Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ * + ASKOLABIO Hagatorgi, sími 552 2140 Altabakka 8, slml 5U7 0000 o?| 507 0005 500 Á ALLAR MYNDIR KL. 5 0G 7 0G KR 600 KL.~9 OG 11 ] Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NIKOLAJ COSTER WALDAU MADS MIKKELSEN PALlNAJÓNSDÓTTIIt UlkíOírl: SIMON STAHO A»*lframlel6«ndur TEK AALBÆK JENSEN og FRIBRIK ÞÓR PETER AALBÆK JENSEN 0, FRIÐRIKSSON FramlelOanai I FRIÐRIK ÞÚ ENRIK DANSTRUP 11. B. i. 12. Sýnd kl. 5, 6.30, 9,11.30. b.í. i6.mDKm BRUCEi MERCl RISIIMG Einhvcr vclt ol miliið Uulnml sum ciiyuni atti að ycta leyst Loyreyliiinaður sein enginn getur stöðvað www.samfilm.is Sýnd kl. 5. Sýndkl. 7,9og11.B. i. 14. Sýnd kl. 6.55, 9 og 11.05. b.í. 14. SUDIGfTAL ' Sjóari gerist poppari SVEINN HAUKSSON hefur gefið út geisladiskinn „Sólfing- ur“ með tíu lögum, þar af níu eftir hann sjálfan. Eins og nafnið bendir til er þetta gítar- tónlist og það er Sveinn sem leikur á gítar á plötunni. Sveinn er Húsvíkingur og lærði fyrir löngu á klassískan gítar, en kláraði aldrei neitt stig. Hann er að mestu sjálf- menntaður, lærði þó einn vetur hjá Stefáni Hjörleifssyni. Sein- ustu átta ár hefur hann verið til sjós í Vestmannaeyjum, en flutti til Reykjavíkur um síð- ustu jól, gagngert til að hefja gítarnám að nýju, og nú hjá Hilmari Jenssyni í Tónlistar- skóla FÍH. Adam og Eva Sveinn er ekki alveg nýr á tónlistarmarkaðinum því hann hefur áður gefið út tvo geisla- diska. „Ég gaf út diskinn „Dropi í hafíð“ árið 1983. Það var að mörgu leyti vit í henni og ég var að gera mikið af nýjum hlutum. Hún er hins vegar barn síns tíma, var gerð af vanefnum og ég notaði trommuheila í staðinn fyrir trommuleikara og það kemur illa út. Þegar ég geri hins veg- ar diskinn „Alíslensk þjóðráð“ árið 1986, þá fékk ég góða söngkonu, Kristrúnu Sigurðar- dóttur, til liðs við mig, og nokkra góða hljóðfæraleikara og hún er miklu betri. Lagið Adam og Eva á þeim diski varð vinsælt og hefur verið spilað árlega í útvarpinu," segir Sveinn um eldri diskana sína. „Á „Sólfíngri“ eru margir góðir tónlistarmenn með mér. — Eg tók þann disk upp árið 1993. Ég fékk Þorstein Gunn- arsson, trommuleikara í Sljórninni, Eyþór Arnalds á selló og Jón Ólafsson á hljóm- borð til að taka upp grunna að níu lögum, en ég notaði ekki nema fímm þeirra. Upptökum- ar máttu svo bíða, því ég var trúbador í þijú ár og í öllu ruglinu sem fylgir því. Maður gerir lítið af viti á meðan, og það tekur alla orkuna frá sköp- unarhæfíleikunum." Jákvæðni og neikvæðni Textarnir em flestir eftir Jó- hannes Sigurjónsson, einnig á Sveinn tvo texta og Guðbergur Aðalsteinsson einn. Þeir Qalla í megindráttum um ástina eða mannvonskuna. - Eru þessi umfjöllunarefni þér hugleikin? „Maðurinn er flóknara fyrir- bæri en svo að hægt sé að gera honum skil í texta. En þetta em staðreyndir lífsins, sérstak- lega um ofsóknir hvíta manns- ins á hendur öðmm kynþátt- um. Það er ágætt ef maður getur komið einhverjum skila- boðum á framfæri, en við fjöll- um bæði um jákvæðar og nei- kvæðar hliðar mannsins. Svo er spurning hvort maður eigi að vera að velta sér upp úr nei- kvæðu hlutunum, það er víst nóg af því.