Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 39 I 1 « 4 4 l 4 .1 1 i 4 1 4 4 4 4 i 4 i Ci 4 4 menni. Síðastliðin 2 ár var hugur Didda míns allur við sumarbústað- inn, sem þau hjónin hafa nú lokið við að byggja á Nýlendu í landi Akra á Mýrum og dvaldi hann þar löngum þetta síðasta sumar. Eg sendi öllum ættingjum og vinum dýpstu samúðarkveðjur. Hvfl í friði, vinur minn. Ása Pálsdóttir. Kveðja frá Félagi pípu- lagningameistara Það vora um margt óvenjulegir tímar á íslandi upp úr 1940, heims- styrjöldin síðari var í algleymingi, breskm- her hertók landið og hóf gífurlegar framkvæmdir við bygg- ingu flugvallar í Reykjavík, sem skapaði mikla vinnu og mikið pen- ingastreymi. En óskylt þessum stórviðburð- um höfðu Reykvíkingar ráðist í það stórvirki að leggja hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit og lagn- ingu dreifíkerfis um borgina innan Hringbrautar. Þetta kallaði á fleiri starfsmenn í faginu pípulagnir og einn af þeim sem hlýddi því kalli var Benedikt Jón Geirsson. Benedikt gekk hefðbundna leið námsins, nam við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí og sveinsprófi í iðninni. Á þessum ár- um vann hann ekki aðeins við pípu- lagnir í Reykjavík, heldur vann hann víðs vegar um landið. Árið 1952, þegar hann hafði fengið meistarabréf, hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur í pípulögnum með félaga sínum, Páli Magnússyni, og störfuðu þeir saman í áratugi og vora um tíma með umsvifamestu atvinnurekendum í pípulögnum hérlendis. Hann lét sér ekki nægja að búa að þeirri þekkingu og reynslu, sem hægt var að fá í pípulögnum hér innanlands, heldur lagði hann í það stórvirki, sem það sannarlega var á þeim áram, að starfa í eitt ár í Cleveland í Bandaríkjunum til að læra nýjar vinnuaðferðir og kynn- ast nýjum lagnaefnum. Benedikt gekk í Félag pípulagn- ingameistara þegar hann fór að starfa sem sjálfstæður meistari og lét strax málefni félags, stéttar og iðnar sig miklu varða. Hann hafði ekki verið lengi í Félagi pípulagn- ingameistara þegar hann var kjör- inn þar til trúnaðarstarfa og um fímm ára skeið var hann formaður félagsins. Það var á þeim miklu umbrotatímum þegar ákvæðis- vinna var tekin upp í pípulögnum og Benedikt var einn af þeim sem bára hitann og þungann af því starfi. Alla tíð, meðan heilsan leyfði, lét hann sig miklu varða framgang fé- lags og iðnar og það var í hans for- mannstíð sem endmTnenntun hófst í pípulögnum, sem nú er orðin blóm- leg og þýðingarmikil og byggist á þeim granni sem lagður var í upp- hafi. Benedikt var kjörinn heiðurs- félagi í Félagi pípulagningameistara og það fer best á því að ljúka þess- um fátæklegu minningarorðum með beinum tilvitnunum í viðtal við Benedikt í sjötíu ára afmælisriti fé- lagsins á liðnu vori, en þar segir hann m.a. „Hinn 8. júh' 1950 gekk ég að eiga Brynhildi Pálsdóttur, hún hefur verið mér ómetanlegur stuðn- ingur í öllu mínu lífi.“ Viðtalinu lauk Benedikt með þessum orðum. „Og þannig verður það að vera um alla framtíð, að menn séu stöðugt að sækja sér fróðleik og menn verða að vera virkir í sínum samtökum." Félag pípulagningameistara þakkar Benedikt Jóni Geirssyni fyrir þann mikla skerf sem hann lagði fram til að efla félagið, sam- stöðu í stéttinni og ekki síst fyrir að stuðla að tæknilegum framfor- um. Félagið vottar Brynhildi, dætr- um þeirra og öðram ættingjum samúð við fráfall og útför Bene- dikts Jóns Geirssonar. Sigurður Grétar Guðmundsson. JENNYLARA GÍSLADÓTTIR + Jenný Lára Gísladóttir fæddist á Sólmund- arhöfða á Akranesi 20. júní 1904. Hún lést 25. júlí síðast- liðinn á Sólvangi, Hafnarfirði. For- eldrar hennar voru Gísli Hinriksson, kennari, f. 17. maí 1856 á Litla-Ósi í Miðfirði, V-Hún., d. 3. des. 1940, og Petrína Kristín Andrésdóttir, f. 2. sept. 1863 á Bæ í Hrútafirði, d. 9. febr. 1944. Al- systkini Jennýjar eru: Karl, f. 14. júlí 1897, (látinn), Emilia, f. 1. ágúst 1899, d. 25. jan. 1930, Hinrik, f. 21. júní 1903, d. 20. ágúst 1944. Auk þess átti Gísli Það var árið 1970 að ég kom í fyrsta sinni á heimili tengdafor- eldra minna á