Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra ræðir við formann landstjórnar í opinberri heimsókn á Grænlandi Leggjum 20 milljónir til uppbyggingar í Brattahlíð RÍKISSTJÓRN íslands leggur fram 20 milljónir íslenskra króna til uppbyggingar á bæ Eiríks rauða í Brattahlíð við Eiríksfjörð, til að minnast sögulegra tengsla land- anna. Kemur þetta m.a. fram í yfir- lýsingu um samskipti Islands og Grænlands sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Jonathan Motz- feldt formaður grænlensku land- stjórnarinnar undirrituðu eftir fund í Nuuk á Grænlandi í gær. Að sögn Davíðs Oddssonar var fundurinn mjög góður, en niðurstöður hans voru kynntar á blaðamannafundi á skrifstofu landstjómarinnar. I kafla um sjávarútvegsmál í yfir- lýsingunni segir að gerður hafi ver- ið samstarfssamningur sem leggi grann að enn nánara samstarfi landanna í auðlinda- og umhverfis- málum á komandi árum. Forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær ásamt Ástríði Thorarensen eigin- konu sinni og fylgdarliði og er það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Islands fer í opinbera heimsókn til Grænlands. Gert er ráð fyrir að heimsókninni ljúki á föstudag. I yfirlýsingu forsætisráðherra og landstjómarformannsins kemur einnig fram að margvíslegt annað samstarf sé fyrirhugað á milli land- anna í tilefni þess að þúsund ár verða liðin frá því að norrænir menn fundu Ameríku árið 2000. Par mætti nefna útgáfu sérstaks Leifs Eiríkssonar-frímerkis samtímis á Grænlandi og íslandi, gerð kennslu- og margmiðlunarefnis fyrir böm um víkingaöldina og sögu beggja landanna og samstarf um kynning- arátak vegna siglingar víkinga- skipsins íslendings í nýjum húsa- kynnum American Scandinavian Foundation í New York um mán- aðamótin september og október ár- ið 2000. Reglubundnir samráðsfundir Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að auk sam- starfsins vegna þúsund ára afmælis landafundanna hefði verið fjallað vítt og breitt um samskipti Græn- lands og Islands á fundinum í gær og þá samvinnu sem nú þegar ætti sér stað á ýmsum sviðum. Til dæmis hefði verið rætt um samvinnu í sjáv- arútvegsmálum, heilbrigðismálum, sem mikil ánægja væri með, menntamálum og ferðamálum, en í Morgunblaðið/Hans-Hendrik Johansen DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra við komuna til Grænlands í gær. Með honum á mynd er Aibert Jónsson utanríkismálaráðgjafí og Krist- jana Motzfeldt eiginkona formanns grænlensku landstjórnarinnar, Jonathans Motzfeldt, sem er lengst til hægri. JONATHAN Motzfeldt formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Davfð Oddsson forsætisráðherra á blaðamannafundi á landstjórnar- skrifstofunni í Nuuk í gær. yfirlýsingunni sem undirrituð var í gær er að finna ákvarðanir um næstu skref í þeim málum. I yfirlýsingunni er ennfremur staðfest sú ákvörðun, í samráði við lögmann Færeyja, að efna til reglu- bundinna samráðsfunda forsætis- ráðherra íslands, lögmanns Færeyja og formanns grænlensku landstjórnarinnar. Hefur verið ákveðið að fyi-sti fundurinn verði haldinn í Reykjavík á hausti kom- anda. „Petta var mjög góður fundur. Það er vaxandi samstarf á milli þessara þjóða og vilji til þess, frá báðum aðilum, að rækta það sam- band. Það er mikilvægt fyrir þjóð- irnar báðar, til að mynda varðandi ferðamál, en þar eiga þær sameigin- lega hagsmuni. Einnig er þýðingar- mikið að þær nái saman í fiskveiði- málum,“ sagði ráðherra og bætti við að mikilvæg skref hefðu verið stigin í rétta átt á fundi sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefði átt á Grænlandi í júlímánuði, en þá var undirritaður rammasamningur um aukna samvinnu Grænlands og íslands varðandi rannsókn og menntun á sviði sjávarútvegs og um nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Aðspurður um hvort rætt hefði verið um laxveiðar við Grænland og vemdun laxastofna sagði ráðherra svo hafa verið, en tók fram að af hálfu Grænlendinga væri vandamál- ið það að laxar væru ekld veiddir til sölu erlendis, heldur eingöngu veiddir af einstökum veiðimönnum til þeirrar eigin neyslu og þeirra nánustu. „En