Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 41
MINNINGAR
+ Sigiirlaug Sig-
fúsdóttir fædd-
ist í Blöndudalshól-
um í Blöndudal 5.
ágúst 1908. Hún
lést á Landspítalan-
um 14. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
vina Kristvinsdóttir
og Sigfús Eyjólfs-
son. Hún var ijórða
í röð átta systldna.
Útför hennar fór
fram frá Fossvog-
skapellu 19. júní.
Elsku mamma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Skynsamir segja: Gömul, þreytt
- gott að fá hvíldina. En það er
alltaf sorglegt að missa móður
sína. Að fá ekki að heyra rödd
hennar, jafnvel þótt enn sé hægt að
finna hana innra með sér. En ég er
þakklát fyrir, að foreldrar mínii-
hafi hist aftur og að mamma hefur
hitt alla gömlu vinina sína aftur,
sérstaklega Steinu og Tótu. Minn-
ingar hrannast upp í huganum og
þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt
slíka móður og fyrir hvað þér leið
vel í Lönguhlíðinni síðustu árin,
alltaf nóg að gera í góðra vina hópi.
Við breyttumst með árunum, en
færðust nær hvor annarri. Móðir
og dóttir, vinir ævilangt.
Þín dóttir
Anna.
Elsku amma mín.
Ég trúi því varla enn-
þá, að þú sért dáin.
Það er svo undarlegt,
að geta ekki hringt til
þín eða skroppið í
heimsókn til þín í
Lönguhlíðina. Þú
varst eins og akkeri í
fjölskyldunni og mér
fannst eins og þú yrðir
alltaf til staðar. En ég
skil, að þinn tími var
kominn og þú varst til-
búin að fara og nú ertu
laus við alla verki. Þú
talaðir í mig kjark og
baðst fyrir mér og hugsaðir til mín
þegar ég var að fara í erfið próf eða
að sækja um vinnu eftir að ég út-
skrifaðist úr Háskólanum. Þar sem
föðurforeldrar mínir dóu þegar ég
var svo lítil og afi var dáinn löngu
áður en ég fæddist, voruð þú og
Steina svo mikilvægar í lífí okkar
systkinanna. Það er skrítið að þið
Steina skylduð deyja sama mánað-
ardaginn, 14. júní, en þó með sjö
ára millibili. Ég á margar minning-
ar sem tengjast þér, t.d. þegar við
keyrðum niður að höfn og kíktum á
ítölsku skipin og þú rifjaðir upp
hemámsárin, Ikea-ferðir, bæjar-
ferðir o.s.frv. Þá man ég líka vel
eftir ferðunum í kirkjugarðinn,
með þér og Steinu frænku niður að
leiðunum, þar sem þið hvílið nú.
Takk fyrir öll skiptin sem þú pass-
aðir mig þegar ég var lítil, ég man
ennþá eftir gönguferðunum okkar,
spilastundunum og þegar þú
kenndir mér ljóð þegar ég var í tíu
ára bekk.
Að lokum vil ég þakka þér, elsku
amma mín, fyrir öll 28 árin okkar
saman, fyrir allt sem þú hefur sýnt
mér, sagt og kennt. Ég er glöð yfir
að hafa getað varið svona mörgum
góðum árum með þér eftir að ég
fullorðnaðist. Hvíl í friði, amma
mín.
Þín dótturdóttir
Sigríður Birna
Elsku amma mín, Það er erfitt
að meðtaka það að þú sért farin frá
okkur. Þú sem ert búin að vera
ættmóðir þessarar fjölskyldu, trú
hennar og festa alla vega síðan afi
dó. Ég kynntist honum aldrei og
reyndar ekki heldur afa og ömmu í
hina ættina því að þau dóu öll áður
en ég fæddist. Svo að frá því að ég
fæddist varst þú amma mín og
meira en það, því að þú tókst á þig,
frá mínum sjónarhóli, hlutverk alls
þessa góða fólks. Frá því að þú
hélst mér undir skírn stóðst þú þig
frábærlega í þessu hlutverki.