Holtsgötu 14 í Hafnarfirði. Ekki ætla ég að rekja lífshlaup tengdamóður minnar, til þess era aðrir færari, heldur minnast þeirrar ástúðar og hlýju sem frá henni stafaði. Ekki var húsnæði hennar stórt í fermetrum talið né fullt af veraldlegum hlut- um, en þar var þó alltaf nóg pláss. Fáir bökuðu betri pönnukökur en hún og voru þær ávallt til þegar litlir sonarsynir komu í heimsókn. Sögurnar og ljóðin sem hún sagði frá voru svo lifandi og fallegar og munu lifa um ókomin ár í hjörtum okkar. Hún var barn síns tíma og hafði ákveðnar skoðanir á útivinnu kvenna en alltaf var hún tilbúin að hlaupa undir bagga hjá mér þegar þess þurfti. Þó er ég viss um að í dag hefði hún gengið menntaveg- inn og gerst útivinnandi húsmóð- ir. Síðustu fimm árin var hún blind og heyrninni hrakaði en hugurinn var skýr fram á síðustu stundu, það sýndi sig best í því hve vel hún fylgdist með sínum áður tvö syni: Ólaf- ur, skipstjóri á Akranesi, f. 6. apríl 1879, drukknaði 1908, og Gústaf, f. 17. ágúst 1892. Jenný giftist Jó- hannesi G. Brynj- ólfssyni, bakara, frá Patreksfirði, 24. okt. 1926. Hann var f. 25. sept. 1896, d. 12. apr. 1988. Börn: Brynjólfur, f. 7. des. 1926, Emilía f. 9. des. 1931, Magn- fríður, f. 9. des. 1941, d. 26. jan. 1942, Sveinn, f. 31. okt. 1945. Barnabörnin eru 9 og bamabamabörn 18. Utför Jennýjar Lám fór fram frá Þjóðkirlqunni í Hafnarfirði 4. ágúst. nánustu í starfi, námi og leik. Síð- ustu árin dvaldi hún á Sólvangi og naut þar hjúkrunar frábærs starfsfólks. Jenný mín, ég þakka þér samverana í þessu lífi og von- andi færð þú að sitja við skriftir sem var þín stóra ósk, því þú sagðir oft: „Þegar ég er farin til himnaríkis ætla ég að sitja við skriftir." Hjá okkur sem eftir lif- um lifir minningin um þig og alla þá ástúð og hlýju sem þú veittir okkur. Þín tengdadóttir, Hlín. Það er sárt tómarúmið í hjarta mínu þegar elskulega amma mín er farin. Hún var einstök. Nú legg ég augun aftur 0, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Sonardóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og systir, ERNA SÓLRÚN KRISTENSEN GUÐSTEINSSON, Sölvhólsgötu 14, Reykjavfk, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, sunnudaginn 2. ágúst. Rudolf Ásgeírsson, Sólborg Marinósdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Hjördís Bergþórsdóttir, Gunhild Bjarnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INDRIÐI INDRIÐASON vélamaður, Langholtsvegi 14, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 3. ágúst. Steinunn Hákonardóttir, Ingunn Karítas Indriðadóttir, Jóhann Sæberg Helgason, Guðný Vigdís Indriðadóttir, Kristgeir Friðgeirsson, Indriði Indriðason, Anna Árdís Helgadóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR, áður Ljósheimum 9, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 3. ágúst. Ingiríður Halldórsdóttir, Þórhildur Halldórsdóttir, Signý Halldórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Oddný Dóra Halldórsdóttir, Pétur Eggertsson, Jón Árnason, Hrafn Einarsson, Birgir Þorsteinsson, Kristján Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, MAGNEA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni þriðju- dagsins 4. ágúst. Ingvar K. Guðnason, Guðrún Eiríksdóttir, Valdimar Guðnason, Helga Sveinsdóttir, Stefán Kjartansson. + Okkar hjartkæra, SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR, Eyrarholti 2, lést á Landspítalanum mánudaginn 3. ágúst. Júlíus Júlíusson, Pétur Jónsson, Ólafur Júlíusson. + Elskuleg eiginkona mín, SIGRÍÐUR M. OLSEN, áður til heimilis i Hvassaleiti 56, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 31. júlí sl. Haraldur Stefánsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, ÓLAFUR THORARENSEN, Hagamel 42, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þóra ölversdóttlr, Ingibjörg Thorarensen, Hildur Thorarensen, Aðalsteinn Thorarensen. + Eiginmaður minn, ÓTTAR VIÐAR, andaðist á Sjúkrahúsi Flúsavlkur föstudaginn 31. júll. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Aðalheiður Viðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.