Grænlendingar telja að þessar veiðar muni fara minnk- andi,“ sagði hann. Davíð Oddsson og fylgdarlið hans snæddu kvöldverð í boði formanns grænlensku landstjómarinnar í gærkvöldi, en í dag heimsækja þau m.a. Þjóðminjasafn Grænlendinga og Háskólann í Grænlandi. Hætt við skoðun um borð í íslenskum togurum vegna veðurs * Norðmeim segja Islend- inga nota ólögleg troll Sveigði frá kind og velti BIFREIÐ franskrar fjölskyldu valt í Bái’ðardal í Suður-Þingeyjarsýslu í gær eftir að ökumaður hennar reyndi að sveigja frá kind, sem hljóp í veg fyrir bifreiðina. Þrennt var í bifreiðinni, hjón með syni sínum, og var farþegi í aftursæti fluttur á Sjúkrahúsið á Húsavík til skoðunar. Allir vora í bílbeltum og sluppu ökumaður og farþegi í framsæti ómeiddir. Tilkynnt var um slysið kl. 10.30 í gær til lögreglunnar á Húsa- vík. Bifreiðin, sem ferðamennirnir höfðu á leigu, er nokkuð skemmd að sögn lögreglu. ----------------- Eldur í potti FASTALIÐ Slökkviliðsins á Akur- eyri var allt kallað út í gærkvöldi. Eldur gaus upp í potti í húsi við Kjarnaskóg. Drengur hafði sett saltpétur í pott sem stóð á eldavél og gaus eldurinn upp við það og læsti sig í innréttingu hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri. NORSKA strandgæslan hætti í gær við að reyna að fara í eftirlits- ferðir um borð í togara í Smugunni í Barentshafi vegna sjógangs og hvassviðris. Fjórir íslenskir togar- ar em að veiðum í Smugunni og hafði strandgæslan óskað eftir leyfi til að fara um borð í þá í gær, að sögn Roys Vondvik, vaktstjóra strandgæslunnar í Sortland. Norska dagblaðið Nordlys fullyrti í gær að íslensku togaramir notuðu ólögleg troll og ýjaði að því að skip- stjórar þeirra hefðu ekki gefið strandgæslunni réttar upplýsingar um stærð fiskjar í afla sínum. Hyggst Peter Angelsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, ræða veiðar íslendinga við rússnesk stjórnvöld á næstunni, að því er fréttastofa norska útvarpsins segir. K/V Nordkapp, skip strand- gæslunnar, er nú á leið í land úr Smugunni til að skipta um áhöfn og óvíst hvenær skipinu Andenes, sem er á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, verður siglt í Smug- una. Vondvik kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vita til þess að íslensku togararnir hefðu boðið strandgæslunni um borð en slíkt boð hafði borist frá togara sem skráður er í Panama og var að veiðum á svæðinu. Vegna veð- urs hefði hins vegar ekki verið hægt að flytja menn á milli skipa og því hefðu eftirlitsmenn strand- gæslunnar ekki farið um borð í hann. Auk áðumefndu togaranna em skip frá Sierra Leone og Rússlandi að veiðum í Smugunni. Þá hefur norska blaðið Nordlys heimildir fyrir því að þrír eða fjórir íslenskir togarar séu á leið þangað, en Norðmenn höfðu bundið vonir við að Smuguveiðum íslendinga væri lokið vegna lélegs afla í fyrra. Nota flotvörpu Segir í grein blaðsins að íslend- ingar noti ólögleg veiðarfæri, flot- vörpu, en hún sé bönnuð vegna þess að of mikið af smáfiski verði eftir í henni. Segir í frétt blaðsins að íslensku togaramir hafi tilkynnt strandgæslunni að þeir hafi ein- ungis veitt stóran þorsk og lýsir blaðið efasemdum um að það sé rétt, þar sem allir aðrir sem verið hafi á veiðum á svæðinu, segi veið- amar erfiðar vegna þess hve mikið sé af smáfiski. Vó salt á vegar- brún við Hellnar LANGFERÐABIFREIÐ missti afturhjól út af veginum skammt írá Hellnum í gær þannig að hún vó salt og rúm- ur metri varð undir hægra framhjól hennar. Þröngur vegur er á þessum slóðum og var ökumaðurinn að beygja út á afleggjara þegar óhappið átti sér stað. Óskað var eftir aðstoð þar sem talið var að hún gæti oltið og komu menn frá Rifi til hjálpar ásamt lögreglunni frá Olafsvík. Tókst þeim að koma rútunni upp á veginn að nýju en engar skemmdir urðu á henni. Aðeins var einn farþegi um borð ásamt ökumanni, en rút- an var að koma frá Reykjavík og hafði sett út farþega við Hellnar. Á MIÐVIKUDÖGUM €SföUR Safnarar Sdtur Pennavínir Nær uppselt: Olafur Orn á leikinn • skoraði í við Frakka j Split Verða met slegin í Ziirich? Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.