Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GÍSLI
HALLDÓRSSON
+ Gxsli Halldórs-
son fæddist að
Norður-Botni í
Tálknafirði 2. fební-
ar 1927. Hann lést
27. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Halldór Gíslason,
bóndi, f. 8. maí 1885,
drukknaði á Þern-
eyjarsundi 9. júní
1931 og Valgerður
G.J. Jónsdóttir, f. 7.
ágúst 1884, d. 18.
febrúar 1966. Systk-
ini hans sem komust
á legg voru Sigríð-
ur, f. 15. ágúst 1915, d. 8. janúar
1995, Jóna, f. 6. júní 1919,
Snærún, f. 9. júní 1922, d. 4.
október 1970, og Sigurbjörg, f.
11. apríl 1924, d. 30. mars 1989.
Eftirlifandi eiginkona Gísla
er Theódóra Sverrisdóttir
Thoroddsen, f. 27. október
1929, fyrrum úti-
bússtjóri í Búnaðar-
banka Islands. Börn
þeirra eru: 1) Theó-
dóra, meinatæknir,
f. 1. júlí 1950, maki
Matthías Halldói’S-
son, læknir. Dóttir
þein-a er Theódóra,
f. 1979. 2) Halldór,
arkitekt, f. 25.
ágúst 1952, maki
Anna Guðrún
Björnsdóttir, lög-
fræðingur. Börn
þeirra eru Björn, f.
1983 og Valgerður,
f. 1985. 3) Sverrir, rafeinda-
virki, f. 29. júlí 1957, maki
Kristbjörg María BI. Birgisdótt-
ir, bankastarfsmaður. Synir
þeirra eru Gísli, fæddur 1983,
og Ragnar, f. 1989.
títför Gísla fór fram í kyrr-
þey-
Það er vandi að skrifa um Gísla
Halldórsson. Ekki vegna þess að
góðar minningar skorti, en Gísli
^ taldi að persónuleg umræða um
fólk, eins og nú tíðkast, ætti ekki
erindi í fjölmiðla. Hann veitti þeim
aldrei viðtöl þótt oft væri eftir því
leitað og frá nógu að segja. Allt
prjál og yfirborðsmennska var
honum á móti skapi. Hann kenndi
okkur að enginn er meiri maður
vegna ættemis, fjái-muna eða
stöðu í þjóðfélaginu. Manneskjan
sjálf var það eina sem skipti hann
máli.
Bamabörnin vora hans fólk og
^þau sakna afa síns. Ekki eingöngu
vegna þess að hann væri svo
skemmtilegur og klár (hann gat
t.d. hreyft eyran án þess að koma
við þau) heldur fyrst og fremst af
því að hann var svo hlýr og góður.
Hann treysti bömum og talaði við
þau eins og við fullorðna. Þeim
þótti gaman að aðstoða hann við
smíðar, enda fengu þau að njóta sín
og hann leiðbeindi ef þau töldu
sjálf að þess væri þörf.
Þegar sumarið gekk í garð var
Gísli orðinn þungt haldinn af
krabbameini. Hann kvartaði ekki,
en þótti erfitt að geta ekki lagst í
ferðalög um landið með Theódóra
konu sinni eins og þau vora vön að
gera eða tekið til við verklegar
framkvæmdir. Hann þurfti að
hætta smíðavinnu við sumarbú-
staðinn okkar Theódóra, dóttur
sinnar, sem hann var langt kominn
með. Við þannig störf sameinuðist
þarfir hans fyrir að skapa og að
gefa, sem vora honum svo eiginleg-
ar. Að eiga hluti var honum hins
vegar lítils virð. Mér lærðist t.d.
fljótt að lofa ekki að óþörfu hluti í
hans eigu, t.d. bók, því þá var oft
óhjákvæmilegt að þiggja hana að
TOJIIMITIP OJUIUJ) flO SJfl um
ÍWIDJHIMJOJI
flÓTÍL flOfld
ítSTfllHlfltlT • (flff
Upplýsingar í s: 551 1247
gjöf. Einhver dáðist að silfurlamp-
anum sem Gísli fékk sem leiklistar-
verðlaun gagnrýnenda á sínum
tíma. Sá hinn sami fékk silfur-
lampann með sér heim þegar hann
kvaddi og er líklega eini maðurinn
sem hefur hlotið þann grip án þess
að hafa nokkra sinni stigið á fjal-
irnar.
