Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 27 Er veiðileyfa- gjald skattur? í GEGNUM tíðina hefur maður fylgst með umræðunni um veiði- leyfagjald. Eins og gengur eru rökin mis- munandi og misgóð. Margir hafa skrifað um málið, en upp á síðkastið hefur einn höfundur vakið athygli mína. Ekld er það vegna þess að við séum sammála. Heldur er það vegna þess hvaða rök hann notar gegn veiði- leyfagjaldi. Kvóti - veiðileyfagjald Misjafnar skoðanir eru á hvort við eigum að hafa kvóta- kerfí eður ei. Við verðum að hafa stjórn á fískveiðum og þetta kvóta- kerfi sem við höfum nú er ein leið til þess. Hvort þessi leið er sú besta má alltaf deila um. Veiðileyfagjald á í sjálfu sér lítið skylt við kvóta. Eg lít á veiðileyfagjald sem greiðslu þeirra sem veiða fiskinn til upphaflegra eig- enda. Hitt er að með því að takmarka aðgang verða verðmætin meiri. Menn vilja oft færa þau rök að ef útgerðin myndi ekki veiða fiskinn þá yrði hann ekki veiddur og þ.a.l. yrðu verðmætin engin. Því er það útgerðin sem skapar verðmætin. I mínum huga eru þetta mjög einfold og barnaleg rök. Þau segja í besta falli aðeins hálfan sannleikann. Vissulega skapast verðmæti þegar útgerðar- menn eignast kvóta, en verðmætin skapast líka út af því að það eru sjó- menn sem fara út á sjó og verkafólk í landi sem vinnur fiskinn. Auk þess skapa fisksalar og verslanir verð- mæti með því að stilla fiskinum upp og selja hann neytendum. Allt þetta fólk er að skapa verðmæti, ekki að- eins útgerðarmenn. Þau rök að ef út- vegsmenn veiddu ekki fiskinn þá yrði hann ekki veiddur falla um sig sjálf. Það eru alltaf einhverjir til í að stunda sjávarútveg og því kæmi mað- ur í manns stað. Afstaða ríkissíjórnar Davíðs Oddssonar Menn hrópa skattur, skattur, skattur í gríð og erg. Veiðileyfagjald er skattur og um það þarf ekki að ræða. Ef sjúklingur þarf að greiða fyrir sína læknishjálp, þá er það ekki skattur heldur þjónustugjöld. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lítur á veiði- leyfagjald öðrum aug- um, það er nefnilega skattur. Davíðsmenn eru búnir að gefa þá yf- irlýsingu, og eru sjálf- sagt sannfærðir um, að ef menn leita að sam- heiti yfir skatt þá gefur orðabókin upp veiði- leyfagjald. Það er engu líkara en Davíð Odds- son vilji ekki hafa þetta mál á dagskrá. En annað athyglis- vert er að ákveðnum þingmanni, Einari K. Guðfinnssyni, hefur fundist lítið varið í þessa um- ræðu. En nú er hans afstaða að breytast því hann er farinn að tala um að ef gjaldið verði sett á þá skuli það renna til sveitarfélaganna. Getur verið að þingmaðurinn sé farinn að óttast um sæti sitt? Er maðurinn ekki trúr sinni sannfæringu? Eða er hægt að breyta henni, rétt svona eft- ir hentugleika? Skattur? Að einhverjum skuli detta það í hug að ef eigandi ákveðinnar eignar vill fá eitthvað fyrir eign sína þá skuli það vera skattur. Menn geta deilt um hvort sjávarútvegurinn þoli þetta gjald eður ei, en að segja gjaldið vera skatt eru fáránleg rök. Reynum að skoða málið frá sjónarhóli almenn- ings og annarra atvinnurekenda. Segjum sem svo að við þurfum að leigja okkur bíl. Finnst þá þessum sömu mönnum það í lagi að við