Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 400 manns leituðu vélar þýsku feðganna sem fannst í Vesturhorni BJÖRGUNARSVEITARMENN leggja af stað til leitar á Fjarðarheiði. Morgunblaðið/Þorkell Talið að röng stefna hafi verið tekin frá vita við Höfn —— ■ -'r v BKr Náttmálatindur Morgunblaðið/Landmælingar FLAK flugvélar þýsku feðganna fannst laust fyrir klukkan tvö í gærdag, eftir um sólarhrings leit. Flakið fannst fyrir ofan klettabelti á Vesturhorni og hafði kviknað í hluta vélarinnar er hún rakst í hamrana. Talið er að mennirnir þrír hafi látist samstundis. Talið er að vélin hafi tekið ranga stefnu frá vitanum sunnan við Höfn í Homafirði. I stað þess að taka stefnu 03, eða u.þ.b. beint í norður á flugvöllinn, hafi hún tekið stefnu 30 eða í norðaustur. Það voru leit- armenn sem fundu flakið eftir að hafa tæpum tveimur tímum fyrr fundið hjól vélarinnar í klettabelt- inu austan í Vesturhorni, fyrir of- an Hvammsfjöra. Fulltrúar frá rannsóknamefnd flugslysa og ríkislögreglustjóra komu til Hafnar klukkan sex í gærkvöldi og héldu þá rakleitt á fund með lögreglu, fulltrúa sýslu- manns og fulltrúum frá Flug- björgunarsveitinni. I bítið í morg- un var fyrirhugað að halda í vett- vangsrannsókn á slysstað, en að sögn Eddu Símonardóttur fulltrúa sýslumanns er vonast til að rann- sókn á slysstað ljúki í dag. Um 400 manns við leitarstörf þegar mest var Fyrstu björgunarsveitir lögðu af stað til leitar klukkan fjögur í gær- morgun og hófu leit við birtingu. Þá hafði leit formlega legið niðri frá miðnætti, en björgunarsveitir vora að tínast inn fram eftir nóttu. Milli sex og sjö í gærmorgun var búið að ræsa út allar björgunar- sveitir, sem komu allt frá Reykja- nesi að Egilsstöðum, og voru um 400 manns við leitarstörf þegar mest var. Upphaflega átti að leita á svæði frá Bergárdalsheiði í vestri til Gjá- dals í austri og var leitarsvæðinu skipt í 16 hluta. Strax um kl. hálf níu var leit lokið á einu svæði og þegar líða tók á dag snera æ fleiri sveitir til byggða eftir árangurs- lausa leit. Leitarsvæðið var smám saman víkkað út í gærmorgun, til vesturs og norður og vora leitar- svæði orðin 24 þegar björgunar- sveitirnar fengu boð um að hætta leit. Það var gert í kjölfar þess að leitarmenn á syðsta leitarsvæðinu, svæði eitt, fundu hjól flugvélar. Fljótlega fékkst staðfest að um var að ræða hjól vélarinnar sem leitað var að og var leit annars staðar þá hætt samstundis. Lögregla stöðv- aði umferð við Stokksnes og Papós þegar ljóst var að vélin var fundin og verður vegurinn lokaður þar til rannsókn er lokið. Um tveimur tímum eftir að hjól- ið fannst komu leitarmenn að flak- inu. Aðstæður á slysstað vora erf- iðar, þoka og hált og voru sér- þjáifaðir björgunarsveitarmenn sendir á vettvang til að aðstoða þá sem fyi’ir vora. Um tíma stóð til að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang til að aðstoða við leitina, en vegna lélegs skyggnis varð ekk- ert úr því. Að sögn Björns Inga Jónssonar svæðisstjóra hjá björgunarsveit Homafjarðar sem kom á slysstað um klukkan fjögur var aðkoman ljót, enda brak úr vélinni dreift um stórt svæði. Hæðarmunur er um 200 metrar á svæðinu þar sem brakið er í fjallinu að því er Björn taldi. Hann sá um fjarskipti og skipulag á slysstað og fór ekki al- veg að flakinu heldur stóð í skriðu neðan við flakið meðan það var skoðað, en þess var gætt að hrófla ekki við neinu, enda sér Rannsókn- arnefnd flugslysa um rannsókn slyssins. Fimm manns úr Hjálparsveitum skáta í Hafnarfirði og Kópavogi fóru að flakinu. Þeir fóru heimleið- is þegar þeir komu af slysstað og var boðin áfallahjálp strax við heimkomu. Læknir var sendur á slysstað og staðfesti hann lát mannanna þriggja um fimmleytið. Guðbrandur Jóhannsson for- maður svæðisstjómar í V-Skafta- fellssýslu sagði í samtali við Morg- unblaðið að leit hefði gengið mjög vel miðað við aðstæður, skyggni hafi verið lélegt og svæðið erfitt yf- irferðar. „Það má segja að björg- unarsveitir hafi unnið umtalsvert afrek miðað við aðstæður.