Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 40

Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR + Þórdís Ólafs- dóttir fæddist á Vindási í Kjós 19. júní 1908. Hún lést á Landspitalanum 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Einars- son, f. 7.2. 1869, d. 3.4. 1959, og Helga Bjarnadóttir, f. 11.7. 1872, d. 10.9. 1936, bændur á Vindási. Systkini hennar voru: Krist- ín, f. 19.4. 1895, d. 9.5. 1987. Úlfhildur, f. 27.6. 1897, d. 9.11. 1987. Jóna, f. 27.7. 1899, d. 26.1. 1972. Elín, f. 1.8. 1900, d. 9.10. 1927. Jón, f. 18.3. 1903, d. 24.10. 1949. Bjarni, f. 1.1. 1906, d. 12.7. 1995. Sigríður, f. 23.6. 1909, og Herdís, f. 28.2. 1911, eru báðar búsettar á Akranesi. Einn upp- eldisbróður átti Þórdís, Harald Magnússon, f. 8.9. 1912, d. 6.3. 1987. Eiginmaður Þórdísar var Sig- urþór Ólafsson, bóndi á Fossá í Kjós, f. 9.3. 1899, d. 8.1. 1933. Foreldrar hans voru Ólafur Matthíasson og Ásbjörg Tómas- dóttir, bændur á Fossá. Þau eignuðust einn son, Braga, verkfræðing, f. 19.11. 1931, k. Inga Björk Sveinsdóttir, kenn- ari, f. 24.4. 1941. Börn þeirra eru: 1) Sólrún, f. 1.12. 1959, óp- erusöngkona, búsett í Þýska- landi. Sonur hennar og fyrrv. eiginmanns, Bergþórs Pálsson- ar, er Bragi, f. 16.4. 1981. Eig- ^ inmaður hennar er Þórarinn Stefánsson, píánóleikari, og eiga þau eina dótt- ur, Berglind Lilju, f. 16.2. 1994. 2) Þór- dís, f. 7.4. 1964, sál- fræðingur, búsett í Bandaríkjunum, eiginmaður hennar er Þorbjörn Guð- jónsson, læknir; börn þeirra eru Heba Björk, f. 28.1. 1992, og Tómas, f. 1.4. 1994. 3) Frið- rik, f. 8.4. 1968, verkfræðingur, eig- inkona hans er Mar- ía Guðmundsdóttir, íþróttakennari. Sonur þeirra er Rafnar, f. 1.7. 1997. 4) Brynja, f. 20.3. 1972, BA í sálfræði. Þórdís missti eiginmann sinn aðeins 25 ára. Hún brá búi, fór til Reykjavíkur í ljósmóðurnám og Iauk prófi frá LMSÍ 1936. Hún starfaði fyrst sem ljósmóð- ir í Norðurárdalsumdæmi frá 1936 til 1942 að einu ári undan- skiidu, 1937, en þá vann hún á Landspítalanum, fæðingardeild. Hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún starfaði á árunum 1944-1969 sem embættisljós- móðir. Hún vann einnig sem ljósmóðir og deildarljósmóðir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á árunum frá 1968 til 1978. Hún vann alla sína starfstíð ötullega að málefnum Ijósmæðra og var lengst af sínum starfsferli gjaldkeri Ljósmæðrafélags fs- lands. Hún var heiðursfélagi þess frá 1979. Útför Þórdísar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. ágúst. Þá er hún ástkæra Ljósa mín og ein af mínum bestu vinkonum búin að yfirgefa þennan jarðneska heim, í hárri elli, komin í ljósið og ylinn hjá Guði. Ég kallaði hana aldrei annað en Ljósu mína frá því ég man eftir mér. Hún tók á móti mér í þennan heim íyrir 53 árum, það vantaði að- ens 12 klukkustundir upp á. Má því segja að hún hafi verið fyrsta manneskjan, sem ég leit augum í þessum heimi. Veit ég að það hafa verið traust og örugg handtök og • hlýja sem ég mætti strax. Hún rifj- aði oft upp fæðinguna við mig, sem hefur haft sterk áhrif, og finnst mér næstum að ég muni eftir þess- um atburði, sem er bara vegna þess hve fallega Ljósa sagði mér frá þessu. Hún tók á móti þremum af fjór- um