Ég fékk síðan alltaf höfðinglegar
viðtökur þegar ég fór í heimsókn til
þín í gamla daga. Þá man ég vel
eftir því þegar ég horfði á fótbolt-
ann inni í stofu hjá þér á Reyni-
melnum að þú komst með uppá-
haldsmatinn minn á bakka inn í
stofu. Og þegar þú komst heim frá
Ítalíu 1982 og færðir mér allt dótið
í sambandi við þá nýkrýnda heims-
meistara.
Þessi minningargrein yrði enda-
laus ef ég myndi telja upp allt það
sem þú gerðir fyrir mig, en ég vil
bara segja að ég er mjög þakklátur
fyrir að hafa kynnst þér sem ömmu
minni og allt sem þú gerðir fyrir
mig og að þú, amma, átt eftir að
lifa áfram í hjarta mínu.
Megi Guð varðveita ömmu mína.
Ámundi Steinar.
SIGURLAUG
SIGFÚSDÓTTIR
Mikið urval af
fallejum
rúmfatnaíi
www.mbl.is
+ Ástkær faðir minn, tengdafaðir okkar, afi og
langafi,
ÓLAFUR JÓNSSON
skipasmiður * • • • h
frá Nýhöfn,
Skólavegi 23, Vestmannaeyjum, sem lést sunnudaginn 12. júlí síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar-
daginn 25. júlí kl. 14.00.
Margrét Ólafsdóttir, Guðmundur Valdímarsson,
Ingunn Hofdís Bjarnadóttir,
Þórhildur, Jóna Björg, Sigríður og Hrefna Valdís
Guðmundsdætur,
Ólafur, Sigurður Árni og Gunnar Ólasynir
og barnabarnabörn.
t
Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar,
SVEINN AUÐUNN JÓNSSON
(BEISI)
rafeindavirkjameistari,
Selvogsgötu 8,
Hafnarfirði,
sem lést 19. júlí sl., verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árdís Markúsdóttir,
Arna Björk Sveinsdóttir,
Gunnar Grétar Gunnarsson,
Katrín Sveinsdóttir.
PÉTUR B. ÓLASON,
Miðhúsum,
verður jarðsettur frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 25. júll kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar,
ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON,
Vallartröð 5,
Eyjafjarðarsveit,
lést á heimili sínu aðfaranótt 22. júlí.
Sigfríður L. Angantýsdóttir,
Ingibjörg Angantýsdóttir,
Elínborg Angantýsdóttir.
+
Maðurinn minn,
GUÐJÓN DAGBJARTSSON
frá Seyðisfirði,
Hoitsgötu 19,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 24. júlí kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á MS-félagið.
r~
Helga Magnúsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES HALLGRÍMSSON
bakari,
áður til heimilis á Hverfisgötu 58,
Hafnarfirði,
sem lést fimmtudaginn 16. júlí sl., verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 24. júlí kl. 13.30.
Sigþór Jóhannesson, Aðalheiður Jónsdóttír,
Hallgrímur Jóhannesson,
Vilborg Jóhannesdóttir, Benóný Haraldsson
og barnaböm.
+
Útför
UNNAR ÁSTU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 12,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn
24. júlíkl. 13.30.
Halldóra Helga Óskarsdóttir,
Halldóra Helgadóttir,
Friðrik Friðriksson,
Þorvaldur Friðriksson.
+
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, nær og
fjær, sem heiðruðu minningu
ÁSLAUGAR STEINSDÓTTUR
húsfreyju á Úlfsstöðum,
Borgarfirði,
sem lést laugardaginn 11. júlí sl.
Steingerður, Guðrún Elsa og Ragnhildur Þorsteinsdætur,
tengdasynir, barnabörn og barnabarnaböm.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför fósturföður míns og
bróður okkar,
GESTS ODDLEIFS RÓSINKARSSONAR,
Hringbraut 1361,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala.
Guðjón Gunnarsson
og systkini hins látna.
*