Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 48
r> 48 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MYNPBÖNP Grillaðar hormóna- bringur Eldhafið (Firestorm)_____ S |l Cll IIIIIIIVII ll ★ Framleiðendur: Joseph Loeb III, Matthew Weisman og Thomas M. Hammel. Leikstjóri: Dean Semler. Handritshöfundur: Chris Soth. Kvik- inyndataka: Stephen E. Windon. Tón- list: J. Peter Robinson. Aðalhlutverk: Howie Long, Scott Glenn, William Forsythe og Suzy Amis. (91 mín.) Bandarisk. Skífan, júlí 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. MYNDIN lýsir ævintýrum svo- kallaðra reykstökkvara sem þjálfaðir eru í að stökkva úr fallhlíf á vettvang skóg- arelda. Upphafs- atriðið gefur for- smekkinn að því hversu hættu- legt starf þessa fólks er þegar hetjurnar bjarga bami og púðlu- hundi úr dúkku- húsi sem er í brennandi húsi, mitt í brennandi skógi. Enn hitnar í kolunum þegar alræmdur glæpa- maður skipuleggur flótta úr fang- elsi með því að láta útsendara sinn koma af stað skógareldi. Hann sleppur ásamt fleiri fóngum og tor- - veldar hinum grandalausu reyk- stökkvurum starfíð svo um munar. Þessi hasarmynd er fyrsta leik- stjórnarverkefni Deans Semlers, sem á sterkan feril að baki sem kvikmyndatökumaður en hann fékk m.a. Oskarsverðlaun fyrir tökur á myndinni „Dansar við úlfa“. I „Eld- hafínu" er mikill metnaður sýndur í kvikmyndatöku og tækniþrellum enda kappkostað að búa til hinar ólíklegustu aðstæður. Tekst þar að skapa nokkuð ógurlegt eldsjónar- spil, ef frá eru talin nokkur ósann- færandi atriði. Hins vegar er hand- ritsómyndin sem spunnin er í kringum eldhasarinn ein sú versta sem ég hef séð lengi og leikstjórn <■ Semler afleit. Hormónabúntið Howie Long leikur staðlaðan töffara innan um staðlaða bófa í spennuatriðum sem eru strið og hallærisleg en þeir ágætu aukaleik- arar sem fínna má í myndinni eru illa nýttir. Ljóst er að Dean Semler á að halda sig við kvikmyndatöku og láta leikstjórn þeim eftir sem slíkt kunna. Heiða Jóhannsdóttir ------------------ Utbreiðsla Sundance- sjónvarps- stöðvarinnar LEIKARINN og leikstjórinn Ro- bert Redford svaraði spurningum á blaðamannafundi sem var haldinn í Cambridge í Massachusetts- fylki í tilefni þess að óháða sjónvarpsstöðin Sundance verð- ur seld með í kapalrásapakka MediaOne-kap- alþjónustunnar. Samkomulagið tryggir að yfir ein milljón heimila mun hafa aðgang að stöðinni en fyrir höfðu um 10 milljónir heimila 'aðgang að stöðinni á þessu svæði. FÓLK í FRÉTTUM JAMES Fox og Julie Andrews taka sveiflu í myndinni HILL ásamt Robei't Redford við tökur á myndinni „Thoroughly Modern Millie“ árið 1967. „The Great Waldo Pepper" árið 1975. FÉLAGARNIR Paul Newman og Robert Redford x hinni vinsælu mynd „Sting“ sem var gerð árið 1973. PAUL Newman, Katherine Ross og Robert Redford í myndinni „Butch Cassidy and the Sundance Kid“ árið 1969. GEORGE ROY HILL „ÞÚ KEMUR að þeim vendi- punkti í lífinu að velgengnin vinnur gegn þér. Kippir þér úr sambandi við raunveruleika ann- arra. Hún fær þig einnig til að álíta að þú verðir alltaf að gera betur og betur fyrir þá sem styðja þig ... Eg hef ekki áhuga á því lengur.