Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ í I Palestínu- menn hafna tilboði Israela Gaza, Jerúsalem. Reuters. PALESTÍNUMENN höfnuðu til- boði Israelsstjórnar um framtíð Vesturbakkans á samningafundi í gær og sögðu grundvöll frekari umræðna brostinn. I 16 mánuði hefur hvorki gengið né rekið í við- ræðum Palestínu- og Israelsstjórn- ar. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði tilboð ísraela óviðunandi og utan ramma Oslóar- samningsins. Israelskir fjölmiðlar sögðu í gær að tilboðið fæli í sér afhendingu 10% landnæðis á Vesturbakkanum, jafnframt yrðu 3% hans gerð að sérstöku náttúruvemdarsvæði, sem ekki lyti stjórn Palestínu- manna. „Við höfnuðum algjörlega hug- myndum Israelsmanna,“ sagði Hassan Asfour, einn samninga- manna. „Þær gáfu ekkert tilefni til frekari viðræðna okkar á milli. Israelsstjórn getur framvegis rætt við Bandaríkjastjóm um þessi mál,“ sagði Asfour enn fremur. Palestínumenn segja tilboð Isra- elsstjómar ekki innan þess ramma sem báðar þjóðir hafa skuldbundið sig til þess að vinna eftir. ísraels- stjórn hefur ekki orðið við tilmæl- um Bandaríkjastjómar um að láta 13% í viðbót af landssvæði Vestur- bakkans af hendi til sjálfstjórnar- svæðis Palestínumanna, gegn því að Palestínustjóm stemmi stigu við ofbeldi skæmliða í Israel. Aquafin®-2K Örugg vatnsleka- vöm a steypta íleti. 2)a Hátta svelgjanlegt sementsef nl á þök, svalir og tröppur. ðniggt efttl sem ekkl fiagnar af. 6 ára hérlend reyitsia. Aðelns kr. 287/kg ■ SCHOMBURG ÍSLAND Simar: 567-3730 - 587-9911 Karin Herzog • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínuhúA og sliti • vinna á unglingabóluui • viðheldur ferskleika húðar- innar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Clöru, Kringlunni, í dag kl. 14-18. Kynningarafsláttur Reuters Margra saknað eftir sprengingu ALLT að tíu manns var saknað í gær, eftir að margra hæða íbúðarhús í Steglitz-hverfínu í Berlín hrundi til grunna. Talið er að gassprenging í kjallara hússins snemma í gærmorgun hafí valdið hinu skyndilega hruni þess. Lögregla greindi frá því að ekkert væri vitað um afdrif að minnsta kosti níu hinna nítján íbúa hússins. Nokkrum var bjargað úr rústunum en öðrum tókst að krafsa sig út úr þeim af eigin rammleik. Um 100 manna lið skipað slökkviliðs- og lögreglumönnum auk sjálfboðaliða leitaði með hjálp sérþjálfaðra hunda að fólki í rústunum. Talið var að þrettán ára drengur væri meðal þeirra sem enn væru eftir í rústunum, en vitað var að hann hafði verið í íbúðinni á fyrstu hæð þegar sprengingin varð. Meira en 80 manns hafa farist í hörðum átökum í Kasmír frá því á fímmtudag Indverjar reiðubúnir að fallast á bann við kjarnorkutilraunum Nýja Delhí, London. Reuters. ATAL Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, kvaðst í gær reiðubúinn að fallast á bann við kjarnorkutilraunum. Sagði hann Indland hafa sannað að það gæti varið sig með kjarnorkuvopnum gegn árásum annarra ríkja og að því væri engin þörf á frekarí til- raunum að svo stöddu. Meira en áttatíu manns hafa farist í átökum í Kasmír, við landamæri Indlands og Pakistans, síðan á fimmtudag og myrtu að- skilnaðarsinnar í Kasmír nítján í árás á þorp innan landamæra Ind- lands í gær. Höfðu þeir myrt þrjá- tíu og fjóra í svipuðum árásum á mánudag. Sagðist innanríkisráð- herra Indlands á mánudag telja skæruliðana hafa notið aðstoðar frá Pakistan. Gohar Ayub Khan, utanríkis- ráðherra Pakistan, hvatti Indverja hins vegar í gær til að hefja fyrir alvöru samningaviðræður vegna deilu ríkjanna tveggja um yfírráð yfir Kasmír. Skoraði hann á ind- versk stjórnvöld að sættast á milligöngu utanaðkomandi aðila í deilunni. „Indland verður að taka skref fram á við. Indverjar halda því statt og stöðugt fram að Ka- smír sé og verði hluti indverska ríkisins og það er eins og að hlaupa á vegg að ræða aðra mögu- leika við þá.