Veikindi, hvað þá læknar og
sjúkrahús, vora Gísla ekki hugleik-
ið umhugsunarefni og sjaldan
ræddum við þau mál áður en hann
veiktist. Það var kvíðvænlegt að
hugsa til þess að nú fengi hann
hann ef til vill hlutverk sem hann
réði ekki við; eina hlutverkið í lang-
an tíma sem ekki væri á hans færi
að afþakka. Það var lán í óláni að
Sigurður Ámason krabbameins-
læknir stundaði hann á þessu fren-
ur stutta en erfiða veikindatímabili.
Þeir fundu einhvem samhljóm og
Gísli treysti honum. Einnig þakkar
fjölskyldan nærgætna umönnun
starfsfólks Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins, sem gerði
honum kleift að vera heima allt til
enda.
Tilvera mín og margra annarra
væri mun fátæklegri ef við hefðum
ekki þekkt Gísla Halldórsson.
Hann reyndi aldrei að hafa áhrif á
líf okkar, en sterk nærvera hans
var eingöngu til góðs. Fyrir það
þökkum við einlæglega að leiðar-
lokum.
Matthías Halldórsson.
I leikritinu um Kristnihald undir
Jökli, sem Gísli Halldórsson færði
fram til sigurs með ógleymanleg-
um hætti, trúir séra Jón Prímus
Umba hinum unga fyrir því, að eitt
sinn hafi hann átt fallega skó. Og
stúlku. „En núna?“ spyr Umbi.
Séra Jón Prímus svarai-: „Eg hef
jökulinn; og náttúrlega akursins
liljugrös; þau era hjá mér; ég er
hjá þeim; en umfram allt jökulinn.
Áður fyrr þegar eg var þreyttur
hlakkaði ég til að sofna útfrá jökl-
inum á kvöldin. Eg hlakkaði líka til
að vakna til hans að morni. (Brosir
ljóðrænt og lítur á Umba.) Nú er
ég farinn að hlakka til að deya frá
þessu ábyrgðarmikla kalli og
gánga í jökulinn."
Nú þegar Gísli Halldórsson er
allur, hvarflar ekki að manni annað
en hann sé nú genginn í jökulinn
og hafi þar samsafnast akursins
írjiíryííjur
UPPLVSINGAR I SÍMUM
562 7575 & 5O5O 925
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
I HöTEL LOFTLEIÐIR,
“ ÍCE LARDÁI8 M O T C L S
liljugrösum, snjótittlingnum, sem
stendur í logni og öllu því við-
kvæmasta og ljúfasta sem lífsand-
ann dregur. Svo umfaðmandi var
allt hans lífsverk sem listamanns,
svo samgróið öllu því, sem íslenskt
er, landi, sögu og þjóð, af því að
hann lifði í skáldskap, eins og Lax-
ness lætur Prímus boða, og þeir
einir lifa af hér á jörðu.
I nýjustu bók sinni talar Guð-
bergur Bergsson um að „maður
fæðist úr skáldskapnum í hann við
gerð skáldsögunnar sem maður
semur, og lætur vera á sama hraða
og manns eigið líf, síðan deyr mað-
ur og hverfur á sálarhraða inn í sitt
eigið verk og sameinast þvl ef and-
inn fer út um hið rétta op. - Þetta
er þetta sem skáldin áttu við í
fomöld þegar þau sögðu að per-
sóna í verkum þeirra dæi inn í fjall.
Þau áttu við sig og eigin verk og
alla menn um leið...“
Alla menn um leið. Skáldsagan
blífur í bókstafnum meðan bækur
eru ekki brenndar fyrir fullt og
allt, en list leikarans lifir á sama
augnabliki og hún deyr. En af
góðri sviðslist fara þó sögur, og
stundum geymist list leikarans líka
í bandupptökum og á myndmiðlum.
Gísli Halldórsson var stórveldi í
leiklist okkar og starfsferill hans
spannaði sem næst síðari helming
aldarinnar. Framan af áram kvað
mikið að honum sem leikstjóra og
leikara, á síðari árum hafði leikur-
inn yfirhöndina.
