Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Neí, býst ekki við að hundurinn þinn vilji koma út og leika ... Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Það var víst tíma- eyðsla að spyrja .. Eg býst við því. Heldurðu að ég megi spyija aftur á morgun? Ég geri ráð fyrir því. Ég geri ráð fyrir því að þú fetir giskað á hver þetta var. g býst við því að ég gæti það... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þrífst þjóðkirkjan ekki án stuðnings og verndar ríkisins? Frá Sigurjóni Þórðarsyni: PRÓFASTUR íslensku þjóðkirkj- unnar í Árnesþingi gerði athuga- semd hinn 6. ágúst sl. við grein Hjálmars Árnasonar alþingis- manns í Mbh, en grein Hjálmars fjallaði um nauðsyn þess að að- skilja ríki og kirkju. í athugasemd prófasts er látið í það skína að grein Hjálmars hafí verið villandi framsetning á íslenskum veruleika til komin vegna ljósrita sem Hjálmar Amason fékk hjá Evrópu- ráðinu. Ég tel hins vegar að Hjálm- ar hafi með þessari grein undir- strikað að hann er áræðinn, frjáls- lyndur stjómmálamaður og ekki hafi eingöngu verið um að ræða hugleiðingar vegna einhverra ljós- rita. Hjálmar er þó ekki að bera á borð nýjar tillögur, því að árið 1909 samþykkti neðri deild Alþingis Is- lendinga tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. I grein prófastsins kemur sú skoðun í ljós að þjóðkirkjan hafi því sem næst verið aðskilin frá rík- isvaldinu og vitnað er í að sjálf- stæði þjóðkirkju og dómstóla hafi verið aukið í ráðherratíð Þorsteins Pálssonar. Hér tel ég að verið sé að mgla saman auknu sjálfstæði ríkis- stofnana og síðan aðskilnaði. Fáum dettur í hug að segja að dómstólar landsins hafi verið aðskildir frá rík- isvaldinu þó svo sjálfstæði og að- skilnaður fi-á framkvæmdavaldinu hafi verið aukinn. Sama má segja um íslensku þjóðkirkjuna, en í stjórnarskrá Islands segir 62. gr. Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Islandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Þessi grein í stjómar- skránni segir allt um raunvemlega stöðu hins evangelíska trúfélags hér á landi. Allt tal prófastsins um lög nr. 78 frá 1997 um stöðu, stjóm og starfs- hætti þjóðkirkjunnar sem við- skiptasamning er fráleitt. Fáir við- skiptasamningar byrja eins og 1. grein laganna, en greinin hljóðar svo: Islenska þjóðkirkjan er sjálf- stætt trúfélag á evangelísk-lút- erskum gmnni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vemda þjóðkirkjuna. Skím í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. I lögunum er framkvæmdavaldið og trúfélagið íslenska þjóðkirkjan margtvinnað og allt tal um að hún hafi því sem næst verið skilin frá ríkinu rökleysa. Það má rökstyðja m.a. með þvi að skoða sjálf lögin nr. 78 frá 1997: Það að sett séu lög um stöðu, stjóm og starfshætti um einstakt trúfélag ber í sjálfu sér með sér að félagið er háð tilskipunum ríkis- valdsins varðandi starfshætti og stjóm. 2) I lögunum kemur fram að ís- lenska ríkið greiði 156 starfsmönn- um þjóðkirkjunnar laun og að þeir njóti réttinda og beri skyldur sem opinberir starfsmenn. Einnig greiði íslenska ríkið þjóðkirkjunni árlegt framlag sem miðist við að það nægi til reksturs hennar. Forseti Islands skipar biskup ís- lands og vígslubiskupa og ráðherra skipar sóknarpresta. Ráðherra skipar áfrýjunamefnd og gilda um úrskurðina ákvæði stjómsýslulaga. Kirkjuþing hefur æðsta vald f málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka og getur því trú- félagið orðið að breyta starfshátt- um ef Alþingi breytir lögum. Vafalaust er margt gott varð- andi starf og skipulag íslensku þjóðkirkjunnar, eins og prófastur- inn bendir á í grein sinni, en það að hún skuli vera ein trúfélaga: rekin, studd og vernduð af ríkis- valdinu, er tímaskekkja og líklega engin þörf á. Á það hafa m.a. prestar í þjóðkirkjunni komið auga á og einnig þá annmarka sem því fylgja fyrir kirkjulegt starf eða eins og segir í nefndaráliti Alþing- is frá 1909: „Vafamál er, hvort að sá fjármunalegi stuðningur, sem kirkjan nýtur af ríkisins hendi, vegi upp á móti því óhagræði og andlega ófrelsi, sem kirkjan hlýt- ur við að búa undir alveg ókirkju- legu löggjafarvaldi. Hin almenna þvingunarskylda, sem á öllum liggur til að gjalda presti og kirkju, ýmist með einum gjöldum eða framlagi úr landssjóði, léttir af hverjum einstaklingi allri áhyggju fyrir því að sjá hag kirkju sinnar borgið, en dregur þar með líka úr öllum áhuga fyrir málefni hennar.“ Að lokum skal tekið fram að rík- istrúarbrögð heyra til undantekn- inga í löndum Evrópu og í skoðana- könnunum hefur ítrekað mælst meirihlutafylgi íslensku þjóðarinn- ar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, Sauðárkróki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ^YfrJkyV Brúðhjón Allm boróbiínaöur - Glæsileg gjafavara - BrUðhjdnalisUr /riY U /V/xVvV VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.