Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
H
VIÐSKIPTI
Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði með góða afkomu í milliuppgjöri
Hagnaður nam
tæpum 66
milljónum kr.
LOÐNUVINNSLAN "hf. | Úr milliuppgjöri 1998 : [ fcÉÉÉÍ
■NLmLt jan.-júní jan.-juní Breyting
Rekstrarreikningur 1998 1997
Rekstrartekjur 701,2 680,1 +3,1%
Rekstrargjöld 556,9 562,0 -0,9%
Hagn. f. afskr. og fjárm.liði 144,3 118,1 +22,2%
Afskriftir -52,9 -48,2 +9,8%
Fjármagnsgjöld 2,1 25,7 -91,8%
Hagn. fyrir reikn. tekjusk. 89,3 44,2 +102,0%
Reiknaður tekjuskattur -23,4 -10,6 +120,8%
Hagnaður ársins 65.9 33.6 +96,1%
Efnahagsreikningur 1997 1996
Eiiinir: | Fastaf jármunir Veltufjármunir 30. júní 1.007,1 294,9 30. júní 1.010,6 -0,3% 208,8 +41,2%
Eignir samtals 1.302,0 1.219,4 +6,8%
I Skuldir og eiqid fé: | Eigið fé 654,9 563,3 +16,3%
Þar af hiutafé 430,0 430
Langtímaskuldir 437,0 477,1 -8,4%
Skammtímaskuldir 210.0 179.1 +17.3%
Skuldír og eigið fé samtals 1.302,0 1.219,4 +6,8%
Sjóðstreymi, jan. -júní 1997 1996
Veltufé frá rekstri 108,3 91,9 +17,8%
Hlutabréf FBA og
Kaupþings í Baugi
Sala, veru-
legs hluta
tryggð
BÚIÐ er tryggja sölu á verulegum
hluta hlutafjár í Baugi, sameinuðu
félagi Hagkaups, Nýkaups og Bón-
uss, að sögn Bjama Armannssonar
forstjóra Fjarfestingarbanka at-
vinnulífsins, sem fyrr í sumar
keypti 37,5% í félaginu ásamt Kaup-
þingi sem keypti önnur 37,5%.
Bjami vildi ekki segja meira um
söluna að svo stöddu nema að vem-
legur áhugi væri á hlutabréfum í
Baugi bæði innanlands og utan og
eftirspum væri meiri en framboð.
„Frá þeim tíma sem viðskiptin
áttu sér stað höfum við, nýir kaup-
endur bréfanna, tryggt okkur sölu á
verulegum hluta bréfanna sem við
þá eignuðumst," sagði Bjarni í sam-
tali við Morgunblaðið.
Að sögn Bjama er nú unnið að
gerð útboðs og skráningarlýsingar
vegna sölunnar annarsvegar og
skráningar á Verðbréfaþing Islands
hinsvegar.
Eigendur Baugs ásamt FBA og
Kaupþingi eru Gaumur ehf., sem að
mestu er í eigu Bónusfeðganna, Jó-
hannesar Jónssonar, stjórnarmanns
í félaginu, og Jóns Ásgeirs Jóhanns-
sonar, forstjóra fyrirtækisins, en
það félag á 25% hlutafjár í félaginu.
HAGNAÐUR Loðnuvinnslunnar
hf. á Fáskrúðsfirði nam 65,9 millj-
ónum fyrstu sex mánuði ársins sam-
kvæmt rekstrarreikningi, saman-
borið við 33,6 milljónir á sama tíma-
bili í fyn-a. Hagnaðurinn af fyrri
helmingi þessa árs er nálægt því
jafnmikill og varð allt árið í fyrra en
þá varð tæplega 66 milljóna króna
hagnaður af rekstri vinnslunnar.
Hagnaðinn má rekja til góðs af-
urðaverðs að undanförnu ásamt því
að gengi verksmiðjunnar er að kom-
ast í gott horf, að sögn fram-
kvæmdastjórans, Gísla Jónatans-
sonar. Að hans sögn era 50.000 tonn
af hráefni á bakvið tölurnar í upp-
gjörinu.
Rekstrartekjur fyrirtækisins juk-
ust um rétt tæpar 11 milljónir, vora
690 milljónir í fyrra en era 701
milljón í ár. Rekstrargjöld tímabils-
ins námu hins vegar tæpum 557
milljónum króna og voru svipuð og
á sama tíma í fyrra en þá námu
gjöldin um 562 milljónum króna.
Hagnaður án afskrifta og fjár-
magnskostnaðar nam rúmum 144
milljónum en nam rúmum 118 millj-
ónum á sama tímabili í fyrra.