“ Vajpayee svaraði því til á ind- verska þinginu í gær að Indland hefði fullan hug á að ná fram frið- arsamningum við Pakistana og kvaðst telja afar nauðsynlegt að samskipti ríkjanna yrðu bætt. Sagði hann þó augljóst að Pakistanar hefðu ekki raunveru- legan áhuga á friðarviðræðum heldur væri markmið þeirra að vekja athygli umheimsins á deil- unni um Kasmír. Indverjar ráða tveimur þriðju af Kasmír og Pakistanar afgangn- um en ríkin tvö hafa lengi deilt um hvar draga skuli landamæri hér- aðsins. Hafa þau tvisvar háð stríð vegna Kasmír frá því þau hlutu sjálfstæði frá Bretum árið 1947 og nú síðast jókst mjög spenna á svæðinu eftir að bæði Indland og Pakistan sprengdu kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni í maí. Eurostat birtir upplýsingar um fæðingar utan hjónabands Hlutfallið hæst á Islandi Brussel. Reuters. INNAN Evrópusambandsríkjanna fimmtán fæðist nú nærri fjórða hvert bam utan hjónabands, eftir því sem fram kemur í nýjustu töl- um Eurostat, hagstofu Evrópu- sambandsins (ESB). Þetta hlutfall var innan við tíu af hundraði árið 1980, en á íslandi er það langhæst. Á árinu 1997 voru tveir af hverjum þremur íslenzkum nýburum fæddir utan hjónabands. Meðal ESB-ríkjanna er þetta hlutfall hæst í Svíþjóð, 54%, en þamæst í Danmörku, 46%. „Tala nýbura sem eiga ógifta foreldra fer vaxandi svo til alls staðar í ESB og út um alla Evr- ópu, sem endurspeglar auknar vinsældir óvígðrar sambúðar," segir í fréttatilkynningu frá Eurostat. Fæstir S-Evrópubúar óskilgeínir Eurostat safnaði upplýsingum um fæðingar utan hjónabands í 46 Evrópulöndum, í umboði ESB og Evrópuráðsins. Heildarfjöldi íbúa í þessum löndum er 810 milljónir. I ljós kom að Suður-Evrópubúar em Uklegastir til að eiga sín börn eftir giftingu. Á síðasta ári kom að- eins 1,4% nýbura á Kýpur í heim- inn utan hjónabands, 3,3% í Grikk- landi og 8,3% á Ítalíu. I könnuninni kom einnig í ljós að það gerist æ sjaldgæfara að Evr- ópubúar láti pússa sig saman. í fyrra fóra fram fimm giftingar á hverja 1.000 íbúa ESB, en árið 1980 var þetta hlutfall 6,3 á hverja 1.000. Bæklingur á íslenzku um sjávarútvegs- stefnu ESB FASTANEFND framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins fyrir ísland og Noreg hefur gef- ið út bækling á íslenzku um stjórn fískveiða í ESB. I fréttatilkynningu segir að bæklingurinn fáist án endur- gjalds hjá fastanefndinni. Nefndin hefur aðsetur í Ósló, en hægt er að hringja í grænt núm- er, 800 8116, og tala við íslenzk- an starfsmann til að panta bæk- linginn og annað upplýsingaefni. Jafnframt má senda tölvupóst á netfangið europako@onIine.no. Brezk skýrsla um sjóðakerfí ESB Greiðslum úr samlög- unarsjóði skuli hætt SPÁNN, Portúgal og írland ættu að verða af stórum hluta þeirrar efnahagsþróunaraðstoðar sem þau fá frá öðrum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins (ESB), í kjölfar þess að þau hafa verið metin hæf til að verða stofnaðilar að Efna- hags- og myntbandalaginu, EMU. Þetta er ein meginniðurstaða skýrslu sem Evrópumálanefnd lá- varðadeildai- brezka þingsins lagði fram á mánudag. I skýrslunni segir að þar sem þessi þrjú ríki hefðu með því að uppfylla hin efnahagslegu skilyrði fyrir stofnaðild að EMU sannað að þau þyrftu ekki lengur á styrkjum úr hinum svokallaða samlögunar- sjóði ESB (cohesion fund), en úr honum era greiddir um 2,9 millj- arðar ECU (um 230 ma kr.) árlega. Sjóðurinn fjármagnar stórfram- kvæmdir í samgöngu- og umhverf- ismálum, sem ætlað er að færa efnahagskerfi og velmegunarstig fátækari aðildarríkjanna nær þeim ríkari. Yfir helmingur fjárins úr sjóðnum hefur farið til Spánar. Grikkland enn aðstoðar þurfi „frlandi, Spáni og Portúgal hef- ur tekizt að uppfylla hin efnahags- legu aðildarskilyrði Efnahags- og myntbandalags Evrópu,“ segir í skýrslunni. „Árangurinn hefur ver- ið slíkur, að ómögulegt er að rétt- læta áframhaldandi fjárstreymi úr samlögunarsjóðnum, til allra ann- arra en Grikklands.“ Nefndin mælir með því í skýrsl- unni að greiðslum úr sjóðnum skyldi hætt í áfóngum til ársins 2006; þá skyldi sjóðurinn sjálfur lagður niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.