Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 56
Drögum næst 24.ádúst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Talið að þýsku feðgarnir þrír hafí látist samstundis í flugslysinu í Vesturhorni í fyrradag Eldur kviknaði í vélinni er hún flaug inn í klettabeltið FLAK flugvélar þýsku feðganna þriggja fannst um klukkan tvö í gær og voru feðgarnir látnir er björgunarmenn komu á slysstaðinn í Vestur- homi austan við Höfn í Homafirði. Talið er að þeir hafi látist um leið og vélin rakst í fjallið, en við áreksturinn kviknaði í hluta vélarinnar. Að- koman á slysstað var hrikaleg að sögn björgunarmanna. Þeim fimm björgunarmönnum úr Hafnarfirði og Kópavogi sem fyrstir komu á vett- vang var boðin áfallahjálp er þeir komu til Reykjavíkur síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hét þýski flugmaðurinn sem lést, ásamt tveimur sonum sínum, i'í '■^Manfred Jaschke. Hann var 46 ára gamall, búsettur í Berlín. Jaschke lagði stund á kínverskar lækningar og var kunnur fyrir störf sín í Þýskalandi. Synir hans tveir sem fórust ásamt honum í slysinu voru hálfbræður, 20 ára og 12 ára gamlir. Móðir yngri sonar hans býr nú í Kína ásamt ungu barni þeirra. Flug- vélin var af gerðinni Piper Saratoga, skráð í Bandaríkjunum. Sást síðast á ratsjá við Náttmálatind Þegar slysið átti sér stað var skyggni mjög slæmt og lítur út fyrir að flugmaðurinn hafi flogið yfir Al- mannaskarð, tekið beygju yfir Papafjörð, fyi-ir Papós og síðan stefnt beint á fjallið. Ljóst er að hann var kominn talsvert af leið. Guðbrandur Jóhannsson, formað- ur svæðisstjórnar í V-Skaftafells- sýslu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að talið væri að flugvélin hefði tekið ranga stefnu frá vitanum sunnan við Höfn í Hornafirði. í stað þess að taka stefnu 03, eða u.þ.b. beint í norður á flugvöllinn, hafi hún tekið stefnu 30, eða í norðaustur. Síðast sást vélin á ratsjá þegar hún var við Náttmálatind. Umfangsmikil leit Að sögn leitarmanna var aðkoman hrikaleg. Flakið er í tæplega 500 metra hæð, en brak úr vélinni er dreift um talsvert svæði niður í um 300 metra hæð. Hæsti tindur Vest- urhorns er í um 700 metra hæð. Flugvélarinnar var leitað frá því kl. tvö í íyrradag og tóku um 400 manns þátt í leitinni þegar mest var í gærmorgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar, skyggni slæmt og svæðið erfitt yfirferðar, skriður og stórgrýti, mest á fjalllendi. Þurfti að fara mjög hægt yfir og mennirnir að halda sig nálægt hver öðrum. Allir leitarmenn komust heflir á húfi í hús. Lögregla lokaði vegunum við Stokksnes og Papós um leið og ljóst var að flakið var fundið og verða þeir lokaðir þar til rannsókn á slys- stað er lokið, en vonast er til að það verði í dag. Fulltrúar Rannsóknar- nefndar flugslysa, embættis Ríkis- lögreglustjóra, lögreglu á Höfn og félagar úr Flugbjörgunarsveitinni héldu á slysstað um fimmleytið í morgun, en rúmlega tvo tíma tekur að fara á slysstað frá Höfn. Vettvangsrannsókn skipulögð Fulltrúar Rannsóknarnefndarinn- ar og Ríkislögreglustjóra komu til Hafnar klukkan sex í gærkvöldi. Þeir héldu þá rakleitt á fund með fulltrúa sýslumanns, lögreglu á staðnum og félögum úr Flugbjörg- unarsveitinni. Fundurinn stóð í um tvo tíma og var, að sögn Eddu Símonardóttur, fulltrúa sýslumanns, farið yfir stöðu mála og lagt á ráðin um vettvangs- rannsóknina sem hófst í morgun. Staðfest var eftir fundinn að flakið væri mjög illa farið og að farþegarn- ir þrír hefðu látist samstundis. ■ Talið að röng stefna/4 Ljósmynd/Mats Wibe Lund Morgunblaðið/Þorkell Hjól úr vél feðganna VILBERG Magni Óskarsson, stýri- og sigmaður á þyrlu Landhelgis- gæslunnar, tekur hjólið sem fyrst fannst úr vél þýsku feðganna út úr þyrlu Gæslunnar. Á myndinni til hliðar sést Vesturhorn og sýnir ör- in hvar vélin flaug inn í kletta- vegginn sunnan við Brunnhorn, en þá var hún komin talsvert af leið. Neðst á myndinni er ratsjárstöðin á Stokksnesi. