Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 48

Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Skuggahliðar tilverunnar FLESTIR garðeigendur kannast við það vandamál að erfitt er að finna plöntutegundir sem vaxa vel á skuggsælum stöðum. Skuggi og skuggi er ekki sama fyrirbærið. Margar plöntur geta þrifist og dafnað með ágætum á stöðum þar sem beinnar sólar nýtur ekki nema takmarkaðan tíma yfir daginn. Eðli málsins samkvæmt eru slfldr staðir yfirleitt norðanmegin við hús. Þótt bein sól sé af skomum skammti getur vaxtarstaðurinn verið bjartur og þá ættu flestar tegundir að geta plumað sig þar. Blómgun plantn- anna verður þó ekki eins mikil og þar sem þær fá beina sól stærstan hluta dags- ins. Vandasömustu beð- in em þar sem sólar nýtur alls eklá, gjam- an undir stóram trjám og milli stórra húsa. Jarðvegur er oft rakari á skuggsælum stöðum því uppgufun frá honum er minni en á sólríkum stöðum. Skuggsælir staðir era yfirleitt skjólgóðir og loftraki þar meiri en gerist og gengur. Al- mennt má segja að skuggþolnar plöntur hafi stærri og þynnri blöð en aðrar plöntur því þær þurfa ekki að takmarka útgufimina eins mikið. Burknar eru gott dæmi um skuggþolnar plöntur en þeir þríf- ast betur í skugga en fullri sól. Ýmsar aðrar fjölærar plöntuteg- undir era hentugar á skuggsæla staði og má þar nefna brúsk (Hosta sp.), hjartablóm (Dicentra sp.), bronslauf (Rodgersia podophylla) og maíepli (Podophyll- um hexandram). Fjölæra plönt- umar auka fjölbreytnina í garðin- um yfir sumarið að þær falla á haustin og þá standa beðin eftir, að því er virðist, tóm. Til að koma í veg fyrir galtóm beð yfir veturinn þarf að hafa ranna í beðunum. Ýmsir rannar era mjög skugg- þolnir. Skuggþolnir rannar era ræktaðir vegna blaðfegurðar því eins og áður segir er blómgunin af skomum skammti í skugganum. í rifs-ættkvíslinni (Ribes) er aragrúi skuggþolinna ranna sem hafa ver- ið ræktaðir um árabil á íslandi og reynst gtjótharðgerðir. Fjallarifs (Ribes alpinum) er þéttvaxið, fremur fíngert rifs með dökkgræn blöð. Það svarar klippingu mjög vel og má klippa það í ýmiss konar form; kúlur, súlur, kanínur eða jafnvel gíraffa. Hélurifs (Ribes lax- ifloram) er lágvaxið og þekjandi og hentar vel sem botngróður í blönd- uð trjábeð. Það fær mjög fallega rauða og gula haustliti. Blárifs (Ri- bes bracteosum) er 1-2 m hár, upp- réttur ranni sem þolir skugga mjög vel. Einn klónn úr Alaska- söfnunni 1985 er kominn í ræktun í flestum garðplöntustöðvum og ber hann heitið Perla. Blárifsið fær gulan haustlit og berin era æt. Kirtilrifs (Ribes glandulosum) lík- ist mjög hélurifsinu. Það er lágvax: ið og hefur þekjandi vaxtarlag. I skugga verður haustliturinn gulur en meira út í rautt á björtum vaxt- arstað. Enn fi-emur era sólberin (Ribes nigrum) og rifsið (Ribes spicatum) mjög skuggþolnar teg- undir en þær þarf vart að kynna íyrir landslýð. Önnur rannaættkvísl sem lumar á mörgum skuggþolnum tegund- um er ættkvísl toppanna (Lon- icera). Fjallatoppur (Lonicera alpigena) er með mjög stór, gljáandi laufblöð. Þetta er fremur grannvaxinn, grófur ranni sem verður 1-2 m á hæð. Hann fær yfirleitt ekki haustlit. Fjallatoppurinn er mjög skuggþolinn. Klukkutoppur (Lon- icera hispida) var einu sinni nefndur vandartoppur og era eflaust margir sem kannast við hann undir því nafni. Klukkutoppurinn verður 1-1,5 m hár og frekar breiður. Aðaleinkenni hans (fyrir utan áberandi blómgunina) era ljósir pokar utan um stöng- ulliðina á greinum plöntunnar. Pokar þessir era sérstaklega áberandi á vetuma og era til mik- illar prýði. Klukkutoppurinn