Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 23 Norén fékk leik- skálda verðlaunin Tampere. Morgunblaðið SÆNSKA leikritaskáldið Lars Norén hlaut norrænu leikskáldaverðlaunin 1998, en þau eru veitt af stjórn nor- ræna leik- listarsam- bandsins. Verðlaunin voru afhent í gær við setningu norrænna leiklistar- daga í Tampere í Finnlandi. Lars Norén, leikskáld, ljóð- skáld og leikstjóri, er fædd- ur 1944 í Stokkhólmi. Hann hefur skrifað 47 leikrit á ár- unum frá 1968 og hafa mörg þeirra verið þýdd á erlend mál og sýnd í Evrópu, Jap- an, Ástralíu og S-Ameríku. Hann fær verðlaunin fyrir leikritið Kliniken, þar sem hann þykir draga upp ógn- vekjandi mynd af nútíman- um með því að lýsa á vægð- arlausan hátt sjúklingum og umhverfi þeirra á geð- sjúkrahúsi. Veitt í þriðja sinn Verðlaunin nema 40 þús- und finnskum mörkum; jafn- virði 520 þúsund króna. Af íslands hálfu var lagt fram leikrit Kristínar Omarsdótt- ur; Ástarsaga 3. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt. I fyrri skiptin hafa hlotið þau ungir höfundar með sín fyrstu verk; Hrafnhildur Hagalín fyrir Ég er meistarinn og Pa- vo Havikko fyrir leikritið Anastasía og ég. Upptekinn við að semja leikrit Lars Norén gat ekki veitt verðlaununum viðtöku sjálf- ur. Það gerði kona hans, Charlotte Neuhauser Norén, og flutti frá honum þessi skilaboð: „Ég er því miður upptekinn við að semja leik- rit núna og get ekki komið. Mér er það bæði heiður og ánægja að þiggja þessi verð- laun. Takk fyrir!“ TÓNLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR „Islensk sönglög eftir íslensk kventónskáld". Marta G. Halldórs- dóttir, sópran, Unnur Vilhelmsdóttir, píanó, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, og Lovísa Fjeldsted, selló. Norræna húsinu, sunnudaginn 9. ágúst 1998. SÁ SEM hyggst leita tónskálda af kvenkyni í viðurkenndum upp- flettiritum fer í geitarhús að leita ullar; þeirra er þar að engu getið. Þær konur sem hafa e.t.v. fengið að fljóta með í safni tónskáldanna neð- anmáls eru Hildegard frá Bingen, Clara Schumann og Fanny Mend- elsohn. Á síðari timum hafa konur mjög látið til sín taka á sviði tón- smíða og jafnvel stofnað með sér sín eigin samtök, sjálfum sér til fram- dráttar. í Vesturheimi er starfandi sinfóníuhljómsveit eingöngu skipuð konum sem stjórnað er af konu og tónlistin sem hljómsveitin leikur er aðeins eftir konur. Tónlistarhátíðir sem helgaðar eru tónverkum kvenna eru víða haldnar og í ljós hefur komið að af nógu er að taka: á veggspjaldi Hildegard-tónlistarút- BÆKLR Þýdd skáldsaga HENDING eftir Paul Auster. Þýdd af Snæbirni Arngrímssyni. Bjartur 1998. 191 bls. ÞVI gæti ég trúað að margir mis- skildu skáldsöguna Hendingu eftir bandaríska rithöfundinn Paul Aust- er sem heldur léttvæga spennusögu með ágætu plotti og góðri persónu- sköpun sem væri svo sem eklá ástæða til að eyða of miklum tíma í að skoða. En þessi bók er annað og meira. Að mínu mati gefur hún ekki hinum margrómaða New York þri- leik Austers mikið eftir en bókin kom út á frummálinu árið 1990 (The Music of Chance). Hending er fantavel skrifuð. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um efni sem skáldsagnahöfund- ar hafa þreifað nokkuð á áður, tilvilj- unina. Meðan á lestri stóð varð mér reyndar oftlega hugsað til skáldsög- unnar Homo Faber eftir svissneska rithöfundinn Max Frisch. Hending er saga manns sem flýr LISTIR_____ Línudans niðurdrepandi aðstæður sínar í leit að einhvers konar frelsun og huggun en er fyrr en varir lent- ur í aðstæðum þar sem hann er bundinn í báða skó og enn verr í stakk búinn til þess að takast á við nagandi tilvistar- kreppu sína. Meginþema sögunnar kemur kannski best fram í þeirri tilfinningu sem