmundur hélt góðu sambandi við
okkur systkinin sem ólumst upp íyrir
sunnan þó að langt væri á milli. Öll
nutum við ómældrar gestrisni hans og
Diddu í hvert sinn sem leið okkar lá til
Akureyrar. Guðmundur kom einnig
mjög oft til Reykjavíkur vegna starfs
síns og kom þá iðulega í
Goðatúnið ef hann átti
smástund aflögu. Oft
birtist hann óvænt á
gleðistundum þó að hann
hefði ekki reiknað með
því að komast vegna
anna. Svona var Guð-
mundur, hann reyndi að
gefa sér tíma fyrir alla
og það var ótrúlegt
hverju hann kom í verk.
Við systkinin höfum
misst stóra bróður sem
mun ávallt verða okkur
fyrirmynd hvort heldur
er í því að lifa heilbrigðu
lífi, ræktarsemi við fjölskyldu og vini
eða einurð og eljusemi í starfi. Nú eig-
um við bara minningamar að oma
okkur við. En við ætlum ekki að
gleyma og þegar við komum saman í
framtíðinni munum við minnast Guð-
mundar og tala um hann og þannig
verður hann með okkur áfram. Við er-
um stolt af því að hafa átt Guðmund að
stóra bróður og við munum segja
bömum okkar frá þessum yndislega
manni sem fór svo alltof fljótt
Við biðjum góðan Guð að vera með
Diddu og bömunum, móður Guð-
mundar og Kidda og mömmu okkar
og pabba.
Eva Sigurbjömsdóttir, Árni
Sigurbjömsson, Jón Ingi Sigur-
bjömsson, Kristján Sigur-
bjömsson Margrét Bima Sig-
urbjömsdóttir, Anna Sigur-
bjömsdóttir og fjöiskyidur.
Guðmundur Sigurbjömsson, hafnar-
stjóri á Akureyri, hefúr kvatt þennan
heim langt fyrir aldur fram, eftír
harða og erfiða baráttu við sjúkdóm
sem alltof oft hefur haft betur og lagt
menn í blóma lífsins að velli. Guð-
mundur var mikill félagsmálamaður
og starfaði af krafti innan Iþróttafé-
lagsins Þórs, nú síðast sem formaður
aðalstjórnar, og einnig innan Lions-
klúbbsins Hængs, þar sem hann hafði
gegnt öllum helstu lyldlstöðum í gegn-
um tíðina.
Ég kynntist Guðmundi er ég gekk
tU liðs við knattspyrnulið Þórs árið
1984 en hann var þá formaður knatt-
spyrnudeildar félagsins. Því má
segja að Guðmundur hafi átt stóran
þátt í því að ég söðlaði um og flutti
mig um set frá Húsavík tU Akureyr-
ar ásamt fjölskyldu minni. Við Guð-
mundur störfuðum mikið saman frá
þeim tíma, bæði innan Þórs, þar sem
við sátum meðal annars saman í að-
alstjórn, og innan Lionsklúbbsins
Hængs en ég gekk í klúbbinn árið
1985 fyrir tilstilli Guðmundar. Þá
vorum við Guðmundur meðal stofn-
enda Sundfélagsins Pottorma, sem
varð tU er Sundlaug Glerárskóla var
opnuð á sínum tíma. Pottormar eru
menn sem stundað hafa morgunsund
af kappi en eftir góðan sundsprett er
jafnframt farið í heita pottinn þar
sem þjóðmálin og reyndar öll önnur
mál eru krufin til mergjar. Okkur er
þar ekkert óviðkomandi og oft hefur
verið tekist þar duglega á og hávaði
þvf mikill. Guðmundur lét ekki sitt
eftir liggja, enda ekki vanur að liggja
á skoðunum sínum. Guðmundur var
traustur og góður maður en stund-
um umdeildur og ekki allir alltaf
sömu skoðunar og hann.
Guðmundur var tæknifræðingur að
mennt og starfaði lengst af ævi sinnar
hjá Akureyrarbæ, síðustu tvo áratugi
sem hafnarstjóri á Akureyri og síðan
hafnarstjóri Hafnasamlags Norður-
lands, eftir sameiningu nokkurra
hafna við Eyjafjörð. í starfi hafnar-
stjóra vai- Guðmundur á heimavelli og
það sést best á hinni gífurlegu upp-
byggingu í hafnamálum í bænum und-
ir forystu hans. Ég átti mildl sam-
skipti við hann sem hafharstjóra í
stai-fi mínu sem blaðamaður, fyrst á
Degi og nú síðast á Morgunblaðinu.