bömum móður minnar. Sagði mamma alltaf að hún hefði bjargað fyrsta baminu sínu, henni Ingu, sem var komin í hættu í móður- kviði. Þá var Ljósa aðeins nemi á Landspítalanum. Það var aðeins ár- vekni hennar sem bjargaði barninu. Fannst mömmu alltaf að hún gæti ekki fullþakkað henni lífgjöfina. Það fylgdi Ljósu mikil gæfa í starfi, en hún vann líka fyrir því. Hún þótti af öllum mjög traust og fær. Eins var það við allt sem hún tók að sér. Hún var mikils virt í Ljós- mæðrafélaginu, var þar lengi í stjórn, s.s. gjaldkeri og ritari til margra ára. Var það mikið þrek- virki eftir að hún varð ekkja, ein með ungan son sinn, að fara í ljós- mæðranám á þeim erfiðu tímum, en hún var kjörkuð. Ég veit að það hefur verið gert að vel hugsuðu máli eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur alla tíð. Hún var í eðli sínu mikil alvörumanneskja, en í góðra vina hópi átti hún til að slá á létta strengi og vera hrókur alls fagnaðar - „ógleymanlegar stund- ir“. Ljósa var gift móðurbróður mín- um, Sigurþóri Olafssyni, sem ég sá aldrei. 25 ára var hún orðin ekkja og búin að missa einkadóttur sína sem kornabarn. Er mér tjáð að hún hafi verið mjög falleg og efnileg stúlka. Þótt við töluðum margt á þessari hálfu öld minntist hún að- eins einu sinni á dóttur sína. Ljósa var ekki persóna sem velti sér upp úr fortíðinni. En eftir átti hún son- inn, Braga Sigurþórsson bygging- arverkfræðing, augasteininn sinn, sem ég kalla alltaf uppáhalds- frænda minn. Hefur það verið hennar líf og yndi að fylgjast með þeim Ingu Björk og fjórum efnileg- um börnum þeirra. Síðan komu barnabörnin, gullmolamir. Barna- lánið hefur verið mikið og var hún vakin og sofin yfir þessari góðu fjöl- skyldu sinni, sem hún fékk ríkulega borgað með hjálpsemi og kærleika. Fjölskyldan í Vogalandi hefur verið mér ómetanlegir vinir sem ég fæ aldrei fullþakkað nema að sýna þeim væntumþykju og kærleika á + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR ÁRNADÓTTUR, Vesturgötu 7. Árni Magnússon, Móeiður M. Þorláksdóttir, Jensína G. Magnúsdóttir, Hjörleifur Þórðarson, Sigriður Skúladóttir og barnabörn. móti. Sem barn og unglingur bjó ég fyrir austan fjall og þegar við kom- um í bæinn var farið á Barónsstíg- inn og alltaf var jafn vel tekið á móti manni þótt Ljósa væri í vinnu upp fyrir höfuð. Á þessum tíma hafði hún óhemju að gera, fékk oft lítinn svefn, en ljósa var bæði hraust og jákvæð. Hef ég oft hugs- að til þeirra lækna sem hún vann með, hvað það hafi verið þeim ómetanlegt að hafa svona trausta og færa ljósmóður sér við hlið. Við tvær yngri systurnar fæddumst í rúminu hennar á Barónsstígnum. Þar fann mamma öryggið mest. Þegar ég var barn var það viss passi að ég fékk pakka frá henni á jólunum, var alltaf jafn spennandi hvað nytsamt og fallegt kæmi úr pakkanum. Ég man að einu sinni fékk ég sundbol sem var sá falleg- asti sem ég hafði séð. Þegar ég var um tvítugt fékk ég sterka löngun til að verða ljósmóð- ir. Ég fór á Barónsstíginn og stundi þessu upp við Ljósu mína. Tók hún mér af skilningi og trausti að vanda, sendi síðan meðmæli með mér. Vorum við 44 sem sóttum um og aðeins 12 teknar inn og hef ég alltaf þakkað það orðum Ljósu. Hún var alls staðar í svo háum