Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON + Gunnlaugur Þórðarson fæddist á Kleppi við Reykjavík 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspítala 20. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 30. maí. Þegar hann hvarf frá okkur var eins og dofn- að hefði yfir sólkerfinu. Allt myrkvaðist - til- veran breyttist og varð hversdagslegri en áð- ur. Doktorinn - en svo var hann oft kallaður - var sú minnsta hvers- dagsmanneskja, sem hugsazt getur. Að þekkja hann og kynnast honum æ betur og betur í tímans rás bætti andrúmsloftið og betrumbætti jafn- framt mann sjálfan. Doktorinn alias dr. juris Gunn- laugur Þórðarson minnti alltaf á stjömu, sem skín skært, þegar dimmdi yfir og lífið hætti að vera skemmtilegt, hætti jafnvel að vera skemmtilegt viðfangsefni, sem aldrei má verða. Sjálfur var dr. Gunnlaugur eins og lífið sjálft, þeg- ar það getur verið hvað skemmti- legast. Hann var óvenjulegur mað- ur og alls góðs verðugur. Hann var gæddur sérstakri hæfni til að skapa tilbreytni, enda sóttist hann af ákefð eftir tilbreytni - bauð þrá- sinnis af örlæti hjartans til veizlu- halda að fornum sið, gaf fagrar gjaf- ir, einkum andlegar gjafir ekki hvað sízt, sem skildi eftir mannlega dýpt. Tilbreytnin gleður er forn orðskvið- ur úr latnesku „variatio delectat". Því fór fjarri að tilbreytingaleysi yrði doktornum að ald- urtila. Hann tapaði líf- inu á sorglegan hátt í háskaumferðinni í as- falt-frumskóginum í litlu stórborginni, sem hann unni hugástum sem borinn og bam- fæddur Reykvíkingur. Það var óheppni - háskaatvik sem aldrei verður hægt að sætta sig við. Aldrei nokkurn tímann. Þegar horft er um öxl og litið til baka yfir kynni af honum þá finnst eins og með hvikunni að hann gat gefið meira af auði hjartans en flestir. Athyglis- verðast í fari Gunnlaugs var, að hann var stéttlaus, laus við mennta- hroka, gersneyddur því að vera snobb - tók allt fólk sem jafningja. Hins vegar var þetta suðræna blóð hans að erfðum fengið í geninu frá ítölskum og frönskum forfeðrum í móðurlegg hans, sem hafði sín áhrif á allt - hvaðeina sem hann kom nærri og fór höndum um. Slíkt gat líka valdið misskilningi meðal sam- ferðamanna. Ofan á menntum hans, sem spannaði vitt um völl, var hann gæddur því, sem enskt skáld sagði: ,jHlt stórt - stórbrotið - sem hugs- að er hér á jörðu, er beint frá hjart- anu komið.“ Þegar hans er minnzt kemur oft í hugann, sem annað enskt skáld sagði: „Fólk er hvorki vont né gott - það er annað hvort leiðinlegt eða skemmtilegt." Þetta hittir í mark. Gunnlaugur var aldrei leiðinlegur. Góðleiki hans átti sér hins vegar engin takmörk ofan á skemmtilegheitin. Hann hafði svo heitt hjarta, að það mátti brenna sig á því. Hann hafði kjark til að vera góður maður - og að vera maður góðleika krefst hugrekkis. Að kynnast doktornum tók mig langan tíma. Okkur samdi lengi vel misvel - veit ekki ástæðuna enn. Faðir minn og faðir Gunnlaugs, Þórður Sveinsson læknir, gengu undir jarðarmen kornungir og sór- ust í fóstbræðralag (báðir úr A-Hún og töluvert skrýtnir). Þeir voru samtíða í Lærða skólanum og alltaf urðu þeir samferða á haustin að heiman í skóla fyrir sunnan og úr skóla heim norður á vorin. Að kynnast doktornum var ekk- ert tilfinningaspil