tök- um bara bílinn án þess að greiða eig- andanum (bílaleigunni) fyrir? Finnst þessum mönnum það vera rök ef við myndum neita að borga þvi gjald frá bílaleigunni væri skattur? Staðreyndin er sú að í öllum við- skiptum (nema í sjávarútvegi) þarf sá sem ætlar að eignast hlut að greiða viðkomandi eiganda fyrir. Ef það gerist ekki færist eignarrétturinn ekki til kaupandans. Kaupandinn getur svo selt sína nýju eign og gerir það sjálfsagt gegn gjaldi. Ferlið er því að A (sem er upphaflegur eig- andi) fær gjald fyrir sína eign sem B borgar. B selur svo þessa eign til C, Pétur Óli Jónsson sem greiðir væntanlega fyrir. A og B hafa því fengið peninga fyrir sína eign. Hér gætum við verið að tala um heildsala/framleiðanda _ (A), smásala (B) og neytanda (C). I sjávarútvegi hins vegar gildir þessi almenna regla ekki, heldur regla Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, og nýtur hún stuðnings Davíðs Odds- sonar sem gætir vel sérhagsmuna. Tökum ofangi-eint dæmi og heim- færum það á sjávarútveg. Ferlið yrði þá þannig að A (þjóðin, en hún er víst eigandi fisksins skv. lögum) afsalar fiskinum til útgerðarinnar, án þess að fá greitt fyrir. Útgerðin afsalar sér svo fiskinum til þriðja aðila gegn gjaldi. Sá reginmunur er á þessum tveimur dæmum að í almennum við- skiptum fær A (upphaflegur eigandi eignarinnar) greitt fyrir, en í reglu- gerð Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks er það ekki svo þegar sjávar- útvegur á í hlut, þá fær hinn upphaf- legi eigandi ekki krónu. Ráðherrar og forystumenn útvegs- manna segja að ef þetta gjald verði sett á verði skattgreiðslur minni. Fyrir það íyi'sta þá tel ég það harla ólíklegt, því þetta gjald er raun og veru til staðar. í öðru lagi má ekki láta þá umræðu spilla sér, því stað- reyndin er sú að hinn upphaflegi eig; andi fær ekki krónu fyrir sinn snúð. I / Eg lít á veiðileyfagjald, segir Pétur Óli Jóns- son, sem greiðslu þeirra sem veiða fískinn til upphaflegra eigenda. öðrum viðskiptum yrði litið á þessa eignatilfærslu sem þjófnað. Er þetta þá stærsti þjófnaður aldarinnar? Hvernig getur flokkur eins og Sjálf- stæðisflokkur, sem vill vernda einka- rétt með öllu, fært rök fyrir því að þjóðin (upphaflegur eigandi) fái ekki notið einkaréttar síns með gjaldtöku? Eða líta Davíð Oddsson og flokkur hans svo á málin að hann sé að verja einkaréttinn með því að leyfa útgerð- armönnum að veiða án gjaldtöku? Lítur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar svo á, að útgerðarmenn séu í raun eigendur fisksins? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Davíð Oddsson og aðrir sjálf- stæðismenn nota einmitt þá taktík þegar þeim hentar ekki að ræða eitt- hvað, þá er það ekki svaravert. Höfundur situr í framkvæmdasljórn Sambands ungra jafnaðarmanna. ENGINN stöðvar tímans rás, og tíminn tifar og silast áfram, og senn líður að hausti og þjóðin fellur í hvers- dagslegan farveg eftir vímu sumarleyfanna. Eitt af föstu liðum þjóð- lífsins þegar sumri lýkur er að löggjafinn, sem setur þjóðinni lífsregl- urnar og mörgum lífsaf- komuna, kemur saman til að deila og drottna, og vonandi eru þing- menn vel f stakk