Morgunblaðið - 05.08.1998, Side 1

Morgunblaðið - 05.08.1998, Side 1
173. TBL. 86. ARG. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS _________________________________ Reuters r sér eldhafíð fyrir norðan Aþenu. * Irakar harðorðir í garð vopna- eftirlitsmanna í Bagdad Saka SÞ um að beita blekkingum Bagdad, New York, Manama, London. Reuters. 'VAXANDI spenna ríkir nú á nýjan leik í samskiptum Bandaríkjanna og íraks eftir að Richard Butler, yfir- maður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, stytti dvöl sína í Bagdad og hélt heim á leið eftir að hafa átt árangurslausa fundi með leiðtogum Iraka. Tareg Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra Iraks, var í gær afar harðorður og sakaði Butler um að koma ekki hreint fram við Iraka. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SP, sagðist í gær vona að hér væri einungis á ferðinni tímabundið bakslag en Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands, kvaðst hins vegar „afar óánægður með að að- gerðir írösku stjórnarinnar virtust nú enn ætla að gera starfsmönnum vopnaeftirlitsins erfitt fyrir“. Sagði hann samsæriskenningar íraka „hreinlega fáránlegar" og hvatti þá til að breyta afstöðu sinni í málinu. Að sögn Butlers höfnuðu Irakar tillögum hans um frekara eftirlit, sem standa myndi í einn mánuð, og að þeir hefðu í staðinn farið fram á að hann lyki strax starfi sínu, en til að efnahagsþvingunum gegn írak verði aflétt þarf Butler að hafa gefið SÞ skýrslu um að írakar hafi eytt gereyðingarvopnum sínum. „Eg sagði Aziz að ég teldi mögu- legt, ef við ynnum hratt og vel næstu fjórar til fimm vikur og nyt- um fullrar samvinnu frá stjórnvöld- um í Irak, að svo gæti farið að ég tilkynnti öryggisráði SÞ um niður- stöður eftirlitsins," sagði Butler. „Aziz krafðist þess hins vegar að ég tilkynnti öryggisráðinu þegar að af- vopnun íraka væri lokið. Ég hef ekki fullnægjandi gögn til þess,“ sagði Butler, „og tilkynnti Aziz því að ég gæti ekki orðið við óskum hans.“ Harðorð ummæli Iraka Tareq Aziz var harðorður í gær og sakaði Butler um að fylgja ekki ályktunum SÞ heldur utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Sagði Aziz að stjórnvöld í Bagdad myndu nú end- urskoða samskipti sín við vopnaeft- irlit SÞ með „lymskubrögð, undan- slátt og kúganir" þess í huga. Talið er að ummælin séu vísbending um að írakar telji litlar líkur á að SÞ aflétti efnahagsþvingunum sínum í október, eins og áætlað hefur verið, og að þeir telji að Bandaríkjamenn hyggist sjá til þess að þvinganir séu í gildi svo lengi sem Saddam Hussein ræður ríkjum í Irak. „Irak á engin gereyðingarvopn. Við höfum eytt vopnum okkar. Þeim tækjum sem notuð voru við gerð þeirra hefur verið eytt,“ sagði Aziz en kvaðst aðspui'ður ekki vita hvað nú tæki við. „Ég ætla ekki að rasa um ráð fram en við verðum nú að meta stöðuna á nýjan leik og sann- gjarnir meðlimir öryggisráðs SÞ verða að gera það einnig." Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir dóm áfrýjunarréttar Lögfræðingar for- setans beri vitni Havel með lungna- bélgu Prag. Reuters. HJARTSLÁTTUR Václavs Havels, forseta Tékklands, var orðinn reglu- legur síðdegis í gær, en fyrr um dag- inn höfðu læknar áhyggjur af óreglu- legum slætti hjarta forsetans, sem einnig er kominn með berkjulungna- bólgu. Havel gekkst undir aðgerð fyrir tíu dögum. Havel er 61 árs og hefur að undan- fórnu átt við veikindi að stríða. Læknar hans sögðu að hann væri enn tengdur við öndunarvél, en í gær gerðu þeir á honum barkaskurð til að hann ætti auðveldara með andar- drátt eftir að hægra lungað féll sam- an. Það var farið að virka eðlilega síðdegis í gær. „Hjarta [Havels] virkar nú eigin- lega alveg eðlilega. Blóðrásin er komin í rétt horf og samskipti við forsetann eru eðlOeg miðað við að hann sé tengdur öndunarvél,“ sagði Ilja Kotik, yfirlæknir heilsugæsluliðs forsetans, á fréttamannafundi í gær. ----------------- Umdeild lög g’eg'n vændi í Svíþjóð Stokkhólmi. Reuters. SVIAR hyggjast koma lögum yfir þá sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna og -karla með því að gera slíkt athæfi ólöglegt. Lögin ganga í gildi um næstu áramót en deilt er um hvort þau nái tilgangi sínum eða verði einungis til þess að vændi verði ofurselt undirheimum skipulagðrar glæpastarfsemi, þar sem melludólgar frá Austur-Evrópu ráða