Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKIP frá sex aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, sem mynda
fastaflotann á Ermarsundi, liggja nú í Reykjavíkurhöfn.
Morgunblaðið/Ásdís
GEIR Flage skipherra, yfirmaður Ermarsundsflotans.
Heimsókn Ermarsundsflota Atlantshafsbandalagsins
Vilja efla samstarf Landhelg-
isgæzlunnar við flota NATO
HEIMSÓKN sex tundurduflaslæð-
ara úr fastaflota Atlantshafsbanda-
lagsins á Ermarsundi hingað til lands
er liður í því að efla samstarf íslenzku
Landhelgisgæzlunnar við flota
NATO. Að sögn Geirs E. Flage skip-
herra, yfírmanns flotadeildarinnar,
er tilgangur heimsóknarinnar m.a. að
fræða Landhelgisgæzluna um tund-
urduflavamir og útskýra fyrir henni
hvað þurfí til að taka þátt í slíkri
starfsemi.
Á blaðamannafundi Flages um
borð í norska herskipinu Vidar í gær
kom fram að Ermarsundsflotinn er
ein af hraðsveitum NATO og er meg-
inverkefni hennai- að finna og eyða
tundurduflum. Flotadeildin heyrir
undir yfirmann herafla NATO í Evr-
ópu og getur brugðizt skjótt við, sé
þörf á vömum gegn tundurduflum,
ekki aðeins í Ermarsundi heldur
hvar sem krafta hennar er þörf.
Ermarsundsflotinn er nýkominn frá
æfmgum við Bandaríkin og Kanada
og er þetta í fyrsta sinn, sem hann
fer til æfinga annars staðar en við
strendur ríkja Vestur-Evrópu. Þetta
er jafnframt fyrsta Islandsheimsókn
flotadeildarinnar.
Flage segir að aðOdarríki NATO
hafi undanfarin ár lagt aukna áherzlu
á tundurduflavamir, meðal annars
vegna reynslunnar af átökum við
Falklandseyjar og við Persaflóa, en
þar var tundurduflum beitt óspart til
að teppa siglingaleiðir og hamla för
innrásarflota. Að sögn Flages hefur
tækninni fleygt fram, bæði í smíði
tundurdufla og skipa til að uppræta
þau. I flotadeildinni, sem liggur við
Faxagarð í Reykjavíkurhöfn, er
þannig nýsmíðaður norskur tundur-
duflaslæðari, sem siglir á loftpúða, er
hljóðlátur og gefur frá sér lítið af
segulbylgjum, en nútímatundurdufl
era mörg hver hönnuð til að springa
af völdum hljóð- og segulbylgna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur flotastjóm NATO sýnt
þvi áhuga á undanfömum áram
virkja íslenzku Landhelgisgæzluna í
auknum mæli í starfsemi flota banda-
lagsins. Hefur einkum verið rætt um
þátttöku í tundurduflavarnaæfíngum
í því sambandi. I þessu skyni sendi
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra Ermarsundsflotanum boð árið
1996 um að koma í heimsókn hingað
til lands þegar tækifæri gæfist og
veita Landhelgisgæzlunni tilsögn í
tundurduflavörnum. Heimsóknin
hefur því verið í undirbúningi í tvö
ár.
Meðan á heimsókn Ermarsunds-
flotans stendur munu skip hans
starfa með Landhelgisgæzlunni,
fræða starfsmenn hennar um tund-
urduflavamir og sýna þeim vinnu-
brögðin. í dag munu skipin t.d. sýna
tundurduflaslæðingu norðaustan við
Engey, en þar hefur verið komið fyr-
ir óvirkum duflum.
Á morgun verður jafnframt haldin
björgunaræfing með varðskipinu Tý;
látið verður sem eldur hafi komið
upp á Tý og skip NATO-flotans
munu veita aðstoð.
Flage skipherra segir að til þess að
Landhelgisgæzlan geti sinnt tundur-
duflavörnum verði hún að búa yfir
háþróuðum tækjum til slíkra starfa,
en þau era afar dýr. „Hugmyndin
með heimsókn okkar er m.a. að við
skýram íslenzku Landhelgisgæzlunni
frá því hvernig hún geti hugsanlega
tekið þátt í tundurduflavömum í
framtíðinni og hvað hafa þurfi í huga,
vilji Landhelgisgæzlan hefja leit að
tundurduflum," segir Flage.