búnir til þeirra hluta eftir sumarhvíldina. Ef að líkum lætur mun verð- andi þing verða í styttra lagi vegna komandi kosninga vorið 1999, því ekki mun flokkum og ein- staklingum veita af tímanum til að heilaþvo atkvæði til fylgis við sig, því það eru atkvæðin sem ráða hvort þessi eða hinn flokkurinn eða ein- staklingurinn heldur stöðu sinni og starfi, en vonandi erum við það sjálf- stæð og vel upplýst að við tökum ekki á móti heilaþvotti. Það er því kannski ekki seinna vænna að koma á framfæri vinsam- legri ábendingu til þingsins þegai' það kemur saman. Nokkuð hefur veri rætt um mál aldraða og öryrkja, hins vegar virist mér að þær umræður hafi ekki náð eyrum hinna ráðandi afla í þingsölum þjóðarinnar. Með þessum línum vil ég gera mitt til að vekja athygli þeirra á málefnum þess- ara hópa. En til að stytta mál mitt ætla ég ekki að fara út um víðan völl í umræðunni, en halda mér við einn þátt í þeirri „flóru“ ranglætis sem aldraðir hafa orðið við að búa æði lengi. Hitt er annað, að sumir hinna öldruðu lifa við góða afkomu, og það er af því góða, en stað- reyndin er hins vegar sú, eins og Árni Brynj- ólfsson o.fl. hefa rétti- lega bent á, að sam- kvæmt skýrslu um stöðu aldraðra, sem for- sætisráðherra lagði fram á Alþingi á sl. vori, lifir stór hluti þessara hópa á mörkum velsæmis fjárhagslega og verður að velta hverjum eyri fyrir sér. Meðal- talsreglan sem er vinsæl hjá sumum kemur út með þeim hætti að stjórn- völd hampa henni sí og æ og eru mjög montin yfír hvað búið er vel að öldruðum, en betur má ef duga skal. Lífeyrissjóðir og skattar Vonandi er enginn í efa um hverjir eru eigendur lífeyrissjóðanna, að sjálfsögðu eru það launþegarnir sem borgað hafa í þá og hefur sú regla lengst af gilt að 4% eru af gi'eiddum launum og 6% frá atvinnurekanda samkvæmt kjarasamningum, sem er að sjálfsögðu ekkert annað en hluti af launum. Það er |)ví andstætt eðli sínu að þeir sem komnir eru á eftirlaun skuli ekki eiga fulltrúa í stjórn þeirra, og væri það tilefni í blaða- grein hverjir stjórna sjóðunum. Mörgum þykir hart að gengið af stjómvöldum að leggja skatta af full- um þunga á þessar gi'eiðslur sem við sjálf eigum. Ég hef einhverju sinni fyrr haft orð á því, að til að ná fram réttlátri skattlagningu þyrfti að hafa fleiri enn eitt skattþrep og ég er þeirrar skoðunar enn. A þeirri Pað er hart að gengið þegar stjórnvöld leggja fullan tekjuskatt á út- tekt aldraðra af eigin eignarreikningi, segír Guðmundur Jóhanns- son, það er á greiðslur úr lífeyrissjóðum. tækniöld sem við lifum á í dag verður því ekki trúað, sem stjórnvöld hafa haldið fram, að þar sé um að ræða svo flókið mál að erfitt sé að fram- kvæma það. Víða erlendis munu vera tvö eða fleiri skattþrep, og trúlega ekki verið neitt vandamál að koma þeim á. í lok þessara orða vil ég í vin- semd beina því til hins háa Alþingis sem kemur saman nú í haust að það taki myndarlega á kjaramálum aldr- aðra, öryrkja og annarra láglauna- hópa og komi á tveim skattþrepum og hækki skattleysismörkin verulega eða í u.