ríkjum. Sænskir félagsráðgjafar halda því fram að lögin verði aðeins til þess að auka umsvif dólganna. Auðveldai’a verði iyrir þá en áður að hneppa fólk í vændi og hættan á ofbeldi og hvers kyns kúgun þeirra sem stunda vændi magnist einnig. Inger Segelström, formaður kvennanefndar Sósíaldemókrata- flokksins, segir lögin hins vegar nauðsjmleg: „Það er tímabært að hætta að taka tillit til þeirra sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna. Konui' eru ekki söluvara,“ sagði hún í viðtali við Dagens Nyheter. „Mellu- dólgarnii' eru heldur ekki nýtilkomn- ir. Tveir þriðjuhlutar vændiskvenna stunda störf sín innan dyra, sem þýðir að vændi hefur farið fram með skipulegum hætti í Svíþjóð í tvo til þrjá áratugi.“ ------♦-♦-♦--- Metverðfall á Wall Street New York. Reuters. MESTA verðfall sem orðið hefur á þessu ári varð á hlutabréfamörkuð- um í Bandaríkjunum í gær, er Dow Jones-vísitalan lækkaði um 3,4%, eða 299,43 stig. Við lokun stóð hún í 8.487,31, og hefur ekki verið lægri síðan 5. mars sl. Fréttaskýrendur sögðu enga eina ástæðu vera fyrir lækkuninni, en fjárfestar teldu lík- legt að hagnaður fyrirtækja yrði áfram lítill á síðari hluta þessa árs. Skógareldar nærri Aþenu Aþenu. Reuters. MIKLIR skógareldar hafa geisað á Pendeli-fjalli í nágrenni Aþenu síðan á mánudag. í gær læsti eld- urinn klónum í þorpið Anthoussa, sem liggur 25 km norðaustur af höfuðborginni, og þrjátíu heimili eyðilögðust. Enginn hefur slasast, en talið er að brennuvargar hafí kveikt eldana. Um 600 slökkvi- liðsmenn berjast við eldana, sem skilið hafa eftir þúsundir hektara af sviðinni jörð. Ríkisstjórn Grikklands hefur lýst yfir neyðarástandi í úthverf- um nyrst í Aþenu og varað al- menning við að fara nærri svæð- inu. Costas Simitis forsætisráð- herra sneri heim úr sumarleyfi í gær og boðaði sérstakan neyðar- fund. Skógareldar hafa brunnið víða á Grikklandi í sumar. Saksóknar- inn í Aþenu er að rannsaka ásak- anir þess efnis að brennuvargar hafi kveikt eldana svo að ryðja mætti land til nýbygginga. Slökkviliðið hefur einnig legið undir ámæli fyrir slaka frammi- stöðu í baráttunni við eldana. LANNY Breuer, einn lögfræðinga og ráðgjafa Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, kom í gær fyrir rann- sóknarkviðdóm og bar vitni um sam- skipti sín við forsetann vegna ásak- ana í hans garð um ástarsamband við Monicu Lewinsky og meinta hvatn- ingu til meinsæris. William H. Rehnquist, forseti Hæstaréttar í Bandaríkjunum, hafði úrskurðað að tveir lögfræðinga forsetans skyldu mæta fyrir rannsóknarkviðdóminn. Annar lögfræðingur forsetans, Bruce Lindsey, mun mæta fyrir kvið- dóminn þegar hann hefur jafnað sig eftii' bakaðgerð er hann gekkst undir í síðustu viku. Lögfræðingarnir höfðu haldið því fram að vegna ákvæða um trúnað á milli lögmanna og skjól- stæðinga mættu þeir ekki bera vitni um samskipti sín við forsetann. Alríkisáfrýjunan'éttur hafði kom- ist að þeirri niður- stöðu að trúnaðai'- ákvæðin giltu ekki um samskipti Breu- ers og Lindseys við forsetann og Rehn- quist vildi ekki ógilda niðurstöðu réttarins. Kenneth Starr, sérstakur saksóknari er rann- sakar meint misferli forsetans, held- ur því fram að sem lögfræðingar á vegum stjórnvalda geti Breuer og Lindsey ekki borið fyrir sig trúnað. Afrýjunarrétturinn hafði sæst á þessi rök Starrs, en forsetaembættið áfrýjaði þeirri niðurstöðu réttarins til Hæstaréttar og fór ennfremur fram á að lögmönnunum tveim yrði ekki gert að mæta fyrir kviðdóminn fyrr en öllum níu dómurum Hæstaréttar hefði gefist færi á að fjalla um áfrýj- unina. Með úrskurði sínum hafnaði Rehnquist beiðni embættisins. Embættismenn í Hvíta húsinu lýstu vonbrigðum sínum með niður- stöðuna. „Trúnaður á milli lögfræð- ings og skjólstæðings er ein af undir- stöðum réttarkerfisins [í Bandaríkj- unum],“ sagði Charles Ruff, lögmað- ur forsetans, er niðurstaða áfrýjun- an'éttarins lá fyrir á mánudag. „Sá trúnaður sem ríkir í samskiptum lög- fræðings og skjólstæðings skiptir alls ekki minna máli þegar stjómvöld eiga í hlut en í öðrum tilvikum." Afrýjunarrétturinn hafði komist að þehri niðurstöðu að þar eð Lindsey væri lögfræðingur ríkisstjórnarinn- ar, en ekki einkalögfræðingur Clint- ons, gæti hann ekki borið fyrir sig ákvæði um trúnað milli lögfræðings og skjólstæðings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.