“ Flókin en virðist einföld Sveinn er þegar farinn að leiða hugann að næsta diski og aðallega hvernig tónlist verður á honum. „Það verða bara hrein hljóð; pípuorgel, trommur, klassískur gítar og svo rafmagnshljóðfær- in. Tónsmíðarnar verða flókn- ari en þessi venjulega popptón- list. Hún hljómar kannski ein- faldari en það sem er að baki. Það em ekki margir sem hafa verið að gera svona tónlist. Ég ætla að spreyta mig á henni og nota til þess það sem ég er að læra.“ Bað hennar með auglýsingu í Morgunblaðinu LESENDUR Morgunblaðsins hafa ef til vill tekið eftir lítilli og rómantískri auglýsingu á síðu átta síðastliðinn laugardag. Þar voru eftirfarandi skilaboð: „Ela, ég elska þig... Hermann. Viltu giftast mér?“ „Þetta byrjaði þannig að ég á vinkonu sem heitir Áslaug Am- ardóttir og býr í Þýskalandi. Þessi kærasti Elu hafði sam- band við Áslaugu til þess að biðja hana um að hjálpa sér að koma auglýsingunni í Morgun- blaðið," segir Herdís Hjörleifs- dóttir sem hafði milligöngu um málið. „Við fórum hringferð um land- ið og þegar við komum til föður Áslaugar á Akureyri, séra Arnar Friðrikssonar, þá var ég beðin um að lesa vel laugardagseintak Morgunblaðsins þegar við kæm- um til Reykjavíkur. Við keypt- um auðvitað blaðið á laugardeg- inum og fórum í gegnum það. Þar rak ég augun í auglýsinguna og afhenti Elu blaðið. Ég sagði henni að skoða það vel og hún horfði á myndirnar af fólkinu á síðunni og sagði: „Ég þekki eng- an þama.“ Eg sagði við hana: „Skoðaðu það betur.“ Þá sá hún auglýsinguna, hálf- fölnaði og sagði ekki orð. Hún sýndi engin svipbrigði. Hún bara fraus. Svo fór hún að flissa og var eins og hálfgerður kjáni. Enda gat hún lítið sagt. Svo hringdi Hermann og hún svaraði honum með eins atkvæðis orðum og gaf lítið út á þetta. Síðan fór ég með hana niður Laugaveginn og þá fór smátt og smátt að koma litur framan í hana. Og þegar við fórum aftur heim, hringdi hún í hann og sagði: „Já“. Þá var hún búin að jafna sig og var bara orðin nokk- uð ánægð með bónorðið. Mér skilst að þá hafi komið þögn hinumegin á Iínunni og menn em með vangaveltur um að það hafi liðið yfir hann. Enda er hann búinn að ganga á eftir henni með grasið í skónum í tvö ár. Mér skilst að allir séu búnir að skipuleggja brúðkaupið hennar og hún hafi lítið um það að segja. Það verði í sumar og að sögn Ás- laugar á séra Orn Friðriksson að gefa þau saman, ég á að vera svaramaður hennar og María Sigurðardóttir vinkona okkar á Hvammstanga heimtar að hún gifti sig í gömlu kirkjunni þar. María var búin að spá fyrir henni að hún ætti eftir að lesa frétt sem hún yrði að gjöra svo vel að taka afstöðu til og sá fyrir bæði brúðkaup og brúðkaups- ferð. Þannig að henni finnst hún eiga heimtingu á því að þau gifti sig í þessari kirkju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.