Morgunblaðið - 05.08.1998, Side 22

Morgunblaðið - 05.08.1998, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Borgar- stjórinn í Feneyjum ákærður TVEIR rafvirkjar sem störf- uðu að endurreisn óperuhúss- ins fræga í Feneyjum þegar það brann illa fyrir tveimur ár- um verða ákærðir fyrir að hafa kveikt í húsinu. AUs var farið fram á réttarhöld yftr tíu manns, þeirra á meðal sjálfum borgarstjóranum í Feneyjum og ýmsum stjórnendum óperu- hússins vegna vanrækslu og meðsektar. Nivel til með- vitundar DANIEL Nivel, franski lög- reglumaðurinn sem varð fyrir fólskulegri árás þýskra knatt- spymubullna á meðan á Heimsmeist- aramótinu í knattspymu stóð, vaknaði í gær til með- vitundar eftir sex vikna dásvefn. Árásin á Nivel vakti mikinn óhug á sínum tíma en Nivel, sem er tveggja bama faðir, hlaut varanlegan heilaskaða við árásina. Nauðlent á Irlandi FLUGVÉL franska flugfélags- ins Air France, sem var á leið til Parísar frá Chicago, þurfti að nauðlenda á Shannon-flug- velli nærri borginni Limerick á V-írlandi í gær eftir að gmnur vaknaði um að eldur hefði kviknað í farangursrýminu. Enginn eldur fannst hins vegar í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 747, við nánari athugun og héldu 240 farþegar hennar, auk áhafnar, áfram ferð sinni seinnipartinn í gær. Óumbeðinn umskurður bannaður NEFND sem starfar á vegum ísraelska þingsins bannaði í gær að framkvæmdur væri um- skurður á líkum manna sem bíða greftrunar. Var það ein- ungis nýlega sem upp komst að við andlát eru menn, sem ekki em gyðingatrúar, iðulega um- skomir af starfsfólki útfarar- stofnana sem hafa talið sig vera að gera hinum látna greiða. Hefur nefndin nú úrskurðað að slík aðgerð geti einungis farið fram hafi hinn látni farið fram á hana eða með samþykki fjöl- skyldu hans. Talebanar vinna sigra TALSMENN Talebana-hreyf- ingar í Afganistan sögðu í gær að þeir hefðu hrakið herlið stjómarandstæðinga, sem haldið hafa til í norðurhluta landsins, á bak aftur og náð einu héraði til viðbótar á sitt vald, án mikillar mótspyrnu. Stjórnarandstæðingar halda enn um tíu prósentum lands í Afganistan en að öðra leyti ráða Talebanar þar ríkjum. ERLENT Uppreisn hermanna af ættbálki tútsa gegn hersveitum Lýðveldis Kongó Ráðherrar flýja harðnandi átök Kinshasa. Reuters. HERSVEITIR hliðhollar Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, börð- ust við uppreisnarsveitir hermanna í austurhluta landsins í gær. Að sögn stjómvalda var flugvél í inn- anlandsflugi frá Goma rænt af upp- reisnarmönnum og neydd til að lenda í Kitona í vesturhluta lands- ins. Engar fréttir hafa borist af mannfalli í bardögunum. Tveir ráðherrar úr ríkisstjóm Kabilas, þ.á m. utanríldsráðherr- ann, flúðu um helgina til Suður-Af- ríku, en hafa enn ekki gefið sig fram við stjómvöld þar. Ráðherramir flúðu þegar forsetinn fyrirskipaði handtöku ráðamanna, sem telja mætti hliðholla stjómvöldum í Rú- anda. Kabila naut liðveislu Rúanda- hers þegar hann komst til valda á síðasta ári og batt enda á þriggja áratuga valdatíð Mobutu Sese Seko. Nú hefur Kabila snúið við blað- inu og kennir hermönnum af ætt- bálki tútsa og rúandískum her- sveitum sem Kabila rak úr landi í síðustu viku um að eiga upptök að átökunum. Stjómvöld í grannrík- inu Rúanda segja ásakanimar úr lausu lofti gripnar. Fréttir bámst í gær af bardög- um við flugvöllinn í borginni Kisangani, sem liggur við Kongó- fljót, en allt virtist með kyrrum kjömm í borginni sjálfri. Kisangani er í 1.500 km fjarlægð frá höfuð- borginni Kinshasa. Vamarmálaráðherra Suður-Af- ríku, Joe Modise, sagði ástandið í Kongó vera á dagskrá Þróunar- samvinnufélags landa í suðurhluta Afríku (SADC) en Kongó fékk ný- lega aðild að þeim félagsskap. Meðal þess sem ætti að ræða væri möguleiki á að senda friðargæslu- sveitir til landsins. HERMANNAUPPREISN I KONGO Hjálparstarfsmenn í Uvira, austast í Kongó, sögðu skotbardaga hafa brotist út aðfararnótt þriðjudags. Mikið tjón í vatnsveðri og flóðum í Austur-Asíu STRÆTISVAGNAR og aðrir farkostir troðfylltir farþegum ösla í gegn um flóðvatnið í Seoul í gær. Metúrkoma og brest- andi flóðgarðar Peking, Seoul. Reuters. MIKIL flóð hafa undanfarna daga riðið yflr víða í Austur-Asíu með miklu tjóni á mannslífum og mann- virkjum. Metúrkoma varð í gær í Kóreu og Japan og flóðgarður Yangtse-árinnar í Kína brast. Flóðið í Yangtse hefur náð nýju hámarki. Vamargarðar bmstu í Hu- bei-héraði í gær með þeim afleiðing- um