Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 25 LISTIR „UPSTAIRS-downstairs", umhverfisverk úr torfi eftir UIli Haller, Viola Kramer og Karin Lubberich. f bakgrunni er Sótafell. Uti á þekju á Þingeyrum gagni - ég á við þá, sem æðst er og innanbrjósts. Þau eru eins og skjáir á þekju úti, þeim sem inni er, sýna með því hvernig stráin beygjast, hvaðan vindur stendur, það er að segja: þau eru um ann- að en veðurfar og búrdalla. Slík bréf merkra manna ættu að geymast til upprisudags, þó ég samþykki höfundar-réttinn og ættar-erfðina og viti, að varlega verður að nota tveggja manna hljóðskraf, og á vandaðan hátt. Kona mín og ég biðjum kærlega að heilsa þér og þínu skuldaliði og þökkum fyrir myndirnar og marga sumarauka aðra. Leitaði ég í muna mér/ Að minnisverð- um línum-/En nógu góð þér eng- in er/ Af öllum kveðjum mínum! Svo hún verður bara: Vinsamleg- ast Stephan." Sé ég ekki betur en að heim- færa megi skrifið á safnið sjálft og munina þar og verður naum- ast betur gert af einum vanmátt- ugum listrýni. LÍFSÞRÆÐIRNIR ráðast undarlega, og þarna rakst ég af tilviljun á stóra bók um hermenn af íslenzkum ættum sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, Minningabók íslenzkra her- manna. Er ég hafði flett henni um stund bar fyrir augu mín kunnugleg mynd af þeim svip- hreina manni Guðmundi Ásgeirs- syni, föðurbróður mínum. Texti: „Var fæddur á jóladaginn árið 1892 að Rútsholti í Snæfells- sýslu. Fluttist að Fróðá í sömu sýslu með foreldrum sínum 11 ára gamall og dvaldist þar með þeim í fjögur ár, eða þar til hann flutti til Ameríku árið 1910. Átti heima í Winnipeg um nokk- ur ár, en flutti því næst vestur til Albertafylkis, og þaðan inn- ritaðist hann í 29. kanadísku her- sveitina í apríl 1916. Til Frakk- lands fór hann það sama vor og var stöðugt í orustum um sumar- ið fram að 25. september, að hann féll. Foreldrar Guðmundar eru þau Ásgeir Þórðarson, alþingis- og dannebrogsmanns á Rauðkollustöðum í Snæfells- sýslu, og Ólína (Bergljót) Guð- mundsdóttir söðlasmiðs, Ólafs- sonar prests að Hjaltabakka í Húnaþingi. Búa þau hjón á Fróðá á Snæfellsnesi. Guðmundur var meðalmaður vexti, greindur vel og örgeðja. Hann var íþrótta- maður góður og glaðsinna, og var því jafnan kærkominn í hópi yngri manna.“ Stór mynd af Guðmundi í brúnum sporöskjulaga ramma hékk alla tíð uppi á heimili for- eldra minna og var sem hluti af heimilinu, var af ýmsum álitið að hann hefði fallið við Verdun. Bróðir minn, heitinn í höfuðið á honum, fann leiðið hans eftir langa eftirgrennslan fyrir tveim árum, og naut þar aðstoðar fransks tengdasonar. Kom þá í Ijós, að Guðmundur hafði fallið í óvægnum og mannskæðum bar- dögum við þorpið Vimy, á milli borganna Lenz og Arras í Norð- ur-Frakklandi. Var það trúlega í fyrsta skipti sem ættingi kom að leiðinu, skeði 80 árum eftir að hinn kornungi halur féll. RÁ Hofsósi var haldið að Hólum og þangað er jafnan fróðlegt að koma, en ausandi rign- ing gerði yfirgripsmikla skoðun útilokaða að sinni. Staðurinn yf- irmáta sögulegur, þótt ekkert byggðasafnið sé þar, væri efni í annars konar pistil að herma þar frá. Nokkra athygli vakti vísir að vatna- og sædýrasafni, en olli vonbrigðum, ekki síst fyrir óhijá- legt rými. Sauðárkrókur var næstur á dagskrá og komið við í safnahúsinu, en þar var lítið um að vera en starfsmenn meira en fúsir að sýna okkur