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar vettvang slyss- ins í dag, en fulltrúar úr nefndinni komu til Hafnar Hornafirði síðdegis í gær. Taka þarf ákvörðun um næstu virkjun innan tveggja ára Stærstu raforkudreifi- fyrirtækin vilja virkja ÖLL stærstu raforkudreififyrir- tæki landsins hafa varið miklu fé til rannsókna og hönnunar á virkjun- um og eru sum hver tilbúin til að fara út í framkvæmdir. Ekkert þeirra hefur fengið virkjunarleyfi, en öll vilja þau að stjórnvöld taki tillit til sín þegar ákvörðun verður tekin um virkjunarröð á næstu ár- um. Hitaveita Suðumesja hefur hafið framkvæmdir við nýja 30 MW virkjun í Svartsengi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki fengið heimild til að gangsetja hana. Stjóm fyrir- tækisins hefur einnig tekið ákvörð- un um að hefja undirbúning að frekari raforkuvinnslu á Reykja- nesi. Um tveir mánuðir era í að fyrri vélasamstæða Nesjavallavirkjunar verði tekin í notkun, en nýlega ákvað stjóm Veitustofnana Reykjavíkur að láta kanna frekari raforkuvinnslu á Nesjavöllum. Von er á skýrslu um málið eftir einn mánuð. Rafmagnsveitur ríkisins áforma að reisa 30-40 MW virkjun í Vill- inganesi í Skagafirði. Virkjun á þessum stað var hönnuð fyrir tutt- ugu árum, en RARIK hefur aukinn áhuga á að fara út í hana. RARIK hefur einnig staðið fyrir rannsókn- um á jarðhitasvæðinu í Grænsdal nærri Hveragerði með það í huga að reisa þar 20-30 MW virkjun. Rannsókn á svæðinu er að verða lokið og standa yfir samningavið- ræður um jarðhitaréttindi. Þá hefur Orkubú Vestfjarða lagt í umtalsverðan kostnað við að rannsaka möguleika á að virkja Glámahálendið með það í huga að reisa 75 MW virkjun í Hestfirði. Virkjunin byggist á þeirri hug- mynd að leiða vatn frá vötnum á Glámahálendinu í gegnum jarð- göng að virkjuninni. Ekki þarf að gera miðlunarlón vegna virkjunar- innar. Samkvæmt orkuspá eykst al- menn raforkunotkun hér á landi um rúmlega 2% á ári. Það þýðir að taka þarf ákvörðun um næstu virkjun innan tveggja ára því hún þarf að verða tilbúin til rafmagns- framleiðslu árið 2004. ■ Taka þarf ákvörðun/28 Bifreiða^jald stærn bifreiða Dæmi um allt að 500% MEÐ nýjum reglum sem tóku gildi nú í vor hækka bifreiðagjöld stærri bifreiða umtalsvert og munu vera dæmi um allt að 500% hækkun. Forsvarsmenn tveggja flutningafyrirtækja gagnrýna þessar hækkanir og segja þær ekki taka tillit til ólíkra atvinnu- tækja. Indriði Þorláksson skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins segir að borist hafi fyrirspurnir vegna þessa en álagning sé hins vegar í samræmi við lög og þeim verði fyrst að breyta til að hægt sé að leiðrétta hana. Pétur Jóhannsson hjá GP- krönum í Hafnarfírði hefur gagn- rýnt hækkunina. Hann segir hana hafa komið sér á óvart og að hér hljóti einhver mistök að hafa átt sér stað. „Þetta leggst misþungt á atvinnustarfsemi og víst að þetta hækkun kemur rútuiyrirtækjum til góða. Fyrir okkur er þetta hins vegar hrein og klár auka skattlagning sem á endanum fer út í verðlag- ið,“ sagði Pétur. Teitur Einarsson hjá flutnings- þjónustunni ET hf. tekur í sama streng. „Þetta er ósanngjarn skattur, sérstaklega með tilliti til yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að ekki sé verið að auka álögur á atvinnurekstur. “ Tekjur ríkissjóðs óbreyttar Indriði Þorláksson segir að við útreikninga hafi verið miðað við að breytingarnar skiluðu ríkis- sjóði álíka miklum tekjum og að það standi óbreytt. Aðspurður segir hann þó að málið verði skoð- að, komi fram óskir um slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.