fær skærappelsínugul ber síðla sum- ars og það verður að segjast eins og það er, þau era vond á bragðið. Rauðtoppur (Lonicera tatariea) er aðallega ræktaður vegna rauð- leitra blómanna og þá á björtum stað en hann verður mjög blaðfal- legur í skugga. Til era margar sortir af rauðtoppi og era þær ekki allar jafn harðgerðar hér- lendis. Glótoppur (Lonicera in- volucrata) er grófgerður ranni með stór laufblöð. Hann verður 1,5-2 m hár og breiður, fær gulan haustlit og þarf rakan jarðveg. Fleiri toppar era skuggþolnir, eins og blátoppurinn (Lonicera caera- lea), berjablátoppur (Lonicera caeralea var. edulis) og gultoppur (Lonicera deflexicalyx) en ekki verður ritað nánar um þá hér. Starfsmaður í ónefndri garð- yrkjustöð í Reykjavík var eitt sinn spurður að því hvað væri hægt að rækta norðan megin við hús, hálfpartinn undir tröppum, í norðangarra og seltu. Starfsmað- urinn hugsaði sig aðeins um og sagði svo við garðeigandann: „Hefurðu íhugað að rækta bara stein?“ Astandið er óvíða svona slæmt, yfirleitt er hægt að finna plöntur fyrir hvers konar skilyrði. Ljóst er að umfjöllun sem þessi er engan veginn tæmandi. Garð- eigendur sem búa skuggamegin í tilveranni þurfa því ekki að ör- vænta, þeir geta einnig ræktað ranna í görðum sínum. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUMAR 377. þáttur Hnujón Ágústa Rjórnsdottir VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Drekkið allir hér af ‘ SVO mælti Jesús við lærisveina sína eftir kvöldmáltíðina síðustu með þeim. Búið er að nú- tímavæða þessa athöfn með því að væta brauðið (oblátuna) aðeins í víninu áður en það er meðtekið. Ég vil því spyrja Bisk- upsstofu: Er rétt og leyfilegt að breyta fyrir- mælum Drottins þannig? Hver ákveður þetta? Vissulega gengur at- höfnin fljótar fyrir sig með þessu nýja lagi, en ég efast um að hespa eigi þessari helgu athöfn af með „fljótaskrift". Þeir sem eru í tímahraki geta sleppt þátttöku þar til næst, er þeir hafa undir- búið sig betur. Kannski finnst gott og fullnægjandi svar við þessari fyrirspurn? Einn úr söfnuðinum. Tapað/fundið Þrír giftingarhringar í óskilum ÞRIR giftingahringar era í óskilum. Hringamii- hafa allir fundist í strætisvögn- um eða í -skýlum. Inni í hringunum stendur: Þinn Leifúr. Þín Guðlaug og Jón Helgi Þorvaldsson 7.8. 93. Upplýsingar í síma 5872231. Bakpoki tapaðist í strætó BLÁGRÆNN bakpoki tapaðist á leið 3, Austur- leið, miðvikudaginn 15. júlí. I pokanum var blá úlpa, gúmmískór og vettlingar. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553 9428. Silfumæla tapaðist SILFURNÆLA formuð eins og blaðgrein sem skiptist í tvennt, tapaðist fimmtudaginn 16. júlí, sennilega í Árbæjarsafni eða á bílaplaninu við Hrafnistu í Reykjavík. Skilvís finnandi hringi vin- samlega í síma 5641105. Anna. eða i miðasölu Áræ- bjarsafns, 5771111. Jakki tapaðist á Glaumbar SVARTUR jakki, úr hálf- gerðu regnefni, hefur trú- lega verið tekinn í misgrip- um á Glaumbar laugai-dag- inn 11. júlí. Skilvís finnandi hringi í síma 587 9929. Fundarlaun. Tvenn gleraugu fundust TVENN gleraugu frá versluninni Auganu fund- ust á Eiðistorgi fyrir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 552 7949. Demantshringur tapaðist GULLHRINGUR með þremur röðum af demönt- um, tapaðist annaðhvort við Landsbankann á Sel- tjamarnesi, Húsgagnahöll- ina, verslunina Everest eða pósthúsinu í Armúlanum, fimmtudaginn 16. júh'. Skil- vís finnandi hringi í síma 893-0069. Fundarlaun. Svart gleraugna- hulstur tapaðist SVART gleraugnahulstur tapaðist í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt laugar- dagsins 18. júh. í hulstrinu era gleraugu ásamt bláum klút sem á stendur Ohver peoples. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Atla í síma 553 9204. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR kassavanir þriggja mánaða kettlingar, læður, fást gefins vegna ofnæmis bamanna á heimilinu. All- ur búnaður fylgir með. Upplýsingar í síma 5511167 og 699 2013. _ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson I morgunljóma. Víkverji skrifar... VINUR Víkverja, búsettur er- lendis, hefur dvalið í fríi hér á landi undanfarið. Hann kveðst sjá mikinn mun á umferðinni í Reykja- vík frá því hann var hér síðast. Hún sé miklu hægari og eðhlegri en hún var áður. Aðeins á háannatíma sjái hann gömlu taktana hjá ökumönn- um, stress og óþarfa framúrakstur og „svig“ á hraðbrautum. Það leikur ekki vafí á því að hraðakstursátak lögreglunnar er að skila árangri. Hraðinn á götum borgarinnar var of mikill og minni hraði ökutækja mun án efa skila sér í fækkun slysa í umferðinni. Til þess er leikurinn gerður. xxx HINN nýi lögreglustjóri í Reykjavík er greinilega að gera góða hluti á ýmsum sviðum en augljóst er að hann þarf að taka til hendinni á skrifstofu embættisins. Hér í þessum dálkum og í bréfum lesenda hér í blaðinu hafa að undan- fömu birst hryllingssögur um þjón- ustuleysi við þá sem þurfa að endur- nýja skírteini. Vinur Víkverja, sá sami og nefnd- ur var til sögunnar í upphafi pistils- ins, þurfti að fá endurnýjað ökuskír- teini sitt. Ákvað hann að nota tæki- færið, fyrst hann var staddur á landinu. Reyndar var skírteinið ekki nema tveggja ára gamalt en meinleg prentvilla hafði orðið í fóð- urnafni skírteinishafans við útgáfu þess. Hann hafði ekki veitt villunni athygli þegar hann sótti skírteinið á sínum tíma og hún kom ekki að sök hér heima. En þegar hann flutti til Dan- merkur var villan hins vegar mjög bagaleg. Föðurnafn mannsins byrj- ar nefnilega á Sig en villan var í því fólgin að það stóð Syg. Þar sem Syg þyðir veikur á dönsku má sjá að hér var um hina bagalegustu villu að ræða fyrir skírteinishafann! x x x NÚ var vinur Víkverja sem sagt kominn á lögreglustöðina við Hverfísgötu til að fá fram lagfær- ingu vegna mistaka embættisins. Eftir mjög langa bið komst hann að og bar upp erindið. Sjálfsagt þótti að endurnýja skírteinið en aðeins gegn fullri greiðslu. Þetta þótti skírteinishafanum ansi harðir kostir og var þá leitað til yfírmanns, sem samþykkti að fella niður greiðsluna. Skírteinishafinn spurði því næst hvort hann gæti ekki fengið nýrri gerð skírteinis, sem nýbyrjað er að gefa út. Jú það var í lagi, en aðeins gegn fullri greiðslu. Eftir nokkurt þref bauð yfirmaðurinn skírteinið gegn hálfri greiðslu! Þegar hér var komið sögu hafði maðurinn gefist upp, enda búinn að eyða stórum hluta af deginum á lög- reglustöðinni. Hann reiddi fram peningana og fékk kvittun sem hann hyggst geyma til minningar um þessa lífsreynslu. Á kvittuninni byrjar föðurnafnið nefnilega á Syg! x x x KONA hringdi í Víkverja til að lýsa yfir hneykslan sinni yfir framkomu íslenskrar fjölskyldu í Skálholti s.l. fóstudag milli kl. tvö og þrjú. Konan sagðist hafa verið með hóp útlendinga að skoða Skálholts- kirkju þegar fyrrgreind fjölskylda renndi í hlað. Hún sagði að hjónin hefðu verið í stuttbuxum og erma- lausum bol með allt flaksandi og sonur þeirra hjóna hafi verið með vasadiskó. Þannig hafi fólkið struns- að inn í kirkjuna. Útlendingarnir hafi verið alveg gáttaðir á því virð- ingarleysi sem Islendingar sýndu guðshúsum með svona háttarlagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.