í myndverka- geymsluna. Að vonum nokkur góð málverk þar, enda margur snjall málarinn þaðan, þar á með- al tvær perlur eftir Jón Stefáns- son. Þó situr helst í minni hve illa er búið að dýrgripunum, enda lít- il þekking á bak við smíði rekk- anna og meðferð málverka yfir- höfuð. Þar fyrir utan eldfimir bókahlaðar í hólf og gólf. Gerð- um stuttan stanz á staðnum þar sem stór og nýr banki, nýtt og yf- irmáta glæsilegt skólahús sitja helst í minni. Byggðasafnið að Glaumbæ er sem margur veit af hárri gráðu, þar var margt um útlendingana sem skoðuðu af stakri athygli og troðfylltu að auk veitingabúðina í Áshúsinu. Það fallega hús var byggt á árunum 1883-1886 og ber íslenzkri húsagerðarlist og handverki fagurt vitni, svo sem allt annað á þessum stað. Þrátt fyrir skýjað veður og dumbung nær allan tímann naut ég lífsins fram í fingurgóma, eins og greinarnar þrjár mega vera vera til vitnis um. Miklar kyrrur í hafi og þótt útsýni til fjalla væri oft lítið, fjallsbrún sæist vart lungann úr ferðinni, skartaði náttúran hvarvetna hásumarfeg- urð í lofti og gróandi, möttull landsins iðandi af lífi og fijósemi. Sérstök og mögnuð lifun að nálg- ast og aka um Aðaldalinn og renna í hlað að Grenjaðarstað, byggðasafni Suður-Þingeyinga. Þar bjó Grenjaður Hrappsson, er nam Þegjandadal og Hrauna- heiði, Þorgerðarfell og Laxárdal neðan, samkvæmt Landnámabók. Dalurinn var allur svo mjúkur og formsterkur á þessum milda eft- irmiðdegi, byggðin falleg, líkast í bland við himnaföður og alh'fið. Leiðrétting í GREIN minni um Safnahúsið í Húsavík 7. ágúst, slæddist rangur texti undir málverk Harðar Ágústssonar af Kristjáni Júlíus- syni, og að vissu marki var um yfir- sjón af minni hálfu að ræða: Engu síður má koma fram, að allt sem gesturinn fær milli handanna um myndverkaeign safnsins, er mjór hai-monikubleðill í stíl ferðaritlinga og skrumpésa. Þar eru heiti mynd- verkanna með stóru áhersluletri, en sjálfra höfundanna með smá- letri og var textinn sem ég notaði nr. 122. Datt mér ekki í hug að fleiri verk væru eftir Hörð á skrá, og því hlyti þetta að vera rétti text- inn, en þrem dálkum aftar eða nr. 292, er svo rétti textinn, en alls eru 328 myndir í skránni. Án þess að slá á yfirsjón mína á nokkurn hátt, er hér komið enn eitt dæmi þess hvað skeð getur ef ekki er gengið af skilvirkni að gerð nafnaskráa. Þá hafa nöfn höfunda yfirleitt stór- um meira vægi en sérheiti hug- verka þeirra og þeim síður dreift á tvist og bast. Loks má koma fram, að ártöl eru engin né aðrar nauð- synlegar skilgreiningar um eðli myndverkanna og tilvist, hvernig þau rötuðu til safnsins. Réttur texti er þannig: 292) Hörður Ágústsson, Reykjavík; Kristján Júlíusson, 1945, olía á striga, 85x85 sm. Málverkið mun hafa komið til safnsins 1994, gefið af ættingjum Kristjáns Júlíussonar frá Húsavík. Þetta hefði allt komið fram ef samanlagðar upplýsingarnar hefðu verið milli handa, en eigi að síður er rétt að biðjast velvirðing- ar hér á. MYJVDLIST Þingeyrar í Austur- Húnavatnssýslu UMHVERFISLIST Náttúrulistaþing þýskra og íslenskra listamanna. Opið fram eftir sumri. UMHVERFISLISTASÝNINGIN „Strandlengjan“ hefur vakið mikinn áhuga meðal almennings í sumar og beint athyglinni að möguleikum myndlistar í umhverfinu. Það sem aðgreinir sýninguna frá öðrum sam- bærilegum er einmitt hversu vel hefur verið hugað að þætti áhorf- anda