Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 29
LISTIR
/
Agætt orgel í Dómkirkjunni
ÞÝSKI orgelleikarinn dr. Andr-
eas Jacop leikur á tónleikum í
Dómkirkjunni í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20.30. Á efnis-
skránni er Prelúdía í E-dúr eftir
Vinzent Lúbeck, Ciacona í
f-moll eftir Johann Pachel-
bel, Prélúdía í D-dúr eftir
J.S. Bach, 2 kóral prelúdíur
eftir Brahms og Sónata í B-
dúr eftir Mendelssohn.
Jacop kom til Islands í þeim
tilgangi að leika á orgelið
við brúðkaup vina sinna,
Katrínar Auðar Sverris-
dóttur og Stefans Georgs
Lechter, sem fram fór á
laugardaginn, en segist
hafa viljað halda einleiks-
tónleika í Ieiðinni, en þetta
er fyrsta heimsókn hans til
landsins. Ferill Jacops er
fjölbreyttur og liggur á
sviði fræðilegra útgáfna
tónverka, hljóðritana, tón-
leikahalds, háskólakennslu
og er þá ónefndur námsfer-
ill hans, sem er ekki síst glæsi-
legur. I hittifyrra lauk hann
doktorsprófi með láði fyrir rit-
gerð sína um tónsmíðahugmynd-
ir í pianóæfingum Bachs og áður
stundaði hann nám í tónlistar-
fræðum, heimspeki og sálar-
fræði og hefur hlotið hæstu ein-
kunnir fyrir orgelleik sinn, en
hann segir sjálfur að sérstaða
sín felist einkum í því að hann er
jafnvígur á sviði spilamennsk-
unnar sjálfrar og rannsóknar-
sviðs tónbókmenntanna. Hjóna-
efnum ætti því ekki að vera gerð
nein skömm til með slíkan org-
KJARTAN Sigurjónsson
organisti.
Hádegis-
tdnleikar
í Ddm-
kirkjunni
ORGELTÓNLEIKAR verða í
Dómkirkjunni í dag, miðviku-
dag, kl. 11.30. Við orgelið að
þessu sinni er Kjartan Sigur-
jónsson organisti Digranes-
kirkju og formaður Félags ís-
lenskra organleikara.
Á efnisskránni verða verk eft-
ir A. Gabrieli, J. Rheinberger,
Max Reger og J.S. Bach.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Kl. 12.10 er svo bænaguðs-
þjónusta og að henni lokinni
gefst kirkjugestum kostur á
léttum málsverði á kirkjuloftinu.
Morgunblaðið/Kristinn
ANDREAS Jacop, orgelleikari.
anista við hljóðfærið á brúð-
kaupsdeginum.
Söguleg þróun á efnisskránni
Jacop, sem er 31 árs, er af ætt
tónlistarmanna og naut kennslu
föður síns, Werners Jacops, frægs
orgelleikara, í æsku og hefur leik-
ið reglulega á tónleikum síðan
hann var íjórtán ára gamall. Hann
segist jafnframt velja tilefnin af
kostgæfni. „Eg er ekki fjárhags-
lega háður því að leika á tónleik-
um og því get ég betur ráðið því
hvar ég kem fram. Ég einbeiti mér
einkum að barokktónlist, en
leik líka nútímatónhst.
Ástæðan fyrir því að barokk-
ið er fyrirferðarmikið í tónlist
minni er sú að það er miklu
meira til af orgeltónlist frá
þessu túnabili og Bach ber
höfuð og herðar yfir aðra í
tónsmiðum sínum. Hugsunin
á bak við efnisskrána í kvöld
er sú að gefa annarsvegar yf-
irlit yfir orgeltónlist 18. og
19. aldar og hinsvegar að
sýna hvemig áhrif Lubecks
og Pachelbels orkuðu á tón-
list Bachs,“ segir Jacop og
bætir því við að verkin hafi
síður trúarlegar skírskotanir.
Að mati Jacops er orgelið í
Dómkirkjunni býsna gott og
hentar verkunum vel, en í
orgelheiminum er þáttur
hljóðfæranna síst veigaminni en
hjá öðmm meðlimum hljóðfæra-
fjölskyldunnar. „Stóm sögufrægu
orgelin víðsvegar í Evrópu em í
misjöfnu ástandi og sum þeirra
era orðin hálfslöpp, vegna við-
haldsleysis. Það getur verið mikil
upplifun að leika á þau, en ósjald-
an þarf maður að stilla sig sérstak-
lega inn á fornt ástand þeirra,"
segir Andreas Jacop að endingu.
Gallerí
Grúsk í
annað
húsnæði
Grandarfirði.lVIorgunblaðið.