til að byrja með og alls ekki eins og það átti eftir að verða við æ nánari kynni sem urðu til með sérstökum hætti. Mér tókst ekki að skilja og skynja doktorinn fyrr en ég hafði lesið lífssögu hans skráða af honum sjálfum. Einkum gagntók mig frásögnin af dvöl hans í Parísarborg sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lesið í íslenzkum bókmenntum undanfar- inna ára. Kaflinn um ævintýri í París er gæddur glampandi fyndni. Á bak við kímnikennd er falin al- vara. Svo er jafnan. Þegar ég hafði lokið við að lesa um lífshlaup dokt- orsins, þá fyrst rann upp fyrir mér ljós. Þá lukust upp augu mín íyrir persónu hans - alls ekki fyrr. Þá skynjaði ég hann sem andlega heið- arlegan mann, minnandi á það, sem Romain Rolland segir í bók sinni „Jóhann Kristófer", að ekkert sé fegurra í þessu lífi en heiðarleg manneskja. Eg fór að skynja hann sem mann - mikinn mann á hverju, sem valt í llfsins ólgu sjó. Gunnlaugur lifði sterkt alla tíð, tók áhættu eins og í kappakstri í hraðaksturskeppni í Le Mans í Frans. Og slapp mestmegnis, þar til und- ir lokin. Steingrímur St. Tli. Sigurðsson. ÞÓRKELL G. BJÖRGVINSSON + Þórkell Gunnar Björgvinsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1932. Hann lést á heimili sínu 30. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 10. júlí. Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín, ó, Drottinn, ég heflengi saknað þín. í æskuglaumnum gleymdi sál mín þér, í gleðidraumunum uggði’ ég lítt að mér. 0, Herra, vel nú það, sem eftir er, og aldrei framar lát mig týna þér, því mér er betri kvöl við Jesú kross en konungstign ef missti þvílíkt hnoss. Senn slokkna öll mín litlu gleðiljós, og líf mitt fjarar senn við dauðans ós, og húmið stóra hylur mína brá: Ó, herra Jesús, vertu hjá mér þá. (Þýð. M. Joch.) Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Þakka þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur veitt mér í gegnum líf mitt. Sökn- uðurinn er sár en minningin um ástkær- an og hjartahlýjan föð- ur veitir huggun í sorg- inni. Þú verður ávallt í bænum mínum og hugsunum. Guð geymi þig- Þín dóttir, Helga. Þá voru sýndar myndir í Selfoss- bíói og veghefilsstjórar sáu um við- haldið á götunum. Þá var Addabúð við brúarsporðinn og Fossnesti ekki til. Þá vai- kvóti óþekkt orð og mjólkin flutt í búið í brúsum. Um- heimurinn var að koma í ljós - í svarthvítu. Svona er langt síðan, svona óskaplega langt síðan ég fluttist á Selfoss. Þá var hér líka búð sem hét Ölfusá, og þar var Doddi. Ég sótti um vinnu, og fékk, hjá honum fyrsta sumarið mitt hér. Hann var ekkert að spyrja út í smáatriðin, reynslu eða kunnáttu í verslunar- störfum, fram að því hafði ég ekki selt neitt merkilegra en pylsur á Álfaskeiði. Hann sagði mér bara að mæta sem fyrst og lofaði helmingi hærri launum en buðust hjá voldugri verslunum. Þarna var ég komin í alveg ómet- anlegan skóla, í Ölfusá fékkst allt milli himins og jarðar. Matvörur, snyrtivörur, fatnaður, gjafavörur, skór og skartgripir. Doddi var einstaklega ljúfur vinnuveitandi, við unnum ekki bara hjá honum heldur með honum. Hann spjallaði og spekúleraði við okkur um vörur og verðlag, ættum við að reyna að selja þetta og hitt, eða skyldi það vera alltof dýrt. Þeir sem áttu fáar krónur