Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 47 S ur þessa samstarfs er blaðið Brenni sem er skrifað af ungu fólki fyrir ungt fólk. Rakel Þorbergsdóttir hitti athafnafólkið Sigurlínu og Sigurð. BLAÐIÐ Brenni sem fyrirtækið Stix gaf út á dögunum. stofnuðu fyrirtækið Stix nú í vor. Afrakst- SIGURÐUR og Sigurlína stofnuðu fyrirtekið “orgun“f "d, öðrum og standa að útgáfu blaðsins B " ' Stofnuðu fyrirtæki Fjórir menntaskólanemar tóku sig til og FÓLK í FRÉTTUM UPPHAFIÐ að stofnun fyrirtækisins Stix má rekja til þess að fjórmenning- arnir höfðu tekið þátt í útgáfu skóla- blaða MR og Versló en bæði blöðin voru gerð af Sigurði Sveini Halldórs- synii-. Það var á grafísku hönnunar- stofunni Inn sem leiðir Sigurlínu, Sig- urðar og Birnu úr MR lágu saman við leið Emils úr Versló. „í kjölfarið ákváðum við funda saman og steyptr um saman stjórn fyrirtækisins Stix,“ sagði Sigurður Þór Snorrason en hann og Emil Helgi Lárusson sjá um framkvæmdastjórn og fjármál útgáf- unnar. Sigurh'na Valgerður Ingvars- dóttir ritstjóri og Birna Þórarinsdótt> ir ritstjórnarfulltrúi sáu hins vegar að mestu um efnisöflun og skrif í blaðið. - Var nauðsynlegt að stofna fyrir- tæki í kringum útgáfuna? Sigurlína: „Nei, nei og sérstaklega ekki þegar íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur kom inn í þetta hjá okk- ur. Markmið fyrirtækisins eru fleiri en að gefa Brenni út og við ætlum að halda samstarfmu áfram og það eru ýmis verkefni á prjónunum." - Hvar hafið þið aðsetur? Sigurlína: „Sem stendur erum við með aðstöðu í Hinu hús- inu og erum með skrif- stofu þar vegna tengsla ÍTR við útgáfuna." Sigurður: „Við erum í raun bai’a verktakar hjá ÍTR og gefum Brenni út fyrir það. Við sjáum að öllu leyti um útgáfuna en fjöllum í staðinn um starfsemi Hins hússins að miklu leyti og hvað er að gerast hjá ungu fólki.“ Sigurlína: „Við Birna skrifum um helming blaðsins sjálfar auk þess sem við fengum vini og kunningja úr öðrum skólum til að benda á góða penna. Við vorum með hugmynda- lista þegar við lögðum af stað og fengum fólk tO að skrifa út frá hon- um en sumir komu með eigin hug- myndir og yfirleitt gáfum við grænt ljós á þær.“ Sigurður: „Það streymdu inn hug- myndir og við hefðum getað haft blaðið miklu stærra." - Hafið þið eytt sumrinu í blaðið? Sigurlína: „Já, þetta er sumar- vinnan okkar í ár.“ Verður eitthvert ykkar í fullri vinnu við fyrirtækið í vetur? Sigurlína: „Það gæti farið svo. Ég útskrifaðist í vor og ætla að taka mér ársfrí frá námi.“ Fyrir hvern er Brenni? Sigurlína: „Blaðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 20 ára en fólk á öllum aldri getur haft gaman af Brenni.“ Sigurður: „Það eru um átta þús- und blöð sem verða send heim til framhaldsskólanema auk þess sem því verður dreift á kaffihús og í a 1- menna dreifingu. Alls eru eintökin því um tíu þúsund. - Hvemig er útgáfan fjármögnuð? Sigurður: „Hún er að mestu leyti fjármögnuð með auglýsingum. “ - Eruð þið á launum? Sigurður: „Já, við fáum laun frá ÍTR sem við myndum frekar vilja kalla greiðslu fyrir að gera blaðið en hún rennur óskipt inn í fyrirtækið og þegar gengið hefur verið frá öllum kostnaði greiðum við okkur Iaun.“ Sigurlína: „Og það tókst að láta útgáfuna koma út á núlli." - Höfðu þið frjálsar hendur við gerð blaðsins? Sigurlína: „Við unnum blaðið algjörlega án eftir- lits og þegar það var til- búið til prentunar lögðum við það fyrir ÍTR og það var samþykkt án breyt- inga.