og almennings, þannig að sýn- ingin er vel skipulögð og kynnt, og margir, sem annars færu ekki að leggja leið sína á slíka sýningu, hafa átt kost á að kynnast listaverkum ólíkra listamanna. Það var því með nokkurri eftir- væntingu að ég lagði leið mína á aðra útilistasýningu á leið minni norður í land fyrir skömmu, nánar tiltekið Þingeyrum í Austur-Húna- vatnssýslu. Tildrög sýningarinnar munu vera sú að Ingimundur Sig- fússon, sendiherra í Þýskalandi og landeigandi á Þingeyrum, hitti hóp þýskra listamanna, sem víða hafa farið og sett upp umhverfislistasýn- ingar, og bauð þeim að vinna að slíkri sýningu á landi sínu. Hópur- inn kallar sig Seltene Erden, og eru í honum átta þýskar listakonur, þær Alexa Daerr, Úlli Haller, Viola Kra- mer, UHke Oeter, Maria Schátz- múlIer-Lukas, Maria Uhlig, Karin Lubberich og Margret Schopka. Listamennirnir efndu til þess sem þeir kalla náttúrulistaþing, sem hef- ur yfirskriftina „Líkt og vængja- blak“, og dvöldu þeir á Þingeyrum í júnímánuði og unnu í sameiningu að sýningunni. Þær buðu fjórum ís- lenskum listamönnum að sýna með sér, þeim Jóni Thor Gíslasyni, sem býr og starfar í Dússeldorf, Krist- bergi Péturssyni, sem er betur þekktur sem grafíklistamaður, og tveimur listamönnum, sem tóku þátt í Strandlengjunni og hafa mik- ið unnið með umhverfislist, þeim Finnu Birnu Steinsson og Kristni E. Hrafnssyni. Svo vill til að Finna Bima hefur áður unnið að umhverf- islist á þessum slóðum, þegar hún gerði verk sem fjallaði um Vatns- dalshóla í Vatnsdal. Þegar ég kom á staðinn var ekk- ert sem benti til þess að þar væri útilistasýning í gangi. Eg hélt kannski að ég væri ekki á réttum stað, þannig að ég fór í skoðunar- ferð um Þingeyrarkirkju, sem er stórglæsileg steinkirkja frá 1877 og vel þess virði að leggja lykkju á leið sína til að skoða hana. Inni í kirkj- unni rakst ég á laus blöð, sem ég hélt að væru upplýsingar um kirkj- una, en reyndust vera um náttúru- listaþingið sem ég var að leita að. Á blöðunum var að finna frekar rugl- ingslegan lista yfir verkin og ein- hvers konar uppdrátt, sem reyndist vera kort af svæðinu, sem sýndi staðsetningu verkanna. Þá kom í ljós að verkin voru dreifð yfir stórt svæði og á blaðinu var áætlað að það tæki minnst tvo tíma að fara milli þeirra allra. Þessu var ég óvið- búinn og hafði alls ekki gert ráð fyr- ir að leggja í langa göngufór og var veðrið heldur ekki sérstaklega hag- stætt til þess. Hófst nú leitin að verkunum og minnti sú leit mig helst á ratleiki sem krakkar hafa gjarnan gaman af. Fljótlega rakst ég á hæla sem höfðu verið reknir niður hér og þar og á þeim voru píl- ur sem bentu út í buskann. Pflumar áttu að hjálpa gestum að miða út verkin, sem voru oft í talsverðri fjarlægð. Fyrstu verkin sem ég rambaði á, í námunda við kirkjuna og bæinn, voru ekki mjög áberandi. Reyndar var ég ekki alltaf viss um hvað ég hefði yfirleitt fundið. Á nokkrum stöðum var að finna sam- tíning af rekaviðarspýtum, þara, beinum og fjöðrum. Við bæinn héngu spýtur neðan úr trjánum og lopi hafði verið strengdur milli greina, sem reyndist vera verkið „í 01duskógi“, eftir Mariu Uhlig. í lít- illi dæld rétt hjá var að finna ýmsa hluti og ef ekki hefði verið pfla sem benti á staðinn hefði ég ályktað að þarna hefðu börn verið í búleik, með sand og skeljar, spýtur og snæris- spotta. Skammt frá bænum var að finna verk