Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góðærið hefur aukið bjartsýni fólks sem hugleiðir kaup á fasteign Þróun fermetraverds á höfuðborgarsvæðinu frá 1996 janúar 1996=100 1996 1997 98 1996 1997 98 1996 1997 98 Heimild: Fasteignamat ríkisins 116 114 112 110 108 106 104 102 100 98 96 94 Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 1987-1997. Verð á ferm. í fjölbýli, 1990= 100 Heimild: Þjóðhagsstofnun Sementssala og fjöldi samþykktra skuldabréfalána til einstaklinga vegna nýbygginga - jöfnuð 1990=100 Skuldabréfalán 130 120 110 100 90 80 70 60 ISAMTALI við blaðamann nefna fasteignasalar ýmsar skýringar á uppsveiflu á fast- eignamarkaði. Allt frá góðærinu til þess að góðviðrið spilli ekki fyrir. Undirliggjandi ástæða er sögð vaxandi trú almennings á að stöðugleiki undanfarinna ára sé varanlegur. „Markaðurinn er óskaplega líf- legur, og hefur verið allt þetta ár. Það er mjög mikil eftirspurn eftir stærri eignum og sárbýli," segir Árni Stefánsson fasteignasali í Gimli. „Með aukinni bjartsýni og góðæri hafa eignir, sem hafa verið þungar í sölu undanfarin ár, farið að hreyfast meira, það er að segja eignir sem kosta yfír 15 milljónir króna.“ Stöðugleikinn Árni telur ljóst að sálræni þátt- urinn vegi alltaf þungt í viðskipt- um. „Þegar vinnumarkaðurinn er stöðugur, engin verkföll yfírvof- andi, góðæri og bjartsýni ríkjandi og í ofanálag er sói alla daga þá trúa menn betur á stöðugleikann og framtíðina en áður,“ segir hann. Um áhrif góða veðursins á fasteignamarkaðinn segir hann að það dragi a.m.k. ekki úr eftir- spurn eftir sérbýli með góðum garði. Árni segir að eins og verið hafi allan tímann í niðursveiflunni sé umframeftirspurn eftir ákveðnum tegundum eigna í vesturbæ, Hlíð- um, Fossvogi og ákveðnum stöð- um í Smáíbúðahverfi. Umframeft- irspurn sé nú einnig að skapast í fleiri hverfum borgarinnar. Ingólfur Gissurarson, fast- eignasali hjá Valhöll, tekur í svip- aðan streng og Árni og segir að þrátt fyrir uppsveifluna undanfar- ið sé framboð enn umfram eftir- spurn, á heildina litið. Ingólfur segir að salan í sumar sé ívið betri en í fyrrasumar og telur að skýr- inganna sé að leita í almennri uppsveiflu í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir uppsveifluna vonast hann til þess að sveiflurnar verði ekki of öfgakenndar. „Of mikill hraði upp á við er ávísun á mikinn hraða niður á við eftir nokkurn tíma. Það þekkja menn frá fyrri tíð,“ segir hann. Hann segir að fasteignaverðið Fasteignamark- aður lifnar við Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er líflegur um þessar mundir, segja fasteignasalar sem Pétur Gunnarsson ræddi við. Eftirspurn er meiri en verið hefur. Ungt fólk er farið að hætta sér í fasteignaviðskipti að nýju og hagtölur gefa til kynna að í lok júní hafí raunverð íbúðarhúsnæðis farið hækkandi. hafi þó lítið breyst; það séu aðal- lega nýbyggingar sem hafa þok- ast upp á við í verði, fyrst og fremst vegna launaskriðs hjá iðn- aðarmönnum. Fasteignaverð of hátt undanfarin ár? Ingólfur telur að e.t.v. megi til sanns vegar færa að fasteigna- verð hér á landi hafi verið of hátt miðað við laun í landinu undanfar- in ár. Síðustu 5-6 ár hafi ungt fólk átt í erfíðleikum með að skrapa saman í útborgun og lítið hafi far- ið fyrir því á fasteignamarkaði. „Ungt fólk er farið að koma inn á markaðinn aftur, það er óhrædd- ara við að kaupa en áður og mark- aðurinn er aðgengilegri fyrir það en verið hefur,“ segir Ingólfur og vísar þar m.a. til 70% lánshlutfalls í húsbréfakerfinu. Hann sagði að enn ætti þó ungt fólk oft í erfiðleikum með að skrapa saman fyrir útborgun en margir keyptu engu að síður með 100% lánum sem væru tryggð með veðum í fasteignum foreldra. Það teldi fólk vænlegri kost en að leigja því að þá væri greiðslubyrð- in lægri en húsaleiga, réttur stofnaðist til vaxtabóta auk þess sem útgjöldin ganga í það að greiða niður lán og mynda eign en ekki í vasa leigusala. Fleiri viðmælendur tóku í sama streng, að unga fólkið, sem nú á kost á allt að 