Flage segir að enn sé mikið af
tundurduflum í hafinu frá seinna
stríði. Flest séu þau óvirk, en geti
verið hættuleg ef menn fikti við þau
án þess að búa yfir nauðsynlegri
kunnáttu. Hann segir að yfirleitt rek-
ist skip flotadeildarinnar á gömul
dufl fyrir tilviljun. Það hafi komið
fyrir að þýzk dufl hafi fundizt úti fyr-
ir ströndum Noregs, þar sem enn var
straumur á rafhlöðunni eftir hálfa öld
í sjó. í Eystrasalti sé einnig talsvert
af tundurduflum sem floti Sovétríkj-
anna hafi lagt.
36 ljósmæður drdgu uppsagmrnar til baka
Engin röskun á
starfsemi kvenna-
deildarinnar
ALLS 36 ljósmæður á Landspítal- staðgengils hjúkrunarframkvæmda-
anum, af þeim 40 sem sagt höfðu
upp störfum vegna deilna um launa-
kjör, drógu uppsagnir sínar til baka
fyrir miðnætti á föstudagskvöld, að
sögn Steinunnar Ingvarsdóttur
Stjórn LÍN
Mælt með
Steingrími
Ara Arasyni
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra
námsmanna (LIN) hefur mælt
með því við menntamálaráð-
herra að Steingrímur Ari Ara-
son aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra 'verði skipaður í stöðu
framkvæmdastjóra LÍN um
næstu áramót, en núverandi
framkvæmdastjóri Lánasjóðs-
ins, Lárus Jónsson, hefur sagt
starfi sínu lausu.
Auk Steingríms sóttu þrír um
framkvæmdastjórastöðuna, þeir
Hjálmar Kjartansson, Pétur
Rasmussen og Henrý Granz. Að
sögn Gunnars Birgissonar for-
manns stjórnar LÍN naut Stein-
grímur yfirgnæfandi stuðnings
innan stjórnarinnar.
stjóra á Landspítalanum. Ekki kom
því til röskunar á starfsemi kvenna-
deildar spítalans um helgina. Ein
Ijósmóðir lét uppsögnina standa en
óvíst er með þær þrjár sem eftir era
þar sem þær eru í sumarfríi erlend-
is. Að sögn Steinunnar hafa þær enn
nokkum frest til þess að draga upp-
sagnir sínar til baka.
Að sögn Guðrúnar G. Eggerts-
dóttur, yfirljósmóður á fæðingar-
deild Landspítalans, fengu ljós-
mæður ekki þá kjarabót sem þær
vildu ná fram með uppsögnum sín-
um, sem snerist aðallega um hækk-
un grannlauna Ijósmæðra. Hún seg-
ir að það hafi verið erfið ákvörðun
hjá ljósmæðrunum að draga upp-
sagnirnar sínar til baka, en það
væri líka erfitt að hætta í starfi og
horfa í kjölfar þess upp á „vand-
ræðaástand á deildinni sinni“.
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfor-
stjóri á Landspítalanum vildi í sam-
tali við Morgunblaðið ekkert tjá sig
um þá spumingu hvort einstökum
ljósmæðram hefði verið gert eitt-
hvert tilboð á fostudag. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hækka
ljósmæður á fæðingargangi hins
vegar um einn launaflokk nú þegar
vegna framgangskerfisins svokall-
aða, en sú hækkun hefði að öðram
kosti sennilega ekki komið til fram-
kvæmda fyrr en í byrjun næsta árs.
Ljósmynd/Þórður Kristjánsson
Köttur
VISSULEGA getur það verið
spennandi að klifra upp á þak og
virða fyrir sér útsýnið yfir Vest-
urbæinn en verra getur það verið
þegar kemur að því að líta niður á
götu og huga að því að koma sér
heim aftur. Þá getur lofthræðslan
gert vart við sig. Svarti kötturinn
sem hafði farið upp á þak húss við
í klípu
Seljaveg á laugardagsmorguninn
lenti í slíkri klípu - hann varð log-
andi hræddur og komst ekki nið-
ur. Á endanum kölluðu menn á
jörðu niðri til hjálp frá Slökkvilið-
inu í Reykjavík og þaðan komu
vaskir menn f fullum herklæðum.
Þeim var lyft upp í körfubíl og
fékk kötturinn far niður.