met- um þar sem hún kom við sögu. En þegar ég var búin að fá inngöngu í skólann sagði hún við mig setningu sem ég hef aldrei gleymt: „Mundu nú bara Ella mín að þetta starf er allt annað og meira en kappinn." Þegar ég útskrifaðist úr Ljós- mæðraskólanum ‘68 var ég hús- næðislaus. Þá kom hjartarými Ljósu til skjalanna, og bauð hún mér að búa hjá sér. Þar var ég í dekri í fjóra mánuði. Þegar ég kom heim af kvöldvakt 12 á miðnætti beið hún mín með heitt súkkulaði og meðlæti og spjallaði við mig góða stund. Ég sofnaði vært á eftir. Það var mér ómetanlegur skóli. Það hefur átt svo vel við mig að eiga vinkonu af aldamótakynslóð- inni. Ég er viss um að það eykur á þroska manns. Þegar ég útskrifað- ist frá Ljósmæðraskólanum fengu aðeins 4 vinnu í Reykjavík og var dregið um okkur. Ég var ekki ein af þeim útvöldu. Þá var ekki um að ræða neitt annað en að fara út á land, sem mig langaði lítið til. Ég fór grátandi til Ljósu. Hún tók utan um mig og hughreysti mig, sagði að væri laus staða á Selfossi. Það væri ekki svo langt í burtu. Daginn eftir tókum við rútuna austur á Selfoss og hún talaði máli mínu og ég fékk vinnuna og það þakka ég allt Ljósu. Hún var ekki vön að gefast upp og höndin alltaf útrétt. Síðan fórum við að hafa svipuð áhugamál, fara í leikhús saman og var uppbyggilegt að ræða við hana um verkið á eftir, á málverkasýn- ingar og út að borða. Það er ekki langt síðan við fórum í leikhús sam- an, eitt og hálft til tvö ár. Síðast en ekki síst voru svo ferðalögin okkar innanlands og utan; Þórsmörk, Landmannalaugar, Þingvellir o.fl. Upp úr stóð þó alltaf ferð okkar til Islendingabyggðarínnar í Kanada árið 1975. Var sú ferð oft rifjuð upp, þar sem mamma og pabbi og fleira gott fólk voru ferðafélagar okkar. Aldrei varð okkur sundur- orða þessi 53 ár. Þó voru skoðanir oft skiptar, en ég bar alltaf mikla virðingu fyrir máli hennar. Ljósa mín var stórgreind, falleg, hugs- andi kona. Það er sárt að sjá á bak einni af mínum bestu samferða- manneskjum, sem ég gat hringt í hvort sem mér leið vel eða illa, og leið mér alltaf betur á eftir. Núna á tveimur árum hef ég misst allar mínar þrjár bestu vinkonur af eldri kynslóðinni. Mamma lést á sömu klukkustund og sama dag og ljósa fyrir tveimur árum. Eyvör vinkona mín lést 21. júní 1997. Þá er þessi sérstæða, vandaða kynslóð farin yf- ir móðuna miklu, þær sem gáfu mér svo mikið sem ég hef aldrei getað fullþakkað. Söknuðurinn er mjög sár, því enginn kemur í þeirra stað. Það verður óuppfyllt tóma- rúm. Ég er þó það rík að eiga fóður minn enn á lífi sem ég get rætt við. Þær voru allar farnar að líkamlegu þreki og þurftu á hvíldinni að halda. Annað er eintóm eigingirni. Við Ljósa mín eigum mörg leyndarmál sem fara með okkur í gröfina. Það er það dýrmætasta í lífinu að eiga traustan, góðan vin. Ég var vön því á Þorláksmessu að fara með blóm- vönd til Ljósu og Eyvarar, voru það góðar stundir með þeim sem ég kem til með að sakna. Þetta voru ljúfu stundirnar í jólaamstrinu. Um leið og ég kveð stórbrotna, glæsilega og góða vinkonu votta ég þér Bragi minn, Inga Björk, börn og barnabörn innilega samúð. Góðar minningar eru huggun í sorg. Farðu í friði, elsku Ljósa mín. Þín vinkona Elín Stefánsdóttir. Því