Morgunblaðið - 05.08.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 27
LISTIR
Gísli Halldórsson
Eftir Hávar Sigurjónsson
Einn merkasti leikhúsmaður
íslenskur á seinni hluta
þessarar aldar, Gísli Hall-
dórsson leikari og leikstjóri, er all-
ur.
Leiklistin í sínu upprunalegasta
og tærasta formi er list augna-
bliksins; þar reynir á getu og hæfi-
leika leikarans til að nýta sér nær-
veruna við áhorfendur, nýta
augnablikið, rafmagna andrúms-
loftið svo neistai- af, gefa sjálfan
sig augnablikinu á vald en hafa þó
alltaf stjóm; geta slakað á taumn-
um ekki síður en hert taumhaldið,
svo gripið sé til líkingar úr annanú
átt. Á sama hátt og tengslin við
áhorfendur era aðalsmerki góðs
leikai-a er ekki síður mikilvægt að
honum sé gefin sú gáfa að standa
sjálfstæður í sköpun sinni, verða
aldrei háður áhorfendum, heldur
taka þá með sér í ferð um ókann-
aðar lendur, dýpka skilning þeirra
á listinni, opna augu þem-a fyrh'
aðstæðum leikpersónunnar, og
kveikja samkennd, samúð eða að
minnsta kosti skilning með gjörð-
um hennar. Kunnátta leikarans,
virðing fyrir list sinni og skilning-
ur á þeirri ábyrgð sem fólgin er í
hlutverki hans sem listamanns era
þeir hornsteinar sem hann byggir
listsköpun sína á. Allt má þetta til
sanns vegar færa þegar litið er yf-
ir listamannsferil Gísla Halldórs-
sonar. Að leikslokum er spurt
hvað eftir standi, hversu traust
stendur minning um list leikarans,
um augnablik sem aldrei verða
sótt aftur, hvar fól hann horn-
steina sinnar persónulegu sköpun-
ar og einnig má spyrja hvort aðrir
geti byggt á þeim, hvort yngri
kynslóðir geti nýtt sér viðhorfin og
afstöðuna til listarinnar sem mót-
uðu ferilinn og skópu listamann-
inn.
Hér er kannski spurt stórra
spurninga sem aldrei verður end-
anlega svarað, en þegar horft er til
ferils leikarans og leikstjórans
Gísla Halldórssonar, verður strax
Ijóst að hann markaði djúp spor í
sögu og framþróun íslenskrar leik-
listar á hennar mesta mótunar-
skeiði, árunum frá 1950 og framá
áttunda áratuginn. Áhrif Gísla
Halldórssonar á heila kynslóð leik-
húsfólks sem naut handleiðslu
hans í Iðnó á sjötta og sjöunda
áratugnum eru óumdeilanleg, vin-
sældir hans sem leikara í nær
hálfa öld eru ekki síður óumdeilan-
legar, né heldur áhrif hans í þá
veru að þroska skynjun íslenskra
leikhúsgesta á vandaðri og. heil-
steyptri leiklist.
Gísli Halldórsson tilheyrði
þeirri kynslóð leikhúsfólks sem
mótaði umgjörð íslensks atvinnu-
leikhúss, skapaði því viðfang og yf-
irbragð, gerði það að gildum þætti
í menningarlífi þjóðarinnar. Þáttur
Gísla Halldórssonar í því ferli er
stór, jafnvel stærri en fólk gerir
sér almennt grein fyrir í dag. Gísli
var ekki einasta yfirburðaleikari
og framúrskarandi leikstjóri,
vandvirkur með afbrigðum og
vandur að virðingu sinni sem lista-
maður, heldur var hann um árabil
einn helsti kennari og leiðbeinandi
leikaraefna og ungra leikara hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var
fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur og stjórn-
aði honum frá 1959-1961 og var
áfram eftir það einn af aðalkenn-
urunum við skólann, þar til hann
var aflagður árið 1969.
Ferill Gísla Halldórssonar sem
leikara spannar 46 ár, frá 1951 -
1997 en í desember sl. lék hann í
þriðja sinn eitt sitt þekktasta hlut-
verk, séra Jón Prímus, í útvarps-
upptöku á Kristnihaldi undir Jökli í
leikstjóm Sveins Einarssonar. Það
hlutvei'k lék Gísli 178 sinnum í Iðnó
á árunum 1970-72 og 'síðar einnig
hjá Leikfélagi Akureyrar. Af merk-
um hlutverkum hans frá sjötta ára-
tugnum má nefna Tsæ Long í róm-
aðri sýningu á Pi-Pa-Ki eða Söng
lútunnar (1951), Loft í Galdra-Lofti
(1955) og Tom í Glerdýrunum
(1958). Gísli festi sig fljótt í sessi
sem einn helsti skapgerðarleikari
Leikfélagsins en árið 1965 sló hann
eftirminnilega í gegn sem gaman-
leikari í sýningunni Þjófar, lík og
falar konur eftfr Dario Fo. Fyrir
hlutverk sín tvö í þeirri sýningu var
honum veittur Silfurlampinn. Gísli
varð einn vinsælasti gamanleikari
þjóðarinnar og lék fjölmörg óborg-
anlega íyndin gamanhlutverk,
þeirra þekktast líklega Victor
Emmanuel/Poche í Fló á skinni
sem sýnt var 252 sinnum árin 1972-
75. Hann lék á móti Sigríði Hagalín
í Rommí, hann var Búi Árland í
Atómstöðinni, Gvendó í Dúfnaveisl-
unni, Lester í Tobacco Road,
Fluther Good í Plógi og stjömum,
Grasa-Gudda í Skugga-Sveini,
Vanja í Vanja frænda, Pat í Gísl og
Spóli í Draumi á Jónsmessunótt,
svo fáein séu nefnd af þeim 69 hlutr
verkum sem hann lék hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Síðasta hlutverk
sitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
Flosa í Hótel Þingvöllum eftir Sig-
urð Pálsson, lék Gísh í Borgarleik-
húsinu vorið 1990.