Hann kom fyrst fram á svið sem
uppreisnargjam og kokhraustur
ungur prestur í Önnu Pétursdóttur
1951, stóð þar uppi í hárinu á sjálf-
um Brynjólfi Jóhannessyni og duld-
ist engum, að þar fór ungur maður,
sem átti eftir að láta til sín taka.
Það rættist fyrr en varði og mánuði
síðar stóð hann í glæstum hópi
þeirra ungu leikara, sem þá vora
framtíðin, í leikritinu Segðu steinin-
um. Og á næstu árum lék Gísli mik-
ið af minnisverðum hlutverkum hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, sem þá
gekk í endumýjun lífdaga eftir
blóðtökuna miklu við opnun Þjóð-
leikhússins. Sama ár lék hann sitt
fyrsta burðarhlutverk, Tsæ-Jong
hinn unga í þeirri minnisverðu sýn-
ingu Gunnars Róbertssonar Han-
sens á kínversku leikriti, Pi-pa-ki.
Á eftir komu rómantískir elskhug-
ar, galgopalegir spreðubassar og
viðsjárverðir púkar, svo að ekki
þurfti að kvarta yfir einhæfni.
Galdra-Loftur 1956 varð minnis-
verður áfangi á þroskaferli Gísla
sem skapgerðarleikai-a; mig langar
einnig að nefna lítið hlutverk
Vasilís í Þrem systram á 60 ára af-
mæli Leikfélagsins, sem sýndi
hversu sterkt sviðsvald þessi ungi
leikari hafði þá þegar til að bera.
Um líkt leyti fór að kveða að
Gísla sem leikstjóra og vora það
einkum sýningamar á Browning-
þýðingunni 1957 og Öllum sonum
mínum 1958, sem sannfærðu menn
um að fram var kominn óvenjuleg-
ur hæfileikamaður á því sviði
einnig. Lærifeður Gísla höfðu verið
Láras Pálsson og Gunnar Róberts-
son Hansen, og má með sanni
segja að hann hafi tileinkað sér
margt hið besta, sem þessir hsta-
menn kenndu manni, sldlyrðislausa
virðingu fyrir listinni og þann sjálf-
saga, sem því fylgir að þjóna sam-
verkalistsköpun af þeirri ábyrgð,
sem það krefst. Hann var móttæki-
legur fyrir Ustrænan heiðarleika
Gunnars og fegurðarþrána hjá
þeim báðum, skáldskaparlegan
næmleika Lárusar, húmanisma
hans. En stundum fannst mér líka
Gísla sem leikstjóra svipa til Ind-
riða Waage í stemmningsmettaðri
dramatískri eftirfylgni. Slíkar
stemmningar lét Gísli stundum
standa lengi og tókst þá oft að
virkja svo áhorfendur að heyra
hefði mátt saumnál detta. Öðra
einkenni á leikstjórn Gísla dáðist
ég að (og lærði af). Það var hin ar-
kítektóníska bygging sýningar,
hvemig rýmið var nýtt til að skýra
afstöðu einnar persónu til annarrar
og það valdatafl sem í hreyfingunni
felst. Nú á dögum, þegar alsiða er
að leikarar álpist um svið skipu-
lagshtið eða taki á sig langa mynd-
ræna króka, sem stundum virka
sem ofskýring textans eða van-
skýring, Uggur við að manni finnist
þessi gömlu vinnubrögð vera horf-
in dyggð. Eg tek sem dæmi hversu
langt var milli persónanna áþreif-
anlega og óáþreifanlega í íyrsta
þætti Fanganna í Altóna eftir Sar-
tre, þessu húsi þar sem tilfinningar
hafa frosið - og svo nálægðin og
hitinn í öllum staðsetningum á þil-
loftinu í öðrum þætti.