þurftu líka að lifa. Hann lét okkur finna að hann treysti okkur og þegar maður nýtur slíks trausts reynir maður gjarnan að vera þess verður. Honum var það vel Ijóst að lífs- baráttan var ekki alltaf auðveld hjá frumbýlingunum og veit ég að hann rétti mörgum sem áttu erfitt hjálp- arhönd. Kæmist hann að því að eitt- hvað vantaði í búið hjá einhverju okkar og illa gengi að fjármagna vildi svo merkilega til að heildsali í Reykjavík sendi einmitt þennan ákveðna grip austur í Ölfusá, þó þar hefði aldrei verið verslað með slíka hluti. „Það liggur ekkert á að borga alit í einu.“ Á þeim árum unnu ungar mæður bara á sumrin og höfðu bamapíur. Dagheimili voru ekki til hér og dag- mömmur höfðu ekki verið fundnar upp. Eitt vorið eftir barnseignarfrí kom ég til hans að vita hvort eitt- hvað væri fyrir mig að gera, en þá var fullráðið í búðina. En það var einmitt þá sem honum hafði dottið í hug að reyna svolítið nýtt, væri ég til í að prófa það með honum? Koma klukkan sex þegar aðrir færa heim og vinna til tíu. Þá held ég að hafi í fyrsta sinn verið opnuð kvöldsala í verslun á Selfossi. Þetta var indæll tími sem mér er ljúft að þakka og veit ég að ég mæli fyrir hönd margra gamalla starfsmanna. Doddi og reyndar fjölskyldan öll vora okkur einstaklega góð. „Blessuð dúfan,“ sagði hann stund- um og tónninn var hlýr. En allt er í heiminum hverfult. Nú er Addabúð horfin og veg- hefilsstjórar í útrýmingarhættu, Geiri í Brú hættur að versla í Múla og við sjáum heiminn í öllum regn- bogans litum. Og Doddi hefur flutt sig um set í nýjan heim. Ég trúi hann muni þar reisa nýjan Hamar og búa í haginn fyrir fjölskylduna sína sem var honum svo mikils virði. Fríðu og börnum votta ég samúð, einnig Sigríði móður hans og Sigga bróður. Hann var maður sem er gott að minnast. Helga R. Einarsdóttir. GUÐMANN AÐALSTEINSSON + Guðmann Aðal- steinsson fædd- ist í Reykjavík 3. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. júní. Manni, eins og vinir hans kölluðu hann jafnan, var nánasti vin- ur sem ég hef nokkra sinni átt, og sá sem hafði stærst hjartað. Hann hafði mikla kímnigáfu og var tekið eftir honum hvarvetna sem hann fór. Hæð hans gerði hann eft- irtektarverðan í Kóreu, og vinir okkar þar báru virðingu fyrir hon- um vegna þess að hann blikkaði ekki einu sinni augunum þegar þeir bára sinn kryddaðasta mat á borð fyrir hann, sem hann hafði lært að borða þegar hann var fenginn að láni til að fljúga fyrir Air India. Líf Manna snerist um flug og aft- ur flug. Hann vann vel fyrir fyrir- tæki sitt og hann unni starfi sínu meira en nokkru öðra. Við eyddum mörgum stundum saman spjallandi um líf hans sem flugmanns. Hann flaug með pflagríma frá Afríku til Saudi-Arabíu, frakt frá Lúxemborg og síðast en ekki síst Islendinga um allan heim. Þegar hann talaði við mig um flugvélar, lýsti hann þeim fyrir mér í smáatriðum en ég vildi aldrei segja honum að stundum skildi ég hvorki upp né niður í því sem hann var að segja mér. Hann færðist nefnilega allur í aukana þegar hann talaði um flugvélar. Þegar við vorum saman í flugvélum og ef vélin hristist skyndilega, full- vissaði hann mig alltaf um að allt væri eðlilegt, sem að sjálfsögðu var óþarfi, því ef einhver þjóð á góða flugmenn þá eru það Islendingar, en