Gísli stofnaði Sumarleikhúsið og
rak það nokkur sumur í lok sjötta
og byrjun sjöunda áratugarins.
Sýningar á vegum þess voru m.a.
Spretthlauparinn eftir Agnar
Þórðarson og Allra meina bót eftir
Patrek og Pál. Var sýnt í Austur-
bæjarbíói og var það undanfari
þess að Leikfélag Reykjavíkur
stóð fyrir miðnætursýningum í
Austurbæjarbíói í mörg ár við
miklar vinsældii'.
í Þjóðleikhúsinu lék Gísli gesta-
hlutverk nokkrum sinnum, þeirra á
meðal Lúkas í Náttbólinu og Wulf
landfógeta í Haustbrúði. Hlutverk
hans í útvarpi era ríflega eitt hund-
rað talsins en þar skilur hann einnig
eftir sig óbrotgjarnan minnisvarða
sem leikstjóri um 120 útvarpsleik-
rita. Um árabil var hann einn helsti
leikstjóri útvarpsleikhússins og hér
skal fullyrt að tök hans á þeim miðli
taka flestu öðra ft-am sem gert hef-
ur verið á þeim vettvangi. Var hann
þar jafnvígur á leik, upplestur og
leikstjórn. Leikstýrði hann upptök-
um á verkum flestra helstu höfimda
leikbókmenntanna, s.s. W.
Shakespeare, F.G. Lorca, A.
Tsékov og G.B. Shaw.
Gísli átti merkan leikferil í sjón-
varpi og kvikmyndum og undan-
farin ár lék hann eingöngu á þeim
vettvangi. Nefna má kvikmyndirn-
ar Jón Odd og Jón Bjarna, Á köld-
um klaka, Djöflaeyjuna, Börn
náttúrannar og nú síðast Dansinn
sem framsýnd verðm- í haust. í
sjónvarpi lék hann í Nakinn maður
og annar í kjólfötum (1966), Veiði-
túr í óbyggðum (1975), Mafreiðslu-
námskeiðinu, (1984), Sjóarinn,
spákonan, blómasalinn, skóarinn
(1991) og Sigla himinfley (1994).
Leikstjómarferill Gísla nær yfir
tímabilið 1956 - 1987. Fyrsta verk-
efni hans var Systir María eftir
Charlotte Hastings hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og síðasta leikstjórn-
arverkefnið var Rómúlus mikh í
Þjóðleikhúsinu 1987. Gísli var einn
af helstu leikstjórum Leikfélags
Reykjavíkur frá 1956 og fram undir
1970 og meðal merkustu uppsetn-
inga hans era Browning þýðingin
(1957), Allir synir mínir (1958),
Hart í bak (1962), Fangarnir í
Altona (1963), Vanja frændi (1964),
Fjalla-Eyvindur (1967) og Tobacco
Road (1969). Gísli leikstýrði fjóram
sýningum í Þjóðleikhúsinu, Blóð-
brullaupi (1959), Gjaldinu (1970),
Sólnes byggingameistara (1971) og
Rómúlusi mikla (1987). Þá leik-
stýrði hann áhugaleiksýningum
viða um land. Hann leikstýrði sjón-
varpsleikritinu Romm handa Rósa-
lind (1968) eftir Jökul Jakobsson.
Telst það fyrsta íslenska fram-
samda sjónvarpsleikritið en áður
hafði verið sýndur í sjónvarpinu
einþáttungurinn Jón gamli eftir
Matthías Johannessen sem leikinn
var í Þjóðleikhúsinu skömmu áður.
Gísli Halldórsson ávann sér
þann sess í hjarta þjóðarinnar að
leikur hans var löngu orðinn goð-
sögn. Fær fólk blik í auga og
mjúkan hljóm í rödd er það minn-
ist upplifunar sinnar í leikhúsinu
þegar Gísli Halldórsson fór á kost-
um, hvort heldur var í skapgerðar-
eða gamanhlutverkum. Á þann
eina hátt lifir hið hverfula augna-
blik leikhússins, list mikils leikai'a
lifir í minningu þeirra sem sáu og
upplifðu.
H Hann ávann sér þann sess í hjarta
þjóðarinnar að leikur hans var löngu
orðinn goðsögn.íí
Þu
qeFiSg—
utanlandsrero
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
( ATH! Aðeins^^kr. röðin )