Þegar undirritaður kom til starfa
í Iðnó 1963 var GísU orðinn arftaki
Gunnars Hansens sem helsti leik-
stjóri hússins ásamt Helga Skúla-
syni. Sem íyrr lék hann mikið af
burðarhlutverkum og stýrði ýmsum
minnisverðum sýningum eins og áð-
umefndum Föngum í Altona, Vanja
frænda, Tobacco Road og þeirri
frægu sýningu Hart í bak. En
kannski má segja, að leikurinn hafi
skipað æ meiri sess, og á næstu ár-
um bar GísU uppi leikinn í hverju
hlutverkinu á fætur öðra. Öllum
mun hafa verið ljóst að hann var
þróttmildll og leiftrandi dramatísk-
ur leikari, en það er á þessum árum
sem GísU fæddist alskapaður sem
einn fremsti gamanleikari okkar
fyrr og síðar. Oft nýtti hann bæði
þessi svið samtímis, þannig að á bak
við gleðina glitti í harminn. Það var
sem hinn Daríó Fóski trúður sem
GísU sló í gegn á léttu nótunum í
Þjófum líkum og fólum konum; síð-
ar fylgdi hann því eftir með stórleik
t.d. í Fló á sldnni og á móti Sigríði
HagaUn í Rommí. í þessum kó-
mísku mannlýsingum voru margvís-
leg blæbrigði, til dæmis var hann
óborganleg Grasa-Gudda í aimæUs-
sýningu Leikfélagsins á Útilegu-
mönnunum 1972 og síðar ómót-
stæðilegur SpóU vefari í Jóns-
messudraumi. Þá munaði heldur
betur um hann í verkum eins og
þeim bráðskemmtilega söngleik
Landi míns föður. Á hinn bóginn
átti leikhúsið ekki heldur mai'ga
hans Uka þegar til alvörunnar tók;
hann var eitraður Edgar í Dauða-
dansi Strindbergs og brjóstum-
kennanlegur faðir í Undir álminum,
svo fátt eitt sé nefnt. Einhvers stað-
ar þarna á milli stendur svo Gvendó
í Dúfnaveislu Laxness, háll og
hættulegur, óútreiknanlegur nú-
tímamaður. Eitt sinn kom hann
okkur til hjálpar í Þjóðleikhúsinu,
einstakt þegnskaparbragö. Þá stóð
til að heiðra Val Gíslason í hlutverki
heimspekingsins Lúka I NáttbóU
Gorkíjs. En Valur veiktist hálfum
mánuði fyrir frumsýningu og Gísli
hljóp í skarðið og varð Lúka þrátt
fyrir þessar óvenjulegu aðstæður
eitthvert hans besta hlutverk.
Starfsvettvangur Gísla var ann-
ars mikið til bundinn Iðnó, því þeg-
ar Leikfélag Reykjavíkur fluttist
upp í Borgarleikhús var augnsjúk-
dómur farinn að þjá Gísla, svo að
hann þoldi illa sviðsljósin. Á síðustu
árum lék hann því einkum í kvik-
myndum og sjónvarpi og ekki
minnkuðu ástsældir hans við það.
Margt mætti nefna því til sönnunar,
en hér skal aðeins upp taUð hlut-
verk hans í kvikmyndinni Börnum
náttúrunnar og gamU útgerðarmað-
urinn í sjónvarpsþáttunum frá Vest-
mannaeyjum, Sigla himinfley. I
báðum tilvikum vai’ um að ræða fá-
gætlega fallegan leik. Og hann
geymist nýjum kynslóðum. Þá var
Gísli sem kunnugt er afburða upp-
lesari og nægir þar að minna á
meistaralegan flutning hans í út-
varpi á Góða dátanum Sveik.
Átvik höguðu því þannig að við
Gísli unnum saman að síðasta
verki, sem honum auðnaðist að
sinna, og varð það eins og innsigli
áratuga vináttu. Það hafði lengi
verið þráhyggja mín, að túlkun
Gísla á Jóni Prímusi í Kristnihaldi
undir Jökli yrði að geymast
ókomnum leiklistarannendum í út-
varpsleiksformi. Þetta tókst og
með nokkram herkjum þó, því að
þá var Gísli farinn að kenna þess
sjúkdóms sem dró hann til dauða.
En einkennileg er forsjónin, þegar
hugsað er til þess, að síðustu orðin,
sem hún lætur þennan mikilhæfa
listamann segja í leik, era einmitt
þessi: „Sá sem ekki lifir í skáld-
skap, lifir ekki af hér á jörðinni.“
Þetta vissi Gísli alla tíð, og sú vit-
neskja var uppspretta auðlegðar
hans sem listamanns. Þess vegna
eigum við honum svo mikið að
þakka.