Veltufjármunir eru mun meiri en
í fyrra eða tæpar 295 milljónir á
móti tæpum 209 milljónum í fyrra.
Eiginfjárstaða fyrirtækisins er
nálægt 100 milljónum króna hærri
nú en í fyrra, er nú tæpar 655 millj-
ónir króna en var 563 milljónir í
fyrra. Til samanburðar var eigið fé í
lok síðasta árs liðlega 600 milljónir.
Verksmiðjan orðin vel slípuð
Gísli segir gang verksmiðjunnar
kominn í gott horf en þetta er þriðja
starfsár fyrirtækisins. Hann skýrir
hagnað það sem af er ári einkum
vegna góðs gengis og hás afurða-
verðs. „Fjármagnsliðirnir lækka
töluvert og gengismunur ýtir undir
það. Verksmiðjan er orðin ágætlega
slípuð og reyndar hefur verið mjög
góður gangur á fyrirtækinu frá
byrjun,“ sagði Gísli.
Hann sagðist vera bjartsýnn á
framhaldið þrátt fyrir að loðnuveið-
in það sem af væri vertíðinni hefði
verið heldur stopul. „Loðnan hefur
verið mjög langt í burtu en við von-
um að hún muni færast austar og að
okkur takist að fá hráefni áfram
eins og verið hefur. Vonandi bætist
líka einhver kolmunni við,“ sagði
Gísli.
Þórður Friðjónsson um kaup SE banken á hlut í Landsbankanum
Gera ekki kröfu
um meirihlutaeign
■GEBERIT
Blöndunartæki
Rafeindastýrt, snertifntt
blöndunartæki. Hentar sériega
vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur,
veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11. Kopavogi
Sími 564 1088. fax 564 1089
Fæst í byogingavöruuersiunum um landallt.
www.mbl.is
ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytis-
stjóri í viðskipta- og iðnaðarráðu-
neytinu, segir að SE bankinn
sænski, sem hefur átt í viðræðum
við viðskiptaráðaneytið um kaup á
hlut í Landsbanka Islands hf., sé
fyrst og fremst umhugað um að það
verði tryggt frá upphafi, ef af kaup-
um verður, að bankinn lendi ekki í
minnihlutaaðstöðu. „Þegar ríkið
dregur sig út úr eignarhaldi bank-
ans þarf að tryggja að það geti ekki
myndast meirihluti sem bæri
sænska bankann ofurliði. Það er
meginatriðið í þeirra augum. Það
sem komið hefur fram í fjölmiðlum
um að þeir krefjist meirihlutaeignar
í bankanum er oftúlkun því kjam-
inn er sá að SE bankinn gerir ekki
kröfu um meirihlutaeign í Lands-
bankanum,“ sagði Þórður í samtali
við Morgunblaðið.
Hann sagði jafnframt að áhugi
viðskiptaráðuneytisins í viðræðun-
um beindist fyrst og fremst að því
að stigið yrði byrjunarskref til
áframhaldandi samstarfs við þessa
norrænu fjármálastofnun sem yrði
báðum aðlilum til ávinnings.
Hann sagði að ýmsar leiðir væru
færar til að tryggja að meirihluti
myndist ekki gegn bankanum. „Það
eru ýmis form á slíku sem ég get
ekki farið efnislega út í núna, en t.d.
er hægt að tryggja sæmilegar líkur
á því með því að eignaraðild verði
nægjanlega dreifð. Einnig með gerð
hluthafasamkomulags og viðskipta-
samnings og fleira sem er til þess
fallið að ná þessu markmiði."
I viðræðum aðilanna, sem reynd-
ar eiu enn á framstigi, er nú unnið
að því að leysa þetta vandamál enda
telja fulltrúar SE bankans að það sé
forsenda gagnlegs samstarfs á milli
aðilanna að þetta verði leyst.
Getur flutt ferska vinda
inn í fjármálalífið
Þórður segir að SE bankinn sé
með svipaða samsetningu á fjár-
málastofnunum sínum og Lands-
bankinn. Hann segir að þeir séu
bæði með banka- og tryggingastarf-
semi og telja að hægt sé að ná miklu
hagræði með því að tengja þessa
starfsemi saman. „Þeir telja að
reynsla þeirra og þekking geti því
einnig nýst hér. Að mínu viti er það
gagnlegt og til þess fallið að auka
framleiðni og afköst í íslensku fjár-
málakerfi að fá inn sterkan erlend-
an aðila sem er ótengdur hags-
munahópum hér innanlands og get-
ur þannig flutt með sér ferska vinda
inn í fjármálalífið," sagði Þórður.