Frumlegar auglýsing-
ar frá Patreksskóla
Refakjöt,
harðfiskur og
kennarar
AUGLÝSINGAR um lausar kenn-
arastöðui- frá Patreksskóla á Pat-
reksfirði era all óvenjulegai-. I aug-
lýsingunum er m.a. spurt í fyrirsögn-
um hvort fólki finnist refakjöt gott,
harðfiskur góður, hvort það hafi séð
Látrabjarg og jafnframt kemur fram
að kennai’a vanti við skólann.
Skólastjórinn, Guðbrandur Stígur
Ágústsson, og aðstoðarskólastjórinn,
Valgarður Lyngdal, era hugmynda-
smiðirnir og segir Guðbrandur þá áð-
ur hafa vakið athygli á skólanum með
óvanalegum hætti, m.a. á kynningum
í Kennaraháskólanum, þar hafi þeir
gefið kennaraefnum harðfisk eitt áiið
og grjót úr Látrabjargi annað ár.
Guðbrandur segir auglýsingarnar
vekja meiri viðbrögð en hefðbundn-
ari auglýsingar, kennarar hringi mik-
ið til að spyrjast fyrir og bæjarbúar
séu ánægðir með þá jákvæðu mynd
sem auglýsingamar gefi af Patreks-
firði og skólanum. Hann segir spurn-
ingar um refakjöt og harðfisk ekki úr
lausu loft gripnar, þær tengist bæjar-
lífinu á einn eða annan hátt, svokall-
aðir pottormar á Patreksfirði hafi á
sínum tíma vakið athygli fyrir að
matreiða refakjöt og mikil harðfisk-
verkun sé í bænum.
Tvo kennara vantai- við skólann í
haust og að sögn Guðbrands er ekki
búið að ganga frá ráðningum, en
hann segist ekki svartsýnn á að það
gangi vel þar sem töluvert sé búið að
hafa samband.
---------------
Landsbanki íslands
Ekki endan-
legt verðmat
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Landsbanka íslands hf.
„Að undanförnu hefur verið unnið
að stefnumótun innan Landsbanka
íslands hf. til að treysta stöðu bank-
ans sem stærsta fjármálafyrirtækis
landsins. Markmiðið er að efla alhliða
fjármálaþjónustu bankans, bæði á
sviði einstaklings- og fyrirtækjavið-
skipta. Þá er það einnig markmiðið
að styrkja eiginfjárp-undvöll Lands-
bankans með útboði nýs hlutafjár og
styrkja alþjóðlegan þátt í starfsemi
hans. Einn þáttur í þessari vinnu hef-
ur falist í ráðgjöf alþjóðlega fjármála-
fyrirtækisins JP. Morgan sem ráðið
var fyrr í sumar til að annast ráðgjöf
varðandi verðmat, stefnumótun, sam-
setningu efnahagsreiknings bankans
og fjármögnun, og mat á eftirspurn
erlendra fagfjárfesta eftir hlutabréf-
um í bankanum.
I tilefni af fréttum um verðmat á
bankanum skal tekið fram að þær
tölur sem þar komu fram era hvorki
komnar frá Landsbankanum né JP
Morgan. Endanlegt mat á verðmæti
Landsbanka íslands liggur ekki fyr-
ir, en niðurstöður JP Morgan eru
einungis einn þáttur í mati á útboðs-
gengi á hlutabréfum í bankanum.
Lokaúttekt stendur nú yfir og munu
niðurstöður hennar tengjast undir-
búning hlutafjárútboðs sem ráðgert
er að fari fram síðar á þessu ári.“
-----------♦♦♦------
Manni bjargað
úr logandi húsi
í Vopnafirði
ELDUR kom upp í þvottahúsi í ein-
lyftu íbúðai-húsi við Miðbraut í
Vopnafirði aðfaranótt sl. sunnudags.
Nokkrar skemmdir urðu á húsinu
vegna reyks og sóts.
Ekki var mikiU eldui’ þegai’
slökkvilið kom á staðinn en reykur
var mikill undan þakskeggi. Ekki er
vitað hver eldsupptökin voru. Maður
vai- sofandi í húsinu þegar eldurinn
kom upp. Björgunai-sveitaimaður frá
Vopnafirði skreið inn í húsið og
bjargaði manninum út. Hann var
fluttur á heilsugæslustöðina en
reyndist ekki mikið slasaður.