að heilli herdeild skolaði burt. Hermennimir vom ásamt bændum og verkamönnum af svæðinu að vinna að styrkingu vamargarðsins þegar hann brast. Um 200 manns týndu lífi, að sögn talsmanns héraðs- yfirvalda. Xinhua-fréttastofan hafði í gær eftir ónafngreindum vatnavaxtaeftir- litsmanni að Yangtse gæti flætt yfir bakka sína á 3.200 stöðum á að gizka, og á um 1.800 stöðum mætti sjá „al- varlega“ bresti í varnargörðum. í Kóreu hafa úrheljisrigningar einnig valdið metflóðum. í Seoul, höf- uðborg Suður-Kóreu, fóru flestar götur á kaf sem og stór hluti neðan- jarðalestakerfísins. Fjöldi aurskriða lenti á vegum, jámbrautum og hús- um í suðurhéruðum landsins um helgina, með þeim afleiðingum að 58 manns að minnsta kosti týndu lífi. Úrkoman í Seoul á síðasta sólar- hring var 211,4 mm, en það er mesta úrkoma á einum degi þar um slóðir í 27 ár, að því er talsmaður kóresku veðurstofunnar greindi frá. Einnig rigndi gífurlega í Norður- og Mið-Japan í gær. Úrkoma á einum sólarhring varð allt að 265 mm, en það er mesta úrkoma á einum degi frá því mælingar hófust fyrir rúmri öld. Ein kona dmkknaði svo vitað sé og rýma þurfti um 14.000 heimili vegna flóða í kjölfar úrhellisins. I Bangladesh, þar sem fjöldi áa hefur á undanfómum vikum flætt yf- ir bakka sína, héldu monsúnrigning- ar áfram með þeim afleiðingum að enn fleiri urðu að flýja heimili sín, en það hafa milljónir íbúa hins þéttbýla lands þurft að gera. 265 manns hafa týnt lífi í flóðunum svo vitað sé. 180 þús- und manns á flótta í Kosovo Belgrad, Doiye Prekaze. Reuters. EKKERT lát er á stórsókn júgóslavneska hersins gegn skæraliðum í Kosovo-héraði, þrátt fyrir loforð Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, um að stöðva bardaga þar. Ser- bneskar hersveitir hafa náð stærstum hluta mið-Kosovo undir sig og sækja í vesturátt. Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna (ÚNHCR) telur að fjöldi fólks á flótta undan bardögunum nálgist 180.000 manns, en stórsókn Serba um liðna helgi neyddi um 70.000 manns tU þess að yfirgefa heimkynni sín. Fólk hefur leit- að skjóls á sveitabæjum og upp tU íj'alla. Chris HUl, erindreki Bandaríkjastjórnar í Kosovo, segir að flóttafólkið verði á barmi algjörrar neyðar muni því ekki verða kleift að snúa heim í bráð. Evrópusambandið og Banda- ríkjastjóm hafa þrýst á MUos- evic að halda loforð sitt um að stöðva sókn serbneska hersins gegn skæraliðum aðskUnaðar- sinna. Utanríkisráðuneyti Rúss- lands staðfesti ennfremur í gær að aðstoðarráðherrann Nikolai Afanasyevsky væri væntanleg- ur til Belgrad i dag tU að reyna að miðla málum. Stjómvöld í Saudi-Arabíu hafa einnig hvatt tíl þess að endi verði bundinn á ofbeldi gegn al- banska meirihlutanum í Kosovo. Ijeit að týndum námamönnum haldið áfram Gripið til stórvirkari borunar Vín. Reuters. ÁKVEÐIÐ var að halda áfram leit- inni að námaverkamönnunum tíu, sem lokuðust inni í námu í austur- rísku Ölpunum að kvöldi 17. júlí sl., þrátt fyrir að líkurnar á að nokkur þeirra finnist á llfí sé orðið hverfandi litlar. Ákveðið var i gær að grípa til stórvirkari bomnaraðferða. Á mánudag tókst að slaka hljóð- nema og lítilli sjónvarpsmyndavél niður í hvelfíngu á 130 m dýpi í námunni, sem vonir höfðu verið bundnar við að einhverjir mannanna hefðu getað lifað af í. Ekki varð neinna merkja um mennina vart. Ættingjar námamannanna óskuðu eftir því að björgunartilraunum yrði haldið áfram, þó ekki væri nema til að fínna lík þeirra. í kjölfar þess var ákveðið að skipta yfir í stórvirkari bomnarbúnað, þótt vitað sé að það kosti ónákvæmari borun. „Þetta var pólitísk ákvörðun. Þetta verður mjög erfitt verkefni," sagði Alfred Zechling, talsmaður stjórnar björgunaraðgerðanna í námabænum Lassing, sem er um 200 km suðvestur af Vín. Mennimir tíu fóra niður í námuna eftir að jarðskriða hafði lokað einn félaga þeirra inni. Þá kom önnur stærri skriða og lokaði þá alla inni. Félaginn, Georg Hainzl, fannst á lífi eftir að hafa verið innilokaður á 60 m dýpi í 10 daga. Ákvörðunin um að grípa til stór- virkari bomnaraðferða fylgir í kjöl- far háværrar gagnrýni á hendur yf- irstjórnar björgunaraðgerðanna, um að þær hafi gengið allt of hægt og skort hafi á skipulag og samhæfða ákvarðanatöku. Ríkissaksóknari Austurríkis er að skoða hvort námaslysið kunni að hafa verið afleiðing vítaverðs um- hirðuleysis, en að nafninu til átti náman að heita ein sú ömggasta í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.