Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Smáfólk
Hæ, Kalli... Viltu Hvert?
koma með mér?
DON'T YOU
KNOLU
ANYTHIN6,
CHUCK?
7r
YOUPBETTER BE
THEREIAND DON'T
F0R6ET, 1 A5KEP
YOU BEFORE U)HAT5-
HER-NAME PIP' ^
"2\
UIHO y i've been inVitep to
U)A5 / 50METHIN6 50MEPLACE
THAT?| BEFORE WHAT5-HER-NAME
.INVITE5ME 50METIME..
Veistu ekki
neitt, Kalli?
Það er eins gott fyrir þig Hver
að vera þar! Og gleymdu var
því ekki að ég bað þig
áður en þessi hvað - hún
- nú - heitir gerði það!
Ég hef verið boðinn í eitt-
hvað einhvers staðar áður en
þetta? hvað - hún - nú - heitir býð-
ur mér einhvern timann ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329
Er Utflutnings-
ráð óþarft?
Frá Daníel Árnasyni:
í MORGUNBLAÐINU 17. maí sl.
mátti lesa opnuviðtal við formann
og framkvæmdastjóra Samtaka
verslunarinn-
ar/FÍS, þá Jón
Ásbjörnsson og
Stefán S. Guð-
jónsson. Eg
geymdi viðtalið
þar sem ég er
megininntaki þess
algerlega ósam-
mála. I þessu við-
Árnason tali er m.a. haft
eftir þeim að þeir
telji Útflutningsráð vera „óþarft.
Það er gífurlega dýrt í rekstri, nú
eru komnir verslunarfulltrúar í
sendiráðin og utanríkisþjónustan er
farin að huga meira að verslunar-
málum Islendinga en áður. Þetta er
kommúnismi í sinni fullkomnustu
mynd,“ eins og Morgunblaðið hefur
eftir þeim.
Þessi yfirlýsing þeirra félaga
fannst mér vera svo þröng og illa
rökstudd að ég get ekki orða bund-
ist. Aukinheldur hef ég ágæta
reynslu af þjónustu Útflutnings-
ráðs svo ég tel mig geta talað af
nokkurri þekkingu. Veturinn
1996-1997 tók ég fyrir hönd míns
fyrirtækis þátt í verkefninu „Út-
flutningsaukning og hagvöxtur",
sem er fyrir verðandi útflytjendur.
Útflutningsráð hefur boðið atvinnu-
fyrirtækjum þetta verkefni í mörg
undanfarin ár og fjölmörg þeirra
þegið það með ágætum árangri fyr-
ir rekstur sinn. I verkefninu koma
við sögu flestir þættir í starfsemi
Útflutningsráðs auk annarra utan-
aðkomandi, þannig að við þátttak-
endur fáum mjög góða innsýn í
starfsemina á þeim bæ.
Þetta verkefni stóð allan veturinn.
I stuttu máli var ég mjög ánægður
með þá þjónustu sem ég fékk hjá
Útflutningsráði íslands. Að auki hef
ég nýtt mér aðra þjónustu þess, s.s.
kaupstefnu í Grænlandi. Þar sem ég
hef séð til starfsmanna Útflutnings-
ráðs hafa þeir lagt sig alla fram um
að láta þessa viðburði verða að
gagni fyrir þá sem eiga hlut að máli.
Satt best að segja skipti þjónusta
þeirra sköpum - a.m.k. fyrir okkur
sem lítt vorum reynd í slíkum að-
gerðum.
Ef ég reyni að setja mig í spor
þeirra félaga, Jóns og Stefáns, skil
ég sjónarmið þeirra varðandi skatt-
tekjur sem Útflutningsráð nýtur
(„0,015% af vöruveltu hvers fyrir-
tækis og rennur óskipt til Útflutn-
ingsráðs“) en mér finnst þeim hins-
vegar algjörlega yfirsjást mikilvægi
útflutningseflingar og útflutnings-
þróunar í þágu framfara í landinu.
Mér sýnist augljóst að þeir eru að
beina spjótum sínum að röngum að-
ila. Ég hef kynnt mér að í öllum ná-
lægum löndum eru reknar útflutn-
ingseflandi stofnanir með svipuðu
sniði og hér á landi og fjármögnun
starfsemi þeirra er jafnframt meira
og minna hliðstæð því sem hér ger-
ist. Utanríkisþjónusta flestra þess-
ara landa sinnir margs konar al-
mennri þjónustu á sviði viðskipta.
Það er gott að verið er að efla utan-
ríkisþjónustu okkar á því sviði. Ekki
mun af veita. Ég fæ hins vegar alls
ekki séð að það leysi þjónustu Út-
flutningsráðs af hólmi.
Það er yfir markið skotið hjá þeim
félögum, Jóni og Stefáni, að halda að
orð eins og „kommúnismi“ hræði
einhvern frá skynsamlegri ákvarð-
anatöku í dag. Hinn „skandinavíski
sósíalismi", þ.e. þjóðfélagskeifl
Norðurlandaþjóðanna, er nú einu
sinni sú fyrirmynd sem flestar þjóð-
ir heims vilja líta til, hvað sem öllum
„ismum“ líður.
Læt ég nú lokið þessum skrifum
og vona að þeim félögum farnist vel í
sínum störfum fyrir stórkaupmenn
en skorist hvergi úr leik þar sem
þjóðarheill varðar.
DANÍEL ÁRNASON,
Stapasíðu 15a, Akureyri.
í strætó með fjögur smá-
börn og innkaupapoka
Frá Rannveigu Tryggvadóttur:
í VELVAKANDA Morgunblaðsins
16. þ.m. er grein eftir „eina fátæka".
Þar stendur m.a.: „Talandi um góð-
æri. Hvar er það?
Ég er búin að vera
ein að basla í ár,
með fullt hús af
börnum og mig
vantar eina og
hálfa milljón til að
standa á núlli, og
kannski geta keypt
bíl, sem okkur
vantar svo tilfinn-
anlega, því það er
erfitt að taka strætó með fjögur smá-
böm og innkaupapoka."
Fjárhagsstaða ungu konunnar og
annarra í líkum sporum hefði orðið
allt önnur og betri hefði Sjálfstæðis-
flokkurinn farið með sigur af hólmi í
nýafstöðnum kosningum til borgar-
stjórnar í Reykjavík. Þá hefði heim-
greiðsla með hverju barni frá fæð-
ingu til sex ára aldurs verið 25 þús-
und krónur á mánuði og vandi þess-
arar konu og annarra í líkum spor-
um verið ólíkt minni en hann nú er.
Sjálfstæðismenn hefðu þurft að
byrja mun fyrr en þeir gerðu fyrir
kosningar að auglýsa þessi fyrirhug-
uðu - og sjálfsögðu - hlunnindi til
handa fjölskyldum með ung börn.
Það er eins og fólk hafi ekki áttað
sig á að stefna Sjálfstæðisflokksins
er til muna fjölskylduvænni og jafn-
framt ódýrari fyrir skattborgarann
en stefna Reykjavíkurlistans.
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR,
þýðandi,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Rannveig
Tryggvadóttir
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.