Öll þau samskiptí voru hin ánægjuleg-
ustu og hann reyndist mér mjög vel
og vildi allt fyrh’ mig gera.
Guðmundur sat í byggingamefnd á
vegum Þórs og lagði þai’ með sitt af
mörkum við byggingu Hamars, okkai’
glæsilega félagsheimilis, sem var reist
með samstilltu átaki fjölmargra fé-
lagsmanna. Sem formaður Þórs nú í
seinni tíð réðst hann í það stórvirld
ásamt stjómarmönnum sínum að
koma fjármálum félagsins í lag. Leita
þurfti nauðasamninga við fjölmarga
aðila og sú vinna sem stjóm félagsins
lagði af mörkum varð til þess að koma
fjármálum Þórs í nokkuð gott lag. í
allri þeirri vinnu fór Guðmundur fyrir
sínu fólki af miklum krafti, félaginu til
heilla.
Guðmundur var mikill fjölskyldu-
maður og hann og Didda vom ein-
staklega samrýnd hjón, sem vom
saman öllum stundum. Kæra Didda,
Einar, Bjami, Klara og aðrir ættingj-
ar. Missir ykkar er mikill og ég bið
Guð að veita ykkur styrk í ykkar
miklu sorg. Blessuð sé minning Guð-
mundar Sigurbjömssonar.
Kristján Kristjánsson.
Þessi fáu orð sem ég set hér á blað í
minningu um góðan og traustan vin
segja kannski ekki mikið um nafha
minn, Guðmund Sigurþjömsson, hafn-
arstjóra og formann Iþróttafélagsins
Þórs, enda era mörg orð óþörf.
Þegar ég fékk það verkefni að finna
nýjan formann fyrir Þór komu ekki
margir til greina, enda verkefnin sem
biðu nýs formanns ekld á hvers
manns færi að leysa. Eftir margar at-
lögur okkar Tona Ben. að Guðmundi
tókst okkur að sannfæra hann um að
með góðu fólki í stjóm myndi hann
verða sá formaður sem félagið þyrfti á
að halda á þessum erfiðu tímum. Guð-
mundur var gegnheiii Þórsari sem
alla tíð vann að málefnum Þórs, síðast
sem formaður félagsins. Sem formað-
ur kom það oft í hans hlut að vera
„vondi kallinn“ þegar þurfti að leysa *
óþægileg mál og sagði hann síðasta
haust þegar skuldaskilamálum félags-
ins var lokið að nú ætlaði hann að
hætta sem formaður og fara í staðinn
að leita sér að vinum á ný.
En eitt get ég sagt þér, vinur! þú
átt marga vini sem munu sárt sakna
þín jafht í starfi Þórs sem og annars
staðar í framtíðinni.
Ekki veit ég hvort ég get fyllt
skarðið þitt í morgunsundinu í Glerár-
laug en ég veit af hverju ég hætti að
sækja sundlaugina um það leyti sem
þú veiktist. En mikið væri gott og
hollt fyrir pottverjana að hafa þó ekld
væri nema einn Guðmund með þegar
tekist er á um málefni líðandi stundar.
Um leið og ég þakka Guðmundi fyr-
ir samfylgdina og vináttu sem aldrei
gleymist vil ég senda Diddu, börnun-
um og öllum ættingjum mínar dýpstu
samúðarkveðjur og ég veit að minn-
ingin um góðan dreng mun lifa um
ókomna tíð.
Guðmundur Jóhannsson.
GUÐMUNDUR
SIGURBJÖRNSSON
RÓSA
SIGFÚSDÓTTIR
+ Rósa Sigfús-
dóttir fæddist í
Krossanesi á
Vatnsnesi í V-
Húnavatnssýslu 27.
maí 1906 og ólst
upp á Ægissíðu í
Vesturhópi. Hún
lést á Landakoti
hinn 28. júní síðast-
liðinn, eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigfús
Sigurbjörn Guð-
mannsson, bóndi á
Ægissíðu og Sig-
ríður Hansfna Björnsdóttir,
húsfreyja. Rósa var
elst barna þeirra
en systkini hennar
eru Ögn Sigfús-
dóttir, f. 19.12.
1907, Árni G.Þ.
Sigfússon, f. 25.8.
1912, Guðmann
Sigurjón Sigfússon,
f. 27.3. 1914, d.
17.2. 1982, Sigríður
H. Sigfúsdóttir, f.
21.8. 1915, og
Ragnar Sigfússon,
f. 30.7. 1930.