sækir á aðalsögu- hetjuna, slökkviliðs- manninn Nashe, að hann sé fórnarlamb atburða- rásar sem hann fær ekk- ert um ráðið. „Allt snýst þetta um rás atburða, í hvaða röð hlutirnir gerast," segir í byrjun sög- unnar og svo er það hver tilviljunar- kenndi atburðurinn á fætur öðrum sem knýr söguna áfram. Nashe fær ekki við það ráðið að lögmaður ný- látins föður hans kemur ekki dágóðum arfinum til hans fyrr en eftir að konan hans hefur yfirgefið hann með öðrum manni, peningamm hefðu vafalaust komið í veg fyrir skilnaðinn og hann hefði þá ekki hrakist út á þjóðveg- ina í vonlitla leit að tilgangi; og hann hefði örugglega ekki komist í kynni við pókerspilarann Pozzi, það var reyndar al- gjör hending að Pozzi skyldi liggja þarna á veginum einmitt þegar Nashe átti leið hjá, og ef þeir hefðu ekki hist hefði Nashe aldrei komist í tæri við kengruglaða milljarðamæringana sem að endingu hafa örlög hans í hendi sér. Paul Auster Islensk myndlist í Alabama MYNDLISTARKONAN Svanhvít Sigurlinnadóttir hefur verið búsett í Tuscaloosa í Alabama-fylki í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár og hélt í vor sýningu á vatnslitamyndum í Kentucky Art Gallery, sem bar yfirskriftina „In Daydreams". Á sýningunni voru landslags- og kyrralífsmyndir og poi-trett- myndir. Hún sótti námskeið í myndlist á árunum 1983-1994 í Tómstundaskóla íslands, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Hafnarfjarðar og er meðlimur í „West Alabama Art Association" og „Tuscaloosa and University Women Painters". Þetta er önnur einkasýning Svanhvítar í Tuscaloosa en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á ferli sínum. Forstöðukona Kentucky Art Gallery bauð Svan- hvíti að sýna eftir að hafa séð verk hennar á sam- sýningu í fyrra hjá „West Alabama Art Association“ og lofaði litanotkun hennar sem einkennist af björt- um og líflegum tónum og nýstárlegum sjónarhorn- um. Svanhvít er fædd árið 1934 í Hafnarfirði og er móðir Sigurðar Einarssonar spjótkastara, sem býr vestra ásamt fjölskyldu sinni. Foreldrar hennar voru Sigurlinni Pétursson og Vilhelmína Ólafsdóttir. Engmn veit til angurs fyrr en reynir gáfunnar sem helgar sig „kventón- skáldum" má finna 400 nöfn frá upphafi vega til okkar daga. Norræna húsið hefur staðið fyrir þarfri kynningu á verkum íslenskra tónskálda í sumar í tengslum við sýninguna Þeirra mál ei talar tunga - íslandsdætur í myndlist. Á tón- leikum sl. sunnudag voiu flutt sönglög eftir Elínu Gunnarsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Báru Gríms- dóttur, útsetningar á þjóðlögum eft- ir Hildigunni Rúnarsdóttur og loks tríó og sönglög eftir Jórunni Viðar. Ljóðin voru öll íslensk, bæði gömul og ný. Fyrri hluti efnisskrárinnar byggðist einkum á vögguvisum. Fyrst var sunginn fjögurra laga flokkur eftir Elínu Gunnlaugsdótt- ur: Barnalög - í gamni og alvöru fýrir sópran og píanó. Lögin fyrst og síðast eru hljóðlát og dreymin, annað lagið er rismikil lofgjörð til sólarlagsins og í því þriðja tipla börnin til englanna um heiltóna- stiga. í Vögguvísu Báru Grímsdótt- ur var hrynjandin einnig draum- kennd en hljómferlið óreglulegt gagnvart blæmjúkri laglínunni og í laginu Nóttin spinnur, einnig eftir Báru, gat að heyra skemmtileg og ólík blæbrigði píanósins, bæði á efra og neðra tónsviði. Sönglagið Sem dropi tindrandi eftir Karólínu Eiríksdóttur er falleg tónlýsing á ljóði Hannesar Péturs- sonar um tímann og augnablik hins liðna. Geislandi hljómar eru tif regndropanna; lagið rís tignarlega og því lýkur með hljóðu tvíradda eftirspili. Fyrri þjóðlagaútsetning Hildigunnar Rúnarsdóttur var einnig tvíradda: þar ófu saman vef sinn sópranrödd og flauta í þjóðlag- inu Man ég þig mey og í síðara