GALLERÍ Grúsk í Grundarfirði
hefur flutt í annað húsnæði, á
Grundargötu 22. Starfsemi Grúsks
hefur eflst mjög á því ári sem það
hefur verið starfrækt og fjölbreytni
í vöruúrvali aukist til muna. Margs
konar varningur er í boði. Má nefna
útsagaðar og niálaðar trévörur frá
Hrafnihildi og Dísu, en þær hafa
nýlega stofnað litla handverksstofu,
sem ber nafnið Rún. Þá eru einnig á
boðstólum alls konar prjónavörur,
saumaðar flikur, slípaðir steinar,
málaðir steinar, kleinur, sultur,
heilsuolíur og margt fleira.
Gallerí Grúsk er opið alla daga
frá kl. 14-18. í Gallerí Grúsk eru
ferðamönnum veittar upplýsingar
um þjónustu og afþreyingu í Grund-
arfírði.
Nýjar bækur
• Næturregn. Smásögur og þættir
er eftir Grétar Kristjónsson. Hann
hefur áður sent frá sér m. a.
ljóðabækur. í kynningu segir að
Næturregn fjalli um ólíka menn og
konur og mismunandi reynsluheim:
„Eigin reynsla höfundar liggur hér
til grundvallar og nærvera hafsins
og landsins er ljós. Lífið við
sjávarsíðuna fyiT og síðar er hér
tekið til umfjöllunar. Einkennilegar
persónur koma fram eins og ljúfur
andblær frá liðnum tíma, persónur
sem aldrei heyrðu minnst á
félagsleg sjónarmið eða félagslegt
réttlæti. Bornar eru upp
spurningar um stöðu mannsins í
nútímanum, viðhorf hans, vonir og
þrár. Og að sjálfsögðu kemur ástin
hér við sögu, eins og alltaf þegar
fjallað er um fólk.“
__ Næturregn er tileinkað minningu
Óskars Aðalsteins ríthöfundar.
Utgefandi er Sonnettuútgáfan sem
er forlag höfundar. Bókin er 96 síður
prentunnin í Odda. Hún fæst íhelstu
bókabúðum og kostar 2.000 kr.
Nýjar bækur
• „BLUE TIT“ þýsk íslensk Blá-
meisubók. Deutsch-islandisches
Blaumeisenbuch, eftir Wolfgang
Miiller í þýðingu Veturliða Guðna-
sonar er komin út.
I kynningu segir: „Þetta er
menningarleg reisubók eftir þýska
fjöllistamanninn og íslandsvininn
Wolfang Múller frá Berlín. Hann
fjallar á nýstárlegan hátt um fjöl-
breytt efni, svo sem náttúru lands-
ins, gi-óður og fuglalíf og ímynd ís-
lands í þýskum ferðabókum frá
fyrri öldum en þó fyrst og fremst
um íslenskan samtíma og nútíma-
menningu. Þar ræðir Wolfgang við
ólíklegasta fólk og sannast þar sem
fyrr að glöggt er gestsaugað."
Bókin er prýdd fjölda mynda og
textinn er bæði á íslensku og
þýsku.
Útgcfandi er Martin Schmitz
Verlag, KasseVBerlin. Bókin er 288
bls. og leiðb. verð er 3.000 kr.
NYR SENDIBILL
Armúla 13- Sími 575 1220 - 575 1200 • Fax 568 3818
Verð frá aðeins kr.
/
1.185.500,
HYUIIDFII
- til framtiður
Aðeins 300 sæti
á sértilboði
Bókaðu til
London
með Heimsferðum
og tryggðu þér
kr.
afslátt fyrir manninn
Gildir í ferðir frá mánud.-fimmtud.
ef bóhað fyrir 20. ágúst.
Heimsferðir kynna nú fjórða árið í röð, bein leiguflug
sín til London, þessarar vinsælu höfuðborgar Evrópu,
og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og
jafn gott úrval hótela. Ef þú bókar fyrir 20. ágúst
getur þú tryggt þér ótrúleg kjör og komist til
heimsborgarinnar á lægra verði en nokkru sinni fyrr.
Glæsileg ný hótel í boði
Flugsæti til London
Verð kr.
16.890
Flugsæti fyrir fuilorðinn með sköttum.
Ferð frá mánudegi til fimmtudags,
ef bókað fyrir 20. ágúst.
Flug og hótel í 3 nætur
Verð kr. 22»690
Ferð frá mánudegi til fimmtudags, ef
bókað fyrir 20.ágúst, Butlins-hótelið.
Flug alla mánud. og
fimmtud. í okt. og nóv.
Fyrsta brottför 1. okt.
íslenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja þér
örugga þjónstu í
heimsborginni
Flug og hótel í 4 nætur,
helgarferð
Verðkr. 32*790
Ferð frá fimmtudegi til mánudags,
Butlins-hótelið.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600