Eg flyt eiginkonu hans Theodóra
Thoroddsen, einni af þessum huldu-
konum íslenskrar leiklistarsögu,
bömum þehTa, Halldóri, Theodóru
yngri og Sverri, og allri fjölskyld-
unni samúðarkveðju. Og Gísla óska
ég góðrar ferðar í jökulinn. Þar er
bæði heitt og kalt eins og í listinni,
en yfir honum er heiðríkja, sem ég
veit að verður Gísla að skapi.
Sveinn Einarsson.
Oft er sagt: Nú er skarð fyrir
skildi, en það á ekki við þegar Gísli
Halldórsson er horfinn úr okkar
hópi. Við lágum ekki í hernaði sam-
an. En nú stíga færri fætur á mel
og mosa, færri augu sjá yfir svip-
mikið land af heiðarbrún, rödd
hans og bros taka ekki við okkur í
áfangastað, við heyram ekki lengur
sögur hans og tilsvör og hnyttnar
vísur sem við áttu. Við voram sam-
an í sveit sem aldrei laut reglum
eða stefnuskrá. Með því að hittast
og ganga og sjá og hlusta lagði
hver öðrum lið í amstri dægranna,
með sínum hætti og án þess orð
þyrfti um að hafa. Enginn var ör-
látari en Gísli á allt sem mátti
verða til mannfagnaðar, vekja í
senn hlátur og hugsun og - án þess
tekið væri fram sérstaklega - sam-
stöðu um margt sem mestu varðar
í lífi Islendings.
Á göngum um landið og við
allsnægtaborð hjá Gísla og Theó-
dóra í Kaldaseli, Hveragerði og
Hvalfirði tala allir saman og svo
tveir eða þrír. Það æxlaðist svo til
að við Gísli vorum oft á sama róli,
við áttum skap saman og furðu
margar minningar. Trygglyndi
með yfirvegun var einn af mörgum
aðlaðandi þáttum í fari Gísla; mað-
ur er það sem hann ungur nemur,
það hverfur ekki frá okkur síðan.
Hann átti þá við nokkrar grund-
vallarkröftu’ um réttlæti og óbeit á
valdhroka og ofríki sem mestu
réðu um viðhorf hans til einstak-
linga og mannlegs félags. Hann fór
stundum með hendingar úr kvæði
eftir Robert Bums um upphefðina,
hefðarstandið sem er ekki annað
en mótuð mynt en maðurinn gullið
sjálft, hvað sem öðru líður:
The rank is but the guinea’s stamp
The Man ‘s the gowd (gold) for a’ that.
Eins og gefur að skilja var sú list
honum hugleikin sem býr í göfug-
um textum og túlkun þeirra. Hann
líktist í því einum eftirlætishöfundi
sínum, Anton Tsjekhov, að djúp-
vörm ást hans á skáldskap og leik-
húsi vildi helst fátt um þylja og ef
til vill henda gaman að sjálfri sér
öðram þræði. Allt tal hans um þau
efni bar vitni traustu jarðsambandi
sem vísaði frá sér tilgerð og tækni-
legum eldglæringum. Hvar er
maðurinn sjálfur og það sem hon-
um er satt og gott? Einhverju sinni
voram við að spjalla saman um
sögu Hemingways, „Gamli maður-
inn og hafíð“, og tíunda allskonar
túlkanir á fiskinum stóra sem sá
gamli veiðir en hákarlar éta frá
honum á leið til lands, en þær eru
margar skarplegar og langsóttar.
Þetta kann allt að vera rétt, sagði
Gísli að lokum, en mér er meira í
hug lýsingin á samskiptum gamla
mannsins og drengsins, það er fal-
legur og tær skáldskapur.
Gamall fiskimaður og drengur
sem lætur sér annt um hann og vill
flest af honum læra; sú hlýja sem
finna má í hörðum heimi þrátt fyrir
allt (for all that, segir Robert
Bums). Þegar gamli maðurinn er
að örmagnast í glímu sinni við fisk-
inn og hákarlana verður honum oft
að orði: Bara ef drengurinn væri
nú hér! Einu sinni bætir hann við:
Maður má ekki vera einn í ellinni.