“ Sigui'ður: „Það sem Hitt húsið er að gera er að aðstoða ungt fólk við að koma sér áfram. Eins og að útvega okkur að- stöðu og aðstoð en þegar við erum orðin fieyg verður okkur líklega sparkað úr hreiðrinu - Er reynslan besti skólinn? Sigurlína: „Ég held að ÍTR og Hitt húsið eigi alltaf eftir að taka vel á móti fólki með góðar hugmyndir og finna leiðir til að framkvæma þær. Það er hægt að gera ýmislegt án þess að vera 25 ára útskrifaður við- skiptafræðingur. Við erum til dæmis með grein í blaðinu sem heitir Ungt fólk í atvinnulífinu þar sem fjallað er um ungt fólk með eigin rekstur. Þetta er ekki eins mikið mál og fólk heldur, það er bara spurning um að koma sér af stað. Það er það sem er- um að reyna að sýna fram á. “ Sigurður: „Þegar við fórum út í þetta virtist dæmið vonlaust í upp- hafi og fjarlægt en eftir tveggja mánaða vinnu kemur í ljós að þetta erhægt." - Kemur til greina að setja næsta blað í sölu? Sigurður: „Við höfum nú ekki rætt það en ég held að það sé ekki grund- völlur fyrir því og þá er markaðurinn orðinn allt annar. Þá yrði lesenda- hópurinn þrengri og fámennarí.“ - Hvað er erfiðast við að gefa út blað? Sigurður: „Það er erfiðast að byrja." Sigurlína: „Mesta málið er að kom- ast að því hvemig á að vinna hlutina. Hver uppsetningin á vera, hvernig umbrotið vhkar, hvernig blaðið er unnið og svo framvegis. Litlir hlutir verða oft að stórmálum ogmaðui'Iær- ir að vanda vinnubrögðin. Við lærðum mikið á því að gera skólablaðið en þá vorum við mjög metnaðarfull en þekktum aUs ekki okkar takmörk. “ Sigurður: „Það eina sem við viss- um var að við ætluðum að gera stórt blað... Sigurlína: „...flott blað og blað sem fólk nennti að lesa. Það gekk upp en það kostaði fórnir. Við mættum til dæmis ekki í skólann í 10-11 daga og við sváfum þar sem við vorum að vinna blaðið. Þá komumst við að því að það er mikil vinna við hverja síðu og litlir hlutir sem eru tímafrekir. Og að varast að taka eins og hálfs tíma viðtal fyrir nokkra dálksentí- metra og passa að það sáu rafhlöður í upptökutækinu. “ - Hvað er skemmtilegast við að standa í þessu? Sigurlína: „Að sjá hugmyndh■ sína vera framkvæmdar. “ Sigurður: „Og að grafa sig inn í þennan útgáfuheim sem er mjög sér- stakur." - Eruð þið stolt af Brenni? „Við erum mjög ánægð með út- komuna og mjög sátt,“ sögðu Sigur- lína og Sigurður sem áttu efth• að pakka blaðinu og sáu fram enn eina vökunóttina. „Hægt að gera ýmislegt án þess að vera 25 ára út- skrifaður viðskipta- fræðingur.“ Aðeins 300 sæti á sértilboði Bókaðu til London með Heimsferðum og tryggðu þér kr. afslátt fyrir manninn Gildir í ferðir frá mánud.-fimmtud. ef bókað fyrir 20. ágúst. Heimsferðir kynna nú fjórða árið í röð, bein leiguflug sín til London, þessarar vinsælu höfuðborgar Evrópu, og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og jafn gott úrval hótela. Ef þú bókar fyrir 20. ágúst getur þú tryggt þér ótrúleg kjör og komist til heimsborgarinnar á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Glæsileg ný hótel í boði Flugsæti til London Verð kr. 16.890 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, ef bókað fyrir 20. ágúst. Flug og hótel í 3 nætur Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð Verðkr. 32f790 Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Butlins-hótelið. Verð kr. 22.690 Ferð frá mánudegi til fimmtudags, ef bókað fyrir 20.ágúst, Butlins-hótelið. Flug alla mánud. og fimmtud. í okt. og nóv. Fyrsta brottför 1. okt. íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér örugga þjónstu í heimsborginni HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.