þ.b. 100 þúsund kr. Höfundur er eftirlaunaþegi. Kveðja til Alþingis Guðmundur Jóhannsson Áríðandi skilaboð til ökumanna og fjölskyldna þeirra ÞÚ TREYSTIR sjálfum þér til að aka með þig og fjölskyldu þína, þín er ábyrgðin. En á sama tíma hefur ríkið blásið til sóknar með nýjum leikregl- um og ósiðum, sniðnum eftir sinum eigin þörfum og geðþótta. Vinir og nágrapnar hafa fengið gíróseðilinn um bréfalúguna með vali á afbrotaafslætti ef greitt er strax eða fangelsis- vist, ef ekki er staðið í skilum. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera fyrirmyndarborgarar sem aka af skynsemi og eru tjónlausir til margra ára. Allt þetta fólk hefur verið ná- kvæmlega skráð í glæpagagnagrunn rík- isins. Hvers vegna hef- ur ríkið stimplað þetta heiðursfólk glæpamenn, hvers vegna er kerfið svona refsiglatt og íyrir hverju er það að berj- ast? Jú, tilgangur sektanna er sagður að fækka slysum eða auka jafnvel virðingu fyrir lögum. Þess vegna var samin umferðaröryggisáætlun og meginatriði hennar er að fækka slys- um með minnkuðum ökuhraða. Að sjálfsögðu er reynt með vísindalegum rökum að sanna hve hraðinn sé hættulegur. Rökin er að sjá "í línuriti sem fylgir áætluninni, þar má sjá línulega fækkun slysa ef ökuhraði er minnkaður. Þetta línurit ætti vel við ef allir vegir enduðu óvænt með steinvegg, en þannig er ekki raun- veruleikinn. Engu að síður er þetta ein meginforsenda ríkisins fyrii' hert- um aðgerðum og að telja þar með ökumönnum trú um að hraði einn og sér sé hættulegur. Fyrstu aðgerðir ríkisins eru að taka sér vald dómstóla og ákveða sjálft tilhlýðilegar refsingar. Því næst að liggja í leyni og bíða eftir að ökumenn brjóti af sér og sekta eins marga og hægt er. Skipa þar með löggæslu að brjóta 1 gr. lið 2 b) í lög- reglulögum þar sem lögreglumenn eiga að koma í veg fyrir afbrot en ekki bíða þar til þau séu framin. Því næst var innheimtan samræmd og stórbætt, auk þess að koma á bónus- kerfi fyrir viðkomandi sektarinn- heimtuembætti. Fyrstu gulrótina fékk Lögreglustjóraembættið í Reykjavík og ef vel tekst til fá sýslu- mannsembætti landsins líka hlut sinn í innheimtu sekta. Engin hætta virð- ist á því að þessari gulrót verði sleppt því nú hefur tekist með frábærum ár- angri að svipta konur og eldri borg- ara ökuréttindum vegna vítaverðs innbæjarkappaksturs í Reykjavík. Ríkið stærir sig einnig af nýjum tækjum í baráttunni við ökumenn og hefur þrengt möskvana í veiðarfær- um sínum til ná í sem flesta, þetta má kalla smáfiskadráp. Þetta nýja tæki kallast hraðamyndavél og minnir notkun þess frekar á háttsemi alræð- isríkis þar sem mannréttindi eru fyr- ir borð borin. Ríkið hefur sett sér þær reglur að ef ökumaður þekkist ekki á mynd beri að dæma eiganda ökutækis sem glæpamann. Þetta er ótrúleg ósvífni, með sama hætti ef ræningjar þekktust ekki í mynd þá bæri að dæma verslunareigandann fyrir þjófnaðinn. Þessi vegaskattur skilar sínu enda má fá óvæntar millj- ónir í kassann. Við erum öll sammála um að fækka beri slysum og öll erum við sammála um að án hraða verður aldrei komist milli tveggja staða. Því ber að varast að nota hraða sem skammaryrði eins og gert er, því hraðinn er forsenda umferðar. Hámarkshraði verður aldrei ákveðinn með þröngsýni enda hefur ríkið fyi'irgert