er mér síðan svo stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús? (Halldór Kiljan Laxness.) Hálfrar aldar samferð er lokið. Hún Ljósa mín og og nafna er dáin. Söknuður og tómleiki sest að mér en einhvers staðar á bak við mig heyri ég hana segja „það er ekki sorglegt þegar gamalt fólk deyr“ og ég finn að afstaða hennar og skoðanir hafa enn mótandi áhrif á mig. Þórdís Olafsdóttir ljósmóðir var ömmusystir mín og tengdist for- eldrum mínum og systkinum á margan hátt. Þegar ég man fyrst eftir, um miðja öldina, bjuggu þær systur, Jóna föðuramma mín og Þórdís, á Barónsstíg 53, hvor á sinni hæðinni, tvær sterkar, sjálf- stæðar en afar ólíkar konur. For- eldrar mínir leigðu um tíma þar í þriðju íbúðinni í húsinu og þar er- um við tvö af sjö systkinum fædd og hún er Ljósan okkar allra. Amma var saumakona og vann heima en Þórdís var starfandi ljós- móðir og tók á móti börnum í heimahúsum um allan bæ. Áður en hún eignaðist bíl, þá um fertugt, fór hún sinna ferða á reiðhjóli og minntist oft þeirra ferða í ýmsum veðrum, misjafnri færð og á hvaða tíma sólarhringsins og ársins sem var, því blessuð börnin boðuðu komu sína óháð ytri aðstæðum. Ein saga hennar frá þessum tíma kem- ur upp í huga mér: „Ég tók á móti bami um nótt og við litla birtu. Þegar ég var að þvo krakkanum þá fannst mér höfuðið aldrei nógu vel þvegið en þegar ég kom morguninn eftir sá ég að strákurinn var eldrauðhærður." Þarna á Barónsstíg 53 hófst lífs- ganga mín með ömggri hjálp Ljósu og þegar ég á einhverjum fyrstu dögunum hugðist skila lífinu var stokkið upp á loft til hennar og hún fleygði frá sér símanum og kom líf- inu í mig aftur með hröðum og ör- uggum handtökum. Þessi atburður varð til þess að ég hlaut nafn henn- ar sem ég ber stolt og hef alltaf gert. Ekki veit ég nema systkinum mínum hafi ef til vill þótt ég nokkuð frek til nafnréttarins þótt hún gætti þess að gera ekki upp á milli okkar og prjónaði og saumaði á okkur öll jafnt. Ég veit að hún á fleiri nöfnur og jafnvel nafna, börn sem hafa verið nefnd í höfuðið á henni af þakklæti og virðingu. Fjölskylda mín fluttist í nýbygg- ingu við Laugateig árið 1950 og þar fæddust þrjú yngstu systkini mín. Fyrstu ferðir mínar ein út í heim- inn þá litlu eldri en fimm ára voru með strætisvagni niður á Laugaveg og þaðan upp Barónsstíginn í heim- sókn til ömmu og Ljósu og naut ég þess að vera ein með fullorðnu fólki og hafa alla athygli þess. Á ung- lingsaldri fékk ég stundum að búa hjá Ljósu þegar ég var að lesa und- ir próf þótt töluverðu af tímanum hafi verið eytt í að lesa langar skáldsögur eftir skandinavísku skáldkonurnar Sigrid Undset og Selmu Lagerlöv auk annarra skáld- verka sem nafna mín átti. Mér er í barnsminni eftirvænt- ingin að koma heim þegar von var á nýju systkini - athuga hvort bíllinn hennar Ljósu væri fyrir utan húsið. Þegar barnið var fætt var stórkost- legt að fá að fylgjast með Ljósu baða, skipta um naflabindi og gera barninu á annan hátt til góða. Svarta taskan dularfulla, sem ekki mátti snerta, var töfrandi og allt umhverfið hvítt og hreint og svo þessi framandi lykt. Leikfélögunum voru sagðar endalausar sögur. Goðsagnir um stork eða barn í ljós- móðurtöskunni voru kveðnar í