Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES MATTHfAS GUÐJÓNSSON frá Furubrekku, Álfhólsvegi 49, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Staðastað á Snæ- fellsnesi laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Ásgerður Halldórsdóttir, Tómas Þórir Garðarsson, Bjarni Anton Einarsson, Torfi Júlíus Karlsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Margrét Þórðardóttir, Valdimar Pétursson, Helga Bogey Birgisdóttir, Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Lára Valgerður Jóhannesdóttir, Una Jóhannesdóttir, Ingunn Jóhannesdóttir, Viiborg Anna Jóhannesdóttir, Halldór Kristján Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Óskar Jóhannesson, Guðjón Jóhannesson, + Ástkær sambýlismaður, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSLEIFUR SIGURÐSSON framkvæmdastjóri, Vesturbergi 124, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt 19. júlí, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugar- daginn 25. júlí kl. 13.30. Esther Skaftadóttir, Sigurður Hallmannsson, Einar Ólafur Hannesson, Sigríður Dúa Goldsworthy, Gunnlaugur ísleifsson, fris Rós Þrastardóttir, Sigurður Hallmann fsleifsson, Guðbjörg Jóna Pálsdóttir, Bjarni Ellert fsleifsson, Halldóra Vala Jónsdóttir, Valgeir Gunnlaugur ísleifsson og barnabörn. * + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGOÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Skeggjastöðum, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem andaðist fimmtudaginn 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Akureyjar- kirkju laugardaginn 25. júií kl. 14.00. Elín Anna Antonsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Þuríður Antonsdóttir, Guðjón Sigurjónsson, Guðjón Antonsson, Svanborg Eygló Óskarsdóttir, Guðfinna Sigríður Antonsdóttir, Pétur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, Hlégerði 23, Kópavogi, sem lést 19. júlí sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. júlí ki. 10.30. Kristján Jónsson, Ingvar Kristjánsson, Halla Ágústsdóttir, Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir, Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR, Hvolsvegi 26, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Sjöfn Halldóra Jónsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Jónsson, Sigríður Heiðberg, Guðrún Jónsdóttir, Björn Sigurðsson og barnabörn. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfor hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útfor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. AGUSTA KRISTÓFERSDÓTTIR + Ágústa Kristó- fersdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. nóvember 1908. Hún lést á hjúkrun- ardeild Landakots- spítaia 6. júlí síðast- Iiðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju 17. júlí. Nú er gömul vin- kona mín, húsfrú Ágústa Kristófersdótt- ir, búin að kveðja þetta líf eftir erfið veikindi og komin í annað ljós Guðs dýrðar. Við höfðum verið kunnugar lengi og einkum hittumst við oft á sínum tíma við messur í Krists konungs kirkju í Landakoti. Þá skeði það einhvern tímann á árunum 1960- 1970 að við ákváðum án þess þó að hafa fyrirfram samband hvor við aðra að fara í pílagrímsferð til helgra staða á Irlandi. Þegar við fréttum af þessum ráðagerðum hvor annarrar mæltum við okkur mót í Dublin og tókum okkur sam- eiginlega gistingu hjá frú Condren í Kenilworth-götu. Þar spöruðum við okkur peninga með því að búa sam- an á hjónaherbergi. Mér er alltaf í minni hvað Ágústa var fljót að sofna á kvöldin. Eftir fjörugar samræður lagðist hún á koddann og var um leið sofnuð. Á morgnana var hún eins og nýsleginn túskildingur, kát og glaðvær, og lífsorkan streymdi frá henni svo allir smáörðugleikar urðu að engu. Við ákváðum að ferðast saman í nokkra daga með lest um írland áð- ur en leiðir okkar skildu. Hún var búin að taka sér far með írskum pílagrímum um þvert Frakkland, alla leið suður í Pýreneafjöll til kraftaverkabæjarins Lourdes þar sem María Guðsmóðir birtist smala- stúlkunni Bernadettu árið 1865. Síðan hefur þetta verið einn fræg- asti helgistaður Heilagrar kirkju. Ég hafði fengið vist í írsku klaustri í nokkrar vikur. Áður en við lögðum