“ Eitthvað á þessa leið komst leikstjórinn George Roy Hill að orði undir lok áttunda áratugarins. Hafði þá gert hveija metaðsóknar- og gæðamyndina á eftir annarri. Hefur líklega grun- að að velgengninni færi að linna. Sú varð a.m.k. raunin. Hill fæddist í Minneapolis 1922 og fékk ungur áhuga á leik og leikhúsi áður en hann sneri sér að leiksfjórn. Tvö stríð röskuðu ferlinum, en Hill var orrustuflug- maður í flugher Bandaríkja- manna bæði í heimsstyrjöldinni síðari og Kóreustríðinu. Að því loknu reyndi hann fyrir sér sem handritsíiöfundur hjá sjónvarps- stöðvunum vestra, þaðan lá leiðin í leiksljórastólinn. Hill var orðinn tiltölulega roskinn þegar hann lauk við sína fyrstu kvikmynd, eða rétt rúmlega fertugur. Það var Period of Adjustment (‘62), prýðileg kvikmyndagerð leikrits eftir Tennessee Williams, þar sem skáldið, aldrei þessu vant, hendir gaman að hjónabandsraunuin (reyndar í bland af kynferðisleg- um toga) „venjulegs fólks“, og gerir það vel. Næsta mynd Hills var einnig byggð á Ieikhúsverki, að þessu sinni Toys in the Attic (‘73) eftir Lillian Hellman. Þetta var forvitnileg mynd með Dean Martin í hlutverki manns sem kemur heim frá New Orleans með unga bníði (Yvette Mimieux) í farangrinum eldri systrum hans (Geraldine Page og Wendy Hill- er) til Iitillar þægðar. Þriðja mynd leikstjórans, The World of Henry Orient (‘64) hlaut hinsveg- ar frábæra dóma. Þessi fáséða mynd, sem státar af Peter Sellers í hlutverki píanóleikara sem gengur í augun á ungum, kven- kyns nemendum sínum, varð til þess að Hill var valinn til að leik- stýra Hawaii (‘66), sem byggð er á einum af doðröntum James Micheners. Ekkert var til sparað svo myndin mætti verða hin glæsilegasta söguskoðun. Julie Andrews, Richard Harris og Gene Hackman fóru með aðal- hlutverkin ásamt Max von Sydow, Bergman-leikaranum sænska, sem hóf þarna mishæð- óttan feril sinn í Vesturheimi. Thoroughly Modern Millie (‘67) hefur jafnan farið framhjá mér, en þeir era til sem telja þennan kvikmyndaða söngleik með Julie Andrews í hlutverki tískupæju á þriðja áratugnum fyrsta meiri- háttarverk leikstjórans. Allir geta verið sammála um að Hill skipaði sér á bekk með bestu leikstjórum aldarinnar með „ofurvestranum“ Butch Cassidy and the Sundance Kid (‘68) og nú komu snilldarverk í röðum. Slaughterhouse Five (‘72), The Sting (‘73), The Great Waldo Pepper (‘75), öðruvísi og virki- lega vel leikstýrð mynd um flug- vélar og flugkappa; aðaláhuga- mál leikstjórans. Þá var röðin komin að háðsádeilunni Slap Shot (‘73), sem gerir stólpagrín að sportidjótum. Paul Newman fer kostulega með hlutverk þjálf- ara afleits íshokkiliðs, sem fer ekki að n'sa úr öskustónni fyrr en hann fyrirskipar leikmönnum að spila „gróft“. Og talsmátinn er ekki skárri. Little Romance (‘79) bar þess vott að leikstjórinn væri tekinn að þreytast á Hollywood. Segir af unglingum í Parx's. Eini ljósi punkturinn er Lord Olivier, sem gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér sem vafasömum umsjónar- manni aðalkvenpersónunnar (Di- ane Lane). The World According to Garp (‘82) vax- mikið mun at- hyglisverðari. Á köflum frábær kvikmyndagerð metsöluskáld- sögu Johns Irving, sem manni virtist illkvikmyndanleg. Með að- stoð stórleikaranna Robins Willi- ams, Glenn Close (í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki) og Johns Lithgow í hlutverki kynskipt- ings, sem eru hver öðru betra, og einstaks aukaleikarahóps (Hume Cronyn, Jessica Tandy, Swoosie Kurtz, o.fl.) tekst