samt sem áður var það dásam- lega traustvekjandi og það var ætl- un þans. Ég var gjörsamlega hugfangin af Islandi þegar ég kom þangað í fyrsta sinn, og ég hefði ekki getað fengið betri leiðsögumann en Guð- mann. Ég held að það sé varla nokkuð sem hann ekki vissi um sitt' eigið land. Hann kenndi mér að meta Islendingasögurnar, kenndi mér dásemdir íslenska hestsins og hans fimm ganga, sýndi mér landið og hann elskaði öræfin. Eitt gat hann þó ekki kennt mér að meta en það var að borða soðna sviðahausa eða hákarl og þegar hann fór með mér til að hitta fjöl- skyldu mína í Afríku, svöruðum við í sömu mynt með því að gefa hon- um að borða okkar sérstaka mat. Guðmann elskaði að borða og var alltaf tilbúinn að smakka á hinum og þessum réttum sem flestir Is- lendingar hefðu aldrei lagt sér til munns. Ég gleymdi því miður að segja honum frá skordýranum sem felast í skógum Afríku, og var hann illa bitinn af þeim. Varð fóturinn á honum þrefaldur að ummáli og þó að hann gæti varla gengið í næstum því viku tók hann því eins og maður og kenndi mér aldrei um. Mér leið mjög illa útaf þessu en hann gerði bara grín að mér og spurði hvort ég hefði kannski verið að reyna að losna við sig. Guðmann ferðaðist mikið og var hvarvetna vel tekið. Rósemi er lýs- ingin á persónu hans. Þegar ég missti stundum stjórn á skapi mínu var hann alltaf rósemin uppmáluð og lét ekkert hagga sér. Mér er efst í huga lýsing sem einn af hans vin- um hafði um hann, en það er hversu jarðbundinn hann var. Hann hefði sennilega verið eini flugstjórinn sem hann hefði séð með Hagkaups- poka í staðinn fyrir svarta flug- mannstösku. Guðmann sagði þá: „Það eina sem ég þarf era hand- bækumar mínar, skyrta, sokkar og nærbuxur, þannig að pokinn dug- ar.“ Hann var einstakur persónu- leiki og sannur ættjarðarvinur. Ég held að hann hafi kunnað að meta þessa gullhamra. Hann hefði bros- að sínu hrífandi brosi yfir þeim. Philippa Cribb, Hamborg. ÓLAFUR GUÐJÓNSSON + Ólafur Guðjónsson fæddist í Rifshalakoti í Ásahreppi 5. apríl 1918. Hann lést á heimili sínu í Vesturholtum í Þykkvabæ 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þykkvabæjar- kirkju 11. júlí. Elsku afi, mikið er erfitt að hugsa til þess að þú sért dáinn og ótrúlegt að vita að við sjáum þig ekki aftur og að vita að þú eigir ekki eftir að skutlast austur á Hornafjörð til okk- ar með hana ömmu, öllum að óvör- um eins og þú gerðir svo oft. Þig munaði nú ekki um það að skutlast upp á Skálafellsjökul með ömmu, Böggu og Sigga í einni ferðinni aust- ur og hringja þaðan og segjast vera á leiðinni. Þetta kom okkur svo sem ekkert á óvart. „Þetta er bara hann afi,“ sögðum við. Þú hefur alltaf ver- ið óútreiknanlegm’ í sambandi við ferðalög, veiðai- og náttúru, þig munaði aldrei um að skreppa á fjöll hingað og þangað enda naustu þín til fifllnustu þar, fyrir utan búskap- inn þinn í Vestó. Okkar stundir í Vestó hjá þér og ömmu eru okkur ógleymanlegar. Þessar minningar eigum við og miklu fleiri og þær hjálpa okkur í sorginni. Elsku afi, við vitum að þú verður alltaf með okkur. Elsku amma og Svana, guð gefi ykkur styi’k í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðbjörg, Sonja, Ólöf Ósk og Svanhildur Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.