Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BMW vísar hug-
mynd VW um
samruna á bug
Frankfurt. Reuters.
BMW hefur vísað á bug hugmynd
stjórnarformanns Volkswagens,
Ferdinands Piechs, um samruna
fyrirtækjanna og kallar hana til-
raun til að dreifa athyglinni frá
ósigri VW í baráttunni um Rolls-
Royce.
Stjórnarformaður BMW, Bemd
Pischetsrieder, hló þegar hann var
spurður álits og kvað humyndina
dæmigerða fyrir Piech að sögn Der
Spiegel. Piech hefur orð fyrir að
vera sérvitur athafnamaður.
Pischetsrieder sagði að sögu-
sagnir um að BMW yrði lagt undir
annað fyrirtæki hefðu verið á kreiki
í 35 ár og aðeins eflt BMW. „Slíkur
orðrómur gefur okkur alltaf færi á
að hvetja starfsmenn okkar til að
standa sig betur,“ sagði hann við
blaðið Welt am Sonntag. „Ef hlut-
hafar okkar telja peningum sínum
ekki betur varið en með því að fjár-
festa í BMW er tómt mál að tala um
þetta.“
Selja bfla fyrir 60 milljarða
marka á ári
Piech vakti máls á samruna í
blaðaviðtali, þar sem hann sagði að
velta mætti fyrir sér tengingu íyrir-
tækjanna eða hlutabréfaskiptum.
Hann benti þó á að eftirlitsyfírvöld
kynnu að torvelda samruna.
Áður en viðtalið birtist hafði Pi-
ech sætt ámæli i fjölmiðlum fyrir að
láta BMW komast upp með að
kaupa vörumerki Rolls-Royce af
flughreyflaframleiðandanum Rolls-
Royce Plc frá árinu 2003, þótt VW
hefði keypt Rolls-Royce Motor Cars
í júní. VW stendur því aðeins uppi
með Bentley vörumerkið og fyrr-
verandi verksmiðju Rolls-Royce í
Crewe á Englandi.
BMW selur bfla fyrir 60 milljarða
marka á ári, aðeins rúman helming
af því sem VW framleiðir. BMW tel-
ur sig ekki þurfa að óttast yfirtöku
ef fyrirtækið heldur áfram að ein-
beita sér að framleiðslu fyrsta
flokks bfla, en VW reynir að bjóða
allar tegundir bfla. Auk þess segir
BMW að aðalhluthafínn, Quandt
fjölskyldan, sem á tæplega 50%
hlut, hafi strengt þess heit að selja
ekki eign sína í fyrirtækinu.
Nýr Rolls smíðaður
í Miinchen?
Að sögn Welt am Sonntag hefur
BMW þegar ákveðið að smíða nýja
Rolls-Royce gerð í Miinchen, en
Pischetsrieder vildi ekki staðfesta
það.
Pischetsrieder sagði að BMW
mundi koma sér upp hópi starfs-
manna til að framleiða Rolls-Royce
bíla í nýrri verksmiðju í Bretlandi,
en gaf í skyn að þeir starfsmenn
mundu ekki koma frá Crewe verk-
smiðjunni, þar sem Rolls-Royee bfl-
ar eru nú smíðaðir.
Pischetsrieder kvað aukinn vöxt
mögulegan á markaði fyrir lúxus-
bfla, sem kosta yfir 200.000 marks,
VIÐSKIPTI
ROLLS
STJÓRN ARFORMAÐUR BMW
segir hugmyndir um samruna
BMW og Volkswagens tilraun
til að dreifa athygli frá ósigri
VW í baráttunni um Rolls-
Royce. Hér hefur merki VW
verið sett framan á Rolls Royce
glæsivagn.
þar sero eftirspurn væri mjög háð
framboði. „Kaupendur slíkra bíla
eiga venjulega nokkra bíla,“ sagði
hann. „Venjulegur viðskiptavinur
Rolls-Royce, ef hann er til, á sjö
bfla að auki. Um 15.000 bflar í þess-
um verðflokki era seldir í heimin-
um. En við teljum meiri vöxt mögu-
legan.“
íslenski lífeyrissjóðurinn
Sjóðfélagar geta
valið um ijárfest-
ingarstefnu
ISLENSKI lífeyrissjóðurinn, sem
rekinn er af Landsbréfum hf., hefur
ákveðið að bjóða sjóðfélögum sínum
viðbót við núverandi fjárfestingar-
stefnu og gefa þeim kost á að velja
milli þriggja mismunandi fjárfest-
ingarstefna við ávöxtun lífeyris-
sparnaðarins. Sjóðnum verður skipt
í þrjár deildir og geta sjóðfélagar
valið á milli þeirra eftir hentugleika.