„Þarna era ótvirætt gagnkvæmir
hagsmunir á ferðinni og myndarleg
þátttaka erlends aðila af þessu tagi
gæti flýtt fyrir hagræðingu og
framleiðni í bankakerfinu. Megin-
markmiðið er þá það að auka og
bæta fjármálaþjónustuna og það
verð sem hún er veitt á.“
Hann sagði að í viðræðunum væri
lögð áhersla á að reyna að skýra til-
tölulega fljótt hvort af samstarfi
verður til að eyða óvissu í málinu.
TEflGlehf
Allt til bútasaums!
Úrval fallegra bútasaumsefna ásamt bókum
og blöðum um bútasaum.
Einnig hlífar fyrir bútasaumshnífa, alls konar
skæri, platínunálar í ýmsum stærðum, frystipappír
og fingurbjargir sem þú límir á fingurinn.
■búðirnar
Netverzlun
seld á 100
millj. dala
Portland, Oregon. Reuters.
HOLLYWOOD Entertainment
Corp., eigandi Hollywood mynd-
bandsleigukeðjunnar, hefur sam-
þykkt að kaupa myndbandsverzlun
á netinu, Reel.com lnc., fyrir um
100 milljónir Bandaríkjadala.
Reel.com rekur helztu mynd-
bandsverzlunina á netinu. Hún hef-
ur rúmlega 85.000 titla á boðstólum
og veitir auk þess neytendaþjón-
ustu.
Hollywood Entertainment hefur
einnig tilkynnt að hópur íjárfesta,
sem eru hluthafar Reel.com, muni
fjárfesta fyrir 67,5 milljónir dollara
í Hollywood Entertainment með því
að kaupa 5 milljónir Hollywood
bréfa á 13,50 dollara bréfið.
Ráðstefna Evrópusam-
taka skýrslutæknifélaga
Löggjafinn
nær vart að
bregðast við
nýjungum
EVRÓPSKT löggjafarvald á í erfið-
leikum með að halda í við hinar öru
breytingar sem eiga sér stað á tölvu-
sviðinu. Ný tækni kemur fram á
sjónarsviðið á 2-3 ára fresti á meðan
það tekur Evrópusambandið 2-3 ár
að koma nýrri tilskipun á. Þetta kom
m.a. fram á ráðstefnu sem Evrópu-
samtök skýrslutæknifélaga
(CECUA) héldu nýlega í Brassel.
Meginefni ráðstefnunnar var „Þjóð-
félagsþegninn og alþjóða-upplýs-
ingasamfélagið.“
Dr. Jón Þór Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri European Consulting
Partners, er formaður CECUA og
var hann jafnframt ráðstefnustjóri.
Á ráðstefnunni var rætt um við-
fangsefnið frá ýmsum sjónarhornum
og stór hluti hennai’ fór fram í þrem-
ur vinnuhópum. Einn fjallaði um
pólitískt og lagalegt umhverfi, annar
um tækifæri og áhyggjur og hinn
þriðji um tæknilegar væntingar.
Jón Þór segh’ að menn hafi verið
sammála um að notendur upplýs-
ingatækninnar séu mjög mikilvægir
en enn mikilvægari væru þó þeir
sem notuðu hana ekki. Koma yrði í
veg fyrir að þeir yrðu að annars
flokks þjóðfélagsþegnum.
Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri
í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu,
talaði fyrir hönd íslendinga í vinnu-
hópnum um pólitískt og lagalegt um-
hverfi. Fjallaði hann sérstaklega um
stefnu og framtíðarsýn ríkisstjórnar-
innar um upplýsingasamfélagið. Þar
er áhersla lögð á að innleiða upplýs-
ingatæknina á sem flestum sviðum
þjóðlífsins en jafnframt að standa
vörð um tungu og menningu þjóðar-
innar.
Einnig var fjallað um hve ríkis-
valdið ætti að ganga langt í setningu
laga og reglugerða um málefni upp-
lýsingasamfélagsins. Voru menn
sammála um að ekki mætti ganga of
langt í þessu efni og ekki væri unnt
að setja lög og reglugerðir um allt.
Notendur yrðu að líta eftir sjálfum
sér og það væri á ábyrgð foreldra að
fylgjast með hvað börn þeirra væru
að skoða á netinu.
<
t
1
t
t
ú
(,
(
£
t:
(
(,
t
t
i:
ú
«
(
t
'
i
4