Hill það ófram- kvæmanlega, að setja saman bráðsnjalla satíru um unga höf- undinn sem lætur mömmu stela glæpnum. Myndin reyndist siðasta stór- virki Hills. Little Drummer Girl (‘84) var allsheijar misþyrming á góðri njósnasögu Le Carrés. Alltof löng, illa skrifuð og leik- stýrð, með utangátta Diane Keaton og ömurlegum Klaus Kinski á sínu sífellda, óþolandi egótrippi. Lokapunktur Hills var siðan Funny Farm (‘88) skrikkj- ótt gamanmynd með Chevy Chase, hann og myndin eiga þó sína spretti. Þannig lauk ferli, sem á áratugnum 1967-77, var einstaklega glæsilegur og skipaði þessum mikla gleðigjafa á bekk með sínum bestu starfsbræðrum. Síðan hefur Hill látið fara vel um sig í ellinni og varast að láta tæla sig aftur í leikstjórastólinn. Sígild myndbönd BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1968) irkirk Kom vestranum aftur á landa- kortið og er ein skemmtilegasta mynd allra tíma. Að hluta sann- söguleg, um útlaga, lestarræn- ingja og byssubófa (Paul Newm- an og Robert Redford), sem verða fórnarlömb þjóðfélags- breytinganna á fyrstu árum ald- arinnar og verða að hypja sig suður til Bólivíu þangað sem for- tíðin eltir þá að lokum uppi. Margir frábærir þættir vinna saman að því að gera myndina jafn góða og hún er, útsjónarsöm og drífandi leikstjórn, bráðfyndið handrit Williams Goldman og sú snilli Hills að láta þá Newman og Redford leiða saman hesta sína. Þeir eru ótrúlegir, og fæddi myndin af sér ótaldar eftirlíking- ar og vinaþemað varð aftur ofur- vinsælt. Þá er ónefnd frábær tón- list Baeharachs, kvikmyndataka Conrads Hall, og óborganlegur aukaleikarahópur (Strother Martin, Jeff Corey, Kenneth Mars, Cloris Leachman, Katherine Ross, Ted Cassidy). Svo sannarlega ein af bestu myndum sögunnar. THE STING (1973) Töfrar Newmans og Redfords gleðja áhorfendur á nýjan leik í fimlega spunninni fléttu þar sem þeir félagar setja upp risa- vaxna svikamyllu, veðmála- gildru fyrir stórlax og erkibófa (Robert Shaw), sem kom félaga þeirra fyrir kattarnef. Lang- dregin og góð með sig og ragtime-tónlist Scotts Joplin var að því komin að æra óstöðugan, svo hrikalega var hún ofnotuð eftir að hafa verið uppgötvuð á nýjan leik. En stjörnurnar skina og afþreyingargildi þessarar ábúðarmiklu gamanmj<ndar er ótvírætt. Hlaut ótalin Óskars- verðlaun, þ.á m. bæði mynd og leikstjóri. SLÁTURHÚS FIMM (Slaughterhouse Five)(1972) kirkV2 Mikið uppáhald á þessum bæ. Hill tókst það sem engum öðrum hefur tekist; að kvikmynda Kurt Vonnegut á viðunandi hátt (reyndar var sýnd mikið góð sjónvarpsmynd, Who am I This Time, byggð á smásögu skálds- ins, fyrir margt löngu). Myndin og bókin eru stílfærðar minning- ar skáldsins af ógnarlegum at- burðum úr síðari heimsstyijöld- inni; loftárásunum á Dresden. Gerist jafnframt í vandræðaleg- um nútíma söguhetjunnar, Billy Pilgrim (Michael Sachs), og flóttaveröld hans, drauma- plánetu, í selskap hinnar munúð- arfögru Valerie Perrine. Það er ekki heiglum hent að fást við undraveröld Vonneguts á hvíta tjaldinu, þar hafa flestir aðrir misstigið sig aðrir en Hill. Hon- um tekst með ólíkindum vel að flytja þennan margsnúna, Iéttruglaða efnivið - sem er að mestu leyti hugarheimur Pil- grims - yfir á tjaldið. Þá er klippingin og leikurinn í efsta gæðaflokki. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.