Islensld lífeyrissjóðurinn er sér-
eignasjóður. Framlag sjóðfélaga og
mótframlag atvinnurekenda, auk
vaxta og verðbóta, er því séreign
þeirra og nýtist þeim einum og erf-
ingjum þeirra. Á síðasta ári nam
raunávöxtun sjóðsins 5,9% en árleg
raunávöxtun hans frá 1991-97 nemur
8,0%. Sjóðfélagar era nú um 2.300
talsins.
I nýjum lögum um skyldutrygg-
ingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf-
eyrissjóða, sem tóku gildi 1. júlí sl.,
er kveðið á um að öllum launamönn-
um og þeim, sem stunda sjálfstæðan
atvinnurekstur, sé skylt að tryggja
sér lífeyrisréttindi með aðild að líf-
eyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára
aldurs. Einnig er kveðið á um að lág-
marksiðgjald til lífeyrissjóðs skuli
vera 10% af iðgjaldastofni. Sigurður
Atli Jónsson, forstöðumaður eigna-
stýringar Landsbréfa, segir að það
sé ekki síst vegna þessara breytinga
sem ákveðið hafi verið að endurskoða
stefnu sjóðsins og gera breytingar á
henni. „Með því að deildaskipta
sjóðnum viljum við koma til móts við
mismunandi þarflr sjóðfélaga. Sjóð-
félagar ráða því að sjálfsögðu hvaða
deild þeir velja en það mun líklega
helst ráðast af aldri þein-a.
Mismunandi áhætta
Defldimar þrjár kallast LÍF I,
LÍF II og LÍF III og saman mynda
þær „Lífsbrautina." Sigurður Atli
segir að LIF I deildin stefni að góðri
langtímaávöxtun en búast megi við
að nokkrar sveiflm- geti orðið í
ávöxtun yfir skemmri tímabil. „Fjár-
festingarstefnan mótast af því að
leyfilegt er að nýta fjölbreytt tæki-
færi sem bjóðast á fjárfestingar-
mörkuðum hverju sinni. Við teljum
að þessi deild henti þeim best sem
eiga eftir tuttugu ár eða meira af
söfnunartíma sínum.“
LIF II er einkum ætluð þeim, sem
kjósa að taka hóflega áhættu með líf-
cyrissparnað sinn, og ná þannig betri
ávöxtun til lengri tíma. „Þessi defld
fjárfesth- í ríkisskuldabréfum, skráð-
um hlutabréfum og erlendum bréf-
um. Deildin hentar þeim best sem
eiga a.m.k. 8-10 ár eftir af söfnunar-
tíma sínum,“ segir Sigurður Atli.
LÍF III er áhættuminnsta deildin
og þar er reynt að tryggja að sveifl-
ur í ávöxtun verði litlar. „Fjárfest-
ingarstefna þessarar defldar er mjög
lík þeirri stefnu, sem Islenski lífeyr-
issjóðurinn hefur fylgt fram að þessu
og er nánast eins og sjóðurinn er nú.
Við teljum því að þessi deild henti
þeim best, sem eiga fá ár eftir af
söfnunartíma sínum eða eru komnir
á eftirlaun," segir Sigurður Atli.
IBM ThinkPad 385 CD
með TFT litaskjá
- þeim besta sem býðst fyrir fartölvur!
Sumartilfaod
IBM Thinkpad 385 CD
Pentium 150MHz MMX - 256Kb L2 cache
16MB ED0 minni (mest80Mb)
2.1GB hacður diskur - 12,1" TFT litaskjár
innbyggt 8x geisladrif og diskettudrif
Innb. hljóðkort (SB Pro samhæft)
Hljóðnemi og hátalarar, MPEG 1
1R sendir/móttakari allt að 4Mb/sek.
2 PCMCIA II stæði
Li-Ion batterí (ca. 2,6 klst. hleðsla)
Windows 95, Lotus smartsuite 97
Recovery CD (auðvelt að endurbyggja stýrikerfið)
Þyngd: 3,1 kg. - Stærð: 300x233x59 mm
NYHERJI
kr. 159.900)
Verslun
Skaftahlið 24 - 105 Reykjavik
Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799
www.nyherji.is