Útför Rósu fór
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
SIGRIÐUR BRIEM
THORS TEINSSON
Rósa frænka mín er látin. Hún lést
á Landakotí 92 ára að aldri. Síðustu
árin átti hún við vanheilsu að stríða,
en var mjög hörð af sér og nægjusöm
og barðist við veikindin eins og hetja.
Hún ræddi ekki veikindi sín, var frek-
ar með hugann við hvemig aðrir
hefðu það. Rósa hélt sínu andlega
þreki og reisn fram á síðasta dag.
Rósa fæddist í Krossanesi á Vatns-
nesi í V-Húnavatnssýslu á heimili afa
síns og ömmu, Guðmanns og Agnar.
Hún fluttist tveggja ára gömul með
foreldram sínum að Ægissíðu í Vest-
urhópi, þar sem hún ólst upp.
Sigríður móðir Rósu lést af bams-
fóram þegar hún elsta bamið var að-
eins níu ára. Ekki hefur það verið auð-
velt fyrii’ Sigfus bónda að standa einn
uppi með fimm ung börn og eitt af
þeim nýfætt og ófullburða. En frænd-
garðurinn var sterkur og Ögn, fóður-
amma Rósu, kom og dvaldi á heimil-
inu ásamt frænkum þeirra þeim Lára
og Mörtu og hefur aðstoð þehra verið
ómetanleg fyrir fjölskyiduna.
Rósa var afai’ stolt af bemskuheim-
ili sínu, ekki síst föður sínum, sem hún
leit mjög upp til. Sigfús var bömum
sínum góður faðir og bar hag þeirra
fyrir brjósti sem sést m.a. á því að
hann réð til sín heimiliskennara til að
uppfræða systkinin. Ægissíðuheimilið
var ágætlega efnað á þeirra tíma
mælikvarða og á því var myndarbrag-
ur. Það kemur fram í frásögnum
systkinanna að þau áttu skemmtilega
og góða æsku. Glaðværð ríkti á heim-
ilinu, spilað var á hijóðfæri, bæði
harmoníku og orgel, sem Rósa lærði
að leika á. Rósa vai’ send til náms við
Kvennaskólann á Blönduósi.
Sigfús faðir Rósu féll frá langt fyr-
ir aldur fram. Þá var Ragnar yngsti
bróðir Rósu fjögurra ára (sonur Eg-
gertínu, sem var ráðskona á Ægis-
síðu og lést þegar Ragnar var aðeins
fimm ára). Rósa tók Ragnar að sér
og annaðist hann. Það hefur ekki
verið auðvelt að vera með ungt barn
og þurfa að sinna erfiðu starfi. Það
var alltaf sérstaklega sterkt og gott
samband á milli systkinanna og hef-
ur Ragnar svo sannarlega launað
henni fóstrið nú síðustu árin þegar
þrek þraut og heilsu hallaði, og gert
henni kleift að búa á heimili sínu
nærri fram á síðasta dag. Lengst af
starfaði Rósa við framreiðslustörf. I
tengslum við það hafði hún lært það
sem í boði var á þeim tíma í faginu.
Rósa starfaði um nokkurt skeið á
Hótel íslandi. Hún bjó ásamt fleira
stai’fsfólki á efstu hæð hótelsins.
Þegar Hótel Island brann árið 1944,
var það hún sem fyrst varð eldsins
vör og vakti alla sem hún náði til, og
er hennar getið fyrir þetta afrek í
Öldinni okkai’. Þarna missti hún all-
ar eigur sínar, þ.á m. orgelið sem
faðir hennar hafði gefið henni. Þá
urðu einnig eldinum að bráð allar
fjölskyldumyndir og persónulegir
munir fjölskyldunnar, sem hún hafði
varðveitt.
Rósa starfaði í mörg ár á Café Höll
í Austurstræti, sem var dæmigert
kaffihús. Einnig var hún oft fengin til
að þjóna í fínum veislum.
Forlögin höguðu því þannig að
Rósa fór í „siglingar". Áralöng
reynsla hennar við störf á veitinga-
húsum leiddi til þess að hún var feng-
in með skömmum fyrirvara að taka að
sér framreiðslustarf á M/S Lagarfossi
vegna forfalla starfsmanns. En þeir
slepptu henni ekki, hún var fastráðin
og starfaði á Lagarfossi í allmörg ár
sem þjónn. I þá daga vora utanlands-
ferðh’ fólks ekki jafn tíðar og nú og
þótti þetta vera ævintýrastarf og
alltaf kom Rósa heim hlaðin gjöfum til
sinna nánustu. Það átti mjög vel við
hana að vera á sjónum og átti hún
góðar minningar frá þessum tíma.