rétti sínum hjá ökumönnum með því að setja 80 km hámarkshraða á ónýta malarvegi, en 90 km á vegi með bundnu slitlagi. Þeir sem setja slíkan hámarkshraða hafa gert sjálfa sig að athlægi. Hámarkshraði verður til í hvert sinn sem ekið er, ökumenn gefa veg- um og götum einkunn með bensín- fætinum og þannig myndast meðal- hraði og hámarkshraði á lýðræðisleg- an hátt án afskipta ríkisins. Þeir sem nú hugsa að þetta eigi ekki við rök að styðjast haga sér eins og einræðis- heirar. Einræðisherra treystir ekki ábyrgðartilfinningu ná- granna sinna og sam- ferðamanna, þess vegna vill hann hafa vit fyrir öllum. Eftir víðtækar rannsóknir í Bandaríkj- unum á vegum Federal Highway Ad- ministration á 100 mæl- ingastöðum í 20 fylkjum og eftir 1,6 milljónir mælinga þar sem minnka eða auka átti há- markshraða um 8 km til 32 km fækkaði ekki slys- um ef hámarkshraði var minnkaður. Ef há- markshraði var aukinn fækkaði eingöngu sekt- um. Meðalhraðinn breyttist um 2 km eftir því hvort hámarkshraðinn var minnkaður eða aukinn. Því er stað- reyndin sú að ökumenn aka á þeim hraða sem þeim þykir eðlilegastur og er viðeigandi hverju sinni því ábyrgð- in er þeirra, ekki ríkisins. Nú er verið að auka hámarkshraða í Bandaríkj- unum eftir harða baráttu samtaka Astæður slysa, segir 7 7 Oskar Asgeirsson, eru allt aðrar en ökuhraði. bifreiðaeigenda. Áður en hámarks- hraði var aukinn voru kerfiskarlarnir búnir að reikna út að 6.400 manns myndu látast í umferðinni vegna auk- ins hámarkshraða. En hvað hefur gerst? Sektum hefur fækkað, slys standa í stað miðað við ekna km og þeim hefur fækkað í mörgum íylkj- um þar sem hámarkshraði var auk- inn. Hefur slysum fjölgað í Artúns- brekku eftir að hámarkshraði var aukinn úr 60 km í 70 km eða hefur banaslysum fjölgað á Reykjanes- braut eftir að hámarkshraði var auk- inn úr 80 km í 90 km þrátt fyrir meiri umferð og meiri meðalhraða? Svarið er nei, ástæður slysa eru allt aðrar en ökuhraði. Eftir að hafa ekið um endilöng Bandaríkin og víðsvegar um Evrópu er ökuhraði á Islandi mjög lítill og skrykkjóttur. Enda þegar tölur Um- ferðarráðs yfir slys á Islandi fyrir ár- ið 1997 eru athugaðar þá eru 1,7% slysa á Islandi rakin til of hraðs akst- urs og er hann í 14. sæti yfir ástæður slysa. Það er því áfellisdómur að banaslysum hefur fjölgað þrátt fyrir að umferðaröryggisáætlun sé fram- fylgt í hvívetna til minnkunar á öku- hraða, það sannar enn einu sinni að ekki ber að einblína á ökuhraða. Slys- um verður ekki fækkað með gerræð- islegum ríkisáætlunarbúskap. Marg- ir ríkisstarfsmenn hafa tekið þátt í þessari herferð í góðri trú og ber að fyrirgefa þeim. Enda ekki hægt að hengja bakara fyrir smið þvi þessi áætlun var samin með fulltingi Al- þingis. Ég skora á alþingismenn að vinna að nýrri umferðaröryggisáætl- un með breytingum á reglum um há- markshraða. I þetta sinn verða vinnubrögðin að vera lýðræðislegri ef fækka á slysum, því ökumenn hafa ekki efni á því að ríkið hagi sér eins og aumur veskjaþjófur sem misnotar aðstöðu sína í skjóli umferðarörygg- isáætlunar. Höfundur er tölvufræðingur. www.mbl l.is Óskar Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.