kút- inn. Nú finnst mér ómetanlegt að hafa fengið að kynnast barnsfæð- ingum á þennan persónulega og nána hátt. Yngri systkini mín og böm þeirra hafa verið svæfð með sögunni af því þegar þau, systkini þeirra eða frændsystkini fæddust og þar var Ljósa ein af aðalpersón- unum. Þremur öðram börnum tók Ljósa á móti í þessu húsi, að því er ég best veit, og þeirra síðast var sonur minn. Samband móður minnar og Þór- dísar var einstakt og einkenndist af gagnkvæmri virðingu og tillitssemi. Þegar yngsta barn móður minnar fæddist var samvinna þeirra þraut- reynd. Þær vora einar og nokkram klukkutímum fyi-ir fæðinguna var komið að þeim þar sem þær sváfu og hvíldu sig fyrir átökin. Báðar höfðu þær yndi af að fara í leikhús og best þótti mömmu ef hún hafði Þórdísi að fóranaut. Ef til vill fundu þessar lokuðu konur farveg fyrir tilfinningar sínar í samræðum um leikpersónurnar eða samupplifun með tilfinningum þeirra. Þórdís var ætíð heiðursgestur á æskuheimili mínu við alla stórviðburði í fjöl- skyldunni og mikill aufúsugestur þess utan. Hún naut óskiptrar og verðskuldaðrar virðingar okkar allra, sem og ættingja og annarra fjölskylduvina. Síðustu árin vora samskipti okk- ar aðallega í gegnum síma en í stuttum heimsóknum ræddum við oft hvað við höfðum verið að lesa eða hlusta á í útvarpi. I síðustu heimsókn minni heim til hennar í tilefni níræðisafmælisins í síðasta mánuði var umræðuefnið lestur Amars Jónssonar á Sjálfstæðu fólki í útvarpinu, en verk Halldórs vora henni mjög hugleikin. Hún fór þá með vísuna hér að ofan og vildi vita hvort ég kynni hana; nú hef ég lært hana. Við ræddum lífssýn Bjarts og komumst að því að hún féll að mörgu leyti saman við okkar eigin. Þórdís var sterk, stolt og tigulleg kona sem bar sig vel en var laus við allt prjál. Hún var ekta. Að leiðarlokum þakka ég henni ómetanlega tryggð og umhyggju sem hún sýndi mér og syni mínum alla tíð. Þórdís Ólafsdóttir. Ég naut þeiri’a forréttinda að al- ast upp í sama húsi og hún amma Þórdís. Ég var tæplega 4 ára þegar ég flutti á ættaróðalið að Vogalandi 3 ásamt foreldram og tveimur eldri systram. Þá hafði hún amma Þór- dís nokkram mánuðum áður komið sér fyrir í notalegri íbúð á neðri hæð hússins. Upp frá þessu tengd- umst við amma sterkum böndum og urðum miklir vinir. Skömmu eft- ir flutninginn í Vogaland fæddist hún Brynja, litla systir. Ég man svo vel eftir því þegar ég sat inni í eld- húsinu hjá ömmu og beið eftir að mamma kæmi heim með litla barn- ið. Hún talaði við mig eins og full- orðinn mann og gerði mér grein fyrir ábúðarfullu starfi stóra bróð- urins. Þau urðu mörg skiptin sem maður sat í litla eldhúsinu hennar ömmu og hún sá til þess að maður kveddi ekki öðravísi en vel mettur. Pönnukökurnar sem hún bakaði era mjög lýsandi fyrir hennar kai-akter því þær voru ekki bara lostæti heldur einnig fallegar. Það sem hún tók sér fyrir hendur var ávallt klárað upp á 10. Á menntaskólaárum mínum var það fastm’ liður að koma við hjá ömmu áður en lagst var til hvílu. Það skipti þá engu máli hversu seint heim var komið, alltaf beið amma með eitthvað gott í gogginn. Oft var spjallað um heima og geima, stundum var tekin skák og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.