lag- inu, Hættu að gráta hringaná, bætt- ist við hægstrokin bassalína sellós- ins. Lögin eru skemmtilega útsett og gaman væri að fá fleiri lög í þennan stutta en lipra flokk. Þungamiðja tónleikanna var flutningur á tveimur verkum eftir Jórunni Viðar: fyrra verkið var Dans fyrir flautu, selló og píanó sem fenginn er úr leikritinu Grá- manni eftir systur Jórunnar, Drífu Viðar. Það er fjörlegur dans í þrí- skiptum takti; stíllinn er rómantísk- ur, ekki ósvipaður Grieg, og flytj- endurnir komu ákveðinni hrynjand- inni mjög vel til skila. Síðara verkið var frumflutningur á Sætrölls- kvæði, gömlu íslensku danskvæði, þar sem hverri hendingu lýkur með viðlaginu: Enginn veit til angurs fyi-r en reynir. Ljóðið lýsir siglingu kóngs og drottningar; skyndilega tekur af allan byr og skipin hreyfast ekki úr stað. Þá birtist sætröll úr djúpum hafsins sem heimtar son þeirra hjóna gegn því að þeim byrji á ný. Lagið er fyrir sópran, flautu Að vissu leyti boðar sagan for- lagahyggju; maðurinn á að sýna æðruleysi gagnvart því sem verða vill, hann á að láta skeika að sköp- uðu, annað leiðir til óhamingju og jafnvel dauða. En svo lýsir sagan líka eins konar frelsisþrá, maðurinn vill fá að ráða sjálfum sér. Lífið er þannig eins konar línudans á milli löghyggju og frelsis; maðurinn leit- ast við að kanna og nýta sér mögu- leika sína en er um leið undirsettur ákveðinni framvindu, ákveðinni at- burðarás sem hann hefur afskap- lega lítið um að segja. Bókin fjallar einnig um einangr- un og einsemd þar sem endalausir en einmanalegir þjóðvegir Banda- ríkjanna og langur og mikill veggur reistur berum höndum úti á miðju engi hafa táknrænt gildi. Sömuleiðis mætti lesa í söguna upplausn og hnignun þjóðfélags. Ohætt er að mæla með þessari bók. Gerð hefur verið kvikmynd eft- ir henni (The Musie of Chance) sem Philippe Haas leikstýrði en þótti takast illa. Þýðing Snæbjamar er ágæt aflestrar. Þröstur Helgason Hádegis- tónleikar í Dómkirkj- unni ORGELTÓNLEIKAR verða í dag, miðvikudaginn 12. ágúst, kl. 11.30 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Marteinn H. Frið- riksson leikur verk eftir Bach, Mendelssohn og Jón Nordal. Aðgangur er ókeypis. Bænastund verður að lokn- um tónleikum kl. 12.10. Saga tím- ans í Fisk- inum Alheimsvísindamaðurinn Stephen Hawkin útlistar kenn- ingar sínar í heimildarmynd- inni A Brief History of Time sem sýnd verður í Galleríi Fiskinum, Skólavörðustíg 22c, í dag, miðvikudaginn 12. ágúst. Sýningartími er 45 mínútur og verður myndin sýnd á klukkustundar fresti á opnun- artíma gallerísins frá kl. 14 til 18. og píanó og er í dórískri kirkjutón- tegund. Hver hending er sungin undir sama lagi og í krafti endur- tekningarinnar magnast spennan um afdrif drengsins. Tónsmíðin hæfði hinu forna danskvæði sérlega vel og flutningur lagsins var sann- arlega áhrifaríkur. Tónleikunum lauk með fjómm kunnum sönglögum eftir Jóranni Viðar: Kall sat undir kletti, Við Kínafljót, Gestaboð um nótt og Vort líf. Lög Jórannar bera mjög sterk höfundareinkenni: í þeim býr mikil orka og sköpunargleði. Tónlistin byggist fyrst og fremst á blæbrigð- um og innihaldi textans, þannig að hvert lag er heimur út af fyrir sig, aðeins ætlaður þeim ákveðnu orðum. Lögin á tónleikunum voru sungin af Mörtu G. Halldórsdóttur en henni til fulltingis voru Unnur Vil- helmsdóttir, píanóleikari, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, og Lovísa Fjeldsted, sellóleikari. Flutningur þeirra var allur hinn ágætasti; sér- staklega á söngkonan lof skilið fyiir góðan framburð: það voru ekki að- eins tónarnir sem gáfu tónlistinni gildi heldur ekki síður skýr orðanna hljóðan. Gunnsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.