“ Björgunarsveitarmenn hófu leit um tvöleytið í fyrradag, um klukkustund eftir að síðast heyrð- ist frá vélinni. Leit hófst í Al- mannaskarði, í grennd við Nátt- málatind, þar sem ratsjáin á Stokksnesi staðsetti vélina klukkan eitt. Fljótlega var farið að leita á Fjarðarheiðinni og víðar eftir því sem liðsstyrkur barst. Björgunar- sveitir streymdu til Hafnar í fyrra- dag og langt fram á kvöld, en um 150 manns leituðu vélarinnar í fyrradag. Röng stefna frá vitanum sunnan við Höfn Feðgarnir sem létust í slysinu höfðu dvalist á íslandi í nokkra daga. Þeir vora á leið til Hafnar frá Reykjavík þegar slysið átti sér stað. Flugmaður vélarinnar til- kynnti kl. 12:45 að hann væri í að- flugslínu við Höfn, en klukkan eitt nam ratsjáin á Stokksnesi neyðar- sendingu frá vélinni og var hún þá stödd rétt við Náttmálatind. Guðbrandur sagði í samtali við Morgunblaðið að talið væri að flug- vélin hefði tekið ranga stefnu frá vitanum sunnan við Höfn. í stað þess að taka stefnu 03, eða u.þ.b. beint í norður á flugvöllinn, hafi hún tekið stefnu 30, eða í norðaust- ur. Vélin flaug svo í 3.400 feta hæð yfir Almannaskarð í Skarðsárdal og heyrðist síðast í henni þar þegar hún var við Náttmálatind. Þá féll samband við hana niður, en svo virðist sem flugmaður hafi tekið hægri beygju þegar vélin var kom- in yfir Papafjörð, hafi flogið yfir Papós, enn í hægri beygju og flogið beint á Vesturhorn. Skyggni var mjög slæmt á þess- um tíma og svo virðist sem flug- maður hafi ekki vitað hvar hann var staddur. hafði borið langt af leið Flugvélina SLÆMT veður var við Höfn í Hornafirði á mánudaginn þegar einkaflugvél þýsku feðganna fórst í aðflugi að flugvellinum á Höfn. Var alskýjað í 500-600 fetum, suðaustanátt og rigning. Flugvöllurinn á Höfn var þó opinn fyr- ir flugumferð þegar flugmaður vélarinnar ætl- aði að koma inn til lendingar, en flugvöllurinn lokaðist um tíma á mánudaginn vegna veðurs, skv. upplýsingum Hallgríms Sigurðssonar í stjórnstöð Landsbjargar. Flugmaðurinn tilkynnti um kl. 12.45 að hann væri í aðflugslínu við flugvöllinn. Ljóst er að vélin hefur verið í rangri aðflugstefnu, en flak vélarinnar fannst í gær norðanmegin í Vestur- horni. Hallgrímur kunni ekki skýringar á af hverju vélina hafði borið svo langt af leið. Þegar myndir á ratsjá Flugmálastjómar í Reykjavík voru skoðaðar sást að hún hvarf af ratsjá við Náttmálatind við Almannaskarð. Eft- ir það náði loftnet frá Stokksnesi ekki til vélar- innar vegna skugga af fjöllum. Síðustu myndir benda til að hún hafi verið byrjuð í hægri beygju, að sögn Hallgríms. Eftir það er erfitt að segja til um ferðir hennar, en giskað er á að hún hafi haldið beygjunni áfram og farið inn skarðið milli Brunnhoms og Vesturhoms en einnig sé mögulegt að hún hafi farið fyrir Brannhornið. Sjálfvirkur neyðarsendir í vélinni fór í gang við höggið og sendi út í um 10 mínútur. Þá var enginn gervihnöttur eða tæki tiltæk til að geta staðsett hana nákvæmlega. Frá því að flug- maðurinn tilkynnti um aðflug á flugvellinum á Höfn og þar til vélin fórst er talið að liðið hafi í mesta lagi þrjár til fjórar mínútur, að sögn Hallgríms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.