eftir Kristberg Péturs- son, „Stjörnumerki“, þar sem hann hafði rist í svörðinn stjörnulaga merki og flett upp gróðurþekjunni eins og þunnri húð, ofan af kvikri moldinni. Ég hélt af stað í leit að fleiri pfl- um og hugleiddi hvort þær væru ekki mikilvægasta umhverfísverkið, því án þeirra hefði verið útilokað að fínna mörg þeirra. Eina verkið sem var áberandi úr fjarlægð hét „Up- stairs-downstairs“, stafli af torfi og mó, sem mynduðu tröppur og átti lögun staflans að endurtaka lögun Sótafells, sem sést skammt frá. En önnur verk féllu svo vel inn í um- hverfíð að jafnvel pílurnar dugðu varla til að leiða mann á réttan stað. Ég fór að missa þolinmæðina þegar ég kom að stað þar sem nokkrir rekaviðardrumbar höfðu verið reknir í jörðina frekar og sumar spýturnar verið bundnar saman með snæri, án nokkurs sýnilegs til- gangs. Samkvæmt uppdrættinum var ég þá staddur við verk sem hét „Kviktré - börur“, og fylgdi sú út- skýring að um væri að ræða „verk um stríð og á móti stríði". Það er erfitt að lýsa því hversu umkomu- lausar og lítilvægar þessar leifar af mannlegri návist voru þarna í miðri víðáttunni. Útblásnar meiningar um stríð og frið áttu ekki heima þarna. Það sem ég sá af sýningunni, og ég viðurkenni fúslega að ég lagði ekki á mig að skoða allt, olli miklum vonbrigðum. Vafalaust hafa lista- mennirnir átt góðar stundir við að vinna að verkum sínum úti í náttúr- unni, en þeir hafa lítið skeytt um hvernig samskiptum við áhugasama gesti yrði háttað. Leitin að lista- verkunum fór að líkjast vettvangs- rannsókn á sakamáli, þar sem tölu- settar pílur bentu á staði þar sem vísbendingar liggja. Mér sýnist að þýsku listakonurn- ar hafi átt í verulegum erfiðleikum með að aðlagast íslenskum aðstæð- um. Kannski hefðu verk af þessu tagi notið sín betur í skógarrjóðri í Svartaskógi en á berangurslegu ís- lensku holti. Ég hef líka sterklega á tilfmningunni að hjá listahópnum sé á ferðinni einhver misskilin róman- tísk hugmynd um nálægð við nátt- úruna, um að finna sig vera hluti að náttúrunni, með því að vinna ein- göngu með það efni sem er á staðn- um, sand, steina, mó, fúaspýtur og rekavið. En þetta er afar hæpin fag- urfræði, því náttúruleg efni eru engin trygging fyrir „náttúruleg- um“ listaverkum. List og náttúra eru alltaf andstæður, þar sem lista- verkið er vitnisburður um mannlega tilvist sem stendur andspænis nátt- úrunni. Það er miklu nær fyrir lista- manninn að tilkynna nærveru sína, staðfesta hana með áþreifanlegum hætti, frekar en að reyna að leyna henni. Listaverkið verður aldrei hluti af náttúrunni, hversu náttúru- legt sem það er, og því náttúrulegra sem það reynir að vera, því falskara verður það. Listaverk sem sker sig úr umhverfinu, aðgreinir sig af- dráttarlaust frá náttúrunni, er ekki að svíkja hana, ráðast að henni eða valda spjöllum. Listaverk sem reyn- ir að samlaga sig náttúrunni er al- veg jafn fjarlægt og fjarstæðukennt frammi fyrir náttúrulegu umhverfi. Á Þingeyrum er fallegt umhverfi, mikið útsýni til allra átta, og stór- merk kirkja, þannig að það er vel þess virði að leggja leið sína þang- að, en ég get ekki mælt með því að leggja á sig sérstaka ferð til þess eins að skoða umhverfislistasýning- una. Gunnar J. Árnason HAFNFIRÐINGAR OG NÁGRANNARl ÚTSALAN HELDUP ÁFRAM 20-50% AFSLATTUR rllA adidas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.