70% húsbréfaláni vegna fyrstu íbúðar, væri farið að sýna sig á fasteignamarkaði aftur og kaupa smærri eignirnar og því fylgdu margfeldisáhrif á markað- inn. Töflurnar sem birtar eru hér til hliðar sýna að fasteignaverð hefur verið að þokast upp á við undanfarin misseri. Ingólfur Gissurarson kvaðst helst merkja verðhækkanir í ný- byggingum vegna áhrifa frá launaskriði iðnaðarmanna. Hann sagðist telja hætt við því að aftur- kippur komi í sölu nýbygginga ef hækkunin verði öllu meiri en orð- ið er. Runólfur Gunnlaugsson, fast- eignasali í Höfða, sagði að eftir- spurn hefði aukist það sem af er þessu ári. Runólfur segir að e.t.v. megi segja að verðhækkunar verði helst vart á þeim eignum sem eru á miðju verðbilinu, kosta frá 6-10 milljónir króna. „Svo er fólk hætt að bjóða bílana sína upp í íbúðir. Það var dæmigert kreppueinkenni," segir Runólfur. Runólfur sagði að sér kæmi ekki á óvart þótt 5-7% hækkun hefði orðið á vinsælustu eignum í vin- sælustu hverfum frá áramótum. Hann sagði að nýbyggingar væru enn mjög eftirsóttar, sér- staklega Smárahvammshverfi og eins Staðarhverfið við Korpúlfs- staði. Hann segist greinilega verða var við aukna bjartsýni í fólki. Eignir seljist nú mun hraðar en áður og hann segir algengt að unga fólkið sem er að koma út á markaðinn og getur nú fengið 70% fjármögnun í húsbréfakerf- inu kaupi sína fyrstu íbúð 3ja her- bergja en ekki 2 herbergja eins og var algengast áður. 3ja herbergja um helmingur af fjölda seldra eigna I samtali við einn viðmælanda kom fram að sala á 3 herbergja íbúðum væri sennilega að jafnaði um eða yfir helmingur af öllum sölum á markaðinum. „Það hefur vei'ið óvanalega mikið að gera í sumar,“ sagði Franz Jezorski, fasteignasali á Hóli. „Við finnum fyrst og fremst að eftirspurnin er að aukast og eignafjöldinn á fasteignasölunum er að minnka, þ.e. eftirspurninn er meiri en innstreymið af eignum á skrá. Við erum farnir að selja eignir á örfáum dögum sem áður tók mánuði að selja.“ Franz sagði að þessi aukning endurspeglaði það líf sem væri í þjóðfélaginu. „Það er góðæri. Menn hafa hækkað í launum og gera ráð fyrir að launin hækki áfram. Menn eru bjartsýnir og þegar menn eru bjartsýnir þora þeir frekar að hreyfa sig. Undanfarin ár hefur þetta verið kaupendamarkaður. Kaupendur hafa farið á fasteignasölu og hafa getað tekið sér nánast þann tíma sem þeir vildu. Nú er þetta að breytast aftur í seljendamarkað þar sem kaupendur þurfa að hafa hraðar hendur ef þeir ætla ekki að missa af góðri eign.“ Franz sagðist telja að breyting- arnar hefðu ekki enn haft teljandi áhrif á ásett fasteignaverð á markaðinum en ef eftirspurn haldi áfram að aukast hljóti það að leiða til verðhækkana. Undan- farið hafí verðið á atvinnuhúsnæði þotið upp en vanalega finni at- vinnulífið fyrst fyrir góðæri og því komi verðhækkanir fyrst fram þar. Stærstu húsin útundan? Viðmælendur Morgunblaðsins sögðu að ekki væri þó merkjan- legt að eftirspurn færi mikið vax- andi eftir stærstu einbýlishúsun- um. Þótt hópur auðugra kaup- enda, sem hafa komist í álnir á fjármagns- og kvótamarkaði, sé stærri en nokkru sinni fyrr hafi þessi hópur yfirleitt ekki áhuga á 300 fermetra húsum. Þetta fólk kaupi ógjarnan eignir sem kosta meira en 20 milljónir en vilji held- ur ávaxta sitt pund á fjármagns- markaði, eiga sumarhús erlendis eða njóta lífsins á annan hátt frekar en að binda eignir sínar í stórum fasteignum. Snorri Gunnarsson heldur utan um tölfræði yfir fasteignamarkað- inn hjá Fasteignamati ríkisins en hluti þeirra taflna sem birtist hér til hliðar byggist á upplýsingum úr Markaðsfréttum Fasteigna- matsins. SnoiTÍ sagði að verð- hækkanir kæmu venjulega fram seint í því ferli sem fer af stað þegar breytingar verða á fast- eignamarkaði. Fyrst fjölgi samn- ingum, síðan breytist greiðslu- mynstur, eins og gerst hefur hér- lendis undanfarið þar sem lægra hlutfall kaupverðs en áður er nú greitt með fasteignum og lausafé og hlutfall útborgunar fer heldur hækkandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.