Á efri árum starfaði Rósa á Sjúkra-
húsinu Sólheimum og Hótel Borg.
Ríkust er minningin um Rósu sjálfa
sem persónu. Hún vai’ miklum mann-
kostum gædd, hafði einstaka persónu-
töfra, var skemmtileg, góð og falleg
og mikil dama. Þeim eiginleikum hélt
hún fram í andlátið. Það sem ein-
kenndi Rósu var að hún hallmælti
ekki nokkram manni né tók undir nei-
kvætt umtal um fólk, það var langt
fyrir neðan hennai’ virðingu. Þá hafði
hún mjög gott lag á fólki og oft var
hún fengin til að beita kröftum sínum
til að miðla málum í ei’fiðleikum milli
manna. Öllum þótti vænt um hana
sem til þekktu og sóttust eítír návist
hennar. Kannski hefur það verið of
mikið fyrir hennar persónuleika því
hún vildi hafa frið og ró í kringum sig
og leið vel með sjálfri sér - þótt glað-
lynd væri.
Rósa giftist ekki né eignaðist böm,
þó ekki skorti aðdáendurna. Hún vai’
skynsöm og vel gefin og gerði sér
fljótt grein fyrir því að hefðbundið
húsmóðurhlutverk á þeirra tíma
mælikvarða vai’ ekki fyrir hana.
Ég var svo lánsöm að Rósa bjó
hjá foreldrum mínum, bróðui’ sínum
og mágkonu mín bernskuár. Milli
okkar ríkti mikil væntumþykja og
vinátta. Sjálf átti hún ekki börn svo
hún leit á mig dálítið sem „stelpuna
sína“. Naut ég mjög góðs af utan-
ferðum hennar og ógleymanlegir
eru fínu kjólarnir frá Ameríku og
dýrindis leikföngin, en þá var ekki
mikið úrval af slíku á íslandi. Eftir
að Rósa bjó sér sitt eigið heimili hélt
hún sig við Vesturbæinn. Fyrst bjó
hún á Bárugötunni svo á Fálkagöt-
unni og nú hin síðari ár á Meistara-
völlum.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að vera í návist Rósu og kveð hana
með virðingu og söknuði.
Þú jjós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
(Þýð. M. Joch.)
Katrín Guðmamisdóttir.
+ Sigríður Briem Thorsteins-
son fæddist á Sauðárkróki
9. júlí 1901. Hún lést á Skjóli í
Reykjavík 2. júlí síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Dóm-
kirkjunni 16. júlí.
Það er sunnudagskvöld. Mamma er
at búa til kjúklingarétt og er nýbúin
að leggja á borð inni í stofu. Pabbi er
búinn at kveikja upp í aminum og allt
er tilbúið fyrir ömmu Sigríði sem er
að koma til okkar í mat.
Sú skemmtilega venja hafði nefnin-
lega skapast að fjórða hvert sunnu-
dagskvöld kom amma Sigríður í mat
til okkar og þau kvöid voru einfald-
lega frátekin hjá okkur systkinunum.
Ég man oft eftír mér inni í stofu að
hlusta á ömmu Sigríði segja frá, td.
þegar fyrsti bíllinn kom tíl Islands,
heimsstyijöldinni síðari (jafiivel þeirri
fyn-i!) og mörgum öðram merkisvið-
burðum.
Sú staðreynd að hún hafði upplifað
þá alla sjálf gerði það að verkum að
oft hlustaði maður dolfallinn yfii’ þeim
stórviðburðum sem amma Sigríður
hafði upplifað á tæplega 100 ára ævi
sinni.
Ég man einnig eftfr því að oft fór ég
med pabba að slá garðinn hjá henni á
Laufásvegi og hvað ég fékk alltaf góð-
ai- rúllutertur hjá henni þegar hún var
með fjölskylduboð.
Minningamar era ótalmargai’ og
ómögulegt at ætla að gera þeim skil í
þessari stuttu grein.
Tímamfr breytast og mennfrnir
med stendui’ einhvers staðar skrifað
en í mínum huga var amma Sigríður
hins vegai’ alltaf sama ljúfa mann-
eskjan sem aldi’ei kvartaði né sagði
nokkum tímann styggðarorð um
nokkum mann.
Ég reyndi að hafa þá reglu at heim-
sækja hana tvisvar í mánuði og kom
til hennar daginn sem hún kvaddi
okkur.
Þar náði ég að kveðja hana með við-
eigandi hætti - þá stund mun ég
geyma þjá mér um ókomna tíð.
Hvíl i friði, elsku amma.
Bjöm.
Formáli
minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
í riímgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
IB S.HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410