af stað í ferð- ina um írland þáðum við heimboð hjá professor Delargy eins og okkur var sagt að kalla hann. Staða þessa fræga pró- fessors meðal Ira var hliðstæð stöðu Sigurð- ar Nordal á íslandi. Ég hálfkveið fyrir að hitta þennan mikla mann þó að hann væri mikill Is- landsvinur. Þegar við komum í hús hans tók dóttir hans á móti okk- ur, dálítið þurrleg heimskona þó ung væri. Prófessorinn tók okkur ljúfmannlega og Ágústa tók hann strax tali, sagði honum frá Rómarfór sinni og lýsti af einlægni þeim miklu áhrifum sem hún varð fyrir. Pró- fessorinn var sjáanlega snortinn af frásögn Ágústu og heimasætan blíðkaðist á svipinn. Svona fór alls- staðar þar sem ég ferðaðist með Ágústu. Hún talaði létt og frjálslega við hvem sem var og virtist alveg sama hvort höfðingjar^ eða minni- háttar fólk átti í hlut. í ferð okkar með lestinni um írland tók hún marga tali og vhtust allir fegnir að eiga ræðu við svona skemmtilega og glaðlega konu. Einu sinni sátum við í klefa með myndarlegum manni með norrænt útlit. Hann sagðist þó búa í Mexíkó og vera bóndi þar á stórum búgarði. Hann gaf okkur nafn sitt og heimilisfang og bauð okkm* þar að gista ef við ættum leið hjá. Svona var Ágústa. Kynni við skemmtilegt fólk spruttu allsstaðar upp í kringum hana, hvai* sem farið var. Þegar við að lokum kvöddumst þá sagði ég, og meinti það fullkom- lega, að væru peningar nægir vildi ég mega vera samferða henni kring- um jörðina og tók Ágústa hlæjandi undir það. Eftir að hún var farin fann ég til meiri einsemdar en búast mátti við þar sem við vorum ekki nákunnugar. Glaðværð Ágústu Kristófersdóttur, hispursleysi og b.jaytsýni verða mér seint gleymd. Ég þakka henni góða kynningu og vonast til að hitta hana bráðum á landi lifenda. Blessuð sé minning Ágústu Kristófersdóttur. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. ORN INGÓLFSSON + Örn Ingólfsson, fv. eigandi og framkvæmdastjóri Ing- ólfsbilliards, fæddist í Reykja- vík 18. mars 1939. Hann lést í Landspítalanum 11. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 21. júlí. Við kveðjum Örn Ingólfsson með söknuði og með margar skemmtilegar minningar frá gömlu góðu árunum á Ingólfsbilliard á Hverfisgötunni þar sem hann réð lögum og lofum. Það sem að hann Össi var að gera á billiardstofunni var margt og miklu meira en að sjá um rekstur á billiardstofu, þetta var eins konar félagsmiðstöð + Ástkaer faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BENJAMÍN K. EIRÍKSSON frá Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. júlí kl. 15.00. Guðfinna Benjamínsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigmundur Guðmundsson, Eiríkur Ómar Guðmundsson, Guðmundur Sigmundsson, Helga Þórðardóttir, Arna Rún Óskarsdóttir, Anna Sylvía Sigmundsdóttir og barnabarnabörn. margra manna og drengja þar sem mikið var rætt saman og auðvitað æft og spilað. Össi var sá sem stóð fyrir þessu öllu og var oftast þungamiðjan í því sem var verið að ræða og gera þá stundina. Þótt hann Össi hafi ekki verið að spila snóker sjálfur má fullyrða að það sem hann gerði fyrir íþróttina hafi verið ómetanlegt. Auk þess að hafa verið formaður Billiardsambands- ins í nokkurn tíma stóð hann fyrir svo mörgu sem efldi íþróttina mik- ið, s.s. að halda mót, sem aftur leiddi til samskipta erlendis og keppnisferða erlendis þar sem margra manna hópur okkar strák- anna fékk tækifæri til að keppa við spilara frá Englandi. Það hefur margur Islandsmeistarinn alist upp hjá honum Össa á Ingólfsbilli- ard, það vita allir sem koma nálægt íþróttinni á Islandi og víðar. Ég held að við höfum ekki viljað viðurkenna það fyrir sjálfum okkur hvað Örn var orðinn veikur og hvað það var orðið alvarlegt fyrr en nú. Maður var ekki að horfast í augu við það, vegna þess að það var alltaf þessi eldmóður í öllu sem hann tók þátt í þótt líkaminn hafi ekki verið á sama stigi og hugurinn. Oft kom upp ágreiningur milli hans og einhvers okkar í heimaliðinu og þegar ítar- lega er að gáð var það vegna þess að hann var að hugsa um okkar hag og vegna væntumþykju í garð okkar. Friður veri með þér